Morgunblaðið - 08.03.1966, Side 19

Morgunblaðið - 08.03.1966, Side 19
ÞriSjuðagur 8. marz 1966 MORGUNBLAÐIO 19 —Utan úr heimi I Framh. af bls. 14. hlutfalli við þann fjölda flug- i véla, sem nú eru í notkun? | Aldrei hafa fleiri ferðazt með , flugvélum en nú. | Þessu er ekki hægt að svara á viðunandi Ihátt. Skýrslur eru gefnar út, að lokinni rann | sókn hvers slyss, a.m.k. þeirra, sem verða á Vestur- j löndum. ( Eðlilega getur verið um eameiginlegar orsakir slysa að ræða, ef í ljós kemur, að einhverjir ágallar eru á ákveð inni gerð flugvéla. Boeing 727 þotan hafði verið í notkun í tvö ár, án þess, að slys yrðu, en svo fórust skyndilega marg ar slíkar þotur. Þetta leiddi | til þess, að bandarísk flug- i málayfirvöld gengust fyrir ná j ‘kvæmri rannsókn, sem leiddi | til þess, að gerðar voru til- ■ lögur um breytingar á þess- ari gerð flugvéla. Munu flest flugfélög, sem þessa gerð þota nota, þegar hafa hafið breytingar í samræmi við til- lögur þessar. I Mistök flugmanns er niður- etaða, sem oft er komizt að, j án þess, að tekizt hafi að færa að því nægileg rök, að svo I hafi verið. | Ef litið er yfir árið 1965, þá eýna skýrslur, að tala þeirra farþega, sem farizt hafa (mið- að við 100 millj. floginna I anílna), hefur lækkað í 0.56 I (var 0.61 1964 og 0.73 1963). ! Þannig eykst því öryggi í lofti, almennt séð. ( Þó munu engir þeirra, sem vinna að auknu öryggi í lofti, telja, að þessi tala (0.56) sé viðunandi. Þannig hefur á- rekstur véla í lofti farið vax- andi, og sama er að segja um þau tilfelli, þar sem árekstri hefur verið forðað á síðustu Btundu. Hér er um aukningu að ræða frá árinu áður. Þá mun ekki hafa komið fyrir, að við árekstrum lægi, en á b1. ári varð fimm árekstrum forðað á elleftu stundu. | Ástæða er til að minna á Blysið við New York ,er DC-7 féll í hafið, og 94 fórust, er flugvél þessi reyndi að forða érekstri, en flugstjórinn missti við það stjórnina, með áðurnefndum afleiðingum. | 4. desember sl. lá við stór- slysi, er Boeing 707 og Super Constellation vél rákust á, en flugstjórum beggja vélanna tókst þó að lenda, heilu og höldnu. | Á Norðurlöndum hefur, sem betur fer, ekki komið til stór- slysa á síðustu árum, en þó hefur hættan oft verið nærri. | Má nefna, er 91 farþegi kom- ust út úr brennandi SAS- flugvél í Tenerife. RAUNVERULEIKINN f Starfsmenn flugfélaga telja það óviðeigandi að ræða flug- slys í samhéngi, þótt mikið sé rætt um hvert slys. I Áhafnir fá skýrslur til at- hugunar. Læra má af hverju atviki. Þá má minna á við- brögð farþega. Þótt þrjú slys hafi orðið á hálfum öðrum sólarhring í Tókíó, voru eng- ir farseðlar afpantaðir á Kast- rup, hvorki í áætlunar- né j leiguflugi. Slysin vöktu at- hygli, og voru mikið rædd, bæði í blöðum og útvarpi. | í reglubundnu flugi urðu á érinu 1964 slys, sem leiddu til dauða 93 áhafnarmeðlima. — Þessi tala hækkaði í 111 í fyrra. Þá létust 695 farþegar, en 681 árið áður. Þó sýna 6kýrslur aukið öryggi í lofti, eins og áður er vikið að. Skýr ingin liggur í auknum loft- ferðum, og auknu öryggi. MISTÖK í f fyrra fórust 6 farþegaþot- ur í reglubundnu flugi, þar af 3 af gerðinni Boeing 727. Þó fullyrða bandarísk loftferða- yfirvöld, að ekkert samhengi sé milli þessara slysa. í leiguflugi fórust 1965 160 farþegar, en sú tala var 114 árið áður. Tala áhafnarmeð- lifa, sem fórust í leiguflugi, steig úr 35 í 72 á sama tíma. Þá urðu í fyrra fleiri slys, án þess, að nokkur týndi lífi, en árið áður. Aðflug og lending er hættu- legasti hluti hverrar flugferð- ar þotu- og skrúfuþotuvéla. Hins vegar verða hlutfalls- lega fleiri slys á venjulegum skrúfuvélum, meðan á sjálfu fluginu stendur, einkum vegna vélarbilana. Mistök flugmanna, sem þátt ur í slysum, flokkast þannig: Rangt mat, léleg tækni, brot á settum reglum og sálfræði- leg atriði (í réttri röð). Hins vegar verður einnig að hafa í huga það öryggiskerfi, sem hæfa skal umferð í lofti. Hér eiga bæði flugmenn og starfsmenn á jörðu niðri sinn þátt. Eins og stendur mót- mæla bæði bandarískir og evrópskir flugmenn þeim ör- yggisreglum, sem gilda í flugi yfir Atlantshafið. Þetta er hluti öryggisnets- ins, sem er svo mikill þáttur í millilandaflugi, en stendur þó ekki í sambandi við þau slys, sem orðið hafa í upphafi þessa árs — sem hvert um sig vekur óhug, og í heild sinni verða að teljast skelfi- leg. — Povl Westphall. — Á Akureyri Frh. af bls. 26 fyrir unglinga. Hins vegar ger- ir sambandið ráð fyrir og vinnur að stofnun tveggja aðalíþrótta- miðstöðva, annarrar fyrir sumar íþróttir, hinnar fyrir vetrar- íþróttir Slíkri íþróttamiðstöð fyrir sum aríþróttir er fyrirhugað að koma upp á Suðurlandi, og hefir þá einkum verið rætt um Laugar- vatn sem tilvalinn stað, en aðr- ir staðir koma einnig til greina. íþróttamiðstöðin fyrir vetrar- íþróttir hefir þegar verið ákveð in á Akureyri. Er það gert í samráði við bæjaryfirvöld og íþróttasam'/'ikin hér. Margar ástæður liggja til þess arar ákvörðunar, m.a. hið mikla átak og framtak Akureyringa með byggingu hins glæsilega slkíðahótels í Hlíðarfjalli og allra þeirra mannvirkja, sem því fylgja, svo og góðar samgöngur við Akureyri. Þá er að geta þess, að við skíðahótelið eða í nágrenni þess er ávallt nægur njór vetrarmánuðina og hið fjöl breyttasta skíðaland. Þar við bætist, að Akureyringar hafa um langan tíma verið þeir einu, sem haldið hafa uppi skautaiðkunum að staðaldri. Þá kemur einnig til álits viðkomandi sérsamibands, í Iþessu tilfelli Skíðasambands ís- lands. Þess ber að geta að ÍStf hefir áður veitt bæjarstjórn Akureyr- ar sérstaka viðurkenningu og heiðursskjal fyrir mikinn og góð an stuðning við íþróttamál og framtak við gerð margvíslegra íþróttamannvirk j a. Stuðningur ÍSÍ við að koma upp íþróttamiðstöð fyrir vetrar- íþróttir á Akureyri er m.a. fjár- hagslegur. Mikilsverðasta fram- lagið nú er það, að stjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum nýlega að veita lán að upphæð 500 þús. krónur úr Framkvæmdasjóði ÍSÍ til að koma upp skíðalyftu við Skíðahótelið í Hlíðarfjalli, enda náist samkomulag milli íþrótta- nefndar rikisins og Akureyringa um gerð skíðalyftunnar. Þessi lánveiting er gerð í fullu amráði við íþróttabandalag Akureyrar, íþróttaráð og bæjarstjórann á Akureyri. Þótt íþróttasambandið styrki þessar framkvæmdir á þann veg, sem hér er lýst, mun það eigi að neinu leyti sjá um rekstur þessarar íþróttamiðstöðvar. Það er að sjálfsögðu verkefni Akur- eyringa sjálfra. En þar sem hér er um að ræða íþróttamiðstöð, mun ÍSÍ í sam- ráði við íþróttabandalag Akur- eyrar og Skíðasamband íslands stuðla að námskeiðahaldi í vetr- aríþróttum og vonar að geta styrkt slik námskeið fjárhags- lega, svo og með því að útvega og senda norður í samráði við SKÍ úrvalskennara og þjálfara og stuðla þannig að því, að á Akureyri verði raunveruleg í- þróttamiðstöð fyrir vetrariþrótt- ir. Einnig mun ÍSÍ stuðla að aukinni auglýsingarstarfsemi. Með þessari ákvörðun sinni hefir framkvæmdastjóm ÍSÍ létt rrvjog undir með íþróttasamtök- unum á Akureyri í viðleitni þeirra til að skapa þá aðstöðu, sem nútíminn krefst til iðkunar skíðaíþróttarinnar. Að ræðu Gísla Halldórssonar lokinni tók til máls Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, og þakk aði þessa mikilvægu ákvörðun stjórnar ÍSÍ fyrir hönd bæjar- stjórnar Akureyrar og Akureyr- inga í heild. Tók hann fram, að hann teldi viðurkenninguna enn meira virði en nokkra peninga, þó að þeir væru að vísu góðir og nauðsynlegir, því að henni væri mikill styrkur, bæði inn á við og út á við. I henni fælist líka mikil hvatning til frekari starfa og átaka af hálfu Akureyrar- bæjar og íþróttasamtakanna á Akureyri. Því næst skýrði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Akureyrar, Her mann Sigtryggsson, myndir og uppdrætti af mannvirkjum og framkvæmdum í Hlíðarfjalli, bæði þeim, sem komnar eru, og hinum, sem fyrirhugaðar eru. Hin fyrirhugaða tilhögim er að mestu samkvæmt tillögum Magn úsar Guðmundssonar skíðakappa sem er gagnkunnugur þessum málum af langri persónulegri reynslu af slíkum skíðasvæðum í útlöndum. Fyrst ber það að telja, að ráð- gert er að breyta vagarstæðinu upp að Skíðahótelinu nokkuð og færa það alllangt til suðurs í efstu brekkunum. Þá er ákveðið að koma upp skíðalyftu frá stað, sem er um 300 m. sunnan við hótelið og upp að Strompi, sem liggur í 700 m. hæð yfir sjó. £|i braut yrði um 1000 m. löng og sam- kvæmt tillögu íþróttaráðs tvö- |öld stólalyfta. Enn hefir ekki fengizt fullnaðarsamþykki arm- arra aðilja við því, en ekki talið standa á því. Tilboð í hana eru væntanleg innan skamms, en þangað til þau berast er að sjálf sögðu ekki unnt að segja neitt um kostnað. Frá Strompi er svo fyrirhuguð svifbraut (Gondol) upp undir brún Hlíðarfjalls í 1100-1200 m. hæð yfir sjó. — Nú þegar eru til 2 togbrautir önnur lítil norð- an við Skíðahótelið, en hin frá Strompi, og nær hún um 370 m. upp í Reithólana. Enn fremur er fyrirhugað að koma upp góðu skautasvæði í grennd við Skíðahótelið, og yrði svellið e.t.v. vélfryst. Ekki er enn endanlega ákveð- ið um staðsetningu stökkbraut- ar, en ýmsir staðir koma þar til greina. Sv. P. Rómaborg, 7. marz NTB. • PÁLL páfi VI skipaði í dag nefnd 16 kardinála og biskupa, víðsvegar að úr heiminum, sem taka eiga af- stöðu til þess hvort breyta skuli stefnu Kaþólsku kirkj- unnar varðandi takmörkun barneigna með lyfjum og öðrum svipuðum aðferðum. Kaþólska kirkjan leyfir sem kunnugt er ekki takmörkun barneigna með öðrum hætti en þeim, er náttúran sjálf hefur gert ráð fyrir. Frá Neytenda- samtökunum Aðalfundur neytendasamtak- takanna verður haldinn í Lindar bæ miðvikudaginn 9. marz og hefst kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, laga- breytingar og önnur mál. Félags menn eru hvattir til að fjbl- menna á fundinn og sýna félags- skírteini við innganginn. Atvinna Vil ráða 1—2 húsa eða húsgagnasmiði vana innréttingum. — Hátt kaup. GUÐBJÖRN GUÐBERGSSON Sími 50418 milli kl. 8—10 á kvöldin. Sandblásið gler Hamrað gler Glerslípun Speglagerð S. Helgason hf. Súðarvogi 20 — Sími 36177. r > Atthagafélag Ingjaldssands heldur árshátíð sína n.k. laugardag 12. marz í sam- komuhúsinu á Garðaholti í Garðahreppi. Samkoman hefst með borðhaldi kl. 19.00. Aðgöngumiðar fást í G.B. Silfurbúðinni Lauga- vegi 55 og skósmíðavinnustofu Páls Jörundssonar, Miklubraut 60. Skemmtinefndin. IVfúrarar — Húshygg jendur Höfum fyrirliggjandi milliveggjaplötur 5, 7 og 10 cm þykkar. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Hellu og steinsteypon sl. Bústaðablett 8, ekið inn frá Breiðholtsvegi. Sími 30322. 30 Denier — slétt lykkja REYNIÐ þessa sterku ödýru sokka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.