Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 6
MORCU N BLAÐIÐ Fostudagur 11. marz 1966 Húsmæður athugið Afgreiðum blautþvott og stykkjaþvott á þrem til fjórum dögum. — Sækjum — Sendum. Þvottahúsið Eimir, Síðumúla 4. S. 31460 Hús á Seyðisfirði til sölu Húsið Hafnargata 48 — (Watneshús), er til sölu. 1 húsinu eru tvær íbúðir og fylgir stór lóð. Upplýsing- ar í shna 7, Seyðisfirði. Húsmæður Hókus-Pókus blómaáburð- urinn. Undraverður árang- ur. Fæst víða. Keflavík — Suðurnes Kommóður, snyrtiborð, — vegghillur, veggskápar. 10% afsláttur gegn stað- greiðslu. Garðarshólmi, Hafnarg. 88. Skni 2450. Keflavík — Suðurnes Eins manns svefnbekkir, 6 gerðir. Garðarstiólmi, Hafnarg. 88. Sími 2450. Keflavík — Suðurnes Svefnsófasett 10% aifslátt- ur gegn staðgreiðslu. — Sendum heim. Garðarshólmi, Hafnarg. 88. Sími 2450. Barnakojur til sölu Geta verið sófi á daginn. Uppl. í síma 38554. Herb. — Sumarbústaður Sá sem getur leigt mér gott herbergi, getur fengið af- not af sumarbústað ein- hverntíma í sumar. Upplýs ingar í síma 40871. Til sölu Skoda station ’52, til niður- rifs. Seist ódýrt. Upplýsing ar í síma 50501 eftir kl. 8 á kvöldin. Kynning Óska að kynnast góðri konu með framtíð í huga. Hef ráð á íbúð. Tilboð og uppl. sendist Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Trúnaður — 8821“. Til leigu tvö hertoergi með snyrti- herb. og sérinngangi (kjaU araíbúð). Reglusemi áskil- in. Tilb. með uppl. sendist afgr. Mbl. merkt: „SV-bær —8771". Innréttingar í svefnherbergi og eldhús. Sólbekkir. Isetning á hurð um. Sími 50127. Miele-þvottavél til sölu Lítið notuð, með dælu og rafmagnsvindu. Vexð kr. 5500 kr. Uppl. í síma 31186 Óskum eftir 3ja til 4ra herb. íbúð 1. maí. Uppl. í síma 10341. Ung hjón óska eftir 2ja til 3ja heito. íbúð. Uppl. í síma 20116, eftir kl. 2 e.h. Tveir jafnaldrar Saga þessarar myndar er sú, að börnin á henni ern jafngömul eða 3ja mánaða og er mikill munur á því, hversu kisubarnið er meira sjálfbjarga. Drengurinn verður að kúra í vöggunni sinni og er af- skaplega hjálparvana, meðan kettlingurinn er fær um að hlaupa um allar trissur og það er forvitnin, sem rekur hann til að gægjast upp í vögguna og skoða þessa skritnu mannveru- Kannske er hann að leita sér að leikfélaga, en hann má bíða lengi eftir því að drengurinn verði orðinn nógu sjálfbjarga, til þess að nokkurt gagn verði að honum sem slíkum. Myndin er aðsend, og má sækja hana til blaðsins. FRÉTTIR EUiheimilið Grund Föstuguðsþjónusta kl. 6:30. Guðjón Guðjónsson stud. theol. prédikar. Heimilispresturinn. Kvenfélagið Hrund Hafnar- firði heldur fund mánudaginn 14. marz kl. 8-í Félagsheimilinu. Sýnd verður kvikmynd um hraðfrysting matvæla. Bingó og kaffi. Athugið kl. 8. Stjórnin. Frá Guðspekifélaginu. Stúkan „Dögun“ heldur fund í kvöld í Guðspekifélagshúsinu, og hefst hann kl. 20:30. Grétar Fells flytur erindi": „Við Urðarbrunn". Kaffiveit- ingar verða eftir fundinn. Farin verður leikhúsferð (Gullna hliðið). Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 15. marz í síma 7441 og 7464. Fermingarkort Óháða safnað- arins fást í öllum bókaibúðum og klæðaverzlun Andrésar Andrés- sonar, Laugavegi 3. Langholtssöfnuður. Barna- stúkan LJÓSIÐ. Fundur í safn- aðarheimilnu laugardaginn 12. * FYRIR 25 ÁRUM Fyrir 25' árum. 11. marz stóð þetta m.a. í Morgun- blaðinu: — Togarinn „Gullfoss" tal- inn af með 19 manna áhöfn. Talinn hafa farist í ofveðrinu 27/2—1/3. marz kl. 2. Mætið vel og stund- víslega. Gæzlumenn. Skaftfellingafélagið heldur skemmtifund í Lindarbæ föstu- daginn 11. marz kl. 9. — Félags- vist dans. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Skemmtinefndin. Átthagafélag Strandamanna: Skemmtun fyrir eldra fólk verður í Skátaheimilinu (gamla salnum (sunnudaginn 13. marz og hefst með kaffidrykkju kl. 15:00 Konukvöld verður í Hlíðar- skóla mánudaginn 14 marz kl. 20:00. Árshátíð félagsins verð- ur að Hlégarði í Mosfellssveit laugardaginn 19. marz. Hefst með borðhaldi kl. 19:30- Góð skemmtiatriði Kátir félagar leika fyrir dansi. Miðasala hjá Magn- úsi Sigurjónssyni, Laugarveg 45, sími 14568 fimmtudaginn 17. marz milli kl. 5 og 6 og föstu- daginn 18. marz milli kl. 5 og 7. VÍSUKORIN) 76 visukorn Höndin geigar, hverfur ró hvrtna deigar eggjar glaður teigað getur þó gullin veigadreggjar. Helgi Bjömsson frá Staðar höfða. — Kartöflumar eru komn- ar á ytri höfnina, en ekkert rúm er fyrir skipið við upp- fyllingar hér í höfninni, svo að enn verða bæjarbúar að vera kartöflulausir. __ Ungur Beykvíkingur sendur sem stríðsfangi til Englands. Hann er þýzkur að faðerni, kvæntur íslenzkri konu, og hefði fengið islenzk- an ríkisborgararétt 25. apríl. — Loftárásir við Ermasund í algleymingi. — 5 menn slasast í bílslysi við Minni Borg í Grimsnesi. sá NÆST bezti f kauptúni nokkru var kona, sem átti svo vangefinn son, að ekki voru tiltök að kenna honum undirstöðuatriðin í kristnum fræðum. Móðir hans vildi þó, fyrir hvern mun láta ferma hann, og prest- urinn féUst á að gera það, eí hún gæti kennt honum eina ritningar- grein til þess að hafa yfir á kirkjugólfL Hann valdi til þess grein- ina: „>ú ert lampi fóta minna og ljós á mínumvegum". Móðir drengsins tókst þetta með erfiðismunum, og fer hann nú í kirkju til fermingar. Þess skal getið, að rafmagnsljós voru í kirkjunni. Nú spyr prest- ur strák, hvort hann kunni ekki einhverja fallega ritningargrein, en hann þegir. Prestur ber fram spurninguna aftur, en þá bendir strákur á Ijóshjáhninn og segir; „Pera!“ Þ’EGAR Guðmundur Jónsson. sem nú (1921) býr í húsinu Árnastaðir í Seyðisfirði, var 21 ára, var hann á hundelsk- um óþrifabæ í Gullbringu- sýslu. Varð hann þá svo sulla veikur, að heita mátti að hann hefði líf í munn upp. En er hann var 16 ára, var hann í Helgabæ í Reykjavík. (Sá bær var syðst í Grjóta- þorpi). Var hann þá talinn banvænn, því engin von var um bata. Ákvað Jónassen land læknir að skera hann upp. En nóttina áður en það skyldi verða, dreymir hann, að hon- um þykir ókunn kona, fríð og sköruleg, koma að sér og mæla: ,.Nú á að skera þig upp á morgun —.“ „Já“, þykist hann svara. — „Ef það verður gert“, mælti hún. verður það þinn bani, af því að læknislistin er ekki komin enn á svo hátt stig, sem til þess þarf og síðar mun verða. En þetta mun ekki verða, því að þú átt lengra líf fyrir höndum en til morg- uns. Skaltu nú koma til mín og skoða grasgarðinn minn. Ég ætla að sýna þér þar nokkrar jurtir“. Tekur hún þá í hönd hans og leiðir hann í fjölskrýddan blómjurta garð. Þekkti hann sumar jurt irnar, en aðrar eigi. Hún bendir þá á heimulunjóla og segir: „Þekkir þú þessa jurt?“ Hann segir svo vera. „Jæja“, segir hún, ,-taktu þá rætur hennar og láttu sjóða þær, unz þú færð seyði í þrjár flöskur fuHar. Drekktu svo þetta seyði. Munu sullirnir flestir verða uppgengnir, þegar þú ert búnn úr þeim tveimur. En þú lýkur svo úr þriðju flöskunnL Munu þá suUirnir allir verða gengnir upp, en þá muntu verða ærið sár fyrir brjóstinu. En þá er hér bót við því, eða þekkir þú þessa jurt?“ segir hún og bendir á vallhumal. „Nei“, mælti hann. ,.Þessi jurt heit- ir mUlifolium“, segir hún, „láttu líka sjóða hana og drekktu seyðið, því hún er græðandi og mun gera þig heilan“. Að svo mæltu hvarf konan og sá hann hana aldrei síðan. Þegar Guðmundur vakn- aði. sagði hann móður sinni drauminn. Hún var drauma- kona mikil og varð glöð við og segir: ,.Farðu rækilega eftir þessum draumi, drengur minn, og mim þér að góðu ve!ða.“ Hann fór þegar og gróf upp heimulunjóla með rótum. Var hann soðinn unz seyði fékkst í þrjár flöskur. Drakk hann það jafnharðan, og tóku sullirnir að ganga upp úr honum, og voru marg- ir komnir, þegar hann hafði lokið úr þeim tveimur. Eftir hálfa aðra viku hafði hann ey-tt úr þeirri þriðju. Hættu þá sullirnir að ganga upp, en þá var hann afarsár fyrir brjóstb og sem tæki á kviku. Þá var humallinn soðinn. Og er hann hafð drukkið af hon- um, hurfu sárindin. Og — í stuttu máli sagt — var Guð- mundur albata ejftir mánuð, og hefir síðan eigi kennt sullaveiki. og er nú (1922) fullt fimmtugur maður. Hef- ir honum verið þörf góðrar heilsu, því hann hefir verið fátækur, átt mörg böm og orðið þvi að vinna þunga og óhoUa vinnu. Þakkar hann sína óbilandi heilsu draumnum sínum í Helgabæ. (Þjóðs. Sigf. Sigf., eftir sögn Guðmundar sjálfs). Spakmœli dagsius Ég get skapað lávarð. en það er Guðs eins að skapa heiðurs- mann. — Jakob L X- Gengið X- Reykjavík 8. mar-í 1966. 1 Stelingspund .. 120,24 120,54 1 Bandar dollar ____ 42,95 43,06 1 Kanadadollar ... 39,92 40,03 100 Danskar krónur .... 622,25 623,85 100 Norskar krónur . 600.60 602.14 100 Sænskar krónur . 831,25 833,40 100 Finnsk mörk __ 1.335.20 1.338.72 100 Fr. frankar .—- ■— 876.18 878,42 100 Belg. frankar .... 86,36 86,58 100 Svissn. írankar . 989,76 992,30 100 Gyllini-------- 1.187,70 1.190,7* 100 Tékkn. krónur----- 596.40 598.00 100 V-þýzk mörk --- 1.070,56 1.073,3* 100 Lírur --------------- 6.88 6.90 lOOAustur. sch....... 166,18 166,60 100 Pesetar ........... 71,60 71,80 GAMALT og gott Gáta frá 1850. í hverjum mánuðinum, drekka íslendingar minnst af kaffi og brennivíni? Svar: í febrúar; því að hann hefur fæsta daga. (Þ) Ég vil mæna til Drottms, bíða eftir Guði hjálpræðis míns! Guð minn mun heyra mig (Mika. 7,7). í dag er föstudagur 11. marz og er það 70. dagur ársins 1966. Eftir lifa 295 dagar. Árdegisháflæði kl. 20.46. Upplýsingat um læknaþjön- ustu í borginni gefnar i sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, Símin er 18888. Slysavarðstofan f (leilsuvfrnd- arstöðinnl. — Opin allan sólir- kringinu — sími 2-12-36. Næturvörður er í Ingólfsapóteki vikuna 5. marz til 12. marz. 5.—7. Hannes Blöndal sími 50745, 8. þm. er Kristján Jóhannesson sími 50056. Næturlæknir í Keflavík 10. —11 þm. er Jón K. Jóhannssson. sími 1800, 12—13 þtn. er Kjartan Ólafsson simi 1700. 14 þm. er Arnbjörn Ólafsson sími 1840, 15 þm. er Guðjón Klemensson, simi 1567, 16 þm. er Jón K. Jóhanns- son simi 1866. Kópavogsapótek er opiS alla virka daga frá kl. 9:15—20. lang- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidagn frá kl. 13—16. Næturlæknir í Hafnarfirði að- faranótt 12. marz er Hannes Blöndal, Kirkjuvegi 4, síml 50745. Framregis verður tekið & móti þelm, er gefa vUja bióð f Blóðbankann, sea hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9— II f.h. oie 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frA kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—II fJ&. Sérstök athygli skal vakin á mll* vikudögum. vegna kvöJdtímans. Holtsapótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Langarnesapótek og Apótek Keflavikur eru opin alla virka daga kl. 9. — 7., nema laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi daga frá kl. 1 — 4. Bilanjtsiml Rafmagnsveita Reykja- víkur á akrifstofutíma 18222. Nætur ob belBidagavarzla 18234. Upplýsingaþjónusta AA samtak anna, Hverfisg. 116, sími 16373. Opin alla virka daga frá ki. 6-7 OrS lífsina svarar 1 síma 10004. I.O.O.F. 1 = 147311844 = Ms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.