Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ I Fðstuðagur 11. marz 1966 Snjóruðningurinn á þriðja metra á hæö IVFiikið sézt af hreindýrum Egilsstöðum, 10. marz. HÉR er mikill snjór og sá mesti sem komið hefur á upp- héraði frá 1936, að því er fróð ir menn telja. í gær var bú- ið að moka snjó af Fagrádals- braut til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og var vegurinn orðinn fær töllum bílum. 1 nótt skóf aftur á veginn og er hann aftur lokaður fyr- ir umferð. Einnig var búið að ryðja veginn út í Eiða og einnig voru götur í Egilsstaðakaup- túni mokaðar og var snjóruðn ingurinn víða á þriðja metra á hæð. Víða um héraðið eru slóð- ir eftir jarðýtur, sem færar eru fyrir jeppa og dráttarvél- ar. Hafa þær verið töluvert notaðar til samgangna. Elugsamgöngur hingað hafa gengið nokkurn veginn sam- kvæmt áætlun. Hreindýr hafa ekki mikið sézt á úthéraði í vetur ,e>n í Fljótsdal hefir sézt mikið af þeim. Virðast dýrin vera í góðu ásigkomulagi, enda til- tölulega minni snjór inn til landsins. — Þráinn Piltur sætir öryggis- gæzlu fyrir íkveikju NÝLEGA var upp kveðinn I Sakadómi Reykjavíkur af Ár- manni Kristinssyni, sakadómara, dómur í máli iiðlega tvítugs pilts, sem sekur var fundinn um að hafa valdið íkveikju við hús- ið að Vesturgötu 46 í ágústmán- uði sl. Var pilturinn dæmdur til þess að sæta öryggisgæzlu, en öryggisgæzludómar munu næsta fátíðir hérlendis. Nánari atvik voru þau, að seinnipart ágústmánaðar sl. var kveikt í timburskúr áföstum við húsið Vesturgötu 46, sem einnig er úr timbri. Var þetta á fimmta tímanum um nóttina. í húsinu voru eldri hjón, son- ur þeirra og kona hans, og tvö lítil börn, 4 ára og tveggja vikna gömul. Var fólkið allt í fasta- svefni, er maður, sem átti leið þarna um, varð eldsins v>ar og vakti það. Var slökkviliðið kvatt til, og réði það niðurlögum elds ins á nokkrum tíma. Ljóst þótti, að hér myndi hafa verið um íkveikju að ræða, og náðist pilturinn, sem að þessu var vald'ur, síðar um nóttina. Pilturinn var úrskurðaður í geðrannsókn, og var það sam- hljóða álit viðkomandi geðlækn- is og Læknaráðs, sem einnig fjallaði um málið, að refsings myndi tilgangslaus. Var það álit þessara aðila að pilturinn gæti ekki talizt sakhæfur. Dómur féll nýlega í Sakadómi, og var pilturinn dæmdur til þess að sæta öryggisgæzlu, en það merkir, að honum verður ekki sleppt úr haldi fyrr en talið er óhætt. Dr. Selma Jónsdóttir, Kjarval og dr. Gylfi Þ. Gísiason. Kjarvalssýning opnuð Listusufni íslunds í í GÆR var opnuð i Listasafni Islands við Melaveg, yfirlitssýn- ing á 33 af þeim 36 málverkum Kjarvals, sem eru i eigu safns- ins. Hin þrjú málverkin eru er- lendis, eitt þeirra er á málverka- sýningu, en hin tvö eru í íslenzk- um sendiráðum. Viðstaddir opnun sýningarinn- ar voru m.a. meistarinn Kjarval, menntamálaráðherra, dr. Gylfi Kjarval sæmd- ur stórkrossi Fálkaorðunnar í TILEFNI af áttræðisafmæli Jóhannesar S. Kjarval, list- málara hefir forseti íslands sæmt hann stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu í viður- kenningarskyni fyrir lista- verk hans; Samkvæmt ósk listamanns- ins hefur heiðursmerkið ver- ið falið Listasafni íslands til varðveizlu. Fyrsta 200 manna flugvél Loft- leiöa kemur um helgina LENGINGU tveggja Rolls Royce 400 flugvéla Loftleiða h.f. er nú lokið og lengingu hinnar þriðju verður lokið 1. maí n.k. Fyrsta vélin, sem iengd var, Bjarni Herjólfsson, kemur til landsins um helgina. Flugvélar þessar taka 189 farþega og ráð- gert er að þær hafi 11 manna áhöfn, svo í allt verða um borð 200 manns. Loftleiðir eiga nú fjórar Rolls Royce 400 flugvélar. Þegar tvær síðari vélarnar voru keyptar af Canadair var samið um að allar fjórar skyldu lengdar, þannig, að þær _ gætu, að lokinni leng- ingu, flutt 189 farþega í stað 160. 3yrjað var að lengja fyrstu flugvélina s.l. septembermánuð, og var því lokið síðast í nóvemb- er. Frá því hefir flugvélin verið í reynsluflugi, og hafa flugeig- inleikar reynzt mjög góðir. Þessi flugvél, TF-LLT, mun bera heit- ið „Bjarni Herjólfsson“. TF-LLF, „Leifur Eiríksson" hefir nú einnig verið lengd. Þriðja flugvélin, TF-LLG, „Vil- hjáímur Stefánsson“, verður til- búin 1. maí n.k. Fjórða flugvélin TF-LLH, „Guðríður Þorbjarnardóttir" verður lengd næsta vetur. Meðfylgjandi mynd tók Ijós- myndari Loftleiða, Lennart Carl- én, fyrir nokkrum dögum, en þar sést „Bjarni Herjólfsson" á flugi yfir Montreal. Fyrsta lengda flugvél Loft- leiða er væntanleg til íslands um næstu helgi. Þ. Gíslason, og frú, svo og safn- stjórnin, sem skipuð er þeim dr. Selmu Jónsdóttur, Ásmundi Sveinssyni, Gúnnlaugi Þórðar- syni, Jóhannesi Jóhannessyni og Þorvaldi Skúlasyni. Dr. Selma gat þess við blaða- menn, að lengi hefði staðið til, að halda yfirlitssýningu á verk- um Kjarvals í sambandi við átt- ræðisafmæli hans, en að safn- stjórnin hefði ákveðið að bíða með hana þar sem bæði var hald in sýning á verkum meistarans í Listamannaskálanum og í Menntaskólanum. Dr. Selma sagði einnig, að safnstjórnin hefði kosið að bíða með sýning- una þar til daginn lengdi og gestirnir gætu notið anna í dagsbirtu. málverk- Ellefu af þeim 33 málverkum, sem á sýningunni eru, hafa kom- ið í safnið á seinustu fjórum ár- um, eða frá því að reglugerð var sett um Listasafn íslands. Elzta málverkið á sýningunnl var á sínum tíma í eigu Einars Benediktssonar og hafði skáldið keypt það af listamanninum. Vegleg sýningarskrá hefur ver ið gerð vegna sýningarinnar. Á forsíðu hennar er fögur endur- prentun af málverkinu „Hraun“, er Kjarval málaði árið 1949. — Prentun forsíðumyndarinnar var gerð í Sviss og var málverk- ið sent þangað út til myndatök- unnar. Sýningin verður opin fyrir almenning í dag, föstudag, laug- ardag og sunnudag frá kl. 13:00 til 22:00, en þar eftir verður hún opin á venjulegum safndögum, sem eru þriðjud., fimmtud., laug- ard., og sunnudagar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en sýningarskráin verður seld. Full ástæða er til að hvetja fólk til að sjá sýningu þessa, en hún verður opin fram að páskum. Alþýðuflokkurinn minnist húlfau uldur uimælis síns Morgunblaðinu barst í gær eft- irfarandi tilkynning frá Alþýðu- flokknum: „Alþýðuflokkurinn minnist hálfrar aldar afmælis síns með margvíslegum hætti nú um helg- ina, en á laugardag eru nákvæm- lega fimmtíu ár liðin frá því flokkurinn var stofnaður, og er hann því elztur núverandi ís- lenzkra stjórnmálaflokka. Að kveldi föstudagsins 11. marz verður efnt til afmælis- hátíðar að Hótel -Sögu, stærsta samkomuhúsinu í Reykjavík. Þar mun varaformaður Alþýðu- flokksins dr. Gylfi Þ. Gíslason flytja ræðu, óperusöngvararnir frú Sigurveig Hjaltested, Guð- mundur Jónsson, og Guðmundur Guðjónsson syngja einsöng og tvísöng, og leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfs- son flytja skemmtiþátt. Að lok- um verður dans stiginn til klukk an tvö eftir miðnætti. Veizlu- stjóri á afmælishátíðinni að Sögu verður Benedikt Gröndal, ritari Alþýðuflokksins. Á sjálfan afmælisdaginn, laug- ardaginn 12. marz verður hald- inn hátíðarfundur í Iðnó, þar sem jafnframt verður settur flokkstjórnarfundur, sem fram verður haldið daginn eftir. A hátíðarfundinum mun for- maður Alþýðuflokksins Emil Jónsson flytja aðalræðuna, Gunn ar Eyjólfsson leikari les upp, þrír erlendir gestir flytja óvörp, en þeir eru Albert Carthy fram- kvæmdastjóri Alþjóðasambands jafnaðarmanna, Erling Dinesen, verkamálaráðherra Danmerkur, sem er fulltrúi jafnaðarmanna- flokkanna á Norður/indum og Peter Mohr Dam form'aður jafn- aðarmannaflokksins í Færeyjum. Á fundinum mun forseti Sam- bands ungra jafnaðarmánna, Sigurður Guðmundsson flytja á- varp og séra Sigurður Einars- spn og Ragnar Jóhannesson cand mag. flytja frumort ljóð.“ ' — Börn Framhald af bls. 28 Hafði litla telpan fundið það, tekið úr því 12,000 kr., en drengirnir síðan fundið veskið aftur. Veskið var afhent eigand- anum, sem brást við harla glaður. Dró hann 5,000 kr. upp úr veskinu, og bað rann- sóknarlögregluna að að skipta á milli barnanna, sem veskið fundu. FÉLAGSHEIMIU Opið hús í kvöld HEIMDALLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.