Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 3
FöstuðaífOT 11. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 i Félagsmálará ðherra flytur ávarp við setningu fundarins. Jónas Haralz á fundi sveitarstjórnarfélaga: þarf ákveðna í byggðamálum — Brúðkaup /Y' Framhald af bls 1 þar sem almennust andstaSa var gegn brúðgumanum vegna þjóð- j ernis hans, til þess að reyna að j fá ilbúa Amsterdam á þeirra I band og treysta vináttu konungs- fjölskyldunnar við þjóðina. Ekki varð prinsessunni að ósk sinni en hörðustu andstæðingum ráða- hagsins ekki heldur. Hinn öflugi lögregluvörður kom í veg fyrir alvarleg uppþot og óeirðir og og eins og áður sagði, kusu margir að fylgjast með brúðkaup inu í sjónvarpi heima hjá sér, enda veður kalt og hráslagalegt. Er brúðhjónin birtust á hallar- svölunum að taka kveðju manna voru ekki nema tæp tvö Iþúsund f manns saman komin á torginu fyrir framan að fagna þeim. Borgarstjóri Amsterdam, Gijs- bert van Hal, drap á ókyrrð manna og óánægju í ræðu þeirri er hann flutti við hjónavígsluna. Beindi hann orðum sínum til brúðgumans og minntist „hinna i mörgu stunda, sem hljóta að ! hafa verið yður erfiðar" og kvaðst viss um að hann myndi afla sér trausts og rirðingar landsmanna er þeir ’kynntust honum betur. Þá minnti hann ríkisarfann á að konungsfjöl- ekyldan yrði „að fylggast með tímanum, ekki dragast aftur úr þróuninni en heldur ekki vera of langt á undan henni“. Þrátt fyrir allt sem á hefur gengið í sambandi við brúðkaup prinsessunnar er það almennt hald manna að flestir muni Hollendingar óska brúðhjónun- um gæfu og gengis af heilum hug og gizka margir á, að and- stæðingar ráðahagsins, þótt há- værir hafi verið og ósparir á orð og gerðir til áiherzlu afstöðu sinni, séu ekki nema um það bil 6% þjóðarinnar. Ttókisarfinn og maður hennar, *em nú ber heitið Claus prins af Hollandi, lögðu upp í brúð- kaupsferð sína í kvöld, en ekki er vitað hvert henni er heitið. Bílar teknir úr umferð LÖGREGLAN í Reykjavik hefur undanfarna daga geng- ið rösklega fram í því að kynna sér aksturshæfni bila og hafa þeir verið teknir úr umferð, ef ástæða hefur verið tiL í fyrradag stöðvaði lögregl- an 25 bíla, sem henni þótti athugaverðir og voru 23 þeirra færðir til bifreiðaeftir- litsins til skoðunar. Af þeim voru 17 teknir alveg úr um- ferð, en atlhugasemdir gerðar við hina. í gær hélt lögreglan þessu áfram og síðdegis höfðu 16 bílar verið teknir alveg úr umferð að lokinni skoðun hjá bifreiðaef tirlitinu., Lögreglumenn hafa fyrir- mæli um að stöðva þá bíla, sem eitthvað þykir athuga- vert við, skoða þá og færa til bifreiðaeftirlitsins sé ástæða til. , Hefur lögreglan fylgzt ræki lega með bílum frá áramót- um og hafa a.m.k. 70 bílar verið teknir úr umferð frá þeim tíma. Marka stefnu FUNDUR fulltrúaráffs Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga hófst í fundarsal Borgarstjórnar Reykjavíkur í gær kl. 10.00 ár- degis, meff seningarræffu Jónas- ar Guðmundssonar, formanns sambandsins. Bauð Jónas fulltrúa og gesti velkomna. Minntist hann síðan eins fulltrúa Hermanns Þórar- inssonar, sem lézt á árinu. Sæti Hermanns hefur nú tekið Sig- urjón Sæmundsson bæjarstjóri á Siglufirði. Þá gat formaður þess að á árinu hefðu ráðherrarnir Emil Jónsson og Gunnar Thor- oddsen látið af yfirstjórn sveita mála vegna embættisbreytinga, en við tekið, Eggert G. Þorsteins son og Magnús Jónsson. Bauð hann þá velkomna, og kvaðst vænta góðrar samvinnu við þá. Hann þakkaði borgarstjórn þá velvild sem hún auðsýndi S.Í.S.F. með því að lána húsakynni sín. Formaður gat þess, að r|í færu bæjar- og sveitastjórnakosning- ar í hönd, og þar eð þetta yrði líklega síðasti fundur þessa ara fulltrúa, hefði verið ákveðið að taka kvikmynd af fundinum. Að lokum benti hann fulltrúum á nokkur mál, er fýrir fundinum liggja og sagði síðan fund sett- an. Var þá gengið til dagskrár og kjörinn fundarstjórn, og skipað í nefndir. Því næst flutti Borg- arstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson ávarp. ,Bauð hann fulltrúa velkomna,, og þá sem lengra voru að komnir bauð 'hann velkomnar til Reykjavíkur. Borgarstjóri ræddi nokkuð starf sinni yfir vaxandi starfsemi þess. Hann kvað það athyglisverð ný- mæli, er S.Í.S.F. gekkst fyrir tveim ráðstefnum, byggingar- ráðstefnu og fjármálaráðstefnu. Lagði hann áherzlu á, að vekja þyrfti athygli á starfi sambands- ins ,efla samstarf og skapa starfs mönnum betri aðstöðu. Óskaði hann S.Í.S.F. allra heilla í starfi. Næstur tók til máls félags- málaráðherra Eggert G. Þor- steinsson, og ræddi í stuttu máli um starfsemi sveitafélagnna og skyldur þeirra. í lok ávarpsins þakkaði ráðherra fyrir h)>nd ríkisstjórnarinnar samstarfið og árnaði því allra heilla í fram- tíðinni. Jónas Haralz, forstjóri Efna- hagsstofnunarinnar flutti næst erindi um Byggingaáætlanir. Vakti erindi hans mikla athygli. Sagði Jónas m.a., að ýmsar aðgerðir sem erlendar þjóðir hefðu reynt, til þess að skapa jafnvægi í byggð hefðu ekki bor- ið tilætlaðan árangur, og orsök- in fyrst og fremst sú, að um of hefði verið reynt að halda við hefðbundnu ástandi. Nú væri í nágrannalöndum okkar verið að reyna að finna stefnu, í dreif- býlismálum, sem bezt gæti kom- ið að gagni til að styrkja aðstöð- una gegn megin dreifbýlissvæð- unum, og að efla þær atvinnu- greinar er henta á hverjum stað. Fyrst þyrfti að mynda byggða- kjarna er biði upp á meiri þæg- indi og þjónustu, og fjölbreytt- ara atvinnulíf. Jónas sagði, að hagvöxtur hefði orðið meiri á íslandi á árunum 1962-1965, en víðast hvar í heim- inum. Þetta skapaði á hinn bóg- inn ýmis vandamál fyrir þær byggðir og atvinnugreinar, sem ættu í erfiðleikum með að fylgj ast með þróuninni. Hann vék síðan nokkuð að Vestfjarðaáætluninni, og sagði að þar væri meginatriðið að afla byggðakjarna. Það þyrfti að bæta samgöngur frá þeim til annarra staða á landinu og innan svæðisins sjálfs. Hann sagði að skv. skýrslu norsku sérfræðing- anna teldu þeir að ógerlegt væri um fyrirsjáanlega framtíð að gera vegi frá þessum byggða- kjörnum til annarra landshluta, er væru færir allt árið. íbúum á Vestfjörðum hefði á tímabili fækkað allmjög, og nú byggju þar um 10.500 manns. Þó væri ekki hægt að kenna atvinnu- leysi um þessa fækkun, því að meðaltekjur væru svipaðar og annars staðar á landinu. Ástæð an væri fyrst og fremst skortur á þægindum og þjónustu og fjöl breyttari atvinnumöguleikum. Jónas sagði, að ákveðna stefnu yrði að marka og fylgja, ef ár- angur ætti að nást í byggðamál- um. Til þess að þetta væri hægt, yrðu einstök þorp og hreppar að vinna saman, en ekki hugsa ein- göngu hver um sitt. Á hádegi var gert matarhlé, og bauð borgarstjóri fulltrúum og fundargestum til hádegisverð ar. KI. 13:30 hófst fundur á ný, og var þá flutt skýrsla sambands- stjórnar og ýmis önnur mál. M.a. fjárhagsáætlun sambandsins fyr ir árið 1966, fjárhagsáætlun Sveitarstjórnarmála 1966, tillög- ur milliþinganefndar um breyt- ingar á lögum sambandsins, til- laga stjórnarinnar um auknar tekjur sambandsins, frumvarp til laga um Lánasjóð Sveitafélaga og fleiri mál. Kl. 16:00 flutti Hjálmar Blönd al, hagsýslustjóri Reykjavíkur- borgar erindi er nefndist „um hagsýslumál". Ræddi hann helztu þætti hag- sýslunar t.d. Tæknilegan útbún- að, vinnurannsóknir, kennslu og þjálfun, launakerfi o. fl. og skýrði hann mál sitt með töflu- uppsetningum. Hann minntist á starfsskipulag borgarinnar, og nefndi nokkur dæmi til skýring ar. Var þetta erindi hið fróðleg- asta. Að loknu erindinu tóku nefnd ir til starfa. Fundum verður hald ið áfram í dag, og verða þá af- greidd álit nefnda og tillögur sem liggja fyrir. Þá flytur Jón Jónsson jarðfræðingur erindi, er nefnist „Neyzluvatn og vatns- ból á íslandi". Síðan verður snæddur hádegisverður í boði fé lagsmálaráðherra og eftir það halda fundir áfram, og verður væntanlega slitið síðdegis. STAKSTMHAR „Skríllinn á mölinni“ MILLI Framsóknarflokksins og Reykjavikur hefur ' lengi ríkt undarlegt ástand, sambland af gerviástt og hatri, sem mætti túlka meff orffunum „haltu mér — slepptu mér“. Meðan Fram- sóknarflokkurinn var aff „byggj- ast upp“, var höfuðáherzlan lögff á aff afla atkvæffa í sveit- unum, og á þeim árum varff til kenning Framsóknarmanna um voffavald byggðarlaganna viff Faxaflóa, sem drægju til sín fólk og auff, meffan strjálbýlismönn- um væri skipaff út í horn. Þegar á þeim árum þótti þó nauffsyn- legt að taka tillit til „bæjar- radíkalanna“, sem væru oí föl- bleikir til þess aff skipa sér í sveit með krötum effa kommún- istum. Þessi kenning Framsóknar- manna um „skrílinn á mölinni", „malbiksfólkiff“ o. s. frv. heyrist þó sjaldan nú orffið úr herbúff- um þeirra, ef undan er skiliff afturhaldsblaffið „Dagur“ á Ak- ureyri, sem enn reynir aff hræffa fólk úti á landi meff grýlusögum um hiff svokallaða „Reykjavikur- vald“. Minna mætti ritstjóra þess blaffs á, aff Reykvíkingar hafa ekki jafnan rétt á viff aðra islendinga um kosningarétt til Alþingis. Á möti jarðklaka Nú nálgast borgarstjórnar- kosningar, og þvi hefur einum borgarfulltrúa Framsóknar ver- iff skipaff aff skrifa svonefnd „Borgarbréf“ í „Tímann“ eg skila vissum linufjölda á til- teknum tima. Árangur þessara skylduskrifa sást í „Tímanum* í gær. Þar blandast saman níff um Reykjavík og tilraunir til þess aff viffra sig upp við hugsanlega kjósendur með því aff láta þá vorkenna sjálfum sér og börnum sínum fyrir aff þurfa að ganga í klofstígvélum (á máli bréfritara, Kristjáns Benediktssonar borgar fulltrúa Framsóknar, heita þau ,,bússur“). Börnum verffur aff halda „innan dyra þessa daga, vegna þess aff varla er óhætt aff hleypa þeim út í svaffiff“. Þrátt fyrir fullan vilja borgar- fulltrúans, er ekki liklegt, aff borgarstjórn finni óbrigðult ráff viff því, hvernig hleypa eigi klaka úr jörffu eftir frosthörkur. í málefnafátæktinni er gripiff til þess ráffs aff kenna meirihluta borgarstjórnar um veffurfar hér á landi í vetur. Er Reykjavík eins og þorp í Síberíu? Höfundur „Borgarbréfs“ nvun hafa flutzt til Reykjavíkur áriff 1949, og af einhverjum ástæffum virffist hann ekki hafa tekiff eftir því, aff nokkrar götur hafa veriff malbikaffar í borginni síffan. Hann um þaff. En affrir sjá betur en hann. Fyrirlitning höfundar á borg- inni, sem hann neyffist til aff búa í vegna atvinnu sinnar, kemur meffal annars fram í þvi, aff hann telur Reykjavík „bera svip Siberíuþorps“ og jafnar henni viff „mestu útkjálkastaffi“. Hvern ig væri aff flytja sig um sess? Mætti ekki a.m.k. ætlast til þess aff menn, sem ekkert sjá nema skít í höfuffborginni leiddu reyk- vísk málefni hjá sér? Hér er enn eitt sýnishorn af fegurffarsmekk og „skáldlegu" tungutaki þessa forsvarsmanns Framsóknar: „Bæði Sogavegur og Bústaða- vegur eru miklar umferffargötur, og þær voru orffnar þaff áffur en sumir af þeim gullrössum, sem nú skipa bæjarstjórnarmeirihlut- ann, fóru að bera sig um að ráði“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.