Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID FBstudagur II. marz 1966 SKOLAMðT i FRJALSUM ÍÞRÚTTUM 27. MARZ Hér er Cassíus Clay klæddur í e inkennisbúning „Balek Muslims*4 reglunnar ásamt nokkrum konum úr sömu reglu. Vera heims- meistarans í þessari leynireglu hefur vakið mikla athygli — ea þó mesta athygli á reglunni sjálfri. Meistaramót í f r jálsum innanhúss um helgina E.t.v. reynt vvð heimsmet í hástökki án atr. SKÓLAMÓT í frjálsum íþrótt- um verður haldið 27. marz í íþróttahúsi Háskólans. Hefst mótið kl. 14:00. Þetta er annað árið I röð, sem skólum af öllu landinu er heim- il þátttaka, en skólamótin áður voru ætluð skólum í Reykjavík og nágrenni. Á þessu móti verður keppt í eftirfarandi flokkum og eftir- farandi greinum: Konur: Langstökk án atrennu og hástökk með atrennu. SveinaK Langstökk án atrennu og hástökk með atrennu. Drengir: Langstökk án atrennu og hástökk með atrennu. Cnglingar: Langstökk án atrennu þrístökk án atrennu og hástökk með atrennu. Fullorðnir: Langstökk án atr. þrístökk án atrennu og hástökk með atrennu. Keppt er samkvæmt aldurs- ákv. F.R.f. í karlaflokkum, í kvennagreinum er aðeins einn aldurflokkur. Sex fyrstu menn í hverri grein innan hvers aldursflokks fá stig, og er því mótið stigakeppni milli skóla í hverjum aldursfl. fyrir sig. Þátttökutilkynningar skulu sendar í pósthólf 165 fyrir 21. þ.m. Benedikt Jakobsson íþrótta- kennari og landsþjálfari skýrði okkur frá þessum skólamótum í höfuðdráttum í gær. Hann kvað BENEFICA, portúgalska knatt- spyrnuliðið, hefur verið 1 fremstu röð knattspyrnuliða í Evrópu um 'árabil og meðal ann ars handhafi Evrópubikars meist araliða 2 undanfarin skipti. En nú virðist sem sigurvonir liðsins hafi skyndilega slokknað, því í gær vann Manch. Uth. Benefica ÍSLENZKT íþróttalíf er ekkl afar fjölbreytt og mætti þar margt smátt ýmsu góðu til leiðar koma. Þannig mætti t.d. ' boðhlaupskeppni skóla verða til upplyftingar íþrótt- um almennt, ekki sízt frjáls- um íþróttum. Eitthvað á þessa Ieið komst Benedikt Jakobsson að orði er við ræddum við hann í gær og hann drap á þá hugmynd að stofna hér aftur til boð- hlaupskeppni milli skóla. þau hafa hafizt 1950, og þá á veg- um ÍFRF, sem hugðist vinna mikið starf á sviði skólaíþrótta. Brátt kom í ljós að ÍFRN fékk ekki starfssvið og þau mót er sambandið hélt í ýmsum grein- um íþrótta urðu að falla niður vegna þess að skólafólkið fékk ekki húsrúm til mótshalds. Þannig hafa öll mót orðið að hætta vegna húsnæðisskorts nema frjálsíþróttamótin og sund mótin. Þó var reynt um það bil er ÍFRN varð að gefast upp að stofna til mótshalds í ýmsum greinum, en nefndirnar urðu líka að láta í minni pokann fyrir hús næðisskorti. Var líka við ramm- an reip að draga, því þátttakend ur á síðasta handknattleiksmóti til dæmis voru 800 talsins og hefðu með svipaðri þátttöku nú verið 1000 talsins. Slíkur þátt- takendafjöldi krefst meira hús- rýmis en skólar geta fengið til leiks og afnota. Ekkert skólamót fór fram í fyrra tiema í frjálsum íþróttum, en það var bezt sótta mótið til þessa í þeirri grein. Voru þátt takendur í því 105 talsins víðs- vegar að af landinu. Kvað Ben edikt að þátttakendur yrðu eigi færri nú, þó ekkert væri þar um vitað. Framkvæmd frjálsíþróttamót anna hefur verið mjög erfið á einum degi og móthaldið tekið allt upp í 8 tíma. með 5:1 og fór þó leikurinn fram á heimavelli Benefica. Leikurinn var liður í úrslitum um Evrópubikar meistaraliða. Manch. Utd. hafði yfir 3:0 í hálfleik, en kom Spánverjunum mest á óvárt í upphafi síðari hálfleiks með hröðu spili og góð- um leik. Benedikt minntist á slíka keppni, sem efnt var til fyrir mörgum árum og höfðu þá ýmsir góðkunnir háskólamenn verið meðal þátttakenda. Sagði Benedikt að keppnin hefði vakið mikla athygli og hlotið miklar vinsældir og m.a. ýmsir nemendur fyrst kynnst íþróttum þar og hald- ið við íþróttaiðkun eftir að þeir kynntust þeim í skólum. Benedikt sagði í sambandi við boðhlaupin að þau væru INú sjá um mótið þau Bene- dikt Jakobsson og Ragnheiður Pálsdóttir, íþróttakennari, en von eiga þau á íþróttakennurum til aðstoðar. Benedikt sagði í gær að mjög vafasamt væri um fram tíð þessara skólamóta en er skólanemar fengju aðgang að Iþróttahöllinni yrði viðhorfið alit annað, enda væri þar hægt að taka upp keppni í nýj um greinum m.a. grindahlaup um og hlaupum. f fyrra var í fyrsta sinn keppt eftir aldurflokkareglum ÍSÍ og reyndist það betur en bekkjarkeppnisfyrirkomulag- ið að dómi Benedikts. 20. arsþing IA TUTTUGASTA ársþing fþrótta- bandalags Akraness verður hald- ið laugardaginn 12. marz og verður setit í íþróttahúsinu kL 14.00. Bandalagið varð 20 ára 3. febr. sl. og a-f því tilefni mun þingið að verulegu leyti verða helgað afmælinu. Að setningarathöfn lokinni, munu verða íþróttasýningar í í- þróttahúsinu á þeim íþróttum, sem iðkaðar eru á vegum banda- lagsins. Fjöldi gesta munu verða við setningu þingsins, m.a. for- seti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, bæjar stjórinn á Akranesi, bæjarstjórn Akraness o. fl. Fyrsti formaður bandalagsins var Þorgeir Ibsen og aðrir í stjórn með honum, þeir Guð- mundur Sveinbjörnsson, Lárus Árnason, Óðinn S. Geirdal og Sig urður Guðmundsson. Aðildarfélög að bandalaginu nú eru: Knattspyrnufélag Akra- ness, Knattspyrnufélagið Kári og Golfklúbbur Akraness. Núverandi formaður er Guð- mundur Sveinbjörnsson og aðrir í stjórn eru: Óli Örn Ólafsson, Ríkarður Jónsson, Eiríkur Þor- valdsson og Helgi Daníelsson. erfiðari hér en erlendis, þar sem vorhlýindi væru í stað vorkulda hér, en þó mætti breyta til og hlaupa t.d. um hverfis Tjörnina eins og gert var hér áður fyrr og þaðan væri stutt í böð á Melavellin um og þægilegt um aðstæður allar. Víst væri gaman að því að af slíkri skólakeppni gæti orð ið og þá helzt í vor til að byrja með. ÍSLANDSMEISTARAMÓTED í frjálsum íþróttum innan húss verður haldið í KR-húsinu laug- ardaginn 12. marz og sunnudag- inn 13. marz og hefst kl. 3 báða dagana. 4 ÞÁTTTAKENDUR Þátttaka hefur verið tilkynnt og er hún allgóð nema að búist hafði verið við fleiri þátttakend- um utan af landi, en þaðan eru flestir frá Héraðssambandi Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu, eða 5 keppendur. Héraðssam- bandið Skarplhéðinn sendir 2 til keppni, eru þeir unglingameist- arar frá því í vetur í langstökki og þrístökki án atrennu. Þingeyingar og Strandamenn eiga sinn hvorn keppandann og er þá talin þátttaka utan af landi. Frá Reykjavík eiga ÍR-ingar stræsta hópinn, eða samtals 14 þátttakendur, KR-ingar senda 10 keppendur, en Ármann sendir engan að þessu sinni. Jón Þ. Ólafsson ætti að verða — Pressuball Framhald af bls. 28 þannig, að samkomuna setur for maður B.f. Emil Björnsson, Jens Otto Krag, forsætisráðherra Dan merkur flytur ræðu, Jón Sig- urbjörnsson, óperusöngvari syng ur og Ómar Ragnarsson flytur frumsaminn skemmtiþátt á ís- lenzku og dönsku. Veizlustjóri verður Sigurður Bjarnason, rit- stjóri. Salarkynni í Lídó verða skreytt og er Gunnar Bjarnason leiktjaldamálari, til ráðuneytis um skreytingu. Einnig verður vandað mjög til matar að venju. Við veitingahúsinu Lídó hafa tekið nýir menn, þeir Hilmar Helgason og Róbert Kristinsson ! og hafa salarkynni verið lagfærð og snyrt. Heiðursgestirnir, Jens Otto Krag og frú Helle Virkner, koma til landsins kl. 16.05 á laugardag, sí með fluvél frá Flugfélaginu og nokkuð öruggur með að sigra f öllum stökkunum, nema stangar- stökki. Keppni um annað og þriðja sætið í stökkunum getur aftur á móti orðið nokkuð jöfn og skemmtileg og ekki gott að spá um röð keppenda. Valbjörn ætti að vera öruggur sigurvegari í stangarstökki, þvl ekki er ennþá kominn fram mað- ur, sem getur veitt honum keppni í þeirri grein. í kúiluvarpi er Guðmundur Her mannsson hinn sterki maður og líklegur sigurvegari fyrirfram. Við hvetjum svo áhugamenn um frjálsar íþróttir að fjöl- menna í KR-húsið um næstu helgi og fylgjast með skemmti- legri keppni og getur húsið tekið við þó nokkrum áhorfendafjölda. Á laugardaginn verður keppt f langstökki, þrístökki og stangar- stökki, en á sunnudaginn í há- stökki með og án atrennu og i kúluvarpi. fljúga aftur utan á mánudags- morgun. Þau búa í íbúðinni á Hótel Sögu meðan þau eru hér. Á sunnudaginn munu þau aka til Þingvalla, ef veður leyfir, en borða í Reykjavík hádegisverð f boði Bjarna Benediktssonar, for sætisráðherra. Síðdegis verður stuttur blaðamannafundur með danska forsætisráðherranum og þar á eftir síðdegismóttaka hjá utanríkisráðherra. Kvöldverð snæða hjónin hjá sendiherra Dana í Reykjavík, B. O. Kron- mann og sjá síðan Gullna hliðið í Þjóðleikhúsinu, að ósk frú Virkner, sem er kunn leikkona, sem kunnugt er. Carsten-Nielsen, ritstjóri og formaður Dansk Journalistfor- bund hafði þáð boð um að koma í tilefni Pressuballsins, en hefur nú tilkynnt að vegna anna geti hann ekki komið því við. Evrópumeistarar Benefica úr leik Töpuðu fyrir Manch litd. 5:1 Hví ekki ai ef na til Tjarn- arboðhlaups skólanema?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.