Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 5
FðstuiSagur If. marz 198« MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM Á SL. ÁRI hefur Vegagerð ríkisins unnið að því að end- urbyggja veginn upp í Þjórs- árdal, lagfæra hann og gera nýjan veg áfram í fyrirhugað- an virkjunarstað við BúrfelL Er iþarna kominn tvíbreiður, vel ofan í borinn vegur allt frá Suðurlandsvegi neðst á Skeiðunum og alla leið upp á Sámsstaðamúla við virkjun- Nýr70km skolvegur 3 nýjar brýr og sú fjórða fyrirhuguð. Fréttamenn Mbl. vpru í flugferð á þessum ’sióðum fyrir skömmu, og fengu þá 'með sér Björn ólafsson, verk- fraeðing, sem hefur haft á höndum þetfa verk fyrir Vegágerðina, en hún hefur annazt lagningu vegarins fyr- ir Landsvirkjun, sem leggur Búrfellsvegur, einkavegur virkj unarinnar. Bf við fylgjum veginum allt neðan frá Suðurlandsvegi, þar sem hann liggur með bjórsá að vestan, upp Skeið- in og Hreppana, þá sjáum við strax eftir vegamótin, hvar fyrsta stóra S-!beygjan hefur verið tekin af. Hefur vegur- inn þarna upp sveitirnar Vegurinn liggur upp á Sámsstaðamúla í stórum sveigjum vegna brattans og endar við inntak virkjunarinnar á fjallinu og við jöfnunarþró, sem þar verður. Nýi vegurlnn teyglr slg eftir Þjórsárdal. Myndin er höfði, en Ásólfsstaðir eru inn með fjallinu til hægri. tekin í suðvestur. Tii hægri er Gauks- Björn Ólafsson, verkfræðingur arstað, eða 70 km. vegalengd. Þar af eru 59 km. þjóðvegur- inn upp að Asóifsstöðum. Ekki er þessari fi-amkvæmt þó lok- ið, en vegur fyrir þungaflutn. inga þarf að vera tiibúinn áð- ur en virkjunarframkvæmdir hefjast í sumar. Á þessum vegi hafa þegar verið gerðar út fyrir honum, í bili a.m.k. — Við byrjuðum verkið í ágúst 1964 og undirbyggðum þá veginn milli Sandár og Fossár, sem er 7 km. vega- lengd, sagði Björn. Hitt hefur verið unnið á árinu 1965. Hef- ur verið unnið í nær allan vetur, aðeins gert hlé á frá 17. desember til 5. janúar. Haustrigningarnar töfðu okk- ur þó og einnig frostið í vet- ur, en snjóþyngsli hafa ekki komið í veg fyrir að við gæt- um unnið. Að vísu er ekki unnið af fullum krafti nú, aðeins einn vegavinnuflokk- ur þarna. En þegar mest var í sumar voru þarna í einu að störfum 3 vegavinnuflokkar og 2 brúargerðarflokkar. Vegurinn er 6 m. á breidd, þannig að bílar eiga að geta mætzt allt að Iþví hiklaust og hann á að bera sama þunga og Suðurlandsvegur að Hvols velli, þ.e. 9% tonn á öxul eða 15 tonn á tvöfaldan öxul. Og hvað kostar þessi vegagerð? Björn segir okkur, að um 20 milljónir séu komnar í þess- ar framkvæmdir, þar í um 5 millj. í gerð þriggja brúa. Á þeim hluta vegarins, sem er í byggð, var aðallega þörf á að styrkja gamla þjóðveg- inn, taka af krappar beygjur og brekkur, en um leið notað tækifærið til að lagfæra veg- inn allan, jafnframt því sem leggja þurfti nýjan veg nær óslitið frá Haga að Búrfelli, eða um 20 km. leið. Síðustu 10 km, eru hinn eiginlegi aðallega verið hækkaður, breikkaður og borið ofan í hann, hlykkir af honum tekn- ir og sums staðar hefur hann verið færður til á löngum köflum. Mest er það á tveim- ur stöðum. Neðri staðurinn er á 4 km. löngum kafla frá Brautarholti að Skeiðaréttum. Við sjáum úr lofti hvar veg- urinn beygir niður að ánni hjá Brautarholti, og liggur þráðbeinn og sker sig úr landslaginu með klaka í brúnunum. Þarna er þó ólagður kafli frá Þrándar- holti að Kálfá, sem tekinn verður nú í vor. Hinn nýi kaflinn er 9 km. vegur frá Kálfá og inn undir Haga. Þarna er vegurinn færður niður undir ána, til að losna við Hamarsheiðina, en þar sjáum við hvar gamli vegur- inn snýr sig upp á heiðina í erfiðum hlykkjum. Þarna með ánni er reyndar gamla leiðin upp með Þjórsá, sem nú er aftur upp tekin. Eftir að komið er að Haga tekur við nær óslitinn nýr vegur, um 20 km. leið, upp á Sáms- staðamúla, þar sem virkjun- in er. Aðeins við Gauks- höfða, sem allir þekkja af myndinni á 100 kr. seðlunum, var lítið svigrúm til breyt- inga. Fyrir ofan efstu bæi í byggð, Ásólfsstaði og Skriðu- fell, sveigir vegurinn í austur og liggur að Búrfelli. Nýju brýrnar þrjár eru eínfaldar og stílhreinar. í bak- sýn við nýju brúna á Þverá, sem ekki er búið að tengja á veginn, sést gamla brúin. Norðar á veginum hefur ver- ið gerð ný brú á Sandá, 35 m. á lengd. Og uppi undir Búrfelli er hin lengsta af nýju brúnum, 50 m. löng, á Fossá. Ótalin er þá óbyggð brú á Kálfá. Og að auki er áformað að setja ræsi á Sandlækjarós. Vegurinn, sem búið er að leggja þarna, klofnar í end- an í þrjá vegi. Einn liggur að fyrirhuguðu stöðvarhúsi á bakka Fossár undir Sáms- staðarmúlanum, annar ligg- ur í stórum sveig upp snar- brattan múlann og endar við inntak virkjunarinnar uppi á fjallinu og þriðji endinn klýf- ur sig frá honum á brúninni og liggur að fyrirhugaðri jöfnunarþró virkjunarinnar. Sámsstaðamúli liggur norður úr Búrfelli og gegnum hann á að leiða vatnið í göngum að stöðvarhúsinu. En frá þessum vegum má aka eftir slóðum yfir að fyrirhugaðri stíflu og upp með Þjórsá. Þarna höfum við nú fylgt þessum endurbyggða og ný- gerða vegi, þar sem hann liggur upp Skeiðin, Gnúp- verjahrepp fram hjá efstu bæjum í Þjórsárdal og yfir að virkjunarstað við Búrfell, alls Framhald á bls. 19 Við Minna-Núp er endinn á nýjum kafla í veginum, sem verið er að vinna að. Þar er veg- urinn færður niður undir Þjórsá, til að losna við að fara upp á Hamarsheiðina, eins og sá gamli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.