Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 19
Föstudagur 11. marz 1966 MORCU NBLAÐIÐ 19 Fimmhig i dag: Ósk Ólafsdóttir, Bolungarvík FRÚ Ósk Ólafsdóttir í Bolungar- vík á í dag fimmtugsafmæli. — Bins og að líkum lætur þýðir það í raun og veru að hún er kornung og í blóma lífsins. Eng- jn ástæða er þess vegna til þess eð rekja æviatriði hennar ítar- lega, önnur en þau að hún er fædd á Hesti í Súðavíkurhreppi, dóttir þeirra heiðurshjóna Maríu Rögnvaldsdóttur frá Uppsölum og Ólafs Hálfdánssonar frá Hesti. En þau áttu 15 mannvænleg og elskuleg börn. Ósk fluttist með foreldrum sín um til Bolungarvíkur og giftist þar árið 1940 Halldóri Halldórs- syni verzlunarmanni. Hafa þau hjón átt fjögur myndarleg börn, þrjá syni ög eina dóttur. Ósk Ólafsdóttir er mikil mann- kostakona. Hún er frábær áhuga manneskja um allt sem til heilla horfir í byggðarlagi hennar, og hefur tekið mikinn þátt í félags- lífi þess. Hún hefur verið for- maður um árabil í kvenfélaginu Brautin, átt sæti í hreppsnefnd sem varafulltrúi, setið um langt skeið í stjórn Félagsheimilisins í Bolungarvík og Sjálfstæðisfélags ins „Þuríðar Sundafyllir." Að öllum þessum félagsmálastörfum og mörgum öðrum hefur Ósk Ólafsdóttir gengið af þeim heil- hug og drengskap, sem er megin- einkenni skapgerðar hennar. Fyr ir allt sitt starf og framkomu nýtur hún almennra vinsælda meðal allra er henni kynnast. Hún er trygg og traust kona, góðgjörn og hjartalhlý. Vinir Óskar Ólafsdóttur þakka henni allt gott og drengilegt á liðnum tíma, um leið og þeir árna henni heilla á tímamótum, og alls farnaðar í framtíðinni. S.Bj. Miklar útvarpstrufl- anir í Bolungarvík ÝMSU virðist misskipt með þjóð okkar. Fólkið hér vestra vill þannig gjarnan fá að hlusta á út- varpið nokkurn veginn truflana- laust. Svo er að sjá af blöðum nú síðustu dagana, að þeir sem búa bæði norðan lands, austan og suð-austan hafi ekki á móti því heldur að heyra óbrenglaða útsendingu. En á sama tíma deila í'búar höfuðstaðarins og næsta nágrennis helzt um það, hvort þeir eigi að fá að horfa á eina sjónvarpsstöð eða tvær. Svo að tekin séu dæmi bara ' Á Sandá er eln af 4 brúm, sem brúaðar eru á þessum nýja vegi. Hún er 35 m löng. Úr öllum Framhald af bls. 5 um 70 km. leið. Um hann verður vafalaust mikil um- ferð á næstunni, þegar fram- kvaemdir byrja við virkjun Þjórsár við Búrfell. Og þar *em mestur hlutinn er þjóð- vegurinn aHt ai öð- um, njóta góðs ai ____^ur í fyrrnefndum sveitum og ferðafólk á leið í Þjórsárdal, einn af fegurstu stöðum á landinu. Þangað má nú renna eftir góðum vegi á tiltölulega skömmum tima. E. Pá. frá síðustu viku þá hafa birzt í Mbl. greinar bæði frá Siglufirði og Sauðárkróki og fréttaklausa frá Mýrdal, sem kvarta sáran undan útvarpinu — ekki efninu, heldur útsendingunni. Þökk sé þeim, sem þetta hafa ritað. Og allri þekkja áralanga raunasögu Austfirðinga í þessum efnum. Svo er að heyra sem hringinn í kringum landið geti útvarpið ekki fullnægt þeirri frumskyldu sinni að ná til allra landsmanna, og það jafnvel þrátt fyrir það, að nokkrum sinnum hafi verið reynt að telja landslýð trú um hið gagnstæða. Ég held, að flestum okkar, sem þurfum að búa við eilífar útvarpstruflanir, ýmist vegna Loranstöðvarinnar eða af öðrum sökum, finnist sem það standi nær að bjóða öllum landsmönn- um upp á eitt hljóðvarp, áður en sumum er gefinn kostur á að ríf- ast um það, hversu mörg sjón- vörp þeir eiga eða megi horfa á. Við trúum því hvort eð er ekki, að sjónvarpið nái til okkar, með- an útvarpið gerir það ekki skammlaust. Að vísu héfur því nýverið lýst yfir að kosta muni nokkra millj- ónatugi að koma útvarpinu í það horf, að það nái til landsins alls. Það fylgdi og fréttinni, að eng- in fjárveiting væri til þeirra endurbóta. Á sama tíma er keypt húsnæði og tæki handa sjónvarp- inu fyrir fjárhæðir, sem fæstir munu trúa að séu lægri. Eflaust finnst fleirum sem mér, að fénu væri betur varið til endurbóta á útvarpinu. Forráðamenn þessara mála þurfa að vita, að um mest allt landið er fólkið sáróánægt með framgang þessara mála og að loforðin um endurbætur Ihafa ekki unnið á truflunum. Þess vegna tel ég rétt og vel, að kvart anir berist sem víðast að, og að tekið sé undir orð þeirra, sem þær hafa borið fram. Bolungarvík, 5. marz 1966 Jón G. Tómasson. — Fyrirspurnir Framhald af bls. 10 afnota til uppbyggingar og fegr- unar staðarins. Væri til of mikils mælst þó landsmenn allir sæju af nokkr- um krónum til eflingar þeirri einu stofnun, sem veitir undir- stöðukennslu við allt garðyrkju- nám í landinu, fyrst Reykvík- ingar einir geta séð af milljón- um í grasflatir sínar. Svavar F. Kjærnested. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Piltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa. luiisimuu, Aðalstræti 10. VOLGA MEÐ DIESELVÉL Leigubílstjórar VOLGA er nú fáanleg með enskri Rover diselvél samsettur í Belgíu, verð til leigubílstjóra ca. 208 þúsund krónur. Sýningarbíll á staðnum mánudag og þriðjudag n.k. Bifreiðar & landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugaveg, 114171 SÍMI 22-4-80 Húsgagnamarkaðurinn Auðbrekku 53 Kðpavogi SVEFNSÓFAR — SVEFNBEKKIR — KASSABEKKIR — SÓFASETT — H J Ó N A R Ú M — SKRIFBORÐ —H VI LDARSTÓLAR með skammeli. Munið 20% afsláHur gegn staðgreiðslu ÍSLENZK HÚSGÖGN HF. AUÐBREKKU 53, KÓPAVOGI — SÍMI 41690.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.