Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 15

Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 15
Fostuðagur II. marz 1966 MORCU N BLAÐIÐ 15 Erlend tíði ndi © Erlend tíði ndi á SEGJA má, að kosningabar- áttan í Bretlandi hafi hafizt fyrir alvöru um síðustu helgi, þótt þingi væri ekki slitið fyrr en í gær, 10. marz. S.l. laug- ardag birti íhaldsflokkurinn stefnuskrá sína og stefnuskrá Verkamannaflokksins var birt á mánudag. íhaldsmenn fengu þannig smávegis forskot, því að öll sunnudagsblöðin birtu ýtarlegar frásagnir af stefnu- skránni — og sunnudagsblöð eru jafnan mikið lesin í Bret- landi. Búast má við, að kosninga- baráttan verði afar hörð. Segir í fréttum frá London, að marg- ir kvíði þeim tíma, sem fram- undan er — sú sé þó huggun harmi gegn, að til kjördags eru aðeins þrjár vikur, svo að orra hríðin verður stutt. r Ýmis blöð og stofnanir fylgj- ast náið með því, hverjar úr- slitahorfurnar eru hverju sinni. Þeirra á meðal sunnudagsblað- ið óháða — OBSERVER, sem boðar nýja könnun á hverjum sunnudegi fram að kosningum. Könnun sú, er blaðið gekkst fyrir í s.l. viku — fram til fimmtudagsins — gaf vísibend- ingu um, að Verkamannaflokk- urinn hefði örugglega 4.5% fylgi umfram íhaldsflokkinn — sem mundi í kosningum jafn- gilda 50 þingsæta meiriihluta í Neðri málstofunni. Fylgisaukn- ingin frá 1964 segir OBSERV- ER að komi mest frá fyrri kjós endum Frjálslynda flokksins. Hlutfallstala þeirra kjósenda sem kváðust óákveðnir í þess- ari könnun var 12%. ! Á mánudag birti síðan Daily Express úrslit skoðanakönn- unar þar sem sagði, að Verka- mannaflokkurinn hefði 13% fylgi umfram íhaldsflokkinn — en það mun svara til allt að 200 sæta meirihluta. Loks er að geta Gallup könnunar, sem birt var rétt fyrir síðustu helgi. E^in gaf til kyhna, að fylgi Verkamannaflokksins umfram Íhaldsflokkinn væri 11%, það er að segja 2% meira en í könnuninni þar á undan. Yrðu slík úrslit-kosninganna svaraði það til 165 þingsæta meiri- hluta. í Gallup-könnuninni voru 9% óákveðnir. Fylgi Frjáls- lyndra hafði aukizt um 1%. Að því er Daily Telegraph segir hefur fylgi stóru flokk- anna tveggja í síðustu þremur Ikosningum verið mjög svipað því, sem Gallup skoðanakjinn- un hafði gefið til kynna á svip- uðum tíma þ.e. fjórum vik- um fyrir kosningar. Einnig seg- ir blaðið, að hvorugur flokk- anna hafi nokkru sinni í kosn- ingum eftir heimstyrjöldina síð- ari haft svo háa hlutfallstölu umfram andstæðinginn. Síðasta *net hafi íhaldsflokkurinn átt, er Gallup skoðanakönnun sýndi fjórum vikum fyrir kosn- ingarnar 1951, að hann hefði 6Vz% umfram Verkamanna- flokkinn. Þá benti síðasta Gallup könn- un til þess að 64% kjósenda séu því fylgjandi að halda kosn- ingar nú, — aðeins 17% lýstu sig því andvíga. Einkum virt- ust stuðningsmenn íhalds- flokksins hlynntir kosningum, eða 71%, en 59% fylgismanna Julian Amery Harold Wilson Frjálslyndra og 44% fylgis- manna Verkamannaflokksins. Kosningaskil- greiningar 1 OBSERVER grein eftir Anthony King fyrirlestara við háskólann í Essex er fjallað um áhrif hinna ýmsu þjóðfélags- legu þátta á kosningar í Bret- landi. Hefur verið reynt að kanna hverjar orsakir liggi til skoðanamyndunar kjósenda og afstöðu þeirra til stjórnmála- flokkanna. Höfundur tekur fram, að kosningaskilgreiningar séu bæði miklum vanda bundn ar og afar kostnaðarsamar — og ljóst, að sumum spurning- um þar að lútandi verður aldrei svarað. Eins og annars kunna menn þó að verða vís- ari af því að kynna sér niður- stöður þeirra tilrauna, sem gerðar eru til slíkra skilgrein- inga. • 1 stórum dráttum segir höfundur til dæmis óhætt að fullyrða, að aðstaða manna í þjóðfélaginu gefi bezta vísbend ingu. Samkvæmt rannsóknum The National Opinion Polls á útslitum kosninganna ’64 hiaut íhaldsflokkurinn 74.7% at- kvæða efri miðstéttarfólks, 60.7% atkvæða neðri — mið- stéttarfólks, 33.9% atkvæða faglærðra verkamanna og 30.9% atkvæða ófagiærðra verkamanna. Fylgi Verka- mannaflokksins í þessum stétt- um jókst eftir því, sem fylgi íhaldsflokksins minnkaði. • Þá fer fylgi flokkanna nokkuð eftir landssvæðum. Rannsóknir byggðar á Gallup könnun sýna, að íhaldsflokkur- inn hefur meira fylgi meðal verkalýðsstéttanna í Suður- og Suðvesturhluta landsins en ann ars staðar — og Verkamanna- flokkurinn hefur tiltölulega meira fylgi meðal miðstétt- anna í Wales og norðaustur- Christopher SeaJties hluta landsins en annarsstaðar.' í Yorkshire og Austur Ang- lia eru mjög skírar línur eftir stéttum. Þar hefur Verka- mannaflokkurinn mun meira fylgi meðal verkamanna en annars staðar og íhaldsflokk- urinn meðal miðstéttanna. • Trúarbrögð virðast ekki hafa mikil áhrif á úrslit kosn- inga, nema helzt í Wales, Ulst- er og Liverpool. • Aldur fólks virðist skipta öllu meira máli. Rannsókn á úrslitum kosninganna 1964 sýndi, að Verkamannaflokkur- inn hafði meirihluta í öllum aldursflokkum upp að 55 ára aldri, en íhaldsflokkurinn í öllum aldursflokkum fyrir of- an 55 ára. Mest var fylgi Verkamannaflokksins umfram íhaldsflokkinn í aldurflokkun- um 35-44 ára, eða 48.4% á móti 37.8%. Fylgi íhaldsflokksins umfram Verkamannaflokkinn var mest í aldursflokkunum 65 ára og þar fyrir ofan eða 51.2% á móti 37.8%. Fylgi Frjélslynda flokksins virtist skiptast jafnt milh aldurs- flokka sem stétta. • Kyn kjósenda skiptir einn ig töluverðu máli, aðallega þó fyrir stóru flokkana. Hefðu karlmenn einir kosningarétt í Bretlandi hefði Verkamanna- flokkurinn unnið allar kosning ar frá stríðslokum! í kosning- unum 1964 féllu atkvæði svo að 39.7% karlmanna kaus í- haldsflokkinn, 48.2% Verka- mannaflokkinn og 11.4% Frjáls lynda flokkinn. Meðal kvenna voru tölurnar gagnstæðar, 45.7 % kusu íhaldsflokikinn, 41.7% Verkamannaflokkinn og 11.8% Frjálslynda flokkinn. Skýringin á þessu kann m.a. að vera sú, að konur eru að jafnaði taldar langlífari en karlmenn og þar af leiðandi er meira um konur í elztu aldurs- flokkunum, sem fylgja, að yf- irgnæfandi meirihluta, íhalds- flokknum. Einnig er þass að gæta, að konur hafa yfirleitt ekki eins mikinn áhuga á stjórnmálum og karlmenn, einkum á það við um konur í lægri stéttunum, þar sem fylgi Verkamannaflokksins er mest, — þar er þátttaka kvenna í kosningunum yfirleitt minnst. Bretar hafa einnig gert rann- sóknir á þróun stjórnmálaaf- stöðu kjósenda. í grein sinni segir Anthony King, að ljóst sé, að flokkshollusta þróist til- tölulega snemma á æfiskeiðinu, en ungt fólk sé þó reikulla í skoðunum sínum en hinir eldri. Einnig geti fyrstu stjórnmála- áhrif breytzt fyrir tilstuðlan nýrrar atvinnu, máka eða breytts umhverfis. Hinsvegar virðist svo sem skoðanamynd- un í stjórnmálum verði sterk- ust á aldrinum 15-30 ára. Bftir þann aldur kunni menn að kjósa mismunandi flokka í ein- stökum tilvikum eða vegna á- kveðinna mála, en undir niðri blundi áhrifin frá fyrrgreind- um árum og komi oft frain aft- ur. Rannsóknir hafa og leitt í Ijós, að unglingar eru miklu almennar háðir áhrifum og stjórnmálaskoðunum foreldra sinna og umhverfis en margir hafa viljað vera láta, — og Peter Griffiths Edward Heath staðhæfingin um „uppreis æsk- unnar“ sem sterkan þátt í stjórnmálum eigi sér litla stoð. Það sé aðeins brot af ungu fólki sem rísi upp gegn stjórn- málaskoðunum foreldra sinna og umhverfis og því sé hinn „óvissi“ þáttur nýrra kjósenda í hverjum kosningum ekki eins „óviss“ og ætla mætti. Ekki telur King heldur rétt, að hin- ir eldri verði íhaldssamari með aldrinum, í þeim skilningi að þeir aðhyllist frernur stefnu íhaldsflokksins. Þvert á móti verði menn stöðugri í hollustu sinni með aldrinum, hvort held ur þeir hafa verið íhaldssinn- aðir eða kommúnistar. Samkvæmt þessum rannsókn um er mikilvægt, þegar spáð er um kosningaúrslit nú og í fram tíðinni, að gera sér grein fyrir því, hvernig kjósandi greiddi atkvæði í fyrsta sinn, og hvers vegna. King telur, að Bretar séu enn að finna áhrifin af tveimur meiriháttar umbrota- tímabilum í stjórnmálum brezkum á þessari öld. • Fyrra tímabilið var um það bil frá 1918 til 1935, þegar upp leystist hið gamla tveggja flokka kerfi Frjálslyndra og í- haldsflokksins. Þá urðu miklar breytingar í brezku stjórnmála- lífi. Verkamannaflokkurinn kom fram á sjónarsviðið sem vaxandi afl og Frjálslyndi flokkurinn missti fylgi bæði til hans og íhaldsflokksins. Þetta segir King, að sé ein megin ástæðan til þess að íhaldsflokk- urinn á slíku fylgi að fagna meðal kjósenda 55 ára og eldri. Flestir þeirra tóku út sín sterk- ustu stjórnmálaáhrif ujn það bil eða áður en Verkamanna- flokkurinn varð stjórnmálaafl, er nokkuð kvað að og aðeins brot af kjósendum í þessum aldursflokkum átti foreldra, er fylgdu Verkamannaflokknum. • Hitt umrótatímabilið voru heimstyrjaldarárin síðari, þegar fylgi Verkamannaflokksins jókst sem mest og hann vann Henry Brooke stórsigur sinn 1945.... síðan hnignun hans og tap árið 1951. Þeir kjósendur, sem urðu fyr- ir sterkustum stjórnmálaáhrif- um á uppgangstímabili Verka- mannaflokksins eru meðal þeirra kjósenda í aldursflokk- unum 35-44 ára, sem fylgja flokknum nú svo mjög. Þar við bætist, að eldri árgangar, sem fylgdu íhaldsflokknum hafa fallið frá og kann því svo að fara, að blómatímabili Verka- mannaflokksins á árunum 1940 -65 komi honum til góða 31. marz n.k. Hverpr falla í kosninguiium ? Brezku blöðin hafa einnig gert að umtalsefni afleiðing- ar þess fyrir íhaldsflokkinn ef meirihluti Verkamannaflokks- ins eykst verulega. Er gert ráð fyrir því, að tapi flokkur 2% af fylgi sínu geti hann búizt við, að þeir frambjóðenda hans sem í síðustu kosningum sigr- uðu með um og undir 4% meiri' hluta, muni tapa fyrir öðrum frambjóðendum nú. Er gert ráð fyrir, að 1% fylgis til eða frá samsvari breytingum á um það bil 18 þingsætum, sem hefur í för með sér 36 þingsæta meiri- hluta fyrir sigurvegarann. OBSERVER setur þetta upp svo: Þingmeirihluti Verkamanna- flokksins er nú 3 þingsæti. Aukning til Verikamanna- flokksins frá því sem nú er: 4% 2% 1% Meirihluti þingsæta: 129 73 37 Aukning til íhaldsflokksins frá því sem nú er: 4% 2% 1% Meirihluti þingsæta: 113 47 17 Færi svo, að Verkamanna- flokkurinn ynni með 4—5% fylgisaukningu frá því sem nú er — sem samkvæmt skoðana- könnunum virðist ekki ólíklegt — segir OBSERVER, að meðal þeirra, sem ættu á hættu að tapa þingsætum sínum, séu ýmsir kunnir framámenn í- haldsflokksins, þeirra á meðal sjálfur leiðtogi flokksins, Ed- ward Heath; Christopher So- ames, fyrrum landbúnaðarráð- herra; Henry Brooke, fyrr- um innanríkisnáðherra; Peter Thornycroft, sem verið hefur landvarna-, flugmála- og fjár- málaráðherra; Julian Amery, fyrrum flugmálaráðherra og hinn ungi Peter Griffith, sem sigraði í aukakosningunum í Smethwick, þar sem andstæð- ingur hans var Patrick Gordon Waker fyrrverandi utanríkis- ráðherra Verkamannaflokks- stjórnarinnar núverandi. Aðal- baráttan mun standa um ná- lægt hundrað kjördæmi, flest í austurhluta landsins. Helztu atriðí í stefnuskránni Svo vikið sé lítillega að stéfnuskrám eða kosningalof- Framhald á bls. 12 Peter Thomecroft

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.