Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 16
16 MORCU NBLAÐIÐ 1 Fostfcdagur 11. marz 1966 Félag Arneshreppsbiia Reykjavík Skemmtifundur verður haldinn í Sigtúni í kvöld 11. marz kl. 21.00. Sýndar verða kvikmyndir úr hreppnum og fleiri skemmtiatriði. Mætum öll. STJÓRNIN. S AMKEPPNI Sóknarnefnd Ásprestakalls í Reykjavík hefur ákveðið að efna til samkeppni um safnaðarkirkju og safnaðarheimili á Laugarási samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Heildarverðlaunaupphæð er kr. 150.000,00, er skiptast þannig: 1. VERÐLAUN KR. 75.000,00 2. VERÐLAUN KR. 50.000,00 1 3. VERÐLAUN KR. 25.000,00 Einnig er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 20.000,00. Samkeppnisgögn eru afhent af trúnaðar- manni dómnefndar Ólafi Jenssyni hjá Byggingaþjónustu A.í. Laugavegi 26 gegn kr. 300,00 skilatryggingu. Skila skal tillögum í síðasta lagi mánu- daginn 13. júní 1966 kl. 18.00. DÓMNEFNDIN. Heimiliskltikkur Klukkur í nútímaformum. Smáklukkur DeLuxe, ganga á 7 steinum. Fagrir kjörgripir. Ferðaklukkur Verð frá kr. 210.00. Merki: Evrópa. — Við flytjum þessar klukkur inn beint frá framleiðanda og seljum þær á réttu verði. Jön Sipunllssnn Skarlpripnverzlun „ Tdayur c^ripur er æ td un di u tfnaa Theodór Gunnlaugsson frd Bjarmalandi: LOFSVERD LlFS- VENJUBREVTING í SVEIT minni — Öxarfirði — gerðust fyrir tveimur ánum þeir atburðir sem glöddu mig óvenju mikið. Og þegar ég fór að huigsa betur um þá, fannst mér ekki hjá því komis't að segja frá þeim, í von um að fleirum en mér þætti þeir umhuigsunarverðir. Og til þess nú að þeir, sem þarna voru að verki, fengju aðstöðu til að skýra breytni sína, þá sendi ég þeim nokkrar spurningar, sem hér verða — ásarrut svörum þeirra — aðal uppistaða frásagn arinnar og einnig kjarni hennar. í*að, sem gerðist, var að nokkr- ir karlar og konoir sem reykt ihöfðu í mörg ár, hættu því alveg. Þau sýndu með því í verki hve róleg umhugsun og neil'brigð dómgreind — ásarmt vilja til að framkvæma niðuretöðuna — get- ur onkað miklu. Og til þess að nota sem fæst orð set ég hér spurningarnar í þeirri röð, sem þeim var svarað. En svörin við spurningunum, hef ég í tveirn flokkium, er við skulum neifna A og B. í fyrri fíokknium er að mestu stuðst við svör aldursiforeet ans í þessum hópi, en í B-flokkn um aftur miðað við þann yngsta svo sjónarmið aldure og lífs- reynslu komi þarna sórstaklega fram. Nöfn verðá hér afitur á móti ektki birt. 1. spurning: Hvenær byrjaðir þú að reykja? Svar A: Fyrst murn ég hafa reykt 1928 — eða um 18 ára gam all — en notaði ekki tóbak dag- lega fyrr en 193-6, og þá jöfnum höndum sígarettur og píputábak. Svar B: 18 ára. .2. Sp. Hve gamall varst þú þeg- ar þú hættir að reykja? Sv. A: Ég hætti að reykja 10. maí 1963 þá tæplega 5ð ára gam- ail. Sv. B: 28 ára. 3. Sp.: Hverjar voru aðal ástæð ur fyrir því, að þú hættir að reykja? Sv. A: Ástæður fyrir því, að ég hætti að reykja eru áreiðan- lega margar og sennilega fleiri en ég geri mér ijóst. A.Ut tima- bilið, sém ég reykti ,hafði ég það á meðvitundinni, að ég væri að gera eitthvað, sem ekki samrýmd ist því, er ég teldi Skynisamlegt eða heilbrigt, hivciki frá efna- hagslegu né heilsufarslegu sjónar miði. Sé þetta sjónarmið svo at- hugað betur — í ljósi sfaðreynda — þá verður aðal ástæðan fyrir því, að ég hætti að reykja, að teijast sú, að reykingunum fylgir vanliðan, áreiðanileg meira og minna sálræn. Ég vildi gera eiitt- hvað, sem gæiti gert mig ánæigð- ari. Og ég hef ekfci orðið fyrir vonibrigðuim með árangur af þerri ákvörðun mir.ná, að h æ 11 a tábafcsreyfcingum. Sv. B: Reykingar eru bæði dýrar og sannaniega heiilsuspdll- andi. Það hlýtur því að vera op- ið hiverjuim, sem um það viil hugsa, að hætta þeim ljóta vana. 4. sp.: H v a ð a tíma var erfið- ast að yfirstíga á eftir? Sv. A: Eftir að ég hafði tekið' ákvörðun um það að hætta reyk ingum get ég ekki taliC, að um vanlíðan væri að ræða. Hjá mér var þetta ákvörðun, sem ekkert féikik haggað, og ég tel, að það sjálfsöryggi, sem mér tákst að skapa í mér sjálfum, hafi hjálp- að mér mest. Sv. B: Fyrstu þrjár vikurnar. 5. sp.: Hvernig lýsti vanlíðanin sér og hvað var helzt til úrbóta? Sv. A: Svar við þessari spum- ir.gu innifelst að mestu í 3. og 4. svari. Eftir að ég hafði tekið ákvörðun, var ekki um raiunveru lega vanlíðan að ræða, aðeins getur maður líkt því við smávægi lega vöntun, ekkert óáiþekka því pegar blóð og vítamín líkamans eru ekki í lagi, en ég hef hvort tveggja reynt í mínum veiikind- um. Sv. B: Um vanlíðan er varla hægt að tala. Mér fannst þó mig vanta eitthvað og var oft að leita í vösuinum að þvi. Svo var fyristu vikuna að áisæikja mig eitt hevrt eirðarleysi, sem auðvelt er að skilja, jafn mikil breyting, sem hér h-lýtur að verða á. 6. sp.: Telur þú það ávinning, að hafa kynnzt áhrifavaldi reyk- inga? Sv. A: Get ekki gert mér það fuilikomlega ljóst. (í einstaka til f-feldi getur það verið ávinningur að kynnast því, sem skaðlegt er.) Sv. B: Já. 7. sp.: Virðist þér það ekki skortur á háttvisi — tillitssemi — að reykja nnikið í hýbýlum annarra, án þess að vita hvernig húsráðendum fellur það? Sv. A: Jú. Sv. B: Að vísu, í sumum til- fellum. Etf maður veit ekki hvort einhver reykir á heimilinu, er það sjálfsögð tourteisi að spyrja hvort maður megi rey'kja inni. En það gera held ég fáir, og það gerði ég ekki sjálfur. 8. sp.:Nefndu þá kosti og þá galla, sem fylgja þvi að reykja? Sv. A: Kostir þsss að reykja eru vitamlega engdr sem sést bezt á því, að reykingarmaður, sem korninn er til vits og ára, telur ekki æskileigt fyrir neinn að — b y r j a á reykingum. Sá sem reykir, er alltaf háður þessu alveg eins og hverju öðru starfi. 1 það fer mikill tími og miklir fjármunir. Fyrir utan það lamar tóbak allt þol líkamans. Þá hafa flestir reykingamenn nokk- urn hósta, sem er mjög pirrandi. Og eftir hvíld og nætursvefn leið mér aldrei eins vel, þegar ég reykti sem mest, — fannst ég al'ltatf þurfa að reykja til að kom ast í jafnvægi. Sv. B: Kostir við að reykja eru engir. ókostir aftur á móti margir. Það er dýrt, óholt og óþrifnaður verður alltaf fylgj- andi reykingum. Vont loft verð- ur alltaf inni þar sem reykt er, þó reykingamaður finni það ekki sjálfur, þá finnur sá, sem ekki reykir það vel og er honúm til leiðinda. 9. Sp.: Hvað telur þú að valdi mestu um það. að börn og ung- lingar byrja að reykja? S|omannafélag Reykjavíkuv heldur L’hombrespilakvöld í Lindarbæ uppi sunnu- daginn 13. marz kl. 20,30. Öllum L’hombremönnum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir.. — Sérstaklega eru eldri sjómenn sem áhuga hafa á L’hombrespili velkomnir. SKEMMTINEFNDIN. Sv. A: Ástæðan fyrir þvi, að börn og unglingar byrja reyk- ingar tel ég að sé fyrst og fremst tvíþætt. 1 mörgum tilfellum gæti verið um minnimáttarkennd að ræða, gagnvart því fólki, sem það umgengst, — sérstaklega er það á mannfundum og ferðalögum, Unglingunum finnst það man-na- legt að ganga með sígarettur. Og meðan almenningur sýnir ekki neina vanþóknun á reykingum er ekki við góðu að búast. í öðru lagi er það fikt og ástríða, sem fylgir börnum (og jafnvel fullorðnum) til þess að reyna alla hluti, bæði leyfða og óleyfða. Sv. B: Þar kemur margt til greina. Fyrst Og fremst eru það áhrif frá félögum og jafnvel verða börn og unglingar fyrir á- hrifum frá foreldrum. Dæmi: Unglingar sjá gjörvíleg an mann, með pípu eða vindiL Þau verða hrifin af persónunni. Hún mótaðist í huga þeirra. Því ekki að verða eins og fá sér pípu? — og margt fleira. 10. sp.: Hvort telur þú það frjálsan mann eða ófrjálsan, sem hafnar öllum reykingum? Sv. A: Sá, sem reykir er aldrei frjáls maður. Sv. B.: Tvímælalaust frjálsan. Ég vil hér með nöta tæki- færið og þakka sveitungum mín um — mæta vel — fyrir svör þeirra Og hve góðfúslega og af mikilli stillingu þeir tóku þessari hnýsni minni, sem var óvenju nærgöngul. Álveg sérstaklega vil ég þó þakka þeim hve fáorð og gagnorð þau eru og mælt af óvenjulegri hreinskilni. Að mínu viti felst í svona játningum meiri orka til að koma af stað rólegri umhugsun um þetta vandamál en mörgum og snjöll- um erindum. Því kæmi til þess, að margir af þeim, sem hafa vanið sig á að reykja, færu eins að, mætti segja mér að það yrði forboði að því, sem við köllum kraftaverk. Af ásettu ráði gekk engin spurningin inn á það svið, að fá skýrðar þær leiðir, sem telja verður vænlegastar til að hamla gegn notkun reyktóbaks, sem flestir munu viðurkenna, að er orðinn sorglega almennur vani og þá einnig bölvaldur. En — á því sviði eru — góðu heilli — mörg öfl á verði, í okkar þjóð- félagi þótt enn eigi þau — því miður — við ofurefli að etja. Að þeirri hlið málsins var því ekki ætlunin að víkja með spurn ingum. Aftur á móti er mér ljúft að skýra frá því, að megin kjarni þeirra samræðna, sem farið hafa á milli mín og þeirra, er spurn- ingunum svöruðu, hnígur í tvo aðal farvegi, sem skilgreina má með fáum orðum. 1 fyrsta lagi: Það erum við — fullorðna fólkið — sem fyrst og fremst verðum að sýna í verki, — á hvaða sviði, sem er — þá breytni, er við teljum að verði eftirkomendunum til farsældar. í öðru lagi: Það aflið, sem mest veltur á, til velfarnaðar fyrir einstaklinginn, verður að koma innan frá, þ.e. eiga rætur í eigin brjósti. Hvernig þjóðfélagið bregst svo við að styrkja þessi öfl til full- kominnar sjálfsstjórnar, er það mál málanna, sem hver einstak- lingur, sem kominn er til vits og ára — verður að taka aðstöðu til. Því ber að þakka þeim, sem vilja hjálpa til þess með eigin lífsvenjubreytingu. Með slíku fordæmi er kveðinn upp sá dóm- ur, sem enginn, hæstiréttur fær hnekkt. Og þá mundu mörg börn og unglingiar, sem eru að byrja að reykja, fremur fara að hugsa alvarlega um það, út á hvaða braut þau eru að leggja. En hugsunin er lykil'linm að þeirri orku, sem býr innst inni, og þeim tilfinningum, er einar geta skilgreint hvað er rangt og hvað er rétt, hvað veitir blessun og hvað veldur böli. Þegar þesöi öfl eru einu sinni vakin eru meiri líkur til að þau fái skapað iþann viljakraft, er nægir til þess sigurs, sem verða mun gleði gjafi meðan ævi endist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.