Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 24

Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ i Fostudagur 11. marz 1968 ( 24 Kringum hálfan hnöttinn Þau náðu í lest seint um Ij-völd ið til Tokyó og fengu að borða í matarvagningum. Þet'ta var góð ur matur og vel framreiddur pg enn bað Gary um kampavín. Hann iyfti glasi sínu til hennar. — í þetta sinn höfum við eitt- hvað til að skála fyrir, elskan mín — framtíðina okkar og i>á yndislegu daga, sem við eigum eftir saman, Hvar eigum við að búa? Þau körpuðu um þetta 1 gamni ..... hvar þau ættu að búa. Loksins ákváðu þau sveitabæ í Surrey. Og svo körpuðu þau einnig um, hversu mörg böm þau ætluðu að eiga og ákváðu loks þrjú — helzt tvo drengi og eina telpu. Líka ákváðu þau að hafa hunda, einn Xoðhund og einn Kerry-hund. ÞaU voru enn að karpa um þettá og gámna sér, þegar vörð- urinn kom inn og benti þeim á, að þau væm -komin til Tokyó fyrir nokkmih míniútiim. 24. káfllt Þetta var gleðilég héimkoma. Clothilde kastaði- séí í fang föð- ur sínum, og sagði honum, hversu hamingjusom hlún væri. Jack ætlaði að hrista höndina á Gary úr liði, þegar hann bauð hann velkominn sem tilvonandi tengdason. Yoshiko var nú kom- in heim, buktandi og brosandi og kátust allra. iHún var að búa til kvöldverðinn, af því að Eiko átti frí þennan dag. Jaek hafði átt viðræður við Mamma-san, sem hafði sam- þykkt, að ef allt það fé, sem kostað hefði verið til náms Yos- hiko væri greitt með vöxtum, gæti Yoshiko sloppið úr geisha- húsinu. Einnig samþykkti hún að taka greiðsluna smám saman. — Það þýðir sama sem, að Yoshiko er frjáls og víð getum gift okkur eftir nokkra daga, ságði Jack ofsakátur. — Hví ekki hafa tvöfalt brúð- kaup? sagði Gary og hlÖ. H^nn dró Clothilde að sér og helt henni fast í öðrum armL — Hvað verðurðu marga daga að verða tiibúin til að~giítást mér, elskan? sagði hann. Við megum engan tíma missa. Hvað segirðu □-------------------------□ 40 □—*—----------------------□ um þessa ferð, sem við vorum að tala um til Kyoto og Nara, og allra þessara staða, sem við töluðum um. Ég verð að vera kominn til Englands innan þriggja vikna. Ég skal koma því svo fyrir, að við getum gift okk- ur í brezka sendiráðinu. En hversti fljótt, elskan? Á morg- un eða fiiqp daginn.1,_______ eða hinn daginn? Clothilde hló. — Hváð fljótt sem þú vilt. Ég er búin að bíða það lengi eftir þessu bónorði þínu. Ég held, að ef ég hefði ekki sagzt elska þig, þá hefð- irðu aldrei komið þér að því að biðja mín. Hann roðnaði ofurlítið. — Ég skal játa, að ég er hálfgerður klaufi. En erum við ekki ham- ingjusöm núna? Heather og Rodney komu síðar um kvöldið. Þau höfðu borðað saman í Chinzan-so veitingahús- inu, en það nafn þýðir sama sem Kamelruhúsið. Þetta var í fyrsta sinn, sem Heafher hafði borðað þar, enda átti hún engin nægi- leg hrósyrði til að lýsa því. — Ég verð að fara með Clot- hilde þangað á morgun, sagði Gary. — Og kannski vilduð þið Yoshiko-san koma með okkur, hr. Everett? — Það væri okkur ánægja, svaraði Jack. Og á morgun fæ ég líklega þennan samning frá honum Hellmann. Þá hefðum við ástæðu til að halda daginn hátáðlegan. — Á morgun er líka réttar- haldið um hann Arao Hosoya, sagði Clothilde og fór um hana hrollur. Gary tók hönd hennar. — Þú ert vonandi ekki hrædd elskan? Þetta er ekki annað en formið eintómt. Þú þarft ekki annað en segja, hvað fyrir þér varð þeg- ar þú^komst inn í herbergið. — Á morgun þarf ég að hitta Minouru, sagði Heather og setti upp áhyggjusvip. Ég get enn komizt 1 sakborningastúkuna. Hún reyndi að hlægja, en sá hlátur var dálítið hjáróma. Rodney dró hana að sér. —. Mér dettur ekki eitt andartak í hug, að Minouru muni fram- kvæma þessa hótun sína. Og þótt hann gerði það, væri mér sama Ekkert getur staðið í veginum fyrir giftingunni okkar. Þau voru svo glöð, að þau ætluðu aldrei að geta slitið sam kvæminu. Það var komið fram yfir miðnætti þegar Hary og Rodney loksins fóru. Réttarhaldið fór fram morgun inn eftir og það var ekki fyrr en að því, loknu, að Clothilde frétti, hvernig gengið hefði hjá Heather. Allt hafði verið gert henni sjálfri eins auðvelt og hægt var við réttarhaidið. Gary fór með henni þangað. Salurinn. var frekar þunnskipaður. Sól- in skein inn um háan glugga, Hún var ekki nærri eins hrædd og hún hafði búizt við. Iehiro Kudo og morðinginn voru þarna í réttarsalnum undir ströngu eftirliti. Hún sagði sögu sína með hjálp túlks og veik síðan úr réttinum. Gary tók á móti henni ofc þrýsti hönd hennar. Hann hrós- aði henni fyrir að hafa gefið skýrslu sína svona rólega og æðrulaust. Hin vitnin, þar á meðal Tar- aki lögreglufulltrúL Nabuko- san og magri japanski gestur- inn gáfu sínar skýrslur á japönsku. Clothilde botnaði lítt í því, sem fram fór að öðru leyti, En Mishima lögreglustjóri sagði þeim á eftir, að bæði Kudo og Okta hefðu verið dæmdir fyrir morð að yfirlögðu ráði. Kudo átti auk þess eftir að svara tii saka um eiturlyfjasmyglið. Það var mikill léttir að komast út úr skuggalega réttarsalnum og aftur út í bjart sólskinið. Þau Gary fengu sér leiguvagn til Imperialihótelsins, þar sem Heather hafði lofað að hitta þau við hádegisverð. — Ef ég þá verð fráls ferða minna, bœtti hún við. — Ég er alltaf að biðja fyrir mér. En þegar Heather kom loks I snyrtilegum shantungfötum og 1 kirsiberjarauðri peysu, var hún brosandi. MLFIDUR Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur aðalfund sinn mánudagskvöldið 14. marz kl. 8,30 e.h. í Sjálf- stæðishúsinu. D a g s k r á : 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Lagabreytingar. 3) Önnur mál. Kaffidrykkja. STJÓRNIN. HÖRPLÖTUR FRA BELGIU Mikil verðlækkun. Vér getum nú afgreitt allar þykktir af H ö r - p 1 ö t u m frá Belgíu, Verð 10 — 15% lægra en frá A-Evrópu. Afgreiðsla: strax. Góðir greiðsluskilmálar. HANNES ÞORSTEINSSON P. O. Box 277, Reykjavík. Brytar og matsvemar Brytar og matsveinar (karlar eða konur) óskast til starfa á skipum vorum. Upplýsingar á skrifstofunni Austurstræti 17, Rvík. H/F JÖKLAR. Veitingastofa eða hiisnæði Vil kaupa veitingastofu í fullum gangi eða taka á leigu húsnæði fyrir slíkt fyrirtæki. Tilboð merkt: „Reynd veitingakona — 8769“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir hádegi laugardag. Skrifstofustúlka óskast strax. Vélritunarkunnátta nauðsyrrieg. Pharmaco hf. Stórholti 1, sími 20320. Skaftfellingar Skaftfellingar Munið skemmtifundinn í Lindarbæ í kvöld. SKEMMTINEFNDIN. Sjónvarpsáhugamenn Þeir, sem enn hafa undirskriftarlista félagsins undir höndum eru beðnir að senda þá inn fyrir 15. þ. m. Listana má senda til Heimilistækja, Hafnarstræti 1, Radíó- og raftækjastofunnar, Óðinsgötu 2, Radíóbúðarinnar, Klapparstíg 26 eða í pósthólf 1049, Reykjavík. FÉLAG SJÖNVARPSÁHUGAMANNA Pósthólf 1049. Lækningastofa min ER FLUTT Á KLAPPARSTÍG 25—27. Viðtalstími er óbreyttur, nema á miðvikudögum kl. 2—3. — Stofusími 11228. ÓLAFUR JÓHANNSSON. Urval af PEYSUM, PILSUM,, BLÚSSUM. VtRZlUNIN ^ LAi LAUCAVBC tð Auglýsing frá verzl. Ýr SKYNDISALA f NOKKRA DAGA. Notið tækifærið og gerið góð kaup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.