Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 21

Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 21
! Föstudagur Tf. tnarz 1966 MORCU NBLAÐIÐ Hæsti vinning- ur kom á liálfmiða FIMMTUDAGINN 10. marz var dregið í 3. flokki Happdrættis Leiðrétting í BRÉFT Sigurbjarnar Einars- sonar, biskups, um að Jóns Víta- líns verði minnst, sem birtist í blaðinu í gær, varð prentvilla í 18. línu 3. dálki. Þar átti að standa: Ólíklegt er, að neinn geti dregið það í efa, að sú hugsjón og viðleitni að gera Skálholt að miðstöð kristinna mennta á landi voru, sé í samræmi við ævistarf Jóns biskups .... — Kvikmyndir Framhald af bls. 12 líf eða dauða skáldverks, né um gildi þess eða gildisleysi yfir- leitt, hvort veruleikinn er þar sýndur í sinni nákvæmustu og hversdagslegustu mynd, og raun ar ekki um raunsæi eða óraun- sæi listamannsins heldur. Hin unga, franska leikkona, Leslie Caron, leikur frönsku stúlkuna, og er oss tjáð, að hún Ihafi verið kjörin bezta leikkona ársins (1964?) í Bretlandi fyrir leik sinn í þessari mynd. Skil ég þá ekki í því, að hún sé í mikilli þörf fyrir meðmæli frá mér, jafn vel þótt eimhver kynni að taka mark á þeim. — Tom Bell, Broch Peters og fleiri leikarar eiga þarna einnig ágætan leik. Að Jokum ræð ég fólki ein- dregifFtil að sjá mynd þessa. Hún er með íslenzkum texta, og sýn- ingartími er um 2 klukkustund- ir og 40 mínútur. Prof. A. Joll- vet látinn Háskóla íslands. Dregnir vorn 2.000 vinningar að fjárhæð kr. 5.500,000. Hæsti vinningurinn, 500.000 kr. kom á hálfmiða númer 21.897. Einn hálfmiðinn var seldur í um boði Guðrúnar Ólafsdóttur, Aust urstræti 18, en þrír hálfmiðar voru seldir í umboðinu í Verzlun Valdimars Long í Hafnarfirði. Einn hálfmiðinn, sem kom upp í Hafnarfirði, var í 50 miða röð, sem starfsmannafélag eitt á. Fá þeir einnig báða aukavinning- ana. 100.000 krónur komu á heil- miða númer 41.026. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboðinu í Keflavík. 10.000 krónur: 180 1017 2887 3649 8307 9894 12212 16065 18421 2189« 21898 22524 35020 37568 4024Í 40938 42456 45242 50424 50829 51153 51508 51512 51782 5208« 53122 59140 (Birt án ábyrgðar). SIGURÐAR SAGA FOTS ■*- Teikningar: ARTHUR OLAFSSON Ásmundur stóð þá upp og mælti: „Ekki mun þér duga dráttur sá lengur við mig.M en hún gerir hvorki að neita né játa. Ásmundur mælti þá: „Nú skulu það all- — Gengur hann þar að, sem hún situr, ir mega frétta, að ég skal þig með bar- og tekur í hönd Signýjar og fastnar hana, Ætla ég að sækja hingað brúðkaup aS hausti.“ Síðan gekk Ásmundur til skipa og daga verja, hver sem þig vill fá, því að sigldi heim til Húnalands. mig þykir sá sýnt vilja óvingast við mig. JAMES BOND James Bond II IAN FLEMINE BMWINÍ BV JOHN McLUSKY ->f' Eftir IAN FLEMING Svo Bond komst á leiðarenda í dráps- þegar við höfum athugað hvað landkrabb- Ég vildi að við mættum vera að því a® gildruna, ha? Nú gæti ég ímyndað mér, arnir gera við stúlkuna. sjá kolkrabbann ganga í skrokk á herra að Dr. No yrði áhugasamur. Núna er hann að fylgjast með, þegar Bond. Já . . . við segjum honum það seinna, gúanóinu er skipað út. JÚMBÖ -K— — * —X— Teiknari: J. M O R A — Hvernig hafa skipbrotsmennirnir það? spurði skipstjórinn. Og aumingja Júmbó var tilneyddur að svara: Vel, því að hann þorði ekki að segja skipstjóran- um frá því, hverjir það voru, sem þeir höfðu bjargað. — Ef hann fær að vita það, kastar hann þeim samstundis fyrir borð aftur, hugsar Júmbó með sér. SANNAR FRÁSAGNIR Hann skipti því fljótt um umræðu- efni, og spurði í þess stað, hvort skip- stjórinn hefði tekið stefnuna aftur á næstu höfn. — Já, senor Júmbó, svaraði skipstjórinn, og velti því fyrir sér hvort nokkuð væri að .......Júmbó var eitthvað svo alvarlegur á svipinn. Litlu áður en skipstjórinn ætlaði að ganga niður, sagði Júmbó snöggt. — Já, skipstjóri, ég gleymdi að segja yður að nýju farþegarnir eiga að hjálpa til hér um borð. Skipstjórinn botnaði ekki neitt í neinu, en í huganum sór hann það, að komast að því hvað amaði að Júmbó. Eftir VERUS ÞÆR FREGNIR hafa borzit til íslands, að prófessor Alfred Joli- vet, sem lengi kenndi m.a. ís- lenzk fræði við Sorbonne há- skóla í París, hafi látizt 20. febr. sL í Danmörku. Prófessor Jolivet var mörgum lslendingum kunnur og hefur unnið mikið og merkt kynningar starf fyrir íslenzku og íslenzkar bókmenntir í Frakklandi. Hing- að kom hann tvisvar sinnum, ár- ið 1931 og aftur 1947, er hann hélt fyririestra á íslenzku í Há- skóla íslands. Prófessorinn þýddi m.a. Sölku Völku Halldórs Lax- ness á frönsku á árunum fyrir heimsstyrjöldina og lengi vann hann að íslenzk-franskri orða- bók til notkunar við íslenzku- nám í Frakklandi. Hann þýddi einnig mikið úr öðrum Norður- landamálum á frönsku. Jolivet prófessor stundaði upp haflega nám í forngermönsku og kenndi germönsk mál við Sor- bonne. íslenzku kenndi hann þar lengi. Hann var fyrir nokkrum árum hættur kennslu fyrir ald urs sakir. Frú Jolivet lifir mann sinn, en tvö börn þeirra búa í Bretlandi og í Danmörku. Prófessor Jolivet 8. Hafstraumar eru flokkaðir undir heita og kalda strauma, yfirborðs- og djúpsjávar- strauma. Vísindamenn álíta að straumar ákvarða veðurfar og hafa þar af leiðandi mikinn á- huga á þeim. Þekking á straum um er einnig lífsnauðsynleg fiski- og farmönnum. Af kort- inu hér að ofan má sjá, að straumar norðan miðbaugs hreyfast réttsælis en straumar sunnan hans hreyfast rang- sælis. Þetta stafar af þremur öflum. Hreyfingu jarðarinnar í austur, staðvindum og sólar- hitanum. Sólin hitar yfirborð sjávarins við miðbaug og þenst það út af þeim sökum. Þensian gerir sjóinn léttari og hann hækkar eilítið yfir sjávarmál. Af þessum sökum rennur hann „niður á við“ í átt til pólanna. Yfirborðsstraumar, sem Maury kortlagði á sínum tíma, um 1850, hafa verið gaumgæfiiega rannsakaðir. Uppgötvunin árið 1952 á djúpsjávarstraumnum í Kyrrahafinu, sem rann undir norður-núðbaugsstrauminn, í gagnstæða átt, var vísinda- mönnum mikið undrunarcfni. Á hæla þessarar uppgötvunar kom önnur, sem sýndi að svip- aður straumur rann undir Golf- strauminn. Það er einnig geysi- mikið „flóð“ af köldum íshafs- straum, sem rennur með botnl Atlantshafsins yfir miðbaug og inn í Suður-Atlantshafið. Hraði þessa straums er umdeildur. Segja sumir visindamenn, að það taki hann 300 ár að komast frá íshafinu til miðbaugs, en aðrir segja 1500 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.