Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Fðstudagur 11. marz 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. ATVINNULIFIÐ OG LANDSB YGGÐIN ¥Tm allt land hafa á undan- förnum árum verið mikl- ar framfarir og ör atvinnu- uppbygging. Sést það m.a. af þáttum þeim, sem Morgun- blaðið birtir um þessar mund- ir frá fréttariturum sínum úti á landi. Viðreisn atvinnulífs- ins er því ekki einskorðuð við einstaka landshluta, held- ur er hún einkenni um allt land. Því er þó ekki að leyna, að nokkuð er það mismun- andi, hve miklar framfarirn- ar hafa orðið, og sums stað-. ar er atvinnuástandið verra en skyldi. Hér í blaðinu birt- ist nýlega athyglisverð grein um atvinnumál á Norður- landi eftir Lárus Jónsson. Hann vekur athygli á því, hve skaðsamlegur sé áróðurinn um það, að ekki sé lífvænlegt úti á landsbyggðinni. Um það segir m.a.: „Hin áðurnefnda bölsýnis- og volæðisvofa, sem virðist vakin upp úr myrkri mið- alda, á því ekkert erindi til nútímafólks, hvorki í þessum landshluta eða annars staðar á íslandi, og allra sízt sú fylgja hennar, að mikill hluti þjóðarinnar skuli teljast eins konar niðursetningar í eigin landi, á framfæri þess' þjóð- félags, sem þetta fólk hefur helgað jafn erfiðan og árang- ursríkan starfsdag eins og norðlenzkir sjómenn og verka menn.“ Áreiðanlegt er að volæðis- tal úrtölumanna er til þess fallið að draga úr uppbygg- ingu úti um land. Það er reynt að telja fólki trú um, að lífskjör séu miklu betri í fjöl- býlinu á Suðvesturlandi, og þannig beinlínis stuðlað að því að fólk hverfi frá störfum og uppbyggingu úti á landi og setjist að sunnanlands. Þessi áróður er því þjóðhættuleg- ur og vísvitandi tilraun til þess að lama framfarahug manna, sem búsettir eru úti á landi. En sem betur fer nægir þessi harmkvælasöngur ekki til að drepa framfarahug manna. Þvert á móti er hann mikill um land allt. Og fólkið lí fjölbýlinu Suðvestanlands skilur það mætavel að styrkja verður atvinnulífið úti um land. Það er hagur þjóðar- heildarinnar — og ekki síður þeirra, sem syðra búa, því að vaxandi fóiksfjöldi þar skap- ar margvísleg vandamál. Þess vegna hefur það líka verið boðað, að stórátak verði gert til að styrkja atvinnu- lífið úti um land, og m.a. er hugmyndin að nota veru- legan hluta skattteknanna af alúmínbræðslunni til þess að efla atvinnurekstur á lands- byggðinni. Þannig verður alúmínverksmiðjan ekki til þess að „sporðreisa" þjóðfé- lagið, eins og sumir vilja halda fram, heldur þvert á móti. Tekjurnar, sem varið verður til atvinnuuppbygg- ingar úti um land, nægja til að skapa öflugt atvinnulíf fyr ir margfaldan þann fjölda manna, sem við alúmínverk- smiðjuna vinna, og þannig verður hún grundvöllur öfl- ugs atvinnulífs víða um land. Þessa staðreynd ættu menn að hugleiða í stað þess að reyna að telja kjark úr mönn- um og berjast gegn framför- um, bæði Suðvestanlands og annars staðar. STÆKKUN SEMENTSVERK- SMIÐJUNNAR Ásgeir Pétursson, formaður ^ stjórnar . Sementsverk- smiðju ríkisins hefur upplýst, að gert sé ráð fyrir, að verk- smiðjan verði stækkuð í á- föngum, þannig að fram- leiðslugetan komist upp í 400 —450 þúsund tonn á ári í stað 110 þúsund tonna, sem af- kastagetan er nú. Er gert ráð fyrir að fyrsti stækkunar- áfanginn verði tekinn í notk- un árið 1972, en þá má áætla að ársinnflutningur sements verði orðinn um 50 þús. tonn. Er heppilegt að hefja slíkar framkvæmdir þegar byggingu Búrfellsvirkjunar og alúmín- bræðslu lýkur, eða 1969. Eðlilegt og sjálfsagt er að stækka sementsverksmiðjuna eftir því sem sementsnotkun eykst, en ráð er fyrir því gert, að hún muni tvöfaldast á tíu árum. Við stækkunina verð- ur verksmiðjan hagkvæmari, og á sementsverð því að geta orðið lægra. Sementsverksmiðjan er sú stóriðja, sem einna mesta þýð ingu hefur haft hér, og verð- ur auðvitað enn mikilvægari í framtíðinni. Gegn þeirri framkvæmd var þó á sínum tíma barizt, eins og yfirleitt öllum framfaramálum hér- lendis, því að engu er líkara en sumir menn — og jafnvel- flokkar og samtök manna — hafi það meginmarkmið að berjast gegn framförum og reyna að hindra þær. En sjónarmið þessara manna hafa ekki fengið að ráða og munu heldur ekki fá að ráða nú, þegar íslendingar eru fyr- ir alvöru að snúa sér að stór- iðjunni, þar sem vélarnar og fjármagnið er látið vinna og VS»J UTAN ÚR HEIMI Andrew IUuBligan (Observer): Betri horfur í EBE SJÖTTI fundur seðstu ráða- manna Vestur-Þýzkalands og Frakklands, sem haldinn hef- ur verið síðan undirritaður var samningur um samstarf ríkjanna 1963, fór fram af mikilli vinsemd. Áður en Ludwig Erhard, kanzlari V-Þýzkalands hélt heimleiðis, að loknum viðræð um við De Gaulle, Frakklands forseta, í Paris í fyrri viku, sagði kanzlarinn við George Pompidou, franska forsætis- ráðherrann: „Þetta var góður fundur, og viðræðurnar nú staðfesta, að samkomulag okk- ar er enn í fullu gildi“. Mörg mál voru rædd, sem ástæða var til að ætla, að eining myndi ekki ríkja um, en samt lýsti háttsettur fransk ur embættismaður því yfir, að fundinum loknum, að hann hefði verið nytsamlegur „í fyllstu merkingu þess orðs“. Erhard hafði fyrst og fremst í huga að ræða tvö vandamál, er hann kom til Parisar. í fyrsta lagi óskaði hann eftir að ræða framtíð Efnahags- bandalags Evrópu, en þá hafði nýlega náðst samkomu- lag í viðræðum í Luxem- bourg, eftir sjö mánaða kreppu innan bandala-gsins. I öðru lagi vildi kanzlarinn ganga úr skugga um, hvort De Gaulle hefði í huga að ræðu af alvöru við sovézka ráðamenn um sameiningu Þýzkalands, er forsetinn held ur í heimsókn til Moskvu, í júní. Það var einkum og sér í lagi afstaða Frakklandsfor- seta til síðara málsins, sem Erhard var ánægður með. V-Þjóðverjar hallast að ein ingu Evrópu á stjórnmálasvið inu. Hins vegar hefur Erhard gert sér ljóst, að De Gaulle er ekki fylgjandi jafn nánu sam starfi og Bonnstjórnin. Frakk landsforseti hallast að sam- starfi, ekki bandalagi. Þannig hefur hægt miðað í málefnum Efnahagsbandalagsins, því að stjórnir allra landanna sex verði að haldast í hendur. Því hafa bæði Erhard og De Gaulle ákveðið að fylgja nákvæmlega málamiðlunar- samkomulagi því, sem gert var í Luxembourg 29. janúar. Verður því fyrst og fremst stefnt að því að skipuleggja fjármál sameiginlegs markaðs fyrir landbúnaðarvörur innan bandalagsins, og, að á ný verði teknar upp umræður þær um tollamál ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins, sem nefndar hafa verið Kennedy- Erhard umræðurnar. Fyrra málið hef ur mikla þýðingu fyrir Frakk land, það síðara fyrir Vestur- Þýzkaland. Nýskipaður efnahagsmála- ráðherra í Frakklandi, Débré, hefur lýst því yfir, að Frakk- ar vilji fara sér hægt í lækkun ytri tolla Efnahagsbandalags- ins, því að þannig geti þeir að nokkru vegið upp mikinn kostnað, vegna, sameiginlegs landbúnaðarvörumarkaðs, sem verða mun ríkjandi frá 1970. Þótt tekizt hafi að koma í veg fyrir ófarir í Luxembourg, þá er það Ijóst, að mýmörg vandamál eru óleyst. Það, sem mestu máli skiptir, er, að Frakkar og V-Þjóðverj- ar eru nú reiðubúnir til að leysa vandamálin í bróðerni, ekki með tilvísun til Rómar- sáttmálans eins. Árangur viðræðna í París, frá sjónarmiði V-Þjóðverja, er þó mestur að því er snertir yfirlýsingar DeGaulle um fyr- irhugaðar viðræður hans við sovézka ráðamenn. Frakk- landsforseti hét því, að hann myndi á engan hátt bera fyrir borð hagsmuni V-Þýzkalands. Auk þess mun forsetinn hafa lofað að leggja fram sjónar- mið Bonnstjórnarinnar. Hins vegar er ekki hægt að fá upp- lýst, hvort Erhard myndi vilja falla frá hlutdeild í væntan- legri stjórn fyrirhugaðs kjarn- orkuhers Átlantshafsbanda- lagsins og ýmis önnur mál, sem vitað var fyrir fram, að ekki myndi nást eining um á fundinum. Ekki var heldur minnzt á hugsanlega aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Það er skoðun franskra ráðamanna, að ekki komi til greina, að Bretar fái aðild að bandalag- inu, fyrr en þau vandamál, sem bandalagsríkin sjálf eiga nú við að etja, eru leyst, og Bretar hafa sjálfir fundið laus-n á eigin vandamálum. Þótt bæði v-þýzkir og fransk ir ráðamenn séu hlynntir að- ■ ild Breta, og DeGaulle og ráð- herrar hans hafi oft tekíð má-1- ið á dagskrá að u-ndanförnu, þá hafa engar ákveðnar til- lögur komið fram um það mál. Það er haft eftir áreiðanleg- um heimildum í París, að Bretar verði að sigrast á eigin efnahagsvandamálum, og sýna áhuga sinn á samstarfi við Evrópu í verki, áður en aðild komi til greina. Þá verði Bret- ar að varpa af sér ýmsum skyldum, sem þeir hafa tekizt á hend-ur víða um heim, áður en frekara samstarf við banda lagsríkin sé hugsanlegt. Ýmis annar árangur náðist á Parísarfundinum, í viðræð- um ráðherra. Samið var um aukið samstarf á sviði vísinda, hermála og uppeldisnrála. skapa þá auðlegð, sem verður undirstaða bættra lífskjara um alla framtíð. FRELSISUNNEND- UR í SOVÉT- RÍKJUNUM f ípplýsingar rússneska rit- höfundarins Valery Tars- is, um ástandið í Sovétríkj- unum, hafa vakið mikla at- hygli um heim allan, og er það að vonum. Síðastliðinn þriðjudag birtist grein í Morgunblaðinu eftir Valery Tarsis, og segir hann m.a. frá því, að hann hafi iðulega haft tækifæri til þess að ræða við ung ljóðskáld um lífið í Sovét ríkjunum. Síðan segir Tarsis: „Svo undarlega sem það má hljóma komumst við einróma að þeirri niðurstoðu, að bezta lausnin fyrir frelsisunnendur í Sovétríkjunum sé að skipa sér í fylkingu geðveiðissjúkl- inga. Samkvæmt lögum er ekki hægt að handtaka eða ofsækja geðsjúka, og það er aðeins unnt að senda þá á hæli, ef þeir brjóta af sér á opinberum vettvangi. Það er einkennilegt öfugmæli í þessu öllu. Það er mjög erfitt í Rúss landi fyrir mann, sem er í rauninni geðveikur að fá vist á sjúkrahúsi, það er ekki rúm fyrir hann. Ættingjar flogaveikra eyða mörgum ár- um í að reyna að koma þeim á sjúkrahús, en það eru eng- in vandkvæði á því að finna pláss fyrir skáld eins og Yesesin-Volpin, L. Gubanov, Vladimir Bukonvsky, Vish- nevskaya og marga aðra. Auð vitað er það ekkert skemmti- legt að vera lokaður inni á geðveikrahæli. Það er ekjsert til að státa af að vera skráð- ur sem sjúklingur á hæli fyr- ir taugaveiklaða, en það er samt betra að mínu áliti, en að vera í fangelsi.“ Þetta eru orð Valery Tars- is, og vissulega gefa þau ó- hugnanlega mynd af lífinu í Sovétríkjunum. Það er ein- kennilegt þjóðfélag, þar sem skáld og rithöfundar telja það beztu lausnina að vera stimpl aðir geðsjúklingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.