Morgunblaðið - 02.04.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 02.04.1966, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ I Laugar'dagur 2. apríl 1966 BÍLALESGAH FERÐ SÍMI 34406 SEN DU M LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11; Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 MAGNÚSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftirlokun simi 40381 S,MI 311-60 mnif/m Volkswagen 1965 og '66. BiLALEICAN LUR P RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BIFREIMLEIGAtt VEGFERÐ Grettisgötu 10. Sími 14113. Straumlobur í enska, þýzka og ameriska bíla. Simi 11984. Varahlufaverzlun Jóh. Olafsson & Co. Brautarholti l Sími 1-19-84. BO S C H Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Laágmúla 9. — Sími 38820. 'k Keramik Ég rakst inn í húsgagna- verzlun Reykjavíkur í fyrra- kvöld, en þar var sýning á nýjum munum frá Gliti, hraun- keramik í nýrri mynd. Þetta eru sérkennilegar veggmyndir, margar mjög skemmtilegar, eða öllu heldur fallegar. Ekki er langt síðan Glit hóf að fram- leiða slíkar veggmyndir, en mér kæmi ekki á óvart þótt sú framleiðsla ætti eftir að aukast. Myndirnar, sem þarna voru sýndar, eru eftír Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Hring Jó- hanneson, en áður hafa sézt veggmyndir úr hraun-keramik eftir þá Hring og Ragnar Kjart ansson. Þær voru sýndar í Hót- el Holti. Þessar, sem sýndar eru þarna í Húsgagnaverzlun Reykjavíkur, erú með öðru sniði, nonfigurativar. Stærri sali Það er ánægjulegt að sjá hve Glit hefur dafnað undan- farin ár — og þarna í húsgagna verzluninni er einmitt gott úr- val þeirra hluta, sem fyrir- tækið framleiðir. Einar Elías- son, framkvæmdastjóri Glits, sagði a.m.k. að úrvalið væri hvergi meira, enda tekur lang- an tíma að skoða þessa fallegu munL Þegar ég var að virða fyrir mér stóra og smá vasa, skálar, bollastell, risastóra gólflampa og alls kyns borðlampa auk veggmyndanna fyrrnefndu vaknaði sú spurning, hvort ekki væri tímabært að reisa hér sérstök húsakynni til sýn- ingar og sölu á leirmunum og öðrum handunnum munum, sem mundu flokkast undir list- sköpun. Ljóst er, að Glit eitt gæti með sóma skreytt stóra sali án aðstoðar annarra fram- leiðenda — og það er í raun- inni slæmt, að þurfa að hrúga þessum fallegu munum inn í tiltölulega lítil húsakynni — þar sem þeir njótá sín ekki jafnvel og ella. 'Ar Sameiginleg miðstöð Að fiskinum frátöldum er það ekki allt of margt, sem okkur hefur tekizt að fram- leiða til útflutnings. En Glit er eitt þeirra fyrirtækja sem þreifað hefur fyrir sér á er- lendum markaði með góðum á- rangri — og þess vegna ber að styðja þá starfsemi, ekki aðeins þessa eina fyrirtækis, heldur listgreinina í heild. Styðja hana til aukinnar þró- unar og þroska. Islenzkir leirmunir eru að verða girnilegustu hlutirnir, sem erlendir ferðamenn sjá hér í vezlunum — og kaupa til þess. að hafa með sér heim. Ein sameiginleg miðstöð fyrir þessa listgrein — svo og silf- ur- og gullsmíði og annað hlið- stætt mundi áreiðanlega verða öllum þessum listgreinum mik- il lyftistöng. Vonandi taka ein- hverjir góðir menn saman höndum um að þoka því áleið- is. 'k Úti í horni í framhaldi af þessu mætti drepa á annað, skylt málefni. Þar er um að ræða farþegaafgreiðsluna á Kefla- víkurflugvelli. Sem betur fer virðist ástandið nú allt annað en áður var þarna syðra. Eftir breytingarnar, sem þar hafa verið gerðar, er þessi leiðin- legi og drungalegi afgreiðslu- salur orðinn bjartur og vist- legur. Fríhöfnin hefur fengið þokkaleg og miklu rýmri húsa- kynni en áður — og adlt er þetta mjög til bóta. Eitt er þó enn óbreytt — og það er hornið, sem Ferða- skrifstofa ríkisins hefur til um- ráða til sölu á íslenzkum mun- um, bókum og bæklingum og öðru þess háttar. Verzlunarað- staðan þarna er algerlega ófull- nægjandi. Þar ægir öllu saman, enda eru þrengslin í horninu það mikil, að engin leið er að veita flugfarþegum fullnægj andi þjónustu. Nóg af peysum Vitánlega er ekki hægt að teygja endalaust úr gólfinu. En ein endurbót krefst annarr- ar — og ljóst er, að þessi af- greiðsla þarfnast aukins hús- rýmis. Æskilegt væri að koma fyrir á miðju gólfi nokkrum glerskápum þar sem íslenzkir listmumr, keramik, silfur og annað þvílíkt, væri til sýnis — og ennfremur þyrftum við að geta sýnt útflutningsvöru okkar þarna, a.m.k. einihvern hluta hennar — og þar á ég við niðursuðuvöruna. Kunningi minn sagði mér, að bandarískur vinur hans hefði fyrir skemmstu verið staddur hér á ferð til Evrópu. Langaði hann til þess að kaupa niðursoðna síld til þess að hafa með sér heim — en taldi fyrir- hafnarminna að gera það í heim leiðinni í stað þess að vera að rogast með varninginn til Evrópu. Á vesturleið kom hann við á Keflavíkurflugvelli — og taldi eðlilegt, að þar væri hægt að fá niðursuðuvörur keyptar; Fiskvinnsla er þó aðalatvinnu- vegur okkar og ekki ætti að vera b/örgull á niðursuðunni. A.m.k. skilst okkur, að ekki hafi gengið of vel að selja hana erlendis. En Bandaríkjamaðurinn fékk ekki mðursuðuna á Keflavíkur- flugvelli. Honum voru boðnar lopapeysur í staðinn. Enginn áhugi — Það fyrsta, sem hann gerði, þegar hann kom heim, var að skrifa hinum íslenzka kunningja sínum og spyrja, hvort hann mundi geta komið því við að senda sér nokkrar dósir af síld og rækjum. Þessi íslenzka framleiðsla væri ekki fáanleg í alþjóðlegu flughöfn- inni í Keflavík. Lýsti útlend- ingurinn furðu sinni yfir þessu, enda ekki óeðlilegt. Allar aðr- ar þjóðir nota aðstöðuna til þess að ota framleiðsluvörum sinum að útlendingum í flug- höfnum til hins ýtrasta. En þeir, sem sjóða niður síldina okkar, eru e.t.v. enn að bíða eftir því að Lúðvik og 3resnev dragi upp budduna. Hingað til hafa dollararnir þótt jafngóðir og rúblurnar. jb Hjartastyrkjandi ' „Það væri tilvalið að hafa Mimisbar að Hótel Sögu opinn til klukkan 1 eftir miðnætti á fimmtudögum“, sagði maður nokkur, sem hringdi tíl Velvak anda. „Sinfoníutónleikar eru haldnir í Háskólabió annan hvern fimmtudag — og þeim lýkur klukkan 11. Margir mundu kunna því vel að geta gengið inn í næsta hús og set- ið í ró ognæði yfir glasi stund- arkorn eftir tónleikana“, sagði hann. Ég veit ekki hvort sá, sem talaði, er einn úr hljóm- sveitinni. Ef svo er, finnst mér eðlilegra, að þeir reyni enn- frem að styrkja sig fyrir tón- leikana en eftir. -Ar Þá er f jandinn laus Annars er vínsullið í leik húsunum sem betur fer með minnsta móti hér á landi —■ og á ég þar auðvitað við þá hliðina, sem að leikhúsgestum snýr. Um hitt veit ég ekk- ert. Þótt vínveitingar séu í Þjóð- leikhúskjallaranum fara tiltölu lega fáir leikhúsgestir á bar- inn í hléi, láta nægja að fá sér gosdrykk eða öl frammi í and- yri. í Englandi, a.m.k. í London, þjóta allir á barinn í hléum. Þar er mikið um að vera — og afgreiðslumenn og konur láta hendur standa ótrúlega langt fram úr ermunum til þess að uppfylla óskir allra á svip- stundu. í Englandi virðast menn aldrei verða drukknir og þessvegna setur þessi drykkja ekki svip sinn á salinn eftir hlé. Hér virðist fólk yfirleitt ekki þola lykt af tappa úr flösku þá er fjandinn laus. En úr því að minnzt er á anddyri Þjóðleikhússins. Þetta er ekki reglulega skemmtileg- ur veitingasalur — og þyrfti í rauninni að finna viðeigandi herbergi í húsinu til hinna á- fengislausu veitinga. Mér finnst virðuleikablærinn fara af stofn uninni, þegar farið er að selja kók upp úr kassa úti í hornL Ekki sízt vegna þess, að hér er ekki beinlínis um góðgerðar- starfsemi að ræða. TAKIÐ EFTIR Opnum í dag verzlun að Snorrabraut 22, Reykjavík. Höfum fyrirliggjandi úrval Duro-Chrome hand- verkfæra til bíla- og vélaviðgerða frá stærsta hand- verkfæraframleiðanda Bandaríkjanna. Einnig ensk ar Victoria farangursgrindur fyrir flesta bíla. — Væntanlegar á næstunni ódýrar Victoria farangurs- grindur fyrir Ford Bronco, einnig Land-Rover og Austin Gipsy með áfestri varahjólsfestingu, svo og fleiri vörutegundir. Útvegum einnig beint frá er- lendum seljendum alla algenga byggingavöru, svo sem mótatimbur, smíðatimbur, lyftaraflekaefni, bryggjutimbur, steypustyrktarjárn, þakjárn, stál- gridarhús, hreinlætistæki, þilplötur o. fl. Heildsala — smásala — umboðssala. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Ingþór Haraldsson hf Snorrabraut 22 — Reykjavík. Óskum að ráða nú þegar stulku til vélritunarstarfa Umsækjandi þarf að vera gagnfræðingur eða hafa aðra hliðstæða menntun. Skrifstofumann til afgreiðslustarfa, umsækjandi þarf að hafa verzl- unarskólamenntun eða aðra hliðstæða. — Nánari uppl. gefur skrifstofuumsjón og liggja umsóknar- eyðublöð þar frammi. Uppl. eru ekki gefnar í síma. SAMVl N N UTRYGGINGAR Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.