Morgunblaðið - 02.04.1966, Page 5

Morgunblaðið - 02.04.1966, Page 5
Laugardagur 2. apríl 1966 MORGU N BLAÐIÐ UR ÖLLUM ÁTTUM MBL. hefur borizt fréttatil- kynning frá Stúdentaf' Reykjavíkur varðandi kvöld- vöku, sem félagið gengst fyrir Frá hinum fjölsótta umræðufundi um áfengislöggjöfina, sem Stúdentafélagið gekkst fyrir í febrúar. Umræðufundir félagsins hafa jafnan þótt tíðindum sæta og verið mjög fjölsóttir. Stúdentafélagið heldur kvöldvöku á miðvikudag Fundur um dlsamninginn — Valery Tarsis í heimsókn — Aldarafmæli undirbúið að Hótel Sögu miðvikudaginn fyrir páska. í framhaldi af því sneri Mbl. sér tii Aðai- steins Guðjohnsens, verkfræð- ings, formann félagsins, og bað hann greina nokkuð frá starfsemi félagsins í vetur, og hvað framundan væri í þeim efnum. Stúdentafélagið var stofnað 14. nóv. 1871 — og verður því 100 ára eftir nokkur ár. Stjórn félagsins hefur rætt um að hefja nú í ár undir- búning að því að minnast af- mælisins, m.a. með þvi að fá sögu félagsins ritaða. Til er bók um Stúdentafélagið 50 ára, sem Indriði Einarsson, rithöfundur, tók saman, sagði Aðalsteinn. Fyrsti formaður Stúdenta- félagsins var síra Valdimar Briem.en meðal annarra af fyrstu formönnum voru Lárus Halldórsson frá Hofi, Björn Jónsson, ritstjóri, Indriði Ein- arsson, rithöfundur, Einar H. Kvaran, Jón Ólafsson, rit- stjóri, Bjarni Jónsson frá Vogi, Benedikt Sveinsson, Sigurður Eggerz, Ásgeir Ás- geirsson, o.fl. Félagið á sér hina merkustu sögu og er því full ástæða til að vanda vel til 100 ára af- mælisritsins. Félagið gegnir að sjálfsögðu ©kki því hlutverki nú, sem það gerði á fyrstu árum sín- um. Vissar erfðavenjur móta þó starfið. Félagið minnist fullveldis íslands með hófi og útvarpsdagskrá 30. nóv. og 1 ,des. ár hvert. Á sl. ári var Fullveldisfagnaðurinn mjög fjölmennur og hin ágætasta samkoma. Almennir fundir eru haldnir, ef á döfinni eru þýðinganmikil mál sem talið er gagnlegt að ræða á al- mennum vettvangi. í sl. mán- Aðalsteinn Guðjohnsen uði hélt félagið, sem kunnugt er, afarfjölmennan fund um breytingar á áfengislöggjöf- inni. Á næstunni hyggst félagið efna til fundar um Álbræðslu- málið, gj»da þar um að ræða eitt allra þýðingarmesta mál sem á döfinni hefur verið um lengri tíma. Fundur þessi er þó ekki fullráðinn enn, en verður að líkindum haldinn í 1 fyrstu viku eftir páska. í>á má geta þess, að félagið stendur, ásamt Almenna bóka félaginu, fyrir boði til'handa rússneska rithöfundinum Val- 1 ery Tarsis að koma hingað til lands og flytja m.a. fyrir- lestur á sérstökum fundi. Von ir standa til, að hann komi mjög bráðlega. Ekki má gleyma þvi, að Stúdentafélagið efnir til kvöldvöku fyrir páska, þ.e. 6. apríl n.k. Kvöldvökur félags- ins hafa jafnan verið afar vin- sælar og er ekki að efa að fjölmennt verður að þessu sinni. Kvöldvakan verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu og verða þar ýmis skemmti- atriði — m.a. mun skemmti- legasti stúdentinn, Ómar Ragnarsson, koma fram — en auk þess verður háð magn- þrunginn kappleikur milli tveggja hópa (kvisazt hefur út að nokkrir fyrrverandi for menn verði í öðru liðinu — en um hitt liðið er enn allt á huldu). Haft er fyrir satt að i val á þátttakendum í kapp- leik þessum, svo og val á því sem keppt er um ,tryggi það að þetta verði skemmtun árs- ins. Stúdentafélagið hefur nú í hyggju að koma á sambandi við hliðstæð félög á Norður- löndum og e.t.v. í Bandaríkj- unum, m.a. til að auka fjöl- breytni í félagsstarfinu hér heima. Bréfaskriftir hafa far- ið fram í þessum tilgangi, en árangur er ekki kominn í ljós enn sem komið er, sagði Áð- alstein Guðjohnsen. Brynjólfur Jóhannesson skem-mtir Islendingum BRIDGE Islandsmótið í bridge árið 1966 verður háð í Reykjavík um páskana eins og undanfar- in ár. íslandsmótið hefst á tví- menningskeppni n.k. laugardag Ikl. 13.30 í Lídó. Þar munu spila 56 pör um titilinn íslandsmeist- arar í tvímenningskeppni 1966. Meðal keppenda eru meistarar síðastliðins árs þeir Hilmar Guðmundsson og Jakob Bjama- son, auik margra annarra ágætra spilara. Tvímenningskeppninni verður haldið áfram á sunnu- dagseftirmiðdag og iýkur á sunnudagskvöld. Sveitakeppnin hefst á mánu- dagskvöldið 4. april kl. 20.00 að Hótel Sögu. Þar munu keppa 6 sveitir í meistaraflokki og 16 sveitir í I. flokki, en I. flokkur verður spilaður í tveimur riðl- I um. Sveitakeppninni verður síð- an haldið áfram á þriðjudags- kvöld að Hótel Sögu. á miðviku- dagskvöld verður spilað í Sjó- mannaskólanum og hefst þá keppnin í meistaraflokki kl. 19.00 og í I. flokki kl. 20.00. Á fimmtu dag verður spilað að Hótel Sögu kl. 14.00 og kl. 20.00 og á föstu- dag á sama stað kl. 14.00 og kl. 20.00 og lýkur þá mótinu. I meistaraflokki eru meðal annarra sveit Gunnars Guð- mundssonar sem varð íslands- meistari árið 1965. Auk þeirrar sveitar eru 4 sveitir frá Reykja- vík og sveit frá Akranesi, þar sem sveit Akureyringa sá sér ekki fært að koma að þessu sinni. í I. flokki verða sveitir frá Hafnarfirði, Keflavík, Kópa- vogi og Selfossi, auk sveitanna frá Reykjavík. Sýningartaflan verður í notk- un á mótinu. Verða sýndir á henni helztu leikir mótsins. Veit- ir það áhorfendum miklu betra tækifæri til að fylgjast með leikj unum. Nú eru um tveir mánuðir þang að til Norræna bridgemótið verður haldið hér í Reykjavík. Þeir sem munu keppa í sveit- um íslands eru meðal keppenda á íslandsmótinu, svo fróðlegt verður að fylgjast með því, hvernig þeim mun takast nú, en undanfarið hafa verði æfing- ar hjá landsliðinu, Gera má ráð fyrir, að það verði margir, sem leggi leið sína á spilastaðina í páskavikunni til að fylgjast með þessu íslands- móti, aðstaða er líka góð til að fylgjast með keppninni í vist- iegum húsakynnum. Akranesi, 31. marz. HÖFRUNGUR III. landaði hér í morgun 2.500 tunnum af loðnu. Norskt skip frá Osló tók hér í dag hjá Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni 325 tonn af loðnu lýsi. — Oddur. New York, 28. marz. SÍÐASTLIÐINN föstudag hélt Islendingafélagið í New York fagnað á Hótel Delmonico á Park Avenue. Mótinu stjórnaði Stefán Wathne, í fjarveru for- mannsins Sigurðar Helgasonar. Eftir ávarpsorð fundarstjóra tók heiðursgesturinn, og tilefni mannfagnaðarins, Brynjólfur Jó- hannesson, við völdum og ríkti einráður það, sem eftir var kvöldsins. Má örugglega segja, að sjaldan.eða aldrei hafi þekkst ástsælli einræðisherra. Hann las upp úr Gullna hliðinu, 4. þátt og lék svo vel, að unun var á að hlusta. Voru undirtektir á- heyrenda svo góðar og fagnað- arlæti áheyrenda slík, að hið gamla góða Delmonico hefur á- reiðanlega aldrei upplifað neitt þessu líkt. Síðan söng hann nokkur gam- ankvæði, í gamla, þjóðlega stíln- um og neituðu áheyrendur að sleppa honum fyrr en hann hafði sungið aukalög. Má segja, að sjaldan eða aldrei hafi betri gest borið að garði í New York og hafi hann þökk okkar allra fyrir komuna. Því næst sýndi Þorgeir Hall- dórsson Surtseyjarkvikmynd ós- valds Knudsens og þótti rr/inn- um mikið til koma. Síðan var drukkið kaffi . Mótið var geysifjölmennt, eða um 180 manns, sem er metað- Framhald á bls. 27 HEIMSMEISTARAKEPPNIN Landsleikur í handknattleik fer fram í íþróttahölli nni í Laugardal í dag, laugardaginn 2. apríl kl. 17. Dómari: HANS CARLSSON frá Svíþjóð. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlunum Lárusar Blö ndal við Skólavörðustíg og í Vesturveri og í íþrótta- höllinni frá kl. 14. — Húsið opnað kl. 16. — Lúðra sveit Reykjavíkur leikur frá kl. 16,30. Verð aðgöngumiða: Stæði kr. 125,00; barnamiðar kr. 50,00. Kaupið miða tímanlega — Forðist biðraðir Handknðttleikssamband íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.