Morgunblaðið - 07.04.1966, Side 3
f’immtudagur 7. apríl 1966
MORCUNBLAÐIÐ
3
Þingvellir í vetrarskarti. Þingvallavatn er ísi lagt og á bökkum þess kúra sumarbústaðir höt'uðstaff-
arbúa eins og fuglar í kjarri, hinir fremstu svo kaffenntir að rétt grillir í þökin.
Bretar hef ja veiðar með
kraftblökk
Sr. Jón Auðuns, dómprófasfur:
PASKAMORGUN
Önnur vetrarmynd af Þingvöllum. Snævi þaktar greinar grenitrésins skyggja á reisulegar burstir
Þingvallabæjar með kirkjuna sér á hægri Wind, hvíta með fagurrautt þak ber í Ármannsfell.
(Ljósm. Snorri Snorrason).
YFIR hljóða borg eru fyrstu
geislar morgunsólarinnar að fær
ast. Yfir borg, sem tveim dögum
fyrr hafði orðið vettvangur mik-
ils harmleiks og mestu sorgar,
sem borin verður.
Hver kann að meta, hver sorg
er þyngst? Finnst ekki hverjum
sem hennar sali gistir, sporin
sín vera þyngst, harmurinn sinn
heitastur? Er ekki harmur barns
ins sem þú brosir að, barninu
sjálfur sárastur harmur allra
harma?
En hér höfðu grátlegust örlög
beðið einmitt hans, sem beztur
hafði verið allra. Hér hafði það
ljós með ruddalegu ofbeldi verið
slökkt, sem öllum ljósum skærar
hafði logað. Hér hafði verið leidd
ur í kvöl og dauða hann, sem
dýrari vonir höfðu verið bundn-
ar við en nokkurn annan.
Hlaut ekki sorgin eftir hann
að vera sárust allra sorga?
En nú var sólin risin. Frá gröf-
inni héldu fagnandi konur inn
í borgina. Þær skunduðu, þær
hlupu, segir guðspjallið. Gleðin
léði veikum fótum þeirra vængi.
Hvað báru þær svo stórkost-
legt frá gröfinni inn í Jerúsal-
em? Þær báru boðskap, sem öllu
breytti um lífsskoðun og trú.
Þær báru á sínum veiku hönd-
um bjargið, sem kristindómurinn
er byggður á.
Konurnar sögðu frá því, sem
þær höfðu heyrt og séð, og vott-
um fjölagið, unz 500 manns sáu
Krist upprisinn samtímis. Á
strætum og torgum, í hreysi og
höll ómuðu með sívaxandi sig-
urvissu þau þrjú orð, sem mátt-
ugri hafa reynzt kristindómin-
um en orðræður allar: KRIST-
UR ER UPPRISINN.
Hvílíkur fögnuður fylgdi þess-
um orðum, — en sá fögnuður
hefir fölnað. Skoðanakannanir í
kristnum löndum leiða ískyggi-
legar staðreyndir í Ijós. En deyi
þessi sannfæring, dvíni þessi
fögnuður, er voði fyrir dyrum
kristni og kirkju.
Sækja vslenzkan netagerðar-
mann til að sjá um nóta-
uppsetningu
SEM KUNNUGT ER, fengu ís-
lenzku síldveiðibátarnir mjög
góðan síldarafla við Shetlands-
eyjar í fyrrasumar. Kraftblakkar
veiðar voru þá algerlega óþekkt
fyrirbæri í Bretlandi, og vakti
hinn gífurlegi afli íslenzku bát-
anna að vonum mikla athygli
brezkra sjómanna og útgerðar-
manna. Hefur nú verið ákveðið
þar í landi að hefja tilraunir með
þessar veiðar.
í þessu tilefni komu nýlega 2
fulltrúar hinna þekktu Gundrey
netaverksmiðja til íslands, til að
kynna sér uppsetningu kraft-
blakkarnóta. Fengu þeir í .,ð
með sér til Bretlands, Halldór
Árnason netagerðarmeistara frá
Akranesi til að hafa eftirlit og
gefa ráðleggingar við uppsetn-.
ingu fyrstu nótarinnar af þessari
gerð.
Blaðamaður Mbl. hitti þá H.
W. Norman, R. Kerr og Halldór
Árnason að máli hjá Ólafi Gísla-
syni og Co. en það fyrirtæki hef-
ur umboð fyrir Bridport-Gundny
Ltd. hér á landi.
Sagði hr. Norman m.a. að
Gundrey hefði nú selt net og
veiðarfæri til íslands í rúm 50
ár, en verksmiðjurnar eru þær
stærstu á sínu sviði í Evrópu.
Hann sagði ástæðuna fyrir því
að þeir kæmu til fslands til að
leita ráða, vera þá, að þeir teldu
íslendinga langfremsta á sviði
síldveiða. Nótin sem um er að
ræða er upprunalega gerð eftir
norskri teikningu, en hefur nú
verið gerbreytt af islenzkum
netagerðarmönnum. Skipið sem
vérður með nótina er 80 tonna
tréskip, og nótin því talsvert
minni en næturnar sem íslend-
ingar nota. Sagði hann að Bretar
byndu miklar vonir við þessar
veiðar, og nægur markaður væri
fyrir aflann í Bretlandi, og að
allt benti til að kraftblökkin ylli
'byltingu í brezkum síldveiðum.
<3>-
Vfir 200 manns
fjyggja á
Öræfaferð
AÐ VENJU nota margir páska
helgina til að fara í Öræfasveit-
ina. Guðmundur Jónasson fer
með á annað hundrað manns og
Úlfar Jakobsen með álíka stór
an hóp. Og venjulega fá ferða
menn að fylgjast með á sínum
eigin fjallabílum yfir árnar.
Vegna ófærðar er ekki um
margar leiðir að ræða til fjalla-
ferða á páskum. En einkahópar
munu þó ætla í Þórsmörk, í Tind
fjöllin og á Langjökul, þangað
sem farið verður í 3 snjóbílum.
Menn glíma við þessa gátu.
Þeir geta ekki annað. Um óra-
aldur hafa menn talið vissar dul-
arfullar tjáningar og fyrirbæri
renna stoðum undir trú á ódauð-
leika. Margir fagna hverju því,
sem styrkir trú manna á fram
líf sálarinnar, enda er hér mikið
í 'húfi, sjálfur grundvöllur krist-
indómsins og ekkert minna. Eða
getum við með þann marg-
breytta örlagavef, sem við sjáum
ofinn, með ótal mótsagnir og
misræmi fyrir augum og mis-
skiptingu gæða og gæfu, talað
um réttláta tilveru, gæzku, al-
mætti og kærleika, ef gröfin er
lokamið alls, ef dauðinn er
dauði?
Ég vil ekki gera lítið úr hug-
boðum viturra manna, sýnum
sjáenda og skálda. Ég vil ekki
gera lítið úr þvi, sem hámennit-
aðir menn í sálarrannsóknum
eða dulsálarfræði telja sig hafa
sannreynt, að með manninujm
búi eiginleikar, sem sterklega
bendi til framlífs og undursam-
legra framtíðarmöguleika mann-
sálarinnar. Úr engu þessu er
skynsamlegt að gera lítið. Sízt
ættu boðendur kristindómsins að
gera það, jafn höllum fæfi og
þeir standa á hólmi í dag gegn
afneitun og efnishyggju. Heils-
hugar ber að fagna hverju því,
sem rennir stoðum undir mik-
ilvægasta málið, ódauðleikasann-
færinguna. Hvar stöndum við
með boðun kristinnar trúar, ef
grundvöllinn vantar, sannfær-
ingu um byggð á bak við heljar-
strauma?
Það hefir stórskaðað siðræna
trú og' hugsun á Vesturlöndum,
hve mjög túlkendur kristni hafa
reynt að slita Krist úr eðlilegu
samhengi við mannfélagsheild-
ina, manninn. Hann var ekki
Guð, hvað sem kirkjuþing og
kirkjufundir samþykkja. Hann
var einn af okkur.
Þú veizt jafnlítið um uppruna
hans og innstu veru og ég. Um
það er barnalegt að deila. En
hann er vaxtarbroddur mann-
kyns og bendir fram til þeirrar
myndar, sem manninum er ætl-
að að bera. Og hann kom uppris-
inn yfir dauðans djúp tii að
sanna og sýna, að í eilífð Guðs
verða þau stóru örlög ráðin.
Frá vinstri R. Kerr, Halldór Árnason og H. W. Norman
Það bíður þin að ganga þenn-
an veg, og Kristur hefir varðað
vegirm. Þú væntir ekki þess, að
þar stundir þú skrúðgfingu með
sálmasöng. Þú vonast ekki eftir
skartklæðum og endalausum
slíkum barnaleikjum, heldur lifi
með átökum, erfiði og starfi, lifi
sem gefur þér möguleika til að
binda í heild það, sem þú veizt
að enn er hjá þér í molum. Þú
væntir ekki þess, að framlífið
verði helgra manna hljóðlát iðja
ein, heldur markviss sókn á
margvíslegum leiðum til að
vinna úr möguleikunum, sem
blunda innra með þér, unz.
myndin þín verður að veruleika,
sú mynd af þér, sem enginn hefir
séð, nema Guð.
Veginn hefir Kristur gengi
Fyrir vini þína, sem hurfu þ<
sjónum og þú átt að hugsa ui
á þessari hátíð, fyrir þá og fyr
þig hefur Kristur varðað hir
mikla veg.
Hugleiddu þetta á upprisuhi
tíðinni, hátíðinni sem á að vei
þér dýrastur dagur allra dag
morgninum, sem af öllum morg
um öðrum ber.
GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍÐ