Morgunblaðið - 23.04.1966, Side 3

Morgunblaðið - 23.04.1966, Side 3
liaugardagur 23. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 FYRSTI sumardagur var að vanda haldinn hátíðlegur með skrúðgöngum, lúðra- blæstri og margvíslegum barnaskemmtunum innan- húss, en þessi dagur er fyrst og fremst dagur barnanna, enda báru þau hitann og þungann af skemmtiatriðun- um, sem flutt voru innanhúss. Veðrið þennan dag var ekki sem ákjósanlegast, austan- strekkingur og alskýjaður himinn. Þrátt fyrir óhagstætt veð- urfar voru þúsundir barna og fullorðinna samankomin í Lækjarijötu, á Lækjártorgi og í nærliggjandi strætum, en í Lækjargötunni mættust skrúð göngurnar kl. 1.30, sem lagt höfðu af stað undir forustu drengjalúðrasveita frá Austur bæjarskólanum og Melaskól- anum kl. 12.45. Fyrir framan Gimli í Lækjargötu hófust lútihátíðahöldin með ávarpi Helga Elíassonar fræðslu- málastjóra, og lúðrasveitir drengja léku vor- og sumar- lög undir stjórn Karls Ó. Run ólfssonar og Páls Pampichl- ers, við góðar undirtektir yngri borgaranna. Ekki spillti það ánægjunni, að lúðrasveit- armeðlimir voru íklæddir heiðbláum einkennisbúning- um og hinir skrautlegustu á að líta. Fyrir framan Gimli skemmti auk þess Jón Gunn- laugsson með aðstoð hljóð- færaleikara. Svifu þeir í grind hátt yfir höfðum áhorf- enda í kranabifreiðar frá Rafmagnsveitunni. Sá háttur var á hafður til að allir jafnt stórir sem smáir gætu séð þá kumpána. Seinna um daginn hófust inniskemmtanir í þremur hus- Vesturbæing;u-nir við TJarnarl>r“na- Ágœfar inniskemmt- anir á barnadaginn Skemmtikraftarnir í grindinni. um, Austurbæjarbíó, Háskóla bíó og Iðnó og nú voru það börnin, sem lögðu fram sinn skerf til hátíðahaldanna og skemmtu með lúðrablæstri, leikþáttum, danssýningum o. fl. Fóru þessar skemmtanir hið bezta fram og voru að- standendum sínum til míkils sóma. Eins og kunnugt er var það barnavinafélagið „Sumar- gjöf“, sem stóð fyrir þessum íhátíðahöldum og seldi einnig þennan dag hina sígildu barnabók „Sólskin“, og auk þess litla íslenzka fána, sem hvarvetna mátti sjá blakta í höndum barnanna víðsvegar um borgina fram eftir degi. Engin merkjasala fór fram þennan dag, að ráði stjórnar „Sumargjafar“. Barnavinafé- lagið hefur imnið mikið og gott starf í þágu yngstu þegna þessarar borgar, og ber því heiður af framkvæmd ög stjórn velheppnaðrar dag- skrár þennan fyrsta dag sum- ars. Dúfnaveizlan frum- sýnd á föstudag og tónlistin er eftir Leif Þórar- rHalldórsson, Guðrún Ásmunds- insson. Leikendur eru rúmlega 20, en með stærstu hlutverkin fara: Þorsteinn G. Step'hensen, Anna Guðmundsdóttir, Gísli dóttir og Borgar Garðarson. Af þeim sem fara með smærri hlut- verk má nefna Harald Björns- Framhald á bls. 8. :inn póstræningj anna handtekinn DÚFNAVEIZLAN, hið nýja lcikrit Halldórs Laxness, veröur frumsýnt hjá Leikfélagi Reykja- víkur í Iðnó á föstudag n.k. Er í ráði að þann sama dag komi lcikritið út hjá Helgafelli. Verða því leikrit eftir Halldór sýnd í báðum höfuðbólum leiklistarinn- ar í Reykjavík samtímis, en eins og kunnugt er frumsýndi Þjóðleikhúsið „Prjónastofan Halldór Laxness Sólin“ s.l. miðvikudag. Á fundi með fréttamönnum í gær gerðu forráðamenn Leikfélagsins og höfundurinn nokkra grein fyrir þessu nýja leikriti. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri sagði að forsaga þess að Leik- félagið frumsýndi nú Dúfnaveizl una væri syi, að í fyrravetur hefðu Leikfélagsmenn snúið sér til Halldórs og beðið um leyfi til þess að flytja „Prjónastofan Sólin“. Leyfið hefði fengizt, en það hefði staðið illa á hjá Leik- félaginu þennan vetur, og flutn- ingi þess því verið frestað fram á þetta leikár. Þá hefðu Halldór komið að máli við þá, hjá Leik- félaginu og sagzt vera með nýtt leikrit í smíðum. Hann hefði lesið einn kafla úr því fyrir þá, og þeir orðið mjög hrifnir áf þessu leikriti. Hefði Halldór síðan lesið fyrir þá hvern kafla jafnóðum og hann hefði lokið við hann, og þeir því fylgzt með samningu verks- ins nær frá upphafi. Nú í vetur hefði Þjóðleikihúsið farið fram á það að fá að sýna Prjónastofuna, það hefði verið leyft, og niður- staðan orðið sú, að Leikfélagið sýndi Dúfnaveizluna, sem Halld- ór hefði ekki lokið fyrr, en æf- ingar voru hafnar, en Þjóðleik- húsið „Prjónastofan Sólin“. Dúfnaveizlan er skemmtileik- ur í fimm þáttum. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en leikmyndir hefur Steinþór Sigurðsson gert, Aylesbury, Englandi, 22 apríl, AP, NTB. SL. FIMMTUDAG var handtek- inn í bænum Littlewood í Bret- landi 46 ára gamall vélvirki, Edward White að nafni, grun- aður um þátttöku í „Póstrán- inu mikla“, er framið var fyrir 3 árum er hópur glæpamanna rændi 320 milljónum króna úr póstlest, sem var á leið frá Lon- don. Skipsstrand við Grænland Godtháb, 221 apríl — NTB. DANQKA skipið „Martin S.“, sem er 3.100 tonn að stærð, strandaði í nótt á skeri úti fyrir Sykurtoppinum (Sukkertoppen) á vesturströnd Grænlands. Áhöfnin, 25 menn, bjargaðist um borð í fiskiskipið „Jacoib Heil- man“. — Óveður var á er strand ið varð. Var Martin S. bundið í höfninni hjá Sykurtoppnum, en festar slitnuðu og skipið rak á skerið. Mikil hætta er talin á því, að skipið liðist í sundur á skerinu. Talsmaður brezku lögreglunar hefur sagt, að White hafi viður- kennt að hafa tekið þátt í rán- inu, og lýst sig fúsan til að skýra frá öllum málavöxtum við rán- ið. Hefur þessi yfirlýsing Whites aukið mjög vonir lögreglunnar um að geta handtekið 4 af for- sprökkum glæpamannanna, sem enn leika lausum hala. Hingað til hefur henni tekizt að hand- taka 8 af samsærismönnunum, og sitja þeir nú í fangelsi með allt að 30 ára dóma. Þeir neit- uðu allir á sínum tíma að skýra frá ráninu. Það var kona, sem hringdi í lögregluna og gaf henni vís- bendingu um dvalarstað Whites. Var hann þegar handtekinn og fluttur í fangelsi. Verjandi hans hefur sagt að White hafi verið búinn að ákveða að gefa sig fram nú um helgina, er hann var handtekinn. Hann hafi verið orðinn þreyttur á að vera á sá- felldum flótta. White er nú í ströngu gæzlu- varðhaldi og verður ekki tekinn til frekari yfirheyrslu fyrr en n.k. föstudag, og má þá búast við nánari fregnum af ráninu. STAKSniNAR Framsóknarmenn gegn Tímanum Framsóknarblaðið birtir for- ustugrein um álsamningana síð- astliðinn fimmtudag, daginn eft- ír að tveir þingmanna Fram- sóknarflokksins sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna á Alþingi. í forustugrein þessari segir að málstaður ríkisstjórnarinnar standi ólikt ver eftir umræð- uraar á Alþingi“ að „verðið sem álbræðslan eigi að greiða muni ekki standa undir kostnaðar- verði“ að „rafmagnsverðið sé lágt“ og gerðardómsákvæðið „vansæmandi“ og „hvarvetna hefur gægzt fram vantrú á, að þjóðin geti treyst á eigið fram- tak og því verði að byggja á erlendu einkafjármagni og er- Iendri aðstöðu í vaxandi mæli“. Daginn áður en Tíminn birtir þessa forustugrein lýsti Bjfbrn Pálsson, einn af alþingismönnum Framsóknarmanna því yfir, að hátt söluverð rafmagnsins væri að sínu mati lágt og staðsetning álbræðslunnar umdeilanleg, þá ættum við að „horfa fram á við frekar en til baka. Rúnir framtíðarinnar fær enginn lesið með vissu. Litlar líkur eru ttl að hliöstæður sildarafli 1965 verði varanlegur um árabil, í- búum landsins fjölgar og vissar iðngreinar geta dregizt saman ef tollvernd minnkar. Á þjóðhar- hag ber að líta frekar en deilur um staðsetningu og tímahundna erfiðleika“. Og annar þingmaður Framsóknarflokksins, lýstt því yfir við sama tækifæri að þótt hann teldi ýmislegt athugavert við samningana við Sviss Alum- inium væri hann þeirrar skoð- unar, að „rekstur álbræðslu í Straumsvík verði frekar til hags- bóta fyrir þjóðina.“ Þannig er ljóst, að tveir af þingmönnum Framsóknarflokksins hafa hafn- að því að röksemdir Tímans gegn álsamningunum hafi (irslita þýðingu fyrir þá, og þótt Tíminn kalli samningana „stórgallaða og óaðgengilega“ er greinilegt, að tveir af þingmönnum Framsókn- arflokksins a.m.k. eru alls ekki þeirrar skoðunar, heldur þvert á móti. Tíminn segir í Iok fyrr- nefndrar forustugreinar: „Ef menn með slíkan hugsunarliátt ráða hér áfram, mun í kjiolfar álsamningsins fara aðrir enn verri samningar við erlenda að- ila.“ Ekki verður önnur áiyktun dregin af þessum orðum Timans en að hugsunarháttur Björns Pálssonar og Jóns Skaftasonar sé stórhættulegur fyrir þjóðina, og hlýtur sú yfirlýsing Fram- sóknarblaðsins. að valda nokk urri ihugun, bæði hjá þingmönn- unum tveimur, sem slíkur dómur er felldur yfir og flokksforustu Framsóknarflokksins. Almennings- hlutaíélag ? Slúðrari Þjóðviljans ritar forustugrein íblaðið sJ. fimmtu- ðag og ræðir þar m.a. um kassa- gerðir hér á landi. Þar segir: „Þjónustufyrirtæki af slíku tagi ætti að sjálfsögðu að vera í alþjóðareign“. Athygli vekur að slúðrarinn talar ekki um þjóð- nýtingu, heldur „alþjóðareigu“. Liggur því beint við áð ætla, að hann telji að fyrrnefnt fyr- irtæki skuli vera almennings- hlutafélag með þátttöku sem allra flestra landsmanna, og eru það vissulega eftirtektarverð straumhvörf í hugsunarhættt þessa alræmdasta slúðrara s«m í dagblað skrifar á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.