Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 3f« *prf! 1966 MORGUNBLAÐIÐ S Hlégarðsreið Fáksmanna á morgun HIN árlega Hlégarðsreið Hestamannafélagsins Fáks verð- ur á sunnudaginn. Félagsmenn hittast á skeið- vellinum upp úr hádegi, en kL 13.30 leggja þeir af stað ríðandi upp í Mosfellssveit Mosfelling- ar koma á móti þeim á gæð- ingum sínum, og hittast hóparn- ir við félagsheimilið Hlégarð. Þar verður drukkið kaffi í boði kvenfélagskvenna í Mosfells- sveit Mikil þátttaka hefur verið í Klégarðsreiðinni undanfarin ár, t.d. voru á fjórða hundrað fé- lagsmenn með í henni í fyrra, Fjáröflunarnefnd kvenna í Fáki hefur happdrætti í sam- bandi við þetta, og verður dreg- ið á annan í hvítasunnu. Meðal vinninga er skagfirzkur gæðing- ur frá Stóra-Vatnsskarði, sex vetra og mjög álitlegur, flugferð til Kaupmannahafnar og til baka aftur, hringferð í kringum land- ið fyrir tvo með Ríkisskip og flugferð fyrir tvo til Sauðár- króks í samlbandi við landsmót hestamanna, sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal í sumar. ÚR ÖLLUM ÁTTUM AMERICAN FIELD SERVICE, féíagsskapur sá, sem gengst fyr- ir nemendaskiptum milli Banda rikjanna og Islands, er nú um þessar mundir að hefja sumar- starf sitt. Hafa forráðamenn fé- lagsins hér í hyggju að reyna að fá sex fjölskyldur til þess að taka bandaríska unglinga inn á heimili sín, þar sem þeir búi þessa tvo rnánuði, er þeir dvelja hér. Forstöðumenn AFS hér eru mest megnis ungt fólk, er hefur dvalið í Bandarikjunum á veg- um félagsins, en nú fyrir skömmu hafði Mbl. tal af for- manni . sumarstarfsins, Mariu Einarsdóttur, og ræddi litillega við hana um starfsemi AFS. — Þetta er áttunda árið, sem AFS starfar hér á landi, en félag ið hefir gengist fyrir því, að ís- lenzkir nemendur hafa dvalizt í Bandaríkjunum og gengið þar á skóla í árs tíma, og ennfremur útvegað bandarískum nemend- um sem hingað hafa komið dval arstað á íslenzkum heimilum, en þeir hafa aðeins verið hér um tveggja mánaða skeið að sumr- inu. Hafa þegar 126 nemendur verið í Bandaríkjunum á vegum AFS, en þar með eru taldir þeir neemndur, sem dvelja þar nú, en þeir eru 18 talsins. Aftur á móti hafa hingað til lands að- eins komið 16 bandarískir ung- lingar á vegum AFS. Fyrirkomulagið er það, að nemendurnir dvelja á heimilum þar úti og ganga á skóla í borg þeirri, þar sem þeir búa. Bera nemendurnir þeim fjölskyldum, sem þeir hafa dvalið hjá, yfir- leitt mjög vel söguna, enda er mikið til þess vandað að fá góða fjölskyldu handa hverjum nem- anda, þar sem þeir njóta góðs aðhalds. María Einarsdóttir — Banarísku skiptinemendurn ir í ár eru væntanlegir hingað um 20. júní. Verða þeir sex að tölu, og þvi er ætlunin að reyna að fá handa þeim sex fjölskyld- ur hér, sem þeir geti búið hjá. Hingað til hefur gengið fremur erfiðlega að fá fjölskyldur handa þeim. t.d. komu aðeins fjórir í fyrra. Er sú nemenda- tala alltof lág þegar tekið er til- lit til þess að héðan fara ár hvert til ársdvalar í Bandaríkj- unum um 20 nemendur. En ég held að orsökin fyrir því, hve fáar fjölskylur hafi gefið sig fram, sé sú, að hér telur fólk, að einungis komi tii greina fín heimili, en það er hins vegar mikill misskilningur, því að við viljum ekki síður að þau dvelji á venjulegum meðaliheimilum, t.d. vildum við gjarnan koma einhverju þeirra fyrir á góðu sveitabeimili. — En ég vil segja það að lokum, að ef það væri einhver fjölskylda hér, sem treysti sér eða hefði áhuga á því að fiá bandarískan skiptinemanda inn á heimili sitt, þá vildi ég biðja hana að snúa sér tl mín í síma 18005. í>að væri æskilegt, að á þeim heimilum, þar sem nem- endurnir dvelja, sé einhver ung lingur á aldrinum 16-18 ára, og helzt að einhver tali þar ensku. Sumarstarf AFS að hefjast Rætt við IViaríu Einarsdóttur, formann sumarstarfsins Afmælistónleikar Fóstbræ&ra í BYRJUN síðustu viku hélt Karlakórinn Fóstþræður veglega tónleika í tilefni af 50 ára af- mæli kórsins. Stjórnendur voru þeir Jón Þórarinsson og Ragnar Björnsson. Á fyrsta hluta efnisskrárinnar voru lögin „Ár vas alda“ eftir Þórarin Jónsson og „Fjallgang- an“ eftir Ragnar Björnsson við samnefnt Ijóð eftir Tómas Guð- mundsson. Ragnar Björnsson stjórnaði þessum tveimur lögum. Þetta nýja lag Ragnars er á- heyrilegt mjög. Höfundur notar ýmsa sérkennilega kóreffekta, sem því miður virtust stundum vera endir í sjálfu sér. Að Vel má vera að nánari kynni af verkinu muni breyta afstöðu áheyrandans til þess hvað þetta snertir. Á öðrum hluta tónlieikanna voru verk eftir íslenzk tónskáld, þ.á.m. eitt eftir söngstjóra þessa hluta tónleikanna, Jón Þórarins- son, og einnig gullfallegt lag eft- ir Gylfa Þ. Gíslason, sem Erling- ur Vigfússon söng einsöng í. Nú um nokkurt skeið hefur Er- lingur verið við söngnám er- lendis, og er það greinilegt að hann hefur þar mikið unnið á stuttum tíma. Söngtækni hans hefur mikið aukizt og meðferð hans á lagi Gylfa var frábær. Erlingur hefur þroskazt mikið sem söngvari á skömmum tíma og er á góðri leið með að verða traustur og smekkvís söngvari, minnsta kosti virtist við fyrstu heyrn vera erfitt að greina text- ann á sumum stöðum; vegna skiptinga og orða milli radda. sem mikill fengur verður í í framtíðinni. Á þriðja hluta tónleikanna voru verk eftir erlenda höfunda og stjórnaði Jón Þórarinsson þeim. Þar bar tvö lög hæst; „Naohthelle" eftir Schubert og „Fylgdu hjarta þíns rödd“ eftir Járnefelt. Einsöngvari í fyrra laginu var Sigurður Björnsson, sem enn á ný kom íslenzkum áheyrendum á óvart; með betri og fegurri söng en nokkurntíma áður. Kristinn Hallsson söng ein- söng í laginu eftir Járnefelt og gerði hann því frábær skil, allt annað verður reyndar að telj- ast undantekning þegar þessi ágæti söngvari laetur til sín heyra. Seinustu tvö lögin á þess- um hluta tónleikanna voru eftir finnska tónskáldið Erik Bergman og hafa verk hans oft skipað Iháan sess á tónleikum Fóst- bræðra og það gerðu þau einn- ig nú, þótt söngurinn hafi ekki verið eins góður og oftast áður. Mér er kunnugt að inflúenzu- tilfelli hafi verið mörg meðal kórmanna í vikunni fyrir tón- leiakna. Einkum mun pestin hafa komið hart niður á efsta hluta®- kórsins og átti hann til að síga í nokkrum laganna á fyrstu af- mælistónleikunum. Fyrir seinasta hluta þessara hátíðlegu tónleika, sameinuðust eldri og yngri félagar og hefur tala söngmanna þá vart verið mikið undir 100 manns. Söng- stjórarnir tveir skiptu fjórum lögum bróðurlega á milli sín og var söngur kórsins þróttmikill og tilhlýðilegur endahnútur á af- mæilstónleika elzta kórs á fs- landi í dag. Jón S .Jónsson. Gestirnir frá Grimsby farnir heim Borgarstjórahjónin í Grimsby, Denys og Kristin Petchell, borg- arfulltrúar og útgerðarmenn þaðan, sem dvalizt hafa í Reykja vík í boði borgarstjórnarinnar, héldu heimleiðis í gærmorgun. Heimsókn fulltrúanna frá Grimsby var til endurgjalds á heimsókn fulltrúa Reykjavíkur þangað á s.l. ári. Dvöldust gest- irnir hér í 5 daga, skoðuðu borgarstofnanir, fl. fiskiðjuver Morgunblaðinu barst f gær eftirfarandi tilkynning varðandi heimsóknina: „Alderman Denys Petchell borgarstjóri í Grimsby og kona hans frú Denys Petchell (fædd Guðmundsdóttir) senda innileg- ar árnaðaróskir og beztu kveðj- ur til allra í Reykjavík og harma það um leið, að vegna hinnar frá bæru opinberu dagskréir heim- sóknarinnar gátu þau ekki heim- sótt vinafólk hér í Reykjavík. Þau meta mjög mikils gest- risni þá, sem þeim hefur verið sýnd og hefur veitt þeim mikla gleði þessa minnisstæðu daga heimsóknarinnar til ættlands frú Petchell og vita, að fólk hefur skilið, að tíminn var svo stuttur, að ekki vannst tóm til þess að njóta einkaheimsókna. Alderman Petchell- og kona hans vona að þau geti heimsótt Reykjavík áður en langt uni líð ur og geti þá endurnýjað vin- áttubönd, sem þau hafa notið við fjölda fólks í Reykjavík í m/örg ár. Þau eru þakklát fyrir hinn mikla fjölda vinarkveðja, sem þeim hafa borizt. Samemaður kór eldri og yngri félaga í Fóstbræðrum sem batt endahnútinn á afmælistónleik ana. Gestrisni og skipulagning borg- arstjórans í Reykjavík, Geirs Hallgrímssonar, starfsmanna hans og meðlima borgarstjórnar- innar og starfsmanna borgar- stofnanna, hefur verið frábær og þau hjónin og aðrir meðlim- ir sendinefndarinnar frá Grims- by munu aldrei gleyma hinni dæmigerðu gestrisni og vináttu íbúa Reykjavíkur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.