Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. apríl 1966 — Jótland Framh. af bls. 20 1880), einnig fjölda fræðirita. Morville ritaði greinagóð rit um skógrækt og Dalgas var mikil- virkur rithöfundur miðað við að- stæður. Þótt fiest seim hann rit- aði væri á sviði ræktunar og nyt- semdar og til þess að vekja eftir- tekt alþjóðar á starfsemi Heiða- félagsins og hinu mikla verkefni að rækta heiðarnar, stækka landið; er talið að sumt sem Dalgas reit, t.d. Geografiske Billeder (1867—1868) beri svo hátt að hókmentnalegu gildi, að það gangi næst verkum hins mikla heiðaskálds Bichers og er þá langt til jafnað. „OFT ER hvasst um mikla menn“ og svo var einnig stund- um um Heiðamanninn mikla Dalgas og Heiðafélagið, en hin mörgu minnismerki um Dalgas í fleiri borgum Jótlands og hér og þar út um heiðarnar sanna hvernig Jótar og danska þjóðin öll mat og metur störf hans og félagsins sem hann stofnaði og gerði að stórveldi. Það hvessti líka um Heiðafé- iagið og innan þess þegar velja átti eftirmann Dalgas í stjórn fé- lagsins og framkvæmdastjóra þess. Slíkt hreinsaði bara loft- ið svo að félagið hélt vöku sinni, og enn sem fyrr báru margir á- gætir menn félagið og starfsemi þess upi, og svo er enn. Verkefni Heiðafélagsins er engan veginn lokið þótt margt sé breytt og miklu verki lokið til þjóðar- þrifa. Bókin: Landnám I Danmörkn — Det indvundne Danmark — er enganveginn létt til aflestrar fyrir þá sem eru með öllu ó- Ikunnugir Heiðafélaginu, starf- semi þess og staðháttum á Jót- landi. Og bókin færir manni ekki auðveldlega aðgengilegt yfirlit um hvað hefir unnizt. Slíkt og að láta tölurnar tala bíður vafa- laust annars bindis bókarinnar, hins hagfræðilega yfirlits. Sem dæmi um skógræktar- starfið má nefna fjölda og stærð skógræktarsvæða (,,plantager“) í vörzlu Heiðafélagsins: 1804 823 svæði, alls 60.100 tunnur lands. 1904 1636 svæði, alls 108.494 tunnur lands. 1914 2182 svæði, alls um 140. 570 tunnur lands. En tunna lands er um 0,55 ha. Heiðafélagið tók ekki upp metra mál í skýrslum sínum fyrr en 1912. Árið 1914 átti Heiðafélagið sjá'lft 27 skógræktarsvæði sem alls voru 6507 ha. Af því var þá búið að gróðursetja í 4174 ha. Síðar hafa bæzt við 11 skóg- ræktarsvæði, flest stór, allt upp í 500 ha. svæði. Bókinni: Hedebönder i tre slægtled (Klbhn. 1958) lýkur á þessum orðum: „Um 1866 voru óræktuðu heiðalöndin á Jótlandi rúmlega 1 milljón hektarar, nú er búið að rækta um 700.000 ha af þessu landi, og það hafa verið reist og ræktuð um 25 þúsund býli á heiðunum". — Hve mikið af þessu er Heiðafélaginu að þakka verður ei með tölum greint. Borgirnar, og það sem þeim fylgir, gleypa nú óðfluga rækt- aða landið á dönsku eyjun- um. Danski rithöfundurinn L. Mylius Eriehsen endar hina miklu bók sína: Den jydske Hede för og nu (Rbhn. 1903 á þess- um orðum: „Jylland! du er Hovedlandet," Arbeidskraften, Fremtidsjord- en, — — — Agt paa Jylland, I, som hvirvl- er Stövet i vor Hovedstad! Þau orð geta víst átt við ennþá þan dag í dag . HEIÐAFÉLAGIÐ kemur tölu- vert við ræktunarsöguna hér á landi. Stundum hafa íslenzk stjómarvöld og búnaðarmálafor- ysta leitað til félagsins um upp- lýsingar og aðstoð. Stundum hafa afskipti félagsíns af íslenzk- um máhrm borið öðruvísi að, en síðast en ekki sízt hafa margir íslenzkir búnaðarmenn eflzt að áhuga og störfum við kynni af starfsemi Heiðafélagsins. Hér skulu rakin fáein atriði er sýna þetta, og á þann veg, að þótt eigi hafi komið til beinna afskipta Heiðaflagsins af íslenzk- um málum, hafa verið að verki og gripið inn í málin hér menn sem jafnframt höfðu mikil af- skipti af málum Heiðafélagsins. Ræktunarfræðingurinn Peter B. Feilberg (1835—1025) var á sínum tima einn mesti framá- maður Dana í ræktunarmálum, sérstaklega um allt það er varð- aði framræslu og ræktun mýr- lendis. Menntaður var hann sem búfræðikandidat og „kulturtekn- iker“. Feilöerg var elztur þeirra þriggja manna er fyxstir luku búfræðikandidatsprófi í Dan- mörku, við Verkfræðiháskólann áður en Búnaðarháskólinn var stofnaður. Feilíberg var um langt skeið eftírlitsmaður („inspekt- or“) með ræktunarframkvæmd- um Heiðafélagsins, öllum þeim er lutu að ræktun mýra og annars lands til túna og graslendis. Feilberg kom þrisvar til ís- lands og ferðaðist hér um — 1876, 1877 og 1696. í öll skiptin var það að tilhlutun Landbúnað- arfélagsins danska. Reyndist Feilfoerg æ síðan tillögugóður um fslandstnál. Um hann skrifar Sigurður búnaðarmálastjóri að honum látnum: „Enginn útlendingur hefur, fyrr éða síðar, kynnt sér eins nákvæmlega öll búnaðar- og ræktunarskilyrði hér á landi, og talað og ritað um þau með meiri velvild og skilningi. Auk þessa hefir hann stutt, með ráðum ög dáð, flesta þá íslendinga, sem búnaðarnám hafa stundað er- lendis á sl. hálfri öld“. Feilberg stofnaði sjóð til styrktar íslenzkum mönnum er stunda nám við Búnaðarháskól- suin danska. Sonur hans Aage Feilberg varð deildarstjóri við Heiðafélagið. C. V. PRYTZ dósent og síðar prófessor kom mikið við málefni Heiðafélagsins, meðal annars á þann hátt að hann sem hinn mikli fræðimaður á sviði skóg- ræktar gagnrýndi hinn stónhuga og bjartsýna framkvæmdastjóra þess E. Dalgas, er Prytz þótti hann mála of rósrautt fyrir mönnum hver arður gæti orðið að skógræktinni á heiðunum. Allt var það af heilum huga gert hjá Prytz og varð Heiðafélaginu til gagns en ekki trafala. Prófessor Prytz kom töluvert við sögu fyrstu skógræktartil- rauna hér á landi um aldamótin sdðustu. Prytz kom til íslands 1903, ferðaðist allmikið um land- ið til þess að kynna sér „náttúru- fræðilega og fjárhagslega að- stöðu til skógræktar á íslandi". Um ferð sína, raimsóknir og at- huganir skrifaði Prytz ýtarlega greinargerð: Skovdyrkning paa ísland (Islands skovsag V.) Kbhn. 1905. Vart þarf að efa að hjá próf. Prytz ófst nokkuð sam- an til góðs þekking hans og af- skipti af skógrækt Heiðafélags- ins á jósku heiðunum og athug- anir hans á möguleikum til skóg- ræktar hér á landi. — Svo sem kunnugt er stóð áhugamaðurinn og íslandsvinurinn sjóliðsforing- inn Carl Ryder á bak við ís- landsför og rannsóknir Prytz, svo og fleira sem þá gerðist á frumárum skógræktar hr á landi, — þess ber að minnast. Árið 1900 stóðu þeir að því Ryder og Prytz að ungur skóg- fræðingur C. E. Flensborg, sem var í þjónustu Heiðafélagsins fór til íslands til þess að athuga skógræktarmál og vinna að þeim. Þetta var upphafið ,að 7 ára heillaríku sumarstarfi Flens'borgs hér á landi - sem alkunnugt er. Það er hann sem sumarið 1902 lætur girða og friða það sem fyrst var friðað af skóglendi á Hallormsstað og Hálsi í Fnjóska- dal. „10 tunnur“ lands á hvorum stað. Flensbórg ritaði á þessum árum mikið og gagnlega um ís- lenzk skógræktarmál: Islands skovsag I—IV og VI—VII. C. E. Flensborg varð síðar einn af hinum stóru mönnum Heiðafélagsins og framkvæmda- stjóri þess 1933—1943. Seint verður metið hver skaði það var oss, landi og þjóð er Flensborg hvarf frá störfum hér á landi 1906, að því er sagt er sökum smámunasemi af háLfu íslenzkra stjómarvalda, þau skorti fram- sýni til þess að tryggja landinu starfskrafta þessa affourðamanns, en talið er að hugur Flensborg hafi þá staðið mjög til þess að gera íslenzka skógrækt að ævi- starfi sínu. í ársbyrjun 1906 sneri Búnað- arfélag íslands sér til Heiðafé- lagsins með foeiðni um tækni- lega aðstoð til þess að athuga aðstöðu til áveitu á Flóa og Skeið úr Hvítá og Þjórsá. Heiða- félagið brást vel við þessari beiðni og sendi einn af verk- fræðingum sinum Karl Thalfoitz- er til íslands. Fékkst Thalfoitzer við mælingar og athuganir í Fló- anum og á Skeiðum mánuðina maí, júní, júlí og ágúst 1906. Þó mest í Flóanum þvi hann komst fljótt að þeirri niðurstöðu að til- gangslaust væri með öllu að hugsa til áveitu á Skeiðin fyrr en heft væri sandfokið hjá Reyk jum á Skeiðum. Thalbitzer skilaði skýrslu um starf sitt hér á landi, gaf Heiða- félagið hana út sem ritling: Áætlun nm áveitu og framræslu í Flóa (Projekt til Vanding og Afvanding af Floi), Aarhus 1907. — Handritin Framhald af bls. 1 gætu ekki gert Amasafnsstofnun réttlausa, né heldur gætu þau réttlætt frekari skerðingar. Hann sagði, að ekki væri hægt að líta svo á, að þær breytingar, sem orðið hefðu á skipulagi stofnun- arinnar og stjóm, væru skerðing á skipulagsskránni, þar eð þær 'hefðu til orðið vegna „nauðsynja lífsins“, m.a. til þess að áfram yrði hægt að uppfylla skilyrðin varðandi íslenzku styrkþegana. Christrup sagði og, að er þess- ar breytingar hefðu verið fram- kvæmdar, hafi ríkisvaldið ekki verið jafn örlátt og nú, og að þá hafi aðeins verið um að ræða 1000 d. kr. til ráðstöf- unar á ári, sem aðeins hefðu nægt einum styrkþega og alls ekki til æviloka. Sækjandinn hélt fast við, að fyrir liggi, að stofnunin verði neydd til þess að afsala sér eignum, og vísaði m.a. til þess að í samningunum við fsland komi það fram, að afhendingin fari fram til þess að mæta óskum íslands, um að land ið eigi sjálft að eignast þessar þjóðlegu minjar. Þá endurtók Christrup, að danska þingið hafi að sínu áliti ekki fengið tækifæri til þess að taka afstöðu til spurningarinnar að hve miklu leyti hið stjórnar- skrárkveðna „krefji almanna- heill" krefjist afhendingar, á meðan lögin voru fyrir þinginu, og sagði, að þingið hafi heldur ekki fengið tækifæri til þess að ræða spurninguna um skaðafoæt- ur. Hæstaréttarlögmaðurinn benti einnig á, að ákvæði stjórnarskrár innar um eignaréttinn væru óve- fengjanleg, og þau hlytu einnig að ná til sjálfseignastofnana á borð við Árnasafnsstofnun, og úví gagnstæða hafi ekki vérið haldið fram. Christrup lauk máli sínu með því að láta í ljós von um að málið yrði ekki til þess að spilla sambandi íslands og Danmerkur. Poul Sohmith, verjandi, vék að fullyrðingunni um að afhend- ingarlögin væru nauðungaraf- hending. Hann kvað munávörzlu og eign. Sú skipting á hand- ritasafninu, sem lögin gerðu ráð fyrir, þýddu aðeins að hluti hand ritanna yrðu í vörzlu íslands, en jau yrðu ekki eign þess. í 6. grein laganna væri kveðið nán- ar á um þetta og þar segði, að íslendingar gætu ekki í fram- tíðinni krafizt fullkomins eignar- réttar á handritunum. Þannig væri ekki um það að ræða, að um nauðungarafhending ætti sér stað. Schmith sagði, að hægt hefði ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Gamnan er að blaða í jiti þessu sem er 29 bls. og uppdráttur að auki. Þótt Thalfoitzer litist allvel á fyrirtækið virðist hann ekki hafa gert sér háar hugmyndir um dugnað íslendinga. Hann telur útilokað að hægt sé að fá innlent vinnuafl til þess að framkvæma verkið, fá verði verkamenn er- lendis frá til þess, byggja verði vinnuskála handa þeim o. s. frv. Skeiðin — sandfokið hjá Reykjum — beið eftir sínum maniú. Sú bið var nú á enda. Gunnlaugur Kristmundsson frá Þverá í Núpsdal dvaJdi á Jót- landi við verknám að hefta sand- fok og uppblástur. Hann kom heim til starfa 1907 og hóf starf sitt á Reykjum. Gunnlaugur dvaldi ekki hjá Heiðafélaginu, er hann vann í Skagens Klitplatage, en hann kynntist auðvitað starf- seminni og mér er kunnugt að starfsemi Heiðafélagsins orkaði mjög á hug hans til ræktunar- mála. Hið sama má segja um hinn mikla ræktunarfrömuð Sigurð búnaðarmálastjóra sem kynnti sér vel og oftsinnis starfsemi Heiðafélagsins. Mér er í grun og segi það ekki út í loftið að eng- um manni hafi Sigurður kosið að líkjast í starfi og afköstum en einmitt E, Dalgas hinum mikla leiðtoga Heiðafélagsins um langt skeið. Og mikið má vera ef Sigurði var ekki Heiðaifélagið nokkuð í hug er hann stofnaði Ræktunarfélag Norðurlands. Nokkrir ungir Islendingar munu hafa dvalið sem lærlingar á vegum Heiðafélagsins, t.d. á til- raunabúi félagsins Hesselvig Enggaard þótt ekki hafi ég nöfn þeirra á reiðum höndum. Síðast vil ég nefna — finnst það eiga vel við í dálkum Morg- unblaðsins — að þegar Valtýr Stefánsson hafði lokið námi við Landbúnaðarháskólann 1914 starfaði hann um eins árs skeið hjá Heiðafélaginu, í „jarðafoóta- deild" þess. Var það þáttur i Þriggja ára framhaldsnámi Val- týs til þess að afla sér sem beztrar þekkingar í ræktunar- fræðum ( kulturteknik). Þannig hafa legið margir þræðir á milli Heiðafélagsins danska og íslenzkra ræktunar- mála. verið að afhenda handritin með stjórnaraðgerð, en sú leið hefði verið valin, að framkvæma af- hendinguna með lögum „til þess að allt væri öruggt". Hann sagði, að því takmarki, sem Árni Magn ússon hefði haft, hafi ekki ver- ið breytt, en í skipulagsskránni sagði að handritin, eða hluti þeirra, ættu að rannsakast á ís- iandi. Þá taldi verjandinn, að danska þingið hefði haft nægan tíma til þess að vega og meta lagafrum- varpið, enda hefði það verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann kvað tillit hafa verið tekið til almannavelferðar þar eð um það væri að ræða að halda góðu sambandi við annað ríki. Um skaðabótakröfurnar sagði .Schmith að aðeins væri hægt að inna af hendi skaðafoætur ef um efnahagslegt tjón væri að ræða. f þessu tilfelli væri slíku ekki til að dreifa, því ekki væri hægt að selja handritin og þau hefðu ekki efnahagslegt nota- gildi. Schmith lauk máli sínu með því að halda fast við að eignaréttarákvæði stjórnarskrár- innar næðu ekki til handrit- anna, og að hér sé ekki um nauð ungarafsal að ræða. Því væri ekki hægt að ógilda lögin um afhendinguna. — Rytgaard. Sveinbjörn Högnason fyrrum alþm. látinn Á fimmtudagsmorgun lézt á heimili sínu, Staðarbakka í Fljótshlíð Sveinfojörn Hi^gnason fyrrverandi alþingismaður og prófastur á Breiðabólstað í Fljóts hlið, 68 ára að aldri. Á fundi í Sameinuðu Alþingi minntist Birgir Finnsson forseti hins látna alþingismanns eftir- farandi orðum, sem Alþingis- menn tóku undir með því að rísa úr sætum: Sveinbjöm Högnason fæddist 6. apríl 1898 í Eystri-Sólheimum í Mýrdal. Foreldrar hans voru Bögni bóndi þar Jónsson bónda í Pétursey í Mýrdal Ólafssonar og kona hans, Ragnlhildur Sig- urðardóttir bónda í Péturey EyjóLfissonar. Hann lauk stúd- entsprófi í Reykjavík vorið 1918 og guðfræðiprófi við háskólann í Kaupmannahífn 1925. Fram- haldsnám í gamlatestamentis- fræðum og austurlandamálum stundaði hann við háskólann í Leipzig veturinn 1925—1926. í júnímánuði 1926 varð hann sókn- arprestur í Lauflási en var veitrt- ur BreiðSbólstaður í Fljótshlíð snemma árs 1927 og þjónaði því prestakalli til 1. júní 1963, er honum var veitt lausn frá em- bætti að eigin ósk. Prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi var hann frá 1941—1963. Auk prestsstarfa í fjölmenn- um sóknum og stórbúskapar á Breiðabólstað gegndi Sveinbjöm Högnason mörgum trúnaðarstörf um á ýmsum sviðum. Hann stundaði um skeið kennslu og var settur skólastjóri gagnfræða- skólans í Flensborg skólaárið 1930—1931. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og skólanefnd. í milliiþinganefnd í kirkjumiálum starfaði hann 1929—1931 og var formaður milliþinganefndar um skipun prestakalla 1951. í stjórn Prestafélags íslands átti hann sæti um skeið. Hann var forrnað ur mjólkursölunefndar frá 1934 og formaður stjórnar Mjólkur- samsölunnar frá upphafi hennar. í framleiðsluráði landbúnaðarim átti hann sæti á ámnum 1947—. 1959. Hann var um hríð endur. skoðandi reikninga Búnaðarhanic ans og sat í Landsfoankanefnd. Á Alþingi átti hann sæti 1931—. 1933, 1937—1946 og 1956—1959. sat á 19 þingum alls. Sveinbjörn Högnason var guð- fræðingur að menntun, prestur að ævistarfi og stórfoóndi. Áhuga mál hans voru mörg. en kirkju- mál og landbúnaðarmál ber hæst í starfi bans á Alþingi og á öðr- um vettvangi þjóðmála. Eins og æviágripið að framan ber með sér, var hann víða valinn til forustu og ráðuneytis um þau efni. Hann var, að dómi allra, er til hans þekktu, afkastamikill til starfa, gáfaður og fjölfróður, harðsækinn ræðumaður og ötull málafylgjumaður. Með ævistarfi sínu markaði hann þau spor, sem sjá mun stað um langan aldur, og sóknarfoörn hann og aðrir á- heyrendur munu minnast hans sem góðs kennimanns og rnikiis ræðuskörungs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.