Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 10
II H \ % k Z % íit U d í\ ö Ife awx arw**- .Rs '•timfiftiaáöda jr MORGUNBIAOID Lauffardagur 23. apríl 1966 Jdlíana Sveinsdóttir, listmálari IVfínnivigarorð Júlíana Sveinsdóttir er dáin. r|in lyftir hvorki penslinum eða slær vef sinn oftar. Hún situr ekki lengur ein í Nyhavn 20 og hugsar og berst hinni þrotlausu baráttu listamannsins. Hún gengur ekki heldur oftar yfir Charlottenborgargarð eða Kóngs ins Nýja torg, þar sem við höf- um svo oft mæzt. Júlíana var svo blátt áfram í klæðaburði að bara það vakti næstum athygli á henni. Yfir- leitt gekk hún í drögtum úr handofnu efni með stóra húfu á höfði. Litavalið var kúltíver- að og smekklegt. Hún var mjög í samræmi við verk sín, form- sterk, látlaus og sönn. Júlíana Sveinsdóttir var meiri íslendingur en flestar aðrar konur og listamenn, sem ég þekki. Ég gleymi t.d. aldrei hve fallega hún talaði um ís- lenzku sauðkindina. HJún var þá nýlega búin að frétta að fjöldi fjár hefði fent og farizt hér heima. Hún var stolt, og sumum fannst i|in næstum fráhrindandi. Það fannst mér aldrei. En oft var hún dásamlega hreinskilin og orkaði á mann eins og kald- ur gustur, sem þeytti burtu smá- atriðunum, er oft ætla allt að kæfa. Mér fannst Júlíana engum. aldri lúta, hvorki vera ung né gömul. Hún lifði í sínum eigin sjálfstæða heimi, fyrir list sína og köllun. Þessi mikla listakona kemur eftir langa útivist heim til ís- lands sumar eftir sumar, til að anda að sér íslenzku lofti og mála íslenzka liti og náttúru. Því miður tókst henni ekki að skapa sér hér varanlegan vinnu- stað, enda þótt hún hefði mik- inn áhuga á því, allt til hinztu stundar. Málverk Júlíönu Sveinsdóttur voru hnitmiðuð í uppbyggingu og verkuðu oft „skulpturelt“. Hún var svo sterk í litavali sinu, sérstaklega í meðferð græna og bláa litsins, að manni fannst hún geta sagt allt um dýpt og styrk íslenzkrar náttúru með þessum litum einum. Þessum á- hrifum nær hún ekki hvað sízt í mprguan Vestmannaeyjamynda sinna. Ég minnist sérstaklega nokkurra mynda hennar á Char- lottenborgarsýningu fyrir 10-15 árum. í>að var leitt að þær myndir skyldu ekki lenda heima á íslandi. Kyrralífs- og mannamyndir Júlíönu bera einnig sterkan og heilsteyptan svip, en í þeim er litaval hennar yfirleitt lyrísk- ara. E.t.v. er það sterkasta hlið hennar, hvað henni tekst að vera sönn. l|in er aldrei að látast. Árið 1963 bauð hún mér að skoða með sér fyrir opnun hina merku sýningu, sem Kunstfor- eningen bauð henni að halda í Kaupmannahöfn. Það var ó- gleymanleg stund. Á þessari sýningu voru auk 76 málverka 13 listofin teppi eftir Júlíönu. Þessi teppi voru mörg, að mínu áliti, frábær listaverk. Var sem lista- konan lyfti sér í þeim jafnvel hærra til flugs en í sínum hefð- bundnu málverkum, þar sem hún var þó ennþá strangari við sjálfa sig. Danir mátu Júlíönu Sveins- dóttur mikils. Hún var þar í röð fremstu listamanna. Um árabil átti hún sæti í danska Akademi- ráðinu en í það er valið af þeirri ströngu kostgæfni, sem er eitt af aðalsmerkjum þessarar miklu lista- og menningarþjóðar. Teppi hennar, er hún óf fyrir Hæstarétt Danmerkur, er dásam- lega vel gert listaverk og fer þar vel. Það er sorglegt að enn skuli fallinn frá mikill íslenzkur lista- maður, sem ekki hefur fengið tækifæri til að vinna sjálfstætt að stórum verkefnum í íslenzk- um byggingum, t.d. kirkjum, skólum, samkomuhúsum, sund- höllum, verksmiðjum, flugstöðv- um, söfnum og gistihúsum í borg um og sveitum. Hvers vegna standa flestir veggir og salir þessara stofnana auðir? Júlíana Sveinsdóttir var mér vitanlega eini íslenzki listmálar- inn, sem hafði sérstaklega nura- ið freskolist. Lærði hún hjá hinum ágæta og þekkta tresko- meistara, prófessor Elof Riseby, er var mikill vinur hennar. Af öðrum hollvinum hennar i Ilöfn má nefna Ebbu Carstensen list- málara, að ógleymdri frænku hennar íi'fi Eufemíu Ólafsson, Júliana Sveinsdóttir þremur árum Myndin tekin hér heima fyrir Styrkur til heil- brigðismála í RÚMAN áratug hefur Evrópu- ráðið lagt sérstaka áherzlu á að stuðla að samvinnu um heil- brigðismál milli aðildarríkja sinna. Árangurinn hefur m.a. komið fram í því, að gerðir hafa verið ýmsir samningar hér að lútandi, og í því, að á veg- um ráðsins eru nú árlega veitt- ir um 150 styrkir til námsferða starfsfólks við heilbrigðismáL Fyrir skömmu var tilkynnt um styrkveitingar á þessu ári, og koma sjö styrkir í hlut íslend- inga. Þeir eru þessir: Guðmundur S. Jónsson eðlis- fræðingur til náms í geislunar- vörnum í Noregi í 3 mánuði. Dr. Gunnlaugur Snædal lækn- ir til náms í kvensjúkdómafræð- um í Bretlandi í 2 mánuði. Kristín Jónsdóttir læknir til náms í lyflæknisfræði í Bret- landi í 2 mánuði. Ólafur Jónsson læknir til náms í meltingar- og vaneldissjúkdóm- um í Bretlandi í einn mánuð. Ole Bieltvedt skólayfirtann- læknir til að kynna sér eftirlit með tannskemmdum í Noregi i 2 mánuði. Tryggvi Þorsteinsson læknir til náms í slysahjálp í Bretlandi í 4 mánuði. Þórunn Pálsdóttir hjúkrunar- kona til framhaldsnáms í hjúkr- un geðveikrá í Noregi í 6 mán- uði. Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins 18. 4. 1966. sem reyndist henni ávallt vel en ^ bezt þegar mest á reyndi. Júlíana var frændrækin og sterk ættartengsl tengdu hana átthögum hennar og fósturjörð. Síðasta daginn sem Júiíana var hér heima kom hún lil mín að morgni og var þá sem endra- nær full af áhuga á að undir- búa næstu heimkomu sína. „Hvernig stendur á því, Ólöf“, sagði hún „að hér heirr.a virðast mér allir tala í einu?“ Hún hafði verið í samkvæmi kvöldið áður. Júlíana hikaði aldrei /ið að segja skoðun sína hreinskilnis- lega. Það var eitt af því sem gerði hana ógleymanlega. Júlíana Sveinsdóttir er horfin. En hún lifir áfram i verkum sínum, hvar sem þau eru. Ólöf PálscSVttir. Flugbjörgunarsveit- inni berst góð gjöf STJÓRN F.B.S. vildi biðja blaðið um að færa þakkir til þeirra, sem stóðu að fjársöfnun handa F.B.S. í Hafnarfirði og Kefla- vík og fer á eftir bréf, sem fylgdi gjöfinni: Frá Vestmannaeyjum, eftir Júiíönu Sveinsdóttur. Flugfjörgunarsveitin Rvík., c/o Magnús Þórarinsson gjaldk. Eins og fjölmargir aðrir Islend ingar höfum við hjónin undan- farin ár fylgzt með því fórnfúsa starfi, sem Flugbjörgunarsveitin hefur unnið með starfi sínu í sambandi við slysfarir og björg- un hér á landi. Það hefur vakið athygli hve ötullega þið hafið unnið við að þjálfa meðlimina sem bezt og búa sveitina góðum tækjum, þar á meðal talstöðvum, þrátt fyrir þröngan fjárhag og annir með- limanna. Vildum við því reyna að létta ykkur róðurinn með því að safna nokkurri fjárhæð, sem nota mætti til tækjakaupa, og leituð- um því til vina og kunrringja með söfnunarlista, sem gaf vel- unnurum Flugbjörgunarsveitar- innar tækifæri til að sýna hug sinn með smáum fjárframlögum sem rynnu til sveitarinnar. Það er mjög takmarkað hverju tvær manneskjur geta afkastað í frístundum sínum en þó vilj- um við hérmeð afhenda yður árangur þessarar söfnunar, kr. 31.200,00, sem gefin hefur verið af 184 einstaklingum og fyrir- tækjum, að mestu leyti í Hafnar- firði og á Keflavíkurflugvelli. Það er ósk gefenda að þér f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar, veitið þessari upphæð viðtöku, sem vott A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. um þakklæti og viðurkenningu á vel unnum störfum undanfarið og með ósk um heillaríkt starí á komandi árum. Hafnarfirði, 17. aprfl 1966. Virðingafyllst N.N. N.N. F.h. Flugbjörgunarsveitarinnar: Sig. M. Þorsteinsson form. Magnús Þórarinsson gjaldkeri. Sjóstangaveiði- félag í Keflavík Keflavík, 19. apríl. FYRIR skömmu var stoifn- að í Keflavík Veiðifélagið Sjó- stöng og voru stofnendur um 40 talsins, bæði karlar og konur, Fyrstu stjóm félagsins skipa þessir menn: Friðrik Jóhannsson veitingamaður. formaður. Bene- dikt Jónsson forstjóri. varafor- maður, Eiríkur Eyfjörð forstjóri gjaldkeri, Ketill Jónsson, verzl- unarmaður ritari og Margrét Jónisdóttir frú meðstjórnandi. f varastjórn voru kosnir Skafti Friðfinnsson forstj. og Garðar Ólafsson tannlæknir. Endurskoð- endur þeir Knútur Höjris og Helgi S. Jónsson. Sjóstangaveiði mót hafa verið haldin í Keflavík bæði innanlandsmót og alþjöð- leg mót og hafa þau tekizt mjög vel og verið vel sótt. Mikill hugur er í félaginu að taka þátt í mótum sem annarstaðar verða haldin bæði innanlands og utan og svo einnig að fara sjálfir á sjóinn þegar færi gefst. Félagar úr Sjóstangaveiðifé- lagi Reykjavíkur aðstoðuðu við undirbúning og stofnun félags- ins. Nú verður farið að huga að því að stofna landssamband Sjó- stangaveiði félaganna, en þau munu nú vera um 8 alls. — hsj —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.