Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 19
Laugardagur-23. aprH 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Karl J. Ottesen vigtarmaður, kvebja í GÆR kvöldum ' við hinztu kveðju Karl J. Ottesen, vigtar- Diann, Bragagötu 38. Karl lézt hinn 12. þ.m. í Borg- arspítalanum í Reykjavík eftir langa legu. Veikindi þau, er urðu honum að fjörtjóni gerðu fyrst vart við sig í ágúst s.l. Smátt og smátt dró úr Mfsiþrekinu, en ör- lögum sínum maetti hann með stakri ró og æðruleysi unz yfir lauk. Karl var fæddur hinn 17. apríl 1895 á Ytra-Hólmi. Ytri Akranes- hreppi. Foreldrar hans voru hjón in Jósafat Jóhannsson, söðlasmið ur, og Guðlaug Lárusdóttir Otte- sen. Þau hjónin áttu átta börn og ólu auk þess upp eina stúlku. Var Karl elztur þessara barna. Ungur fluttist Karl með for- eldrum sínum til Vopnafjarðar og síðan til Reykjavíkur árið 1913, þar sem hann lifði og starf- aði síðan. Karl kvæntist Sveinbjörgu Sveinsdóttur 28. sept. 1929, og varð þeim þriggja barna auðið, sem öll eru á lífi. Guðlaug, hús- frú í Reykjavík; Viðar, barþjónn í Reykjavík og Valdimar, iðnað- armaður nú búsettur í Dan- xnörku. Auk þess eignaðist Karl son áður en hann kvæntist, er Guðlaugur hét, en hann fórst xneð togaranum Júní á leið heim frá Grænlandi 1959. Karl var góður og umhyggju- samur heimilisfaðir, barngóður og ljúfur í viðmóti. A heimili hans var gott að koma, því gest- risnin sat þar í öndvegi. Kona hans átti þar eigi siður hlut að máli, meðan hennar naut við, enda mat hann hana mikils. Konu sina missti Karl 1959. Eftir að Karl fluttist til Reykja víkur, vann hann öll algeng störf, er til féllu, en 1. apríl 1919 réðst hann til h.f. Kol & Salt, hér í bæ, og vann þar síðan við af- greiðslustörf og fl. Hafði hann því fyrir skömmu átt 47 ára starfsafmæli, er hann lést. Var hann annar elzti starfsmaður fyrirtækisins, en það átti 50 ára afmæli á s.l. ári. Þessi langi starfsaldur sýnir ljóslega að allt los og hringl var fjarri, huga Karls, enda einkenndu samvizku semi og trúmennska verk hans í hvíevtna. Létt lund og glað- legt viðmót eru kostir, sem prýða góðan dreng, og þá átti Karl í ríkum mæli. Hvers manns götu vildi hann greiða, og þeir eru orðnir býsna margir, sem kann- ast við Kalla hjá Kol & Salt, og hafa notið fyrirgreiðslu hans ■ fyrr eða síðar. Ávalt var Karl reiðubúinn til starfs, þvi starfið og fyrirtækið var svo ofarlega í huga hans að segja má, að vinnustaðurinn hafi verið hans annað heimili. Gönguför á frí- dégi beindist ósjálfrátt að Reykja víðurhöfn, þar sem vettvangur starfs hans var. Með Karli er horfinn góður drengur, sem öllum vildi yel. Þorsteinn IVIinniiig Fæddur 19. nóv. 1921. DSinn 9. apríl 1966. VETURINN var senn á enda, það var vor í lofti, páskahátíð- in var að ganga í garð — en þá kom helfregnin „hann Steini frændi er dáinn“. Engum af okkur frændum og vinum kom þessi fregn þó á óvart, því áralöng barátta við erfiðan sjúkdóm var að baki, en sárt er að sjá á eftir dugleg- nm og vel gerðum manni í blóma lífsins, aðeins 44-ára að aldri. Þorsteinn fæddist 19. nóv. 1921 að Hofstöðum í Stafholtstungum, var elzta barn foreldra sinna, Steinunnar Guðmundsdóttur og ■Hjálms Þorsteinssonar, er þar bjuggu. Hann ólst upp í stórum systkinahóp, en hörð örlög lustu Iþað heimili, svo að mikil ábyrgð og vinna kom snemma á hans ungu herðar. Foreldra sína, bæði é bezta aldri, misstu þau syst- kinin með árs millibili, þá öl'l á eesku- og bernskuskeiði. En með framúrskarandi dugnaði óg sam- heldni héldu eldri systkinin heimili og önnuðust uppeldi þriggja yngstu systra sinna, og samheldni og systkinatryggð þeirra er órofa. Árið 1945 fór Þorsteinn að vinna í Sundhöll Reykjavíkur, og vann þar nærri tvo áratugi, eða svo lengi sem heilsa og kraftar leifðu. Rúmlega tvítugur að aldri kenndi hann a'Ivarlegs sjúk- dóms, er að lokum leiddi hann til dauða, hiinn 9. apríl sl., en síð- ustu tvö árin hafa verið þrot- laus barátta á sjúkrahúsum. Það má geta nærri, að það hefir verið erfitt að ganga aldrei heill til skógar öll sín beztu xnanndómsár, og mikil þrekraun ungum manni, leiðin í gegnum sjúkrasalina, en Þorsteinn hafði sterka trú á lífið og leit á björtu hliðar þess og þráði að geta hald- ið áfram að starfa fyrir fjöl- skyldu sina, en nú um skeið vissi hann vel að hverju stefndi og horfði æðrulaus og ókvíðinn fram á hið ókomna, því hann átti sterka guðstrú í brjósti sér. Hinn 24. júlí 1948 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Hjálmsson Eugeníu Nielsen, sem ávallt hef- ir staðið við hlið hans og einskis látið ófreistað með ástúð sinni og fórnfýsi, að gera honum lífið léttara, enda veit ég að konu sína mat Þorsteirm mikils og hún var honum ómetanlegur lífsföru- nautur. Þau eignuðust tvo sonu sem eru báðir á æskuskeiði. En nú er „Steini frændi" allur, hann var fyrsta systkinabarn mitt, sem leit dagsins ljós og einn ig fyrstur af þeim til að kveðja þennan heim. Þar er góður drengur genginn. Hann var hrein lyndur og heilsteyptur og tröll- tryggur, enda átti hann marga góða kunningja og aldrei slitnaði átthagatryggðin, því böndin voru sterk sem bundu hann við æsku- stöðvarnar í blessuðum Borgar- firðinum okkar. — Nú kveð ég þig, Steini minn og þakka þér alla tryggðina, hlýju handtökin og góðlátiegu glettnina, sem þú átt- ir svo mikio af. Eftirlifandi eig- inkonu þinni, sonum ög stjúp- syni, votta ég mína innilegustu samúð. Ég veit að konan þín verður héreftir sem hingað til hin sterka hetja. Vorið er að koma. Sólin hækk- ar á lofti og jörðin klæðist nýju lífi en þú ert horfinn á vængj- um morgunroðans „meira að starfa guðs um geim.“ Far þú í friði, frændi minn. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Guðlaugur Jóhan- nesson — Minning Hans er minnzt með þakklæti, og bornum og systkinum vottuð dýpsta samúð. Um leið og g kveð þig Kalli minn, minnist ég góðra kynna og þakka vel unnin störf og ljúfa samvinnu. Ásgeir Jónsson. ÞANN 11 þm. andaðist mætur maður í íslenzkri kennarastétt, Guðlaugur Jóhannesson, kenn- ari í Landssveit. Hann var fædd ur í Klettstíu í Norðurárdal, Mýrasýslu, þann 28 febrúar ár- ið 1893. Foreldrar hans voru Jó- hannes Jónsson og Sigurborg Sigurðardóttir, er bjuggu allan sinn búskap í Klettstíu, bæði komin af þekktum borgfirskum ættum. Guðlaugur átti þrjú systkini, sem enn eru öll á lífi, en pau eru Jón, er lengi var bóndi í Klettstíu, nú búsettur í Borgar- nesi, Vilborg búsett í Hafnar- firði og Páll verzlunarmaður í Reykjavík. Guðlaugur dvaldi öll æskuár sín í foreldrahúsum og stundaði venjuleg sveitastörf. Hann varð snemma bráðþroska og námfús j og hafði sterka löngun til að , afla sér æðri menntunar. Lífs- kjörin voru hörð um síðustu aldamót og það þótti fráleitt, að fátækir alþýðudrengir gengju með slíkar grillur í kollinum, og enn var sá hugsunarháttur ríkjandi „að bókvitið yrði ekki látið í askana". Samt tókst Guð- laugi að afla sér góðrar sjálís- menntunar og í tvö ár stundaði hann nám á Bændaskólanum á Hvanneyri, árin 1913—1915. Snemma hneigðist hugur hans að þvá að fræða aðra og kenn- ara-starfinu helgar hann alla starfkrafta sína. Guðlaugur var kennari í rúm 40 ár. Hann var mörgum góðum kostum búinn sem kennari og átti mjög auð- velt með að setja sig inn í hug- arheim hinna ungu nemenda og ná tökum á þeim. Hann tók starf sitt mjög alvarlega og hafði á- vallt mikla ánægju af að um- gangast börn og ungíinga og til hinztu stundar tókst honum að varðveita barnið í sinni eigia sál. Guðlaugur stundaði fyrst kennslu í Þverárhlíð í Mýrar- Sigríður Guðmunds- dóttir — Minning ' ÞEGAR við Kristján vinur minn JónsSon frá Garðsstöðum hittumst seint í s.l. mánuði, grun aði mig ekki, frekar en hann sjálfan, að eftir svo að segja nokkrar klukkustundir yrði lokið hérvist hans góða og trausta lífsförunautar um 35 ára skeið. Hann sagði mér að vísu frá veikindum og sjúkrahúsvist konu sinnar, en virtist grunlaus um svo skjótan endi iífs hennar. Frú Sigríður lézt i Sjúkrahúsi ísafjarðar 26. marz — réttum 20 dögum eftir að hún hafði náð 73. aldursári. Minningarathöfn fór fram í ísafjarðarkirkju, en útför allfjölmenn héðan frá Dóm kirkjunni í Reykjavík þriðjudag- inn 5. apríl, þar sem bróðurson- ur Kristjáns manns hennar, séra Jón Auðuns dómprófastur ann- aðist prestsverk. Vegna fjarveru gat ég ekki fylgt til moldar jarðneskum leif- um frú Sigríðar, en þótt nokkuð sé umliðið, langar mig til að minnast hennar fáum orðum. Ég hefi oft komið á heimili þeirra hjóna að Hliðarvegi 6, notið þar góðs og á þaðan hugljúfar minn- ingar. Þótt ég þekki því miður ekki mikið til ættar og uppruna frú Sigríðar sálugu Guðmundsdótt- ur, veit ég samt, að hún var fædd að Lundum í Stafholts- tungnahreppi, Borgarfirði, 6. marz 1893, dóttir hjónanna Guð- laugar Jónsdóttur frá Melum í Hrútafirði og Guðmundar Ólafs- sonar á Lundum, þár sem ætt- menn hans höfðu lengi búið hver fram af öðrum. Þeim hjónum var 7 barna auðið; 2ja sona og 5 dætra. Ólaf son sinn misstu þau óvænt og skyndilega í blóma lífsins, en hinn sonurinn er Geir, fyrrum bóndi að Lundum, nú bankastarfsmaður hér í Reykja- vík, kvæntur Þórdísi Ólafsdóttur frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Systurnar, fríðar og föngulegar, áttu eftir að gefast þjóðkunnum merkismönnum, eins og fram kemur af þessu yfirliti: Sigrur- laug gift Sverri Gíslasyni bónda og hreppstjóra að Hvammi í Norðurárdal, fyrsta formanni Stéttarsamband bænda langt á 2. áratug. — Ragnhildur gift frænda sínum Sigurði bónda og hreppstjóra Jónssyni að Stafa- felli í Lóni, margra ára formanni Menningarsambands Austur- Skaftfellinga — Sigríður gift Kristjáni Jónssyni frá Garðsstöð- um, erindreka Fiskifélags ís- lands á Vestfjörðum í áratugi og alkunnum áhuga- og forystu- manni í sjávarútvegs- landbún- aðar- og samvinnumálum, auk þess sem hann er þekktur af margháttuðum ritstörfum sínum — Ásgerður gift Jóni Guðmunds syni frá Gufudal, fyrrv. endur- skoðanda SIS meðal kaupfélag- anna um margra ára skeið og síðast skrifstofustjóra í Stjórn- arráðinu — og Margrét gift Karli heitunum Halldórssyni tolíverði í Reykjavík. Lundaheimilið var þekkt fyrir myndarskap og menn ingarlega reisn. Hefir líka þótt mega sjá það á börnunum. í þess- um glaða hóp ólst Sigríður upp. Ung stúlka hélt Sigríður að heiman til námsdvalar við Kvennaskólann í Reykjavík í tvö ár-. Seinna lærði hún vefnað o. fl. hjá þeirri merkiskonu Sigrúnu Blöndal og fór til náms í lýðhá- skólann að Tárna í Svíþjóð. Mun slíkt hafa verið heldur fátítt í þann tíð. Auk starfa heima á Lundum var svo Sigríður einn vetur matráðskona Hvítárbakka- skólans og gegndi um tíma trún- aðarstörfum á sjúkrahúsum í Reykjavík. Þessi var í stuttu máli ytri ferill Sigríðar unz hún kynntist eftirlifandi manni sínum. Þau Kristján gengu í hjónaband 5. júlí 1931. Bjuggu þau alla sína Framhald á bls. 23. sýslu árjð 1916—1921. Þá flutt- ist hann tilTtvíkur og vann þar við skrifstofustörf í nokkur ár. Árið 1930 er hann ráðinn kenn- ari í Landmannaskólahverfi í Rangárvallasýslu og starfar þar til ársins 1963 er -hann hætti vegna aldurs. í Landssveit vinn- ur hann sitt ævistarf og þar undi hann hag sínum vel. Landmenn kunnu líka vel að meta Guðlaug og stönf hans og sýndu honum margvíslegan sóma. Hann hefur nú í mörg ár átt heimili á Hellum á Landi og á Skarði í sömu sveit kaus hann að eiga sinn hinzta hvílustað. Á sumrin heimsótti Guðlaugur að jafnaði æskustöðvar sínar, og dvaldi þá oft um nokkurn tíma uppi í Borgarfirði, hjá vinum og ættingjum. Hann hafði mjög næmt auga fyrir náttúrufegurð og hafði mikið yndi af því a<ð vera úti í náttúrinni á björtum sumarnóttum, njóta friðsældar hins stórbrotna landslags og kasta fyrir lax í lygnum hyL Hann gat oft dvalið langdvölum við Norðurá, virt fyrir sér hið margbreytilega og sérstæða lands lag, horft á litbrigði vatnsins og sporðaköst fiskana í fossunum. Sjaldan var hann glaðari en á sl'íkum stundum. Guðlaugur var mikill dreng- skaparmaður og þoldi illa er öðrum var hallmælt. Illt umtal var honum aldrei að skapi. Hann var vinur vina sinna í orðsins fyllstu merkingu. Tók jafnan málstað þeirra og gat þá oft orð- ið óvæginn í vörn sinni. Trygg- lyndur var hann með afbrigðum og aldrei brást hann þeim, sem einu sinni höfðu öðlazt trúnað hans og vináttu. Gúðlaugur var gleðimaður og kunni vel að gleðjast á góðri stund. Hann var stór maður að vallarsýn og samsvaraði sér vel, en á síðari árum var hann far- inn að láta nokkuð ásjá. Hann kvæntist aldrei og dó barnlaus. Lífsgöngu Guðlaugs er nú lok- ið. Hann verður til moldar bor- inn að Skarði á Landi, laugar- daginn 23. apríl. Borgfirski drengurinn er kom- inn heim. Blessuð sé minning hans. Klemenz Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.