Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 23
l6augardagur 23. apríl 1966 citD&j&tJiMditoi MORCUNBLAÐIÐ 23 Ingibjörg Pálmadóttir — Minning Þá eik í stormi hrynur háa, (hamra því beltin skýra frá, en þegar fjólan fellur bláa, fallið það engin heyra má, en iimur horfinn innir fyrst urtabyggðiin hvers hefur misst. Bj. Th. SÍÐARI hluti þessa fyrsta er- indis í þessu ljóði finnst mér vera táknrænn fyrir líf og dauða frænku minnar Ingibjargar Pálmadóttur. Allt frá því ég fyrst man hana, er hógværðiin og friðurinn hennar aðalsmark, frá henni stafaði sálarró fágaðr- ar og þroskaðrar persónu. Þó var (hún ísenn storbrotin og skap- inikil að eðlisfari, og er henni varð skapfátt, fór hún svo vel með það, að fáir munu hafa fund ið fyrir því, heldur yfirvann hún þa ðfljótt með sjálfri sér. Slík skapfesta og sálarstyrkur er því miður ekkki öllum gefinn. Þetta máttu þeir bezt sjá, sem fylgd- ust með í veikindum hennar í vetur o gdauðastríði, eftir að hún var komin á sjúkrahús, kærleik- ur og móðurleg elska geislaði frá henni til hinztu stundar. Hún stóð meðan stætt var og betur þó. Hún var flutt á Hvítabandið 24. marz, en var flutt þaðan á Borgarspítalann 7. þ.m. þegar syrta tók í álinn. Ingibjörg var fædd að Hraun- dal í Norður-ísafjarðarsýslu 20. sept. 1883, dóttir hjónanna Val- gerðar Þórðardóttur ljósmóður frá Bakka í Langadal í sömu sýslu og Pálma Pálmasonar í Hraundal. Systkini hennar voru: Sigríður, á Hvammstanga, dáin, faðir minn, Ásgeir, dáiinn fyrir tæpu ári, og Pálmi, sem er nú einn á lífi af þeim systkinum, búsettur í Seattle-borg, Washing tonríki, Bandaríkjunum, háaldr- aður. Pálmi, afi minn, varð úti á Ófeigsfjarðarheiði við að fylgja manni yfir heiðina. Stóð þá Val- gerður ein uppi með börnin fjög- ur, sem öll voru í bernsku. Hún giftist ekki aftur, en hélt áfram foúskap um hríð með hjálp góðra nágranna. En svo kom að lok- um, að hún varð að taka upp Iheimilið og koma börnunum fyr- ir á nálægum bæjum, og tóku þau svo að viinna fyrir sér, er þau höfðu aldur ti'l. Ingibjörg kom ung stúlka að Hjöllum í Gufudalssveit. Þar giftist hún árið 1002 Þórði Jóns- syni Finnssonar á Fjöllum, en hann var bróðir Ara Arnalds og þeirra bræðra. Um tíma hafði Þórður vöruverzlun samhliða bú- skapnum. Þórður var maður jafnlyndur og skemmtilegur og man ég hann vel sem fullorðinn og roskiinn mann, og kom hann manni oft á óvart með skemmti- legum sögum og tilsvörum. Á Hjöllum er mjög heillandi og fagurt umhorfs. Handan við Þorskafjörðinn blasa við Vaðal- fjöllin, kóróna hinna fögru sveita. Á Hjöllum bjuggu þau Þórður og Ingibjörg til ársins 1914, og þar fæddust fjögur elztu Ibörn þeirra. Hallsteinisnes er landsnámsjörð og þar bjó fyrst- ur manna Aðalsteiin nsonúr Þór- ólfs Mostrarskeggs, og nam hann allan Þorskafjörð að vestan. Þangað fluttust nú Þórður og Ingibjörg og bjuggu þar til árs- ins Í932, ér þau fluttust að Hlíð í Reykhólasveit. Þorbjörn Loki xiam allan Djúpafjörð, sem er anæsti fjörður fyrir vestan Þorska fjörð. Með Þorbirni kom út Styrkár er hann gaf land í Barmi í Djúpafirði til móts við Hallstein, þann er nesið er heit- ið eftir. Hallsteinn reisti síðar Þórshof yzt á nesinu, þar sem hið mikla tré hans rak að landi. Á Hallsteinsnesi er mjög fagurt. í búskapartíð þeirra þar, Þórð- ar og Ingibjargar, fæddust þeim yngri börnin. Börnin urðu alls 9 og komust öll upp nema eitt, sem dó í bernsku, en þau sem upp komust eru: Arnfinnur kvænt- ur Kristínu Daníelsdóttur, bú- ■ett í Kópavogi, Sigríður gift Sveinbirni Daníelssyni, þau bjuggu lengi í Svefneyjum, en hin síðari árin að Staðarbakka í Helgafellssveit, nú búsett í Reykjavík, Valgerður ógift hér í bæ, Jón bóndi að Stað í Reyk- hólasveit, kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur. Ari húsasmið- ur hér í bæ, ókvæntur. Gunnar járnsmiður hér í bæ, kvæntur Elísabetu Sveinsdóttur frá Hof- stöðum, Halldóra húsfreyja að Kljá í Helgafellssveit, gift Magnúsi Guðmundssyni og Gísli viðskiptafræðiingur í Reykjavík, ókvæntur. Fyrst sá ég þessa frænku mína fermingarárið mitt. Þá var snemma vor í lofti, og ég ólmur í að komast úr bænum sem fyrst, og lánið hefur verið mér hlið- hollt í þeim efnum. Faðir minn kom mér því í sveit snemma sum ars þetta ár, að Baarmi í Gufu- dalssveit, sem er að austan verðu við hinn fallega Djúpafjörð. Þá voru þar fimm manns í heimili, og er það góða fólk nú allt dá- ið. Við pabbi fórum vestur með „Suðurlandinu" til Króksfjarðar- ness, og vorum við sóttir þangað á hestum frá Hallsteinsnesi, en þar bjó þá frænka mín með manni sínum og börnum. Eins og allir vita, sem komið hafa á þess- ar slóðir, eru þetta unaðsfagrar sveitir. Mér fannst því sem mér opnaðist ný veröld, er við ríð- um vestur. Við héldum sem leið iá vestur yfir Þorskafjörðinn, já, bókstaflega yfir fjörðinn, rétt innan við Kinnarstaði, útfiri er þarna svo mikið að auðveldlega má ríða yfir á þessum stað. Þótti mér þetta bæði spennandi og óvenjulegt. Síðan riðum við út Teigsskóg, hlíðina út að Hall- steinsnesi, og ekki minnkaði dýrðin við það, en Teigsskógur er einn af meiri skógum hér á landi. Við komum að Hallsteins- nesi eftir miðnætti, í næturhúm- inu, og allt ilmaði af skógi og gróðri jarðar. Frænka mín kom út til að taka á móti okkur, en þá höfðu þau ekki sézt í ein 20 ár, faðir minn og hún, og sömu- leiðis föðuramma mín, sem var hjá henni en var nú orðin blind. Þarna sá ég Ingibjörgu Pálma- dóttur í fyrsta sinn. Það urðu fagnaðarfundir hjá þeim öllum, en Ingibjörg kom mér fyrir sjón- ir sem stillileg kona, ljómandi a fhlýhug, sem faðmaði mig og kyssti, sem væri ég hennar eigin sonur. Þegar Ingibjörg flyzt að Hlíð, þá er maður hennar mikið til hættur búskap vegna • van- heilsu, en frænka mín hafði þó alltaf nokkuð bú eftir að maður hennar dó árið 1941, og hjálpuðu börnin henni, þar til þau fluttust að heiman. Arnfinnur var nú kvæntur og hafði tekið við búi, en Ingibjörg hafði þó enn ofur- lítinn búskap með ti'lstuðlan son- ar síns ,Arnfinns. Frá 1942 þar til Ingibjörg fluttist suður, 1959, fórum við hjónin á hverju sumri vestur að heimsækja hana, og fórum við venjulega síðari hluta ágústmánaöar og vorum þá oftast um tíu til 12 daga hjá henni. Alltaf hlakkar maður til sumars- ins, því að það hefur upp á svo margt að bjóða, en öll þessi ár, var það okkar mesta til'hlökk- un að heimsækja frænku mína í Hlíð, enda tók hún okkur alltaf eins og móðir börnum sínum. í H'líð er fallegt og friðsælt og 'berjaland gott, og hylltumst við til að koma þar um berjatímann. Sál mín fylltist friði og sælu, þegar ég var komiinn upp á loftið til frænku minnar, enda þekkti hún mig og skildi betur en flestir aðrir. Við tíndum svo ber á daginn, þegar svo viðraði, ráfuðum inn með hlíðinni, upp í berjalautina vænu og upp í Torf- dal, og oft lá ég í leti og hvíldi hugann við lækjarnið og hina fögru útsýn, Þorskafjörðiinn með Hallsteinsnesið og Skálanesið vestan fjarðarins, og Reykjanes- ið, hamrabeltum girt, í senn stíl- hreint og tignarlegt sunnan fjarð arins. Væri okkur kalt, var gott að hverfa heim til frænku minn- ar, því að alltaf var þar til reiðu volgur kaffisopi. Og oft gaf hún mér rjóma út á bláberin, þótt rjómaskammturinn hennar væri ekki stór, því að hún vissi að slíkt þótti mér finn bezti feng- ur. Hún lét sér svo annt um okk- ur og stjanaði svo mikið við okk- ur, að hún gekk oftast seint og þreytt til náða. Hún hefði þess vegna mátt verá fegin, er við fórum ,en það vár síður en svo. Þegar við ætluðum að fara, var sem ský drægi fyrir sólu og er mér óhætt að segja, að kveðju- stundin hafi a'lltaf verið jafn tregablandin á báðar hliðar. Eftir að Ingibjörg flutti suð- ur hélt hún hús fyrir Ara son sinn sem reyndist henni ávallt ástríkur sonur. Ég held, að frænka mín hafi oft verið ein heima fyrstu árin eftir að hún kom í bæinn, og þá jafnvel fund- izt tómlegra í kringum sig en á baðstofuloftinu í Hlíð, en þá er þess að gæta, að börn Arnfinns sonar hennar, sem urðu fimm að tölu, ólust öll upp í Hlíð og voru þau öll ömmu sinni til mikils yndisauka, hún var því aldrei ein þar. Síðasti vetur sem bæði var harður og kaldur reyndist henni þyngstur í skauti m. a. vegna þess, að hún komst lítið sem ekkert út, en nú komu ætt- ingjarnir meira til hennar en áð- ur enda flestir nú komnir til Reykjavíkur. Valgerður dóttir hennar var alltaf hjá móður sinni eftir að suður kom, og vann hún úti á daginn. Ingibjörg var mjög vinnusöm alla sína ævi og vel verki far- in, það má því segja að henni félli aldrei verk úr hendi. Út- prjón hennar var með snilldar handbragði og gerði hún tölu- vert að því til hins síðasta en ekki var það þó gert til fjár, heldur gaf hún allt sem hún gerði og mörg fagurlega útprjón- uð fingravettlingapörin gaf hún mér. Það var hreint undur hvað hún gat í þessum efnum þó sjón- in væri henni svo horfin síðustu árin, að hún gat ekki lesið á bók. Ég vil geta þess, að það ríkti ávallt mikil samheldni og ein- drægni innan þessarar stóru fjöl- skyldu barna, barna-barna og tengdabarna Ingibjargar, þar sem segja má, að Ingibjörg hafi verið miðdepillinn í þeim hóp, þar bar aldrei skugga á. Hlíðin er nú komin í eyði síð- an þetta góða fólk fór þaðan fyrir fullt og allt 1959, en þó ekki sé lengra um liðið, þá hef ég þó komið þar tvisvar sinnum síðan, á þessar hugþekku slóð- ir að hlusta á vin minn, bæj- arlækinn í gilinu og reyna að komast í samband vð liðnar un- aðsstundir, á þessum slóðum, sem þó geta aldrei komið aftur. Og nú, frænka mín góð, þegar þú hefur kvatt okkur að sinni, þá er'það bæn mín að góður Guð umbuni þér fyrir allt sem þú varst mér frá því fyrst ég sá þig, og við Ingibjörg og Helga þökkum allan þinn móðurlega kærleika sem þú sýndir okkur til hins síðasta. Sýn mér, sólarfaðir, sjónir hærri en þessar, málið mitt er síðast miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sæla vini mína, blessun minna barna butrför mína krýna. Matth. Joch. Guðmundur Hraundal. — Flugfélagið Framhald af bls. 32 ráðið án ríkisábyrgðar. Vill rík- isstjórnin fyrir sitt leyti stuðla að framgangi málsins með veit- ingu ríkisábyrgðar. Flugfélag íslands h.f. hefur helzt í hyggju að festa kaup á þotu af gerðinni Boeing 727 og er ríkisábyrgðarheimildin við þau kaup miðuð, en verði að ráði að kaupa eina eða fleiri flugvélar af annari gerð, mundi ábyrgð veitt til þeirra kaupa, enda yrði kaupverð eigi hærra en verð einnar Boeing 727 þotu. Áætlað er að kaupverð Boeing 727 þotu, með nauðsynlegum varahlutum" og tækjum, nemi — Minning Framh. af bls. 19 búskapartíð á ísafirði. Ekki varð þeim barna auðið, en eiga kjör- son, Einar Val, smíðakennara á Isafirði, sem kvæntur er Guð- rúnu Eyþórsdóttur tónskálds Stefánssonar á Sauðárkróki, og eiga þau tvö börn; Eyþór og Sigríði. Eftir að frú Sigríður var kom- in til Isafjarðar hóf hún fljótlega mikil afskipti af félagsmálupi kvenna. Leyndi sér ekki, að þar var nýr ferskur kraftur að kom- inn. Og það er til marks um for- ystuhæfileika Sigríðar, hversu lengi og samfellt hún stóð í fylk ingarbrjósti kvenfélagasamtak- anna vestra og hugðarmála þeirra Um 20 ára skeið var hún form. Sambands vestfirzkra kvenná og átti árum saman sæti á lands- sambandsfundum kvenfélaganna. Álíka langan tíma sat Sigríður í skólanefnd Húsmæðraskólans á Isafirði, enda sú ágæta stofnun tilkomin og alla tíð rekin á veg- um Kvenfélagsins ÓSK þar, og ber raunar nafn félagsins. Og það var einmitt maður frú Sig- ríðar, Kristján Jónsson frá'Garðs stöðum, sem skráði 50 ára af- mælisrit skólans, sem út kom 1964, en afmælisárið sjálft var tveim árum fyrr. Mörgum fleiri félagsstörfum en hér eru talin sinnti frú Sigríður, og var m. a. áhugasöm bæði um bindindis- og samvinnumál. Eins og að líkum lætur var Sigríður mjög félagslynd kona og átti auðvelt með að blanda geði við annað fólk. Hélt hún jafnan á málstað sínum af áhuga og festu og átti til að bera þá þrautseigju, sem nauðsynleg er til samfellds árangurs. Er nú skarð fyrir skildi í félagsmálum ísfirzkra og vestfirzkra kvenna. Frú Sigríður var höfðingleg kona og traust til orðs og æðis; leyndi sér ekki, að þar var eng- inn veifiskati, sem hún fór. Dugnaði hennar, athöfnum og ráðdeild allri var við brugðið. Eru þær stundir ótaldar, sem hún eyddi í vefstólnum sínum eða við aðra handavinnu, en hannyrðakona var hún mikil og ber heimili þeirra hjóna því órækt vitni. Það er alltaf sjónarsviptir og skaði að missa fólk, sem af óeigingirni og fórnfýsi leggur mikið á sig vegna annarra, jafn- vel þótt það eftir langan vinnu- dag leggist til hinztu hvíldar. Slíkir eru „salt jarðar“ og sjald- an ofmetnir. Frú Sigríður Guð- mundsdóttir frá Lundum átti heima í þeim fámenna hópi. Við fráfall hennar er ekki aðeins snauðara og fátæklegra um að litast í hópi vina og vandamanna, heldur samfélagsins alls bæði í þrengri og víðari merkingu. Mestur er þó missirinn og nær- tækastur eftirfarandi eiginmanni hennar, sem nú á kvöldi lífs síns er sviptur þeirri stoðinni, sem hann sízt mátti án vera. Ég votta vini minum Kristjáni og öðrum aðstandendum djúpa samúð mína og veit, að ég þarf ekki að biðja honum þess, að hiýjar hendur og hugir þeirra, sem nú standa honum næst, umvefji hann ástúð og skilningi meðan með þarf. Rvík, síðasta vetrardag 1966. Baldvin Þ. Kristjánsson. sem næst 297 milljónum króna og gerir frumvarpið ráð fyrir, að ábyrgð ríkissjóðs megi taka til allt að 80% af því verði, þann ig að hámark ábyrgðarinnar verð ur samkvæmt því 238 milljónir króna, eða jafngildi þess í er- lendri mynt. Hlutafé Flugfélags Islands h.f. er nú tæpar 20 millj. kr. Óum- flýjanlegt verður að telja, til þess að styrkja fjárhagsaðstöðu félagsins, að auka verulega hluta fé þess, og áformar stjórn félags- ins að hlutaféð verði a.m.k. þre- faldað eða aukið um 40 millj. kr. Hlutafjáreign ríkissjóðs í fé- laginu er nú 2.6 millj. kr., eða sem næst 13%. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að fjármálaráðherra heimiltst að auka núverandi hlutafjáreign ríkissjóðs hlutfalls- lega jafnmikið og nemur vænt- anlegri heildaraukningu hluta- fjárins “ Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og var því svo vísað til 2. umræðu og fjár- veitingnnefndar. Tillögur stjórnar F.I. um flug- vélakaupin og aukningu á hluta- fénu verða lagðar fyrir aðal- fund, se.m haldinn verður 17. maí n.k. Kvikmynd um abstraktmálverk Á MORGUN, laugardag, verð- ur næst sáðasta kvikmyndasýning á þessum vet/i á vegum félags- ins Germanía, þar sem sýndar verða fræðslumyndir. Fræðslumyndivnar eru þrjár. Fyrsta myndin er um málarann Fritz Winter og v*rk hans, kunn an abstraktmálara sem hlotið hefur margvíslega viðurkenn- ingu fyrir verk sín á síðari ár- um. Hann hóf feril sinn sem á- hangandi Bauihaus-s.kólans í Dessau milli heimstyrjaldanna tveggja, en hefur breyt-.ú mjög í list sinni frá þeim tín*um. í kvikmyndinni skýrir listamaður- inn sjálfur verk sín og tekur ýmis dæmi máli sínu til skýr- ingar. Önnur myndin sýnir myndir frá þrettán stórborgum, sem eru á leiðinni frá Bonn til Berlínar. Þriðja og síðasta myndin sýnir lifnaðarhætti t þýzku þorpi fyrr og nú. Kvikmyndasýningin verður I Nýja bíó og hefst kl. 2 e.h. Öll- um er heimill aðgangur, tfjrn- um þó einungis í fylgd með full- orðnum. M.s. Skjdlctbreið fer vestur um land til Akur eyrar 28. þ.m. Vörumóttaka á mánudag til Bolungarvíkur og áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Far- seðlar seldir á miðvikudag. M.s. Herðubreið fer vestur um land í hring- ferð 29. þ.m. Vörumóttaka á þriðjudag til Djúpavogs, Breið dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, — Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á fimmtudag. M.s. Esja fer austur um land til Seyð- isfjarðar 30. þ.m. Vörumót- taka á þriðjudag til Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar og Seyðis farðar. Farseðlar seldir á föstudag. M.s. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Hornafjarðar 27. þ.m. Vöru- móttaka til Hornafjarðar á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.