Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 31
31 Laugardagur 23. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ — íþrótfir Framhald af bls. 30 - íslandsmótið unum og lítum á lokastöðuna í riðlum 3. flokks. A-riðiIl: Víkingur 5 5-0-0 10 79:37 Fram 5 3-1-1 7 55:47 ÍR 5 3-0-2 6 53:52 Haukar 5 1-1-3 3 40:53 Þróttur 5 1-0-4 2 45:60 ÍBK 5 1-0-4 2 46:59 Sigurvegari ingur. í riðlinum er Vík- B-riðilI: Valur 4 4-0-0 8 56:26 KR 4 2-1-1 5 45:39 Ármann 4 1-1-2 3 32:37 FH 4 1-1-2 3 34:46 Breiðablik 4 0-1-0 1 30:51 Sigurvegari er Valur. — Til úrslita leika því Víkingur — Val- um úrslitaleik, þó svo að lið þessi ur. — Þarna er von á skemmtileg *éu ólík að mörgu leyti. Víking •rnir t.d. stórhættulegir með sitt linuspil, en Valsmenn beita aft ur á móti meira af langskotum. Um úrslit þess leiks skal engu spáð. Þá er komið að þeim i 2. fl. karla. A-riðill: Fram 3 3-0-0 6 47:28 Valur 3 1-1-1 3 35:34 ÍR 3 1-1-1 3 39:38 KR 3 0-0-0 0 24:45 Sigurvegari í þessum riðli er Fram, með yfirburðum. B-riðilI: Víkingur 3 3-0-0 6 51:25 FH 3 2-0-1 4 33:30 Þróttur 3 1-0-2 2 36:32 ÍBK 3 0-0-0 0 22:55 Sigurvegari í riðlinum er Vík- ingur. Úrslitaleikur I 2. flokki karla er því leikur Fram — Víkings. Verður þar eflaust um spenn- andi og jafnframt harðan leik að ræða. f liðunum eru nokkrir pilt ar, er léku með unglingalands- liðinu. Aðrir leikir á laugardagskvöld ið, sem einnig eru úrslitaleikir, eru þessir. í 1. deild kvenna leika Valur og FH, bæði þessi lið hafa sigrað alla andstæðinga sína og heyja því baráttuna um titilinn. Vals- stúlkurnar eru svo sem kunnugt er íslandsmeistarar frá fyrra ári. Þarna verður sennilega um mjög skemmtilegan leik að ræða. í 2. deild kvenna leika KR og ÍBK. Það lið, sem sigrar í kvöld hlýtur sæti í 1. deild að ári. Lið þessi eru nokkuð svipuð að getu og því erfitt að spá nokkru um úrslit þessa leiks. í 1. flokki kvenna er eftir einn leikur, sem fer fram í kvöld og er það leikur Fram og Ármanns. Með sigri í leik þessum tryggja Framstúlkurnar sér titilinn svo er einnig ef jafntefli verður. En tapi Fram verða þrjú lið jöfn að stigum, þ.e.a.s Fram, Ármann og Valur. -- XXX ----- Og loks leikur i 1. flokki karla á milli Fram og FH. Lið þessi sigruðu í sitt hvorum riðlinum. Framliðið er öllu sigurstrang- legra. — Snjóskriða aðrir, því skriðan hljóp nokk uð þvert á brautina. En braut in var ónýt sem fyrr segir. í keppninni, sem lokið var, urðu úrslit þessi: TELPUR: 1. Auður Björg Sigurjónsdóttir, ÍR, 47,9 sek. 2. Auður Harðardóttir, Á, 59,0 sek. 3. Áslaug Sigurðardóttir, Á, 61,5 sek. DRENGIR: 1. Tómas Jónsson, Á, 50,5 sek. 2. Haraldur Haraldsson, ÍR, 55,3. 3. Eyþór Haraldsson, ÍR, 59,3. KVENNAFLOKKUR: 1. Ásdís Þórðardóttir, Sigluf. ■ ó9,3 sek. 2. Hrafnhildur Helgadóttir, Á, 65.8 sek. 3. Jóna Jónsdóttir, fsafirði, 68.8 sek. 4. Guðrún Sigurlaugsdóttir, Akureyri, 72,0 sek. Keppni í A, B og C flokki karla verður í Jósefsdal kl. 5 í dag (laugardag). Um helgina verður þar og háð drengj akeppni Stein- þórsmótsins og Innanfélagsmót verður hjá KR í Skálafelli á sunnudag. — Víðavangshl. H. sigraði Hafsteinn Aðalsteinsson. í flokki pilta 17 ára og eldri voru einnig þrír keppendur, en þar sigraði Ólafur Valgeirsson. Meðal keppenda í þeim flokki var Trausti Sveinbjörnsson, en hann sigraði í þessum flokki 1964 og ’65. Ef hann hefði sigrað nú hefði unnið til eignar bikar þann s©m er keppt í þessum fiokki. Ólafur hefur tvisvar áður tekið þátt í þessu hlaupi 1963 og ’65 og í bæði skiptin varð hann í þriðja sæti, má því segja að hann sé vel að sigrinum kominn. Keppnin fór í alla staði vel fram, en þó mætti skipta meir þeim mikla fjölda sem þátt tekur, en keppendur voru 96. Sigurvegari í elzta flokki í Hafnarfirði. Úrslit i flokkunum urðu sem hér segir: Stúlkur 12 ára og eldri. 1. Oddný Sigurðardóttir 4:18.7 2. Elísabét Ingibergsd. 4:28.3 3. Guðrún R. Pálsdóttir 4:35.6 Stúlkur 11 ára og yngri 1. Ingibjörg Elísdóttir 4:27.0 2. Rósa L. Guðlaugsd. 4:51.^ 3. Svanhvít Magnúsdóttir 4:53.5 Piltar 13 ára og yngri 1. Viðar Halldórsson 3:50 4 2. Daníel Hálfdánarson 4:01 0 3. Ágúst Ólafsson 4:05.4 Piltar 14 — 16 ára . 1. Hafsteinn Aðalsteinsson 5:43.0 2. Helgi M. Arthúrsson 6:11.0 3. Dýri Guðmundsson 6:24.7 17 ára og eldri 1. Ólafur Valgeirsson 5:30.7 2. Trausti Sveinbjörnsson 5:40.0 3. Gunnar Kristjánsson 5:55.2 „IVtobergsstapar og Surtsey4* HIÐ islenzka náttúrufræðifélag heldur fræðslusamkomu í há- tiðasal Háslcólans mánudaginn 25. april kl. 20,30. Þar flytur Guðmundur Kjartansson, jarð- fræðingur erindi, sem hann nefnir Móbergsstapar og Surts- ey. Móbergsstaparnir og móbergs- hryggirnir hafa löngum verið jarðfræðingum, islenzkum sem erlendum, mikið umhugsunar- efni, enda hafa ótal kenningar um uppruna þeirra komið fram. Árið 1943 setti Guðmundur Kjartansson fram þá kenningu, að móbergsfjöllin væru hlaðin upp í eldgosum undir jöklum á jökulskeiðum ísaldarinnar, og hafa flestír, sem síðan hafa unnið að athugunum á móbergs- fjöllum, hallazt að skýringum Guðmundar á uppruna þeirra. Er leið á Surtseyjargosið, varð ljóst að því svipaði um margt til eldgosa undir jöklum, og myndi það því verða prófsteinn á kenningu Guðmundar um upp- ' rua móbergsfj allanna. í erindinu mun Guðmundur Kjartansson gera grein fyrir hinum ýmsu kenningum um uppruna móbergsfjallanna, og þá einkum móbergsstapanna, og gera samanburð á myndun þeirra og upphleðslu Surtseyjan Deilur um brezka inn- flutningstollinn London, 22. apríl — NTB. PER Hækkerup, utanríkisráð- herra Danmerkur, fer í opin- bera lieimsókn til Bretlands í næstu viku. Álitiff er, aff viff- rætlur hans viff brezka ráffa- menn muni aff mestu leyti fjalla um brezka innflutningstollinn, sem nú er 10%. Hækkerup mun einnig ræða þau mál er efst verða á baugi á ráðherrafundi EFTA-landanna, sem haldinn verður í Bergen 12. og 13. maí n.k. Innflutningstollur þessi er nú orðinn alvarlegt deiluefni milli brezkra yfirvalda og brezku iðnaðarsamtakanna, sem skor- uðu á ríkisstjórnina sl. fimmtu- dag, að afnema hann þegar í stað. Tollurinn hefur sætt mikilli gagnrýni í Evrópu, þó einkum í Noregi, og hafa verið uppi um það hótanir, að Norðmenn muni hundsa brezku vörusýninguna, sem opnuð verður í Osló í næjtu viku. Tollur þessi var upphaflega 16% og var honum komið á um haustið 1964, til að vega upp á móti greiðsluhallanum sem þá var. Af hálfu brezku stjórnarinnar er sagt, að hún bíði nánari fregna frá Osló. Sagt er að svip- aðar hótanir hafi verið uppi í sambandi við brezka vörusýn- ingu, sem nýlega var haldin í Hong Kong, en hún er sögð hafa heppnazt mjög vel. 1 orðsendingu brezka iðnaðar- sambandsins til stjórnarinnar segir m.a.: „Afnema ber þennan aukainnflutningstoll eins fljótt og mögulegt er. Sé það ekki hægt án einhverrar gagnráðstaf- ana, er það von okkur, að þær verði í fullu samræmi við al- þjóðlegar skuld'bindingar þjóðar innar. 1 svarbréfi, sem brezki iðn- aðarmálaráðherrann, Douglas Jay, ritaði iðnaðarsambandinu, leggur hann enn á ný áherzlu á þá stefnu stjórnarinnar um að lækka og síðar afnema tollinn jafnskjótt og greiðslujöfnuður- inn leyfi það. Hann hafi aldrei verið ætlaður sem vecndarráð- stöfun fyrir brezka iðnaðinn, og að hann verði aldrei afnuminn á þann hátt að aðrar innflutn- ingshömlur kæmu í staðinn, til verndar brezka iðnaðinum. Vorsýning Mynálistoriélagsins í Listamannaskálannm MYNDLISTARFÉLAGIÐ opnar hina árlegu vorsýningu sína i dag kl. 4 i Listamannaskálan- um. Á sýningunni eru 52 verk eftir 17 listamenn, þ.á.m. lág- myndir (reliefs), listaverk í tré, og ein vírmynd. Listamennirnir, sem sýna Jafntefli í fimmtu skákinni MOSKVA, 21. april —. Fimmtu skákinni í einvígi Tigran Petr- osjan og Boris Spasskí um heimsmeistaratitilinn í skák Iauk með jafntefli eins og fjór- um fyrstu skákunum. Sömdu þeir félagar um jafntefli eftir 80 leiki. Sjötta skákin verður tefld á morgun (föstudag). — Utankjörstaða- atkvæðagreiðsla hefst á sunnu- dag FRAMBOÐSFRESTUR vegna bæjar- og sveitarstjórnarkosning anna þann 22. maí næstkom- andi rann út á miðnætti þann 20. apríl. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla má hefjast n.k. sunnu- dag. Þann 22. maí verður kosið í kaupstöðum og kauptúnum, en þann 26. júní í sveitum. Unglingadans- leikir kl. 3-5 á sunnudögum ÞÓRSCAFÉ tekur upp þá ný- breytni n.k. sunnudag aff halda unglingadansleiki kl. 3—5 síð- degis. „Dátar“ leika fyrir dans- ínum. Þórir Baldursson hefur útsett lögin og æft „Dáta“ undanfarið, en fyrsta fjögurra laga hljóm- plata þeirra er nýlega komin á markaðinn. Aðgangseyri að þessum síð- degisdansleikjum verður stillt í hóf. verk sín á vorsýningunni að þessu sinni eru: Eyjólfur J. Ey- fells, Þorlákur Halldorsen, Jón Gunnarsson, Sigurður K. Árna- son, Jóhannes S. Kjarval, Jón E. Guðmundsson, Sigfús Halldórs- son, Helgi Guðmundsson, Helga Weisshappel, Gunnar Hjartar- son, Jutta Guðbergsson, Rík- harður Jónsson, Finnur Jóns- son, Eggert Guðmundsson, Hörð ur Haraldsson, Sveinn Björns- son og Freymóður Jóhannesson. Flestir eiga listamennirnir 2-4 verk á sýningunni og flest ef ekki öll verkin eru gerð á síðasta ári. Lágmyndirnar tvær á vorsýningunni eru gerðar af Ríkharði Jónssyni, myndhöggv- ara og eru af þeim Aðalsteini Eiríkssyni og Sigurði Guðjóns- syni. Fyrrgreint listaverk í tré er gert af Sveini Björnssyni og nefnist það Marzbúinn. Meistari Kjarval á fjögur málverk á sýn- ingunni, öll nýleg. Sýningin verður opnuð kl. 4 i dag, eins og fyrr getur, og stendur hún yfir í níu daga, til 1. maí. Hún er opin frá kl. 14-22 alla þessa daga. Pipinelis ræðis- maður i Reykja- vikurheimsókn UNDANFARNA daga hefur ver- iff staddur í Reykjavík Mario G. Pipinelis, og kona hans Elvira, en hann hefur veriff umboðs- maffur SÍF í Grikklandi í 28 ár og ræðismaffur íslands i 16 ár. Hingað kom Pipinelis til að ræða við forráðamenn SfF og hitta íslenzka vini sina, sem eru margir. Pipinelis tjáði Morgunblaðinu í gær, að þau hjónin hefðu m.a. hitt forseta íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, Emil Jónsson, yitan- ríkisráðherra, Hálldór Laxness og fjölmargra kunningja og vini úr viðskiptaheiminum., Hann sagðist hafa komið til Reykjavíkur fyrir 11 árum og finnast mikil breyting hafa orð- ið á borginni, mikið byggt og framkvæmdir á öllum sviðum. Kvað Pipinelis þau hjónin þakklát öllum þeim mörgu, sem sýnt hafa þeim vináttu og gest- risni þá daga sem þau hafa dvalið í Reykjavík. Pipinelishjónin héldu til Lon- don í morgun og fara þaðan heim til Aþenu. Fró Fulltrúoráði Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík STARFANDI eru á vegum Fulltrúaráffs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eftirtaldar hverfaskrifstofur í borginni. Skrif- stofurnar eru opnar milli kl. 2—10 e. h. alla virka daga nema laugardaga milli kl. 9—4. VESTUR- og MIÐBÆJARHVERFI Hafnarstræti 19 Sími: 22719 NES- OG MELAHVERFI Tómasarhaga 31 Simi: 24376 - AUSTUR- OG NORÐURMÝRARHVERFI Bergþórugötu 23 Sími: 22673 HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI Mjölnisholti 12 Sími: 22674 LAUGARNESHVERFI Laugarnesvegi 114 Sími: 38517 LANGHOLTS-, VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegi 27 Sími: 38519 SMÁfBÚÐA-, BÚSTAÐA- OG HÁALEITISHVERFI Starmýri 2 Simi: 38518 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.