Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 14
MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 23. apríl 1966 14 ÚR BORGIIXIIMI l'R BORGIIMMI UR BORGIMNI UR BORGIMMI Skólahúsnæði Reykjavíkur hefur aukizt um síðustu fimm árum — nemendafjöldi jókst n 26,6 % á um 9,3 % — Gert er ráð fyrir að byggja barna- og gagnfræðaskóla ffyrir 46 milljónir króna á yfirstandandi ári Á SÍÐUSTU fimm árum hef- ur verið varið 163,1 milljón króna til byggingar barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík, eða að meðaltali 32,6 milljón- um króna á ári hverju. Hafa verið byggðir að meðaltali 13.726 rúmmetrar á ári, sem svarar til þess, að á hverju ári hafi verið byggður einn nýr skóli á stærð við Laugar- nesskólann í Reykjavík. Upplýsingar þessar komu fram í viðtali, sem blaðamaður Mbl. átti fyrir skömmu við þá Jónas B. Jónasson, fræðslustjóra Reykjavíkur, Ragnar Georgsson, skólafulltrúa og Björn Halldórs- son, skrifstofustjóra Fræðslu- skrifstofunnar. Þeir upplýstu einnig, að helztu nýbyggingar, sem fé hefði verið varið til væru Álftamýrarskóli,^ Gagnfræðaskóli Verknáms við Ármúla, Hvassa- leitisskóli og Árbæjarskóli. Enn- fremur hefði verið tekið í notk uh íþróttahús við Réttarholts- skóla — stærsta íþróttahús lands ins, að undanskildu sýriinga- og íþróttahúsinu í Laugardal, — sundlaug við Breiðagerðisskóla og nýir áfangar við Langholts- skóla, Hagaskóla, Vogaskóla, Laugalækjarskóla og Hlíða- skóla. Þar fyrir utan hefur verið varið fé til ýmissa breytinga og viðbóta bæði í þessum og öðr- um skólum borgarinnar. Fræðslustjóri skýrði svo frá að samkvæmt íbúaskrá Reykjavík- ur og spjaldskrá Fræðsluskrif- stofunnar væru nú samtals um 9560 börn á barnafræðslualdri í Reykjavík, þ.e.a.s. 7—12 ára. Af þeim eru nú 8800 í barna- skólum foorgarinnar í 339 bekkj- ardeildum. í skólum gagnfræða- stigsins eru í vetur 4'970 nem- endur í 182 bekkjardeildum. Árleg fjölgun á barna- og gagnfræðaskólastigi er um 250 nemendur, sem svarar til 9—10 foekkjadeildum. Miðað við tví- setningu í barnaskólana og ein- setningu í gagnfræðaskólana samsvarar þetta þörf fyrir 6—7 kennslustofur á ári, 2—3 stofur fyrir barnaskólastigið, 3—4 fyr- ir gagnfræðaskólastigið. Aðspurður hvað gert væri til að mæta þessari aukningu, svar- aði fræðslustjóri, að á síðustu árum hefði verið byggt sem svar- aði einum skóla á ári, — á stærð við Laugarnesskólann. „Síðustu fjögur árin hefur skólahúsnæði borgarinnar aukizt um 34%, þar af almennum kennslustofum um 26.6%. Á sama tíma hefur nem- endafjölgunin verið 9.3%. Á þessu ári er gert ráð fyrir að byggja fyrir um 50 milljónir kr., þar af barna- og unglingaskóla fyrir um 46 miljónir. Og á næsta ári er gert ráð fyrir að verja 60 milljónum króna til skólabygg- inga.“ Um þessar mundir eru í bygg- ingu áfangar við Álftamýrar- skóla — 2. áfangi, — Réttar- holtsskóla, þar sem gert er ráð fyrir að ljúka á-árinu við fjór- ar kennslustofur — og Hvassa- leitisskóla, en þar er í smíð- um 1. áfangi, þar sem verða átta kennslustofur. Þá verður á næstunni boðinn út 3. áfangi Langholtsskóla, þar sem verða skólaeldhús ög fimm kennslu- stofur, einnig viðbót við Verk- námsskólann, þar sem verða sex almennar kennslustofur og fjór- ar kennslustofur fyrir handa- vinnu stúlkna. Þá er verið að ljúka við teikningu að 1. áfanga skóla í ibúðarhverfinu nýja við Árbæ og verður sá áfangi boð- inn út í vor og stefnt að því, að þar verði orðið nothæft hús- næði á næsta skólaári. Þar er gert ráð fyrir 12 kennslustofum og hefur þess verið gætt við teikningu skólans að skapa mögu leika til breytinga. Til dæmis verða öll skilrúm léttbyggð þannig, að auðvelt verður að færa þau til og hafa skólastof- unrar af mismunandi stærðum eftir þörfum. Þá er nú unnið að teikningu á 4. áfanga Vogaskóla og Hlíðar- skóla. Vogaskóli verður mikil bygging, þegar þessi fjórði og síðasti áfangi er kominn. Þar verður m.a. leikfimihús af svip- aðri stærð og í Réttarholtsskóla, þ.e. 18 sinnum 33 metrar, sem má skipta í þrjá sali og jafn- framt nota sem samkomusal skólans. Er gert ráð fyrir að sal- ur þessi verði notaður fyrir alls konar íþróttaiðkanir og að í- þróttafélag hverfisins fái afnot af honum. Verður þar byggt á þeirri reynslu, sem feng- izt hefur 1 Réttarholtsskóla og verið hefur afar jákvæð en leik- fimihúsið þar er í stöðugri notk-- un frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. f 4. áfanga Hlíðaskóla verða samkomusalur, húsnæði fyrir sér grc nar, skó i tjórn og heilsu- gæzlu. Er gert ráð fyrir, að teikn ing að honum verði tilbúin á þessu ári. Hér að framan hafa verið tal- in helztu verkefni, sem nú e.r unnið að í skólabyggingum .Síð- an er Ijóst að hin nýju íbúða- hverfi í Breiðholtinu og Foss- vogi koma til með að skapa þörf fyrir skóla og vc rður von bráð- en þessar sveiflur valda að sjálf sögðu erfiðleikum þegar ákvarða skal stærð skólabyggingar fyrir hverfi og verður eflaust alltaf erfitt að forða því að nokkurra þrengsla gæti meðan bylgju- topparnir ganga yfir. — Hvernig er með skiptinguna í skólana. Er enn mikið um að þrísett sé i barnaskólana? Vogaskóli. — Þrír áfangar Vo ingsvinnu að fjórða áfanga er tengja hina þrjá saman. 4. áf stærð og feiur m.a. í sér stór hinum nýju skólabyggingum þau, sem starfa í hinum einstö Börn að leik við Vogaskóla. Þessi álma er ætluð yngstu nemendunum. gaskóla eru nú fullgerðir og eru senn lokið og framkvæmdir hefj angi Vogaskóla er mikil hygging an íþróttasal sem jafnframt er eru svo stórir vegna þess að gert ku hverfum hafi aðstöðu í þeim. ar hafizt handa um teikningar að þeim. Væntanlega verða þeir byggðir í áföngum eins og skól- arnir sem nú eru í smíðum. Það er mjög heppilegt að haga skólabyggingum þannig í nýjum hverfum. Borgin hefur vaxið af- ar ört á síðustu árum og þannig orðið að sinna samtímis skóla- þörfum margra nrýra ífoúða- hverfa. Þegar byggt er í áföng- um nýtist skólahúsnæðis til fulls jafnóðum. Þess þarf einnig að gæta, að hundraðshluti barna af íbúafjölda hverfanna er mjög mishár. Af hverjum hundrað í- búum eru börn fædd á sama ári allt frá 1.5 upp í 3.5 — en meðal- talið um 2 börn af hverjum 100 íbúum. Munurinn er tölu- vert mikill eftir aldri hverfanna, þeir fríttstandandi. Undirbún- ast innan tiðar og mun hann um 15 þús. rúmmetrar að samkomusalur. íþróttasalir i er ráð fyrir að íþróttafélög — Nei, í þessum efnum hefur orðið mikil breyting til batnað- ar á síðustu árum. Þrísetning foefur farið ört minnkandi, þar eru nú samtals 339 bekkjardeiid- ir í 166 kennslustofum eða 2.04 deildir á hverja stofu. Má heita að sjö deildir séu umfram, þegar tvísett hefur verið í allar stof- ur. Til samanburðar má minnast þess, hvernig ástandið var fyrir tíu árum — 1956. Þá voru deildir barnaskólanna 288 í 110 almenn- um kenns'lustofum eða 2.5 deild- ir á stofu að meðaltali. Þá hefur tvísetning í gagnfræðastigsskól- um minnkað ört síðustu árin og eru nú um 60 bekkjardeildir í einsetningu. U R BORGIIMIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.