Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Laugardagur 23. apríl 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR að finnast......eins og þér.... 'þú þekkir framhaldið. — En hvernig var það með stúlkur? Ég hafði verið að draga við mig spurninguna, sem mig langaði þó mest til að koma með. — Ég hef ekkert gert tö þess að þú þurfir að ganga með svo fáránlegar hugmyndir, Virginia. — Ég er nú búin að vera með þér dögum saman. — Þá er tími til kominn, að þú þekkir mig. Ég er ekki annað en það, sem þú sérð. Svo töluðum við saman, eins og fólk gerir, sem veit allt í einu að það er ástfangið, og hann sagði mér ýmislegt um sjáifan Ftumingo HÁKÞUKRKAN -)< fallegri )< fljótari Tilvalin fermingargjöf! = FÖNIX Sími 2-44-20 — Suðurgötu 10. sig, sem ég vissi ekki áður. Ég hafði verið allan sólarhringinn með honum, dögum saman en samt vissi ég enn ekki, hvar hann átti heima hvort hann aetti fjölskyldu, hvað harm hefði hafst að — að því undanteknu, að hann hefði verið í hernum og harmaði það að hafa ekki kom- izt til Kóreu. Hann sagðist vera einkasonur. Móðir hans var lát- in, en faðir hans var prófessor í Camlbridge, göíuglyndur menntamaður, innhverfur mað- ur, sem hafði aldrei getað skilið börn. —- Ég var lengst af að heiman. Auðvitað meðan ég var í skóla og svo í háskóla. Faðir minn var þar líka, en ég kom sjaldnast heim, varla einu sinni til rnatar. □-------------------------□ 29 □-------------------------□ Ég átti marga kunningja. Og svo var ég í London. Líklega hef ég ekki lært annað af honum en hlédrægni. Ég veit ekki enn í dag, hvernig hann er, nema hvað hann hefúr háar hugsjónir En hann hefur aldrei látið til- finningar sínar í ljós við mig. Hugmyndirnar eru það eina, sem hann hugsar um. En hann hefur gert skyldu sína við mig, Virginia, og mér þykir mjög vænt um hann. En veggurinn, sem milli okkar er, verður aldrei rofinn. Ég kom til London og áður en ég vissi af, var ég kom- inn í þessa auglýsingastarfsemi. Ég er sennilega enginn bjáni, og ég hafði áhuga á þessu. Þangað til núna nýlega, þegar mér fór Tæknifræðingur Byggingatæknifræðingur með nokkurra ára starfsreynslu óskar eftir starfi. Tilboð merkt: „9137“ sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. VILJUM RÁÐA bifvélavirkja eða menn vana bifreiða- og landbúnaðarvéla- viðgerðum. Getum einnig bætt við nemendum í bifvélavirkjun. Kaupfélag Árnesinga Selfossi. — Ég kann vel við þær, sagði hann og varð skrítin á svipinn. — Þetta er ekkert svar. Hef- urðu oft orðið skotinn áður? — Nei, það hef ég ekki. Aldrei. Ég kánn vel við kven- fólk. Mér er alltaf hvíld að sam félagi við það. Þær brjóta allar reglur karlmannanna. Og það Mkar mér vel. Ég hef átt marg- ar konur um dagana, en aldrei til lengdar. Aldrei til framlbúð- ar. Ég vildi..... æ, þú veizt ekki, hvað mér er erfitt að finna orð yfir það, sem mig langar til að segja þér. — Eeyndu það. — Já, mín brosleita mær. Ég vildi stúlku, sem væri eitthvað öðruvísi en þessar hörðu, lag- legu stúlkur í auglýsingunum. Öðru vísi en þær, sem hugsa aðeins um eigin hagsmuni, sem geta verið skemmtilegar rétt í Ibili...... eða þessar heimsku, innantómu......þó að þetta sé kannski drambssamlega mælt. Ég vildi — og aftur snerti hann slagæðina í handleggnum á mér með fingrinum. — Ég vildi.... stúlku, sem ég gæti dáðst að. Stúlku, sem einhverjar töggur væru í. Einhverja.......ja, ég get ekki notað annað en karl- mannlegt lýsingarorð — ein- hverja, sem væri hugrökk. Veiztu, að það er einmitt það, sem þú ert? Falleg. Þverúðug. óþolinmóð. Og hugrökk! Eng- inn, sem hefði verið með þér þessa síðustu daga, gæti staðizt þig. Það er ekki til sá maður í öllu landinu, Virginia, sem gæti annað en orðið skotinn í þér, eftir að hafa séð þig handleika þyssu! Við hlógum bæði. Svo sátum við nokkra stund enn, í þessu hálfdimma herbergi, með allan ljósaganginn frá upp- tökusalnum fyrir neðan okkur, og héldumst í hendur. Loksins kviknaði á merkjaljósinu í horn inu, til merkis um, að æfingin væri að byrja. Við hættum að horfa hvort á annað, og Rod sagði: — Við skulum sjá, hvern- ig þessi Caxton-kvenmaður lítur út. Æfingin gekk snurðulaust. Viðtalið var þessi venjulega sæt- súpa, sem fór svo mjög í taug- arnar á mér, þar sem spyrjand- inn talar í verndartón, og virðist ætla að svipta hinn fræga við- mælanda sinn öllum möguleik- til að segja eitthvað markvert um sjálfan sig. En Prudence Caxton var alveg sama um það. Hún brosti bara. Sterkur vilji hennar sást greinilega gegn um allan moðreykinn. Rod sagði hugsi: — Þetta er einkennileg manneskja að nota fyrir fómardýr. — Æfinguni lauk og hópur stúlkna, svo og ljósmyndararnir og stjórnandinn, söfnuðust sam- an til að fá sér kaffisopa og matarbita. Ég öfundaði þau af matnum. Undarlegt, hvað mér Landsmálafélagið Fram Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 25. þ.m. (annað kvöld í Sjálfstæðis- húsinu kl. 8,30. Fundarefni: Bæjarmálin og bæjarstjórnarkosningarnar. Frummælendur verða bæjarfulltrúarnir Stefán Jónsson og Eggert ísaksson. Skorað er á sjálfstæðisfólk að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. STJÓRNIN. — Það er ekki bara olían sem þarf að skipta um — það er allur bíllinn. fannst ég alltaf vera glorhungr- uð. — Við skulum reyna að finna matsöluna, sagði Rod, rétt eins og hann læsi hugsanir mínar. Nú opnuðust dymar að áhorf- endaherberginu og magur, þreytulegur maður, með góðlegt púkaandlit, kom inn. — Ég er Ron Hadstone. Afsak ið, að ég losnaði ekki fyrr. Þér eruð frá skrifstofunni við Berk- leytorgið, er ekki svo? Vilduð þér ná í mig? — Við ætluðum nú í rauninni að tala við frú Caxton og um tiltekna fyrirætlun, sagði Rod kurteislega. — Og mér þykir fyrir því að ónáða yður, hr. Had stone. Haldið þér, að þér vild- uð gefa okkur hana eftir í tvær minútur? Hadstone sýndist nú enn upp- gefnari en áður og renndi fingr unum gegn um þunnt hárið. Hari leit helzt þannig út, að sjónvarpið væri að éta hann úpp með húð og hári. — Þér getið fengið f jórar mínútur, en ekki meira, sagði hann og leit á úrið sitt. — Gott. Þá komum við niður. Ég elti Rod niður og hugsaði með mér, að ekki þyrfti annað en nefna eitthvað, sem stæði í sambandi við auglýsingar, til þss að fólk héldi, að nú ætti að fara að bjóða einhverjar sMkar þeim, sem óskað var viðtals við, hvort heldur iþað nú var fegurð- ardrottning, stjórnmálamaður, leikari.....einhverjar rosaupp- hæðir. Þær voru aðgangsorðið, hvar sem var. Ron Hadstone gerði sér ekki það ómak að spyrja mig, hver ég væri, en sendi mér aðeins vingjarnlegt augnatiilit, um leið og hann leit á úrið sitt. Nú var farið með okkur aftur gegn um alla löngu gangana, enn dimmari en áður, og niður á hæðina þar sem upptökusalur- inn var. Prudence Caxton sat á eldhússtól og saup úr kaffi- bolla, sem var allur sprunginn. Hadstone kynnti okkur og þaut síðan út. Frú Caxton sneri rjóðu and- litinu, sem var svo vingjarnlegt, hreinskilnislegt og glaðlegt, að okkur. Þetta var andlit, sem ég hafði séð á svo fjölmörgum myndum í blöðum og tímaritum, en samt var það nýtt í mínum augum. Það skein út úr því vel- vildin en einbeittni um leið. Það var ekki hægt að gera það upp ,við sig, hvort maður ætti heldur að taka hana í helgra manna töiu eða vera hræddur við hana. Þetta var það, sem Maurioe hafði kallað atvinnu- góðgerðarfólk. — Frú Caxton, sagði Rod al- varlega, og talaði lágt, svo að fólkið þama í kring skyldi ekki heyra: — Við erum hér ekki á vegum skrifstofanna okkar, held ur^aðeins til að vara yður við. Þér eruð í alvarlegri hættu. 9. kafli. Vonandi ekki neinir vopn- aðir menn í þetta sinn? sagð.i hún og hló. — Nei, frú Caxton, en frá sömu aðilum. Og þeim er al- vara, sagði Rod og gætti þess a3 tala enn lágt. — Einmitt? Hún deplaði ekki einu sinni augunum. — Við erum nýbúin að bjarga John Firth, sem var rænt af mönnum — Mklega flokki, eða sellu, eins og það er kallað. Sömu mennirnir myrtu James Romford í vikunni, sem leið. Þér eruð næst á skrá hjá þeim. Ég er hræddur um, að yður þyki þetta hátíðlegt, sagði Rod og laut fram til þess að kveikja í vindl ingnum hjá henni. — Trúið þér okkur? Prudence Caxton leit á okkur bæði gegn um reykinn, sem lið- aðist upp í loftið. — Já, það geri ég. En lögregl- an? — Við ætlum að láta hana vita jafnskjótt sém við vitum yður óhulta. — Ég ski'l. — Nei, þér skiljið það ekkl fyrr en þér heyrið alla söguna, sagði Rod með áherzlu. Það var eins og hún væri að mæla okkur með augunum. — En þannig gekk iþetta til. Enn einu sinni sagði hann alla söguna, sem var nú stuttorðari en nokkru sinni áður. Hún hlust aði á hana, en engin breyting sást á andlitinu á henni. — Hr. Armstrong, ég trúi al- veg sögu yðar, en þetta hefur komið fyrir áður. Fyrir nokkr- um kvöldum. Og eins þegar Mau-Mau-mennirnir voru í al- mætti sínu um það leyti, sem ég var að koma af stað barna- trúiboðinu mínu í Afríku. Og eins í Kongó. Fjöldi fólks hatar þessa starfsemi mína og telur hana hafa haft stjórnmálalega þýðingu. Það heldur, að ef mér verði komið fyrir kattamef, verði starfsemin stöðvuð. Það yrði hún líka — rétt í bili. En seinna, þegar félagsskapur minn er kominn á laggirnar, getur ekkert stöðvað hana. Og Hklega er 'það þessvegna sem „þeir“ — hvað sem þeir nú kunna að heita í þetta sinn — vilja mig feiga. Hún leit á okkur rólegu, bláu augunum. Hún var þétt fyrir eins og hnefaleikameistari. — En hversvegna vilja þeir yður feiga, frú Caxton? Og hvert er samband yðar við Firth og Romford? Nú brá Rod fyrir sig auglýsingaröddinni. Það var gaman að heyra hann nota kunn áttu sína, þegar um líf og dauð.a var að tefla. Og hún var áhrifa- mikil, varð ég að játa með sjálfri mér. Þetta starf gerði manninn einbeittan. — Eitt félaga minna til vernd ar flóttamannabörnum var rekið af James Romford. Hann var iþar formaður. Svo komst ég að því, að þetta félag var notað tál einkennilegs áróðurs. Ég hef haft í hyggju að losa okkur frá því, því að ég vil ekki láta nota starfsemi okkar í annarlegum tilgangi. Mitt áhugamál eru börn in. Hálfsoltin börn með augn- veiki. En ekki nein heimslbyílt- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.