Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 4
4 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 23. apríl 1966 ALLTMEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI ferma skip vor , tii íslands, sem hér segir: Brottf arar dagar: ANTWERPEN: Katla 27. apríl * Bakkafoss 9. maí HAMBORG: Reykjafoss 26. apríl Askja 29. apríl** Selfoss 11. maí ROTTERDAM: Askja 26. apríl** Selfoss 6. maí Reykjafoss 17. maí LEITH: Gullfoss 29. apríl Gullfoss 20. maí GAUTABORG: Fjallfoss 5. maí ** .... foss 25. maí ** HULL: Tungufoss 2. maí ** Bakkafoss 13. maí LONDON: Tungufoss 28. apríl Bakkafoss 11. maí Tungufoss 18. maí* KAUPMANNAHÖFN: Gullfoss 27. apríl Fjallfoss 2. maí ** NEW YORK: Brúarfoss 10. maí Goðafoss um 26. maí Dettifoss 26. maí OSLÓ: Fjallfoss 7. maí KRISTIANSAND: Fjallfoss 9. maí GDYNIA: Lagarfoss um 30. apríl KOTKA: Rannö 30. apríl . . . ■. foss um 2. maí VENTSPILS: Lagarfoss 27. apríl * Skipin losa á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. **Skipin losa á öllum aðal- höfnum og aúk þess í Vest- mannaeyjum, Siglufirði, — Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykja- vík. Vinsamlegast athugið, að vér áskiljum oss rétt til breytinga á áætlun þessari, ef nauðsyn krefur. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Eignist nýja vini Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfasambandi við yður. Uppl. og 150 myndir sendar ókeypis. Correspondence Club Hermes 1 Berlin 11, Box 17, Germany B O S C H Háspennukefli Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Síirí 38820. • Sambýlisvenjur Islendinga F. F. skrifar meðal annars >rÞað eru fyrst og fremst um- gengisvenjur, sem sýna, á hvaða stigi menningar hver þjóð stendur. Samkvæmt því erum við íslendingar enn í neðarlegri tröppu, því að sam- búð fólks hér virðist fremur einkennast af tillitsleysi en til- hliðrunarsemi í garð náungans. Hver hugsar um sjálfan sig; fólk ætlar ekki beinlínis að sýna öðrum ókurteisi, en það er eins og það kunni sig ekki betur; geti ekki hugsað um annað en sjálft sig. Alls konar groddaskapur í umgengni við- gengst hér, eins og ekkert sé, sbr. sambýlið í hinum svoköil- uðu fjölbýlishúsum, þar seah ekkert dugir annað en strang- ar reglur, ef allt á ekki að fara í háaloft. í erlendum stór- borgum hefur fólk búið saman í stórhýsum um aldir, án þess að þekkja til þeirra sambýlis- erfiðleika, sem hér gera vart við sig“. • Kurteisi afgreiðslufólks Og enn segir F. F.: „Lipurð og kurteisi afgreiðslu fólks, bæði í verzlunum og í skrifstofum, hefur stórbatnað síðan á styrjaldarárunum, en þó finnst mér, eins og aðeins sé aftur farið að sækja í sama farið. Kannske er þetta vit- leysa og ímyndun í mér, sem kominn er yfir miðjan aldur, og væri betur ef svo væri. Einkennandi fyrir hugsunar hátt, sem ætti að vera löngu útdauður, var auglýsing, sem birtist nú fyrir skemmstu frá stórfyrirtæki (KRON). >ar var ^uglýst eftir afgreiðslumanni í verzlun (í bíl), og tekið sér- staklega fram, að hann þyrfti að vera vanur akstri. >að var sjálfsagt út af fyrir sig, en •hins vegar var ekki minnzt á það einu orði, að hann þyrfti að vera vanur afgreiðslu! Hefði ég þó haldið, að það væri aðal- atriðið, a.m.k. ekki síður mikil- vægt en hið fyrra, ef eitthvað væri hugsað um sjónarmið neytandans ( og raunar verzl- unarinnar líka)“. Meira verður ekki birt úr bréfinu frá F. F. að sinni. • Japani vill kynnast pennavini Velvakanda hefur aftur borizt bréf frá Japana, sem óskar eftir að eiga bréfaskipti við ungt fólk á islandi. Hann kveðst hafa á- huga á að fræðast um líf okkar í svo fjarlægu og norðlægu landi. Hann er 25 ára og býr í borginni Sapporo, sem telur 700.000 íbúa. Nafn hans og heim ilisfang er: Kazuhiko Yamada, Kita 31, Higashi 5, Sapporo, Japan. • Kísilgúrverk- smiðjan og Mývatn Velvakanda hefur borizt bréf frá tveimur konum, sem hljóð- ar svo: „Velvakandi góður! Viltu gjöra svo vel að setja eftirfarandi línur í blað þitt. Við erum hér tvær húsmæður, sem höfum undanfarið verið að ræða um, hver mundu verða örlög Mývatnssveitar, verði kísilgúrverksmiðja sett þar á laggirnar. Síðastliðið sumar ferðuðumst við um Norður- land, eins og svo oft áður, og þá sérstaklega um Mývatns- sveit. Ekki er ofsögum sagt af þeirri dýrð, sem gleður auga ferðamannsins, náttúrufegurð- in og fuglalífið, allt helzt í hendur og gerir ferðamanninum staðinn ógleymanlegan. Hvað hugsa Mývetningar nú? Ætla þeir að sitja aðgetðar- lausir, meðan unðaslegasti blettur Norðurlands er um- skapaður í Óhrjálegan námu- bæ? Okkur hefur furðað stór- lega að sjá ekki á prenti nem andmæli frá >ingeyingum, því að þeir, og þá sérstaklega Mý- vetningar, eru landskunnir fyrir átthagaást og tryggð og að standa fast saman um sín áhugamál. Mývetningar! >ing- eyingar! Á meðan enn er timi til, rísið upp sem einn maður og mótmælið öllu, sem spillt getur fegurð Mývatnssveitar. Að lokum eitt, er ekki til eitt- hvað, sem heitir Náttúruvernd- arráð, hvað skyldi það hafa lagt til þessara mála?“ • Ótti á að vera ástæðulaus Velvakandi veit ekki betur, en Náttúruverndarráð fylgist vel með öllum framkvæmdum við Mývatn, og víst er, að eng- inn íslendingur vili, að þar rísi UPP „óhrjálegur niámuibær“. Annars þurfa námubæir nú á dögum ekki að vera neitt 6- hrjálegir, þótt enskir kolanámu bæir, byggðir á síðustu öld, komi okkur alltaf fyrst 1 nug, þegar minnzt er á námubæi. Nýreistir námubæir, t.d. í Vest ur->ýzkalandi, eru einmitt mjög hreinlegir o.g jafnvel fallegir. Hvað sem því líður, þá gæti enginn okkar hugsað til þess, að náttúrulífi og landa lagi við Mývatn væri spillt. >að er okkur of mikils virði til þess. Urn þetta mál var fjallað í forystugrein Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag, og segir þar meðal annars: „Kísilgúrverksmiðjan er ekki mjög stórt fyrirtæki, en er hinsvegar talin mjög arðvæn- Xegt félag, sem gefur talsverð- ar gjaldeyristekjur, og getur orðið undirstaða þorpsmynd- unar við Mývatn. Um byggingu kísilgúrverksmiðjunnar hefur ekki verið jafnmikiil ágreinmg- ur og byggingu álverksmiðj- unnar, þótt hugmyndin sé að hafa samstarf við útlendinga um þetta fyrirtæki. Er þess því að vænta, að mál þetta fái skjóta afgreiðslu. Eitt er það þó, sem menn hafa borið nokkurn kvíðboga fyrir, þ.e.a.s., að náttúrufeg- urð og dýralílf yrði fyrir hnjaski vegna þessara fram- kvæmda. Morgunblaðið hefur kynnt sér það, að forgöngu- menn um byggingu kísilgúr- verksmiðjunnar hafa gert sér ljósa grein fyrir því, að til slíks mætti alls ekki koma, og víðtækar varúðarráðstafanir verða gerðar. >essi ótti á þess vegna að vera ástæðulaus, og því sjálfsagt að hrinda mál- inu í framkvæmd“. Hafnarfjörður 1—2 herb. óskast til leigu fyrir skrifstofur á góðum stað. — Upplýsingar í síma 23852. Flugfreyjur Áríðandi fundur verður haldinn í Flugfreyjufélagi íslands föstudaginn 29. apríi kL 2,30 í Tjarnarbúð. Fundarefni: Samningarnir. STJÓRNIN. Aðalfundur Aðalfundur byggingasamvinnufélags Kópavogs sem auglýstur var föstudaginn 22. þ.m. verður fram- haldið þriðjudaginn 26. apríl n.k. kl. 8,30 e.h. stund- víslega í félagsheimili Kópavogs (neðri sal). D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Þeir félagsmenn er áhuga hafa að komast í næsta byggingarflokk eru hvattir til að mæta á fundinum. STJÓRNIN. Skaftfellingafélagið heldur sumarfagnað í Sigtúni í kvöld kl. 9 e.h. Revían: Kleppur — Hraðferð. — DANS. Aðgöngumiðar og borð tekin frá um leið í Sigtúni í dag kl. 2—4. Skemmtinefndin. Til leigu Til leigu er ca. 60 ferm. húsnæði t. d. fyrir skrif- stofur eða snyrtistofu í nýju húsi á bezta stað í borginni. — Upplýsingar í síma 12644. DAF eigendur Höfum sett upp Ijósastillingatæki á verk- stæði okkar. — Látið okkur stilla ljósin fyrir aðalskoðun. . JOHNSQN & KAABER hA Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.