Morgunblaðið - 06.05.1966, Side 2

Morgunblaðið - 06.05.1966, Side 2
2 MORGU NBLAÐIÐ Föstudagur 6. maí 1966 „Dómsuppkvaðningin færir okkur feti nær endanlegri lausn" — segir Gunnar Thoroddsen, sendiherra FRÉTTARITARI Mbl. í Kaup- mannaliöfn hafði í dag tal af %' Gunnari Thoroddsen sendiherra, og spurSí um álit hans á dóms- uppkvaðningunni í Landsréttin- um. Sendiherrann sagði: „Dómsuppkvaðningin er gleði- legur viðburður, sem-færir okk- ur feti nær endanlegri lausn þessa þessa erfiða og vandmeö- farna máls. Hinar ýtarlegu for- sendur dómsins, sem ég hef far- ið yfir í dag og kynnt mér, eru íhugunarverðar og gefa tilefni til margvíslegra umrseðna. Forsend- urnar eru áhugaverðar, bæði frá réttarfarslegu og pólitísku sjón- armiði. í tveimur veigamiklum atriðum stríða þær gegn sjónar- miðum ríkisstjórnarinnar og stjórnarnefndar Árnasafns. Dóm- urinn kveður svo á, að Árnasafn sé sjálfseignarstofnun, en ekki ^ríkiseign, hvorki beirit né vegna tengsla sinna við háskólann. I forsendunum segir einnig, að sú skipting safnsins, sem lögin byggj ast á, sé í raun og veru nauðung- arafsal. Á hinn bóginn telja dóm endur, að Árnasafn hafi sérstöðu að ýmsu leyti og að yfirráð þess yfir handritunum víki í svo mörgu frá almennum eingarétti að hinar lagalegu ráðstafanir falli ekki undir 73. gr. stjórnarskrár- innar, þar sem fjallað er um vernd eignarréttarins og eignar- nám. Það er einnig mikilsvert, að dómurinn leggur á það áherzlu, að skipulagsskrá safnsins bendi ótvírætt til þess að stofnandinn (Árni Magnússon) hafi borið ís- lenzka hagsmuni mjög fyrir brjósti. Forsendur landsréttar- dómsins gefa til kynna að dansk ir dómarar telji málið ekki svo einfalt og augljóst frá réttarfars legu sjónarmiði að endanleg lausn þess liggi í augum uppi“. • Viðbrögð danskra stjórnmála- manna: Erik Eriksen, fyrrverandi for- Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldur- basar sunnud. 8. maí n. k., kl. 3 s.d. í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi. Þeir, sem vilja styrkja basarinn, hafi samband við Guðrúnu Gísladóttur, Álf- hólsv. 43, Kópav., sími: 40167 og Sigríði Gísladóttur, Kópavogs- braut 45, Kópav., sími: 41286. Gunnar Thoroddsen, sendiherra. sætisráðherra, kvaðst geta sagt það eitt, að dómurinn hefði orðið sá, sem hann hefði vonazt til og búizt við. Hann sagði, að sér væri þetta mikil ánægja og að hann óskaði bæði Dönum og ís- lendingum til hamingju. íhaldsmaðurinn Poul Möller, sagði: „Við verðum að bíða hæsta réttardómsins, þar sem hér er um að ræða erfitt lögfræðilegt atriði. Æðsti dómstóll landsins verður að ganga frá lokaúrskurði í málinu. Forsendur landsréttar- ins benda mjög í þá átt, að rétt- urinn hafi ekki viljað vanmeta meirihluta Þjóðþingsins, en gefa þó í skyn lögfræðilegar ástæður til þess að svo gæti orðið. í dóm- inum er hæstarétti sýnilega ætl- að úrskurðarvald í málinu". Axel Larsen frá Sósíalíska Þjóðarflokknum: „Þetta er að- eins sá dómsúrskurður, sem ég hafði búizt við. Það væri algjör- lega óhugsandi, að danskur dóm- stóll gæti dregið í efa rétt Þjóð- þingsins til að taka ákvörðun í slíku máli. Það er leiðinlegt, að þessi málaferli urðu, en nú verð- ur vonandi hljótt um málið“. Prófessor Jón Helgason, for- stöðumaður Árnasafns, er enn sem fyrr hlutlaus í málinu og vildi ekkert um dómsúrskurðinn segja. Ib Thyregod, þingmaður Vinstri flokksins, sem sjálfur er hæsta- réttarmálaflutningsmaður, segir m.a. að sú skoðun landsréttarins, að hér sé ekki um að ræða eignarnám .í þeim skilningi að lögin brjóti í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar, sé að hans dómi mjög vafasöm rétt eins og var um meðferð málsins í Þjóð- þinginu. Hann bendir þó á, að nú eigi að fullreyna dóminn fyrir hæstarétti og að rétt sé að bíða úrskurður hans. Menn eru aftur farnir að velta því fyrir sér, hver muni greiða kostnaðinn af málaferlunum. — Lögfræðilegur ráðunautur hand- ritanefndarinnar frá 1964, lands- réttarmálafærslumaðurinn H. G. Carlsen segir í þessu sambandi: „Sá orðrómur hefur komizt á kreik, að málskostnaður hafi ver ið greiddur af fé því, er ríkið veitir til rannsóknastarfa á veg- um safnsins. Því fer að sjálfsögðu víðs fjarri. Varðandi þetta atriði get ég aðeins sagt að hópur borg- ara styður okkur fjárhagslega og það er hreint ekki svo fámenn- ur hópur“. — Rytgaard. Bröndum-Nielsen ekki af baki dottinn MORGUNBLAÐIÐ sneri sér að venju til prófessors Jo- hannesar Bröndum-Nielsens og spurði hann um álit hans á dómi landsréttarins og for- sendum hans. Prófessorinn, sem er 84 ára að aldri og einn harskeyttasti andstæðingur af hendingar handritanna í Dan- mörku, sagði, að lögfræðingar Árnanefndar væru ánægðir með tvö atriði í forsendum dómsins, þ .e. að Árnasafn sé sjálfseignarstofnun og í öðru lagi að nú liggur fyrir að um nauðungarafsal sé að ræða, þannig að lögin feli í sér eign arnám, eins og Bröndum- Nielsen komst að orði. Þá er að líta á fyrirvara dómsins, hélt hin aldna kempa áfram: hann hefur í för með sévr þá ályktun að rétturinn verði að sýkna ráðuneytið. Og nú mun þetta síðast nefnda atriði verða reynt fyrir hæsta rétti með áfrýjun til hans og verður sá málflutningur að öllum líkindum í haust. Við spurðum Bröndum-Niel sen, hver borgaði brúsann fyr ir Árnanefnd og svaraði hann því til, að það mundi lenda á hinu opinbera að greiða máls kostnaðinn, nema hvað Árna- nefnd mun borga sínum mál- flutningsmanni sjálf, en ekki vil ég upplýsa nú frekar en áður, hverjir eru okkar aðal- styrktarmenn, sagði Jóhannes Bröndum-Nielsen að lokum. Næffilefft maffwt neyzlufisks í ræðu, sem Birgir fsl. Gunn- arsson, borgarfulltrúi hélt á fundi borgarstjórnar í gær kom fram, að ráðstafanir verða gerð ar til þess, að nægilegt framboð Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráðherra: Schmith hélt vel á málum HANDRITAMÁLIÐ er í hópi þeirra mála, sem mesta at- hygli hafa vakið og harðastar deilur hafa orðið um í Dan- mörku á síðari árum, sagði Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, þegar Mbl. spurði hanm í gær um hand- ritadóminn. Stuðningsmenn handritaaf- hendingarinnar hafa þurft að legrgja. mikið að sér til þess að koma málirnu fram, hélt ráð- herrann áfram. Þeir eiga miklar þakkir skitdar fyrir þann pólitíska kjark, sem þeir hafa sýnt. En við undirbúning lagasetningarinmar þurfti einn ig mjög að vanda málið frá lögfræðilegu sjónarmiði, því að þar er um að ræða mjög flókin og vandasöm réttar- atriði. Ég átti þess kost á sín- um tíma, að fylgjast ýtarlega með lagalegum undirbúningi málsins og tel daniska mennta- málaráðuneytið hafa haldið þar mjög vel á málum. En samt varð auðvitað aldrei vit- að með vissu, hvernig dóm- stólar mundu líta á hin lög- fræðilegu deiluatriði. Þess vegna var einnig mjög mikið undir því komið, hvernig til tækist um málflutning fyrir Landsréttinum. Ég hef ör- ugga vitneskju um það, að Poul Schmith, málafærslu- maður ráðuneytisins, h a f i haldið frábærlega vel á mál- stað þess. íslenidingar munu ávailt minnast þess og þakka það“. neyzlufisks verði í borginni í sumar. Sagði borgarfulltrúinn í ræðu sinni að ráðstafapir yrðu gerðar til þess að afla togara yrði landað hér í sumar og þar með tryggt að neyzlufiskur yrði á boðstólum fyrir borgarbúa. X-D Aðsúgur að Adenauer Jerúsalem 5. maí — AP. A.m.k. 15 stúdentar hlutu meiðsli í dag í óeirðum, seni urðu í háskólanum í Jerúsalem vegna komu dr. Konrads Aden- auers, fyrrum kanzlara Þýzka- lands, þangað í dag, en þetta eru þriðju óeirðirnar í ísrael síðan Adenauer kom þangað á mánudag. Um 200 lögreglumenn réðust að 1000 stúdentum, sem höfðu í frammi óeirðir, og báru spjöld með áletrunum á borð við „Adenauer Raus“, „Heim- sæktu Auschwitz" o.fl. í GÆR var NA kaldi hér á landi. Víða norðan lands, á Vestfjörðum og Austfjörðum voru él og 1—2 st. frost. Sunnan lands og vestan var bjartviðri og víða yfir 5 st. hiti en hafði verið næturfrost. gera má ráð fyrir svipuðu veðri áfram næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.