Morgunblaðið - 06.05.1966, Page 3
Föstuðagur 6. maí 1966
MORGUNBLAÐtD
3
— Handritin
Framhald af bls. 1
Starcke, fyrrverandi ráðherra,
einn skeleggasti andstæðingur
afhendingar handritanna, sem
igerði sér tíðrætt við blaðamenn,
imeðan á málflutningi stóð, sat,
er dómur var upp kveðinn, á
ibekk þeim, sem ætlaður var full-
itrúum Árnasafns. Allir nefndar-
anenn voru þarna mættir, með
prófessor Westergárd-Nielsen í
toroddi fylkingar. Prófessor Jo-
hannes Bröndum-Nielsen var
einnig viðstaddur dómsuppkvaðn
inguna, og einnig var þar mætt-
■ur Christrup, hæstaréttarlögmað-
iur, en Poul Schmith, hæstaréttar
lögmaður, verjandi í málinu,
sendi í sinn stað ungan lögfræð-
ing, samstarfsmann sinn. Hast-
rup, landsdómari, mætti einn í
í réttinum, en meðdómendur hans,
í Hörup og Tofthöj, voru ekki við
dómsuppkvaðninguna.
Forsendur dómsins
Hastrup dómari hóf mál sitt
með inngangsorðunum „Thi
kendes for ret“ — f>ví dæmist
rétt vera — og hélt svo áfram:
„að ákærði, fræðslumálaráðu-
neytið, ^ skuli sýknt saka af á-
kæru Árnasafnsnefndar (Dánar-
gjafasjóðs Árna Magnússonar).
Hvor aðili um sig skal greiða
sinn hluta málskostnaðar".
Síðan las landsdómarinn for-
eendur dómsins, sem hér fara á
eftir orðréttar: „Rétturinn lítur
iþannig á, að byggja verði á
þeirri grundvallarforsendu, að
handrit þau og skjöl, sem hér er
ium að ræða, og aðrar eignir, sem
ifrá stofnanda eru runnar, séu
eign safnsins og, að þrátt fyrir
náin tengsl þess við Kaup-
mannahafnarháskóla, sé Árna-
safn sjálfseignarstofnun, sem til
er komin fyrir einkaréttarlega
viljayfirlýsingu. Rétturinn tekur
þó tillit til þess, að allir stjórn-
armeðlimir stofnunarinnar, eru
skipaðir af hinu opinbera, ellefu
talsins, þar á meðal fimm hinna
ókærðu, sem einnig velja for-
jnann stjórnarinnar, og, að á-
kærðu greiða einnig að mestu
leyti kostnað af rekstri stofnun-
arinnar. Þessar kringumstæður
veita stofnuninni sérstöðu, sem
hefur í för með sér, að ákærði
hefur mikil áhrif á málefni stofn
unarinnar. í ljósi þessa hefur á-
kærði haft gott tilefni til að
stuðla að framkvæmd laganna
frá 26. maí 1965, sem koma til
móts við óskir íslenzku þjóðar-
innar um að eiga hluta nefndra
handrita, og leysa með því mikið
vandamál í sambúð Ðanmerkur
og íslands.
Þrátt fyrir það, að 1. kafli
1. greinar laganna feli í sér
skiptingu stofnunarinnar í
tvær deildir, sem beggja skal
gæta og stjórna í samræmi við
reglur skipulagsskrárinnar,
dæmist afhending hluta hand
ritanna og hluta af eignum
stofnunarinnar til Háskóla ís-
lands, gegn mótmælum stofn-
unarinnar, í sjálfu sér nauð-
ungarafhending. Yfirráð stofn
unarinnar yfir eignum sínum
teljast hinsvegar að mestu
leyti óskyld eignarréttindum
þeim, sem vernduð eru gegn
eignarnámi, samkvæmt 73.
grein stjórnarskrárinnar. Rétt
urinn verður hér einkum að
leggja áherzlu á þær veru-
legu takmarkanir, sem stofn-
uninni eru settar í yfirráðum
sínum yfir eignunum, og eiga
rót sína að rekja til þess, að
tilgangur stofnunarinnar hef-
ur ekki verið sá að starfa í
þágu einstakra aðila, heldur
eingöngu að varðveita hand-
ritin, með það fyrir augum,
að þau yrðu rannsökuð og
gefin út, en þeim tilgangi má
, ná, þrátt fyrir ákvörðunina
, um afhendingu þeirra.
Þegar ákvörðun er tekin
um, hvort stofnunin skuli láta
það viðgangast, að hluti handrit-
anna verði afhentur, þykir rétt-
inum tilhlýðilegt að benda á, að
Árni Magnússon, sem var leynd-
arskjalavörður, prófessor við há-
skólann í Kaupmannahöfn, og
erindreki konungs, hafði mikla
möguleika til að komast í sam-
Norrænir Lionsfélagar á fundi
STÓRMÓT Lionsmanna stendur
yfir hér í Reykjavík þessa dag-
ana. í gær kom saman samstarfs
mót umdæmisstjóra Lions á Norð
urlöndum, og taka þátt í því um
20 umdæmisstjórar frá Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Sví
þjóð auk íslenzka umdæmisstjór
ans og fyrrverandi ísl. umdæmis
stjóra.
í dag verður sett að Hótel Sögu
umdæmisþing íslenzkra Lions-
klúbba, en þeir eru 33 víðsveg-
ar um landið. Lionsmenn á ís-
landi eru nú orðnir eitthvað á
annað þúsund.
Meðal hinna erlendu gesta,
sem hér dvelja eru margir nafn-
kunnir menn. Þeir dvelja hér
fram á sunnudag og ferðast eitt
hvað um suðvesturland og til
Þingvalla.
band við þá aðila, sem fáanlegir
voru til þess að afhenda honum
handrit sín. Ákvæði skipulags-
skrárinnar um, að íslenzkir
styrkþegar og skrifarar skyldu
rannsaka og afrita handritin,
benda greinilega til þess, að
stofnunin hafi borið íslenzka
hagsmuni mjög fyrir brjósti.
Með tilliti til þeirra sérstöku
kringumstæðna, sem hér er um
að ræða, verður að telja, að ráð-
stafanir laganna gagnvart Árna-
safni falli ekki undir fyrsta
kafla 73. greinar stjórnarskrárinn
ar. Því skal ákærður sýkn saka.
— ★ —
Með þessum orðum lauk Hast-
rup, dómari, upplestri dómsins,
sem varð tilefni mikilla um-
ræðna meðal áheyrenda. Nokkur
stund leið áður_ en meðlimir
stjórnarnefndar Árnasafns yfir-
gáfu réttarsalinn, og héldu sína
leið. Fréttaritari Mbl. spurði
Westergárd-Nielsen um álit hans
á málinu, en hann veigraði sér
við því að láta það í ljós. Þegar
í gærkvöldi hafði hann tilkynnt
útvarpi og sjónvarpi, að hann
myndi ekki ræða dóminn. Hér
væri um að ræða málaferli nefnd
arinnar, og því þyrfti að koma
til umræðna með nefndarmönn-
um, áður en nokkur skoðun yrði
uppi látin.
Umdæmisstjóri íslenzka Lions
umdæmisins er Eyjólfur K. Sig-
urjónsson, löggiltur endurskoð-
andi.
ÞAÐ gerðist fyrir nokkru
er ein af farþegavélum
Flugfélags íslands var að
lenda á Reykjavíkurflug-
vellí, að flugstjórinn tók
skyndilega eftir krakkahópi
á flugbrautinni fyrir fram-
an flugvélina.
Varð flugstjórinn að setja
hreyfla flugvélarinnar á
fulla orku til að ná henni
upp aftur. Mátti þar litlu
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur:
„Vegna þess að nú með vor-
inu aukast að mun hvers konar
framkvæmdir í borgarlandinu og
nágrenni, vill Rafmagnsveitan
vekja athygli á eftirfarandi:
Á sl. ári varð kerfi Rafmagns-
veitunnar fyrir meira tjóni af
völdum verktaka og ýmissa aðila
en dæmi eru til áður. Samkvæmt
kostnaðaruppgjöri námu’ tjón á
árinu 1965 alls um 1,7 millj. kr.
Skemmdir á jarðstrengjakerf-
inu urðu alls 194 að tölu og kostn
Myndin er tekin á Hótel Sögu
í gær, er samstarfsmót Norður-
landaljónanna stóð yfir.
muna að stórslys yrði.
Það hefur iðulega komið
fyrir, að krakkar hafi farið
inn á flugbrautir, en það er
að sjálfsögðu harðbannað
vegna slysahættunnar.
Mikil ásókn bama og
unglinga er að flugvellinum
og veldur það starfsmönnum
þar erfiðleikum. Eru það til-
mæli til foreldra að þau
haldi börnum sínum þaðan.
aður um 1,6 millj. kr., en á loft-
línum urðu 42 skemmdir og kostn
aður um 100 þúsund krónur.
Kostnaður þessi lendir að sjálf-
sögðu á þeim, er tjóninu veldur
eða tryggingafélögum. Notendur
verða fyrir verulegum óþægind-
um vegna þessara bilana og kerf
ið er að sjálfsögðu aldrei jafn
gott eftir. Þá eru skemmdir þess-
ar Rafmagnsveitunni þungar í
skauti, þar eð mikið vinnuafl er
bundið við stöðugar viðgerðir og
tefur þetta fyrir öðrum frarft-
kvæmdum".
stúsThmr
Að lofa því, sem
búið er að efna
í bréfi til blaðsins segir:
„Elsku Tíminn verður heimi
óttalegri og leiðinlegri mefS
hverjum degi, sem líður. Og
svona hefur honum hrakað át!
eftir ár. Það má nú segja að w
lengi getur vont versnað, og
sannast það raunalega á þessu
vesalings blaði, sem mókir svona
í helfrónni og getur hvorki lífað
né dáið, þrátt fyrir „gleðileg jól“
„gott og farsælt nýár“ „hamingju
ríkt sumar" frá öllum sölubúð-*
um Sambandsins, hverri fyrir sig
eins oft og blaðið vantar peni
inga.
En þrátt fyrir það að fjárhags-*
grundvöllurinn sé nú svona og
svona heiðarlega fundinn, er mál
efnagrundvöllur blaðsins sízt
betur fenginn. Eins og allir vita,
hafa Framsóknarmenn aldrei haft
neitt stefnumál og því orðið að
bjargast við það í orði, sem aðr-
ir áttu ógert á borði. Er nú svo *-
komið þeirra sálarlífi, að þei*
hafa ekki annað til málanna að
leggja, en að lofa því upp á æru
og trú að berjast nú hatrammri
baráttu fyrir því, sem búið e»
að gera. Þetta kemur glöggt fram
á loforðalista Framsóknarflokks-
ins til borgarstjórnarkjörs. Þeir
bjóðast að visu til að laga hita-
veituna í trausti þess, að enginn
muni það lengur, að það voru
Framsóknarmenn, sem töfðu
framkvæmdir hitaveitunnar I
áratug. Reykvíkingum og öllum
íslendingum til ómetanlegs skaða
og tjóns.
Einhvern tíma lét Tómas Guð-
mundsson skáld þau orð falla, að
það gæti hent alla flokka að
hafa rétt fyrir sér nerna Fram-
sóknarflokkinn. Reynslan hefur
löngu staðfest sannleiksgildi
þessara ummæla skáldsins.“
* Fjdrskortui fyrir
tækja, en hallir
Framsóknarmaddaman hefur
að undanförnu öðru hvoru bros-
að blítt til atvinnurekenda og
sýnilega vonað að þeir stígju í
vænginn við sig. Hitt veifið hef-
ur þó gamla snjáldrið blasað við.
Og þannig var það í útvarpsum-
ræðunum; annað veifið var hún
uppveðruð, hitt veifið ygld.
Þannig var t.d. eitt augnablikið
um það talað, hve skelfilcga illa
væri búið að atvinnufyrirtækj-
um fjárhagslega. Þau væru yfir-
Ieitt öll á horriminni og fengju
ekkert fjármagn til að standa
undir rekstri sínum, og því síð-
ur til fjárfestingar. En í hinni
andránni var tekið að tala um,
hve skelfilegt væri að horfa upp
á það, að ýmis fyrirtæki hefðu
byggt yfir starfrækslu sína í
Reykjavík, talað um „skrifstofu-
hallir“ og annað í þeim dúrnum.
Auðvitað er sannleikurinn sá, að
flest íslenzk fyrirtæki eiga við
fjárskort að búa. Framfarahugur
inn er mikill og menn fjárfesta
eftir því sem unnt er. En jafn-
fráieitt er að fjargviðrast yfir
því, að fyritækin geti bætt starfs
aðstöðu sína og þar með komið
við betri vinnubrögðum, og búið
starfsfólki sínu betri starfsað-
stöðu. En öfundin brýst fram hjá
Framsóknarmaddömunni, þó að
hún láti blíðlega eitt og eitt ,
augnablik.
Álbræðsla stóri vinningurinn
— sagdi FramsÖknarþingmað-
urinn Hjörtur E. Þörarinssan
HJÖRTUR E. Þórarinsson
varamaður Gisla Guðmunds-
sonar 3. þingmanns Norður-
landskjördæmis eystra tók
sæti á Alþingi nokkru fyrir
þingslit. Svo er að sjá, að þar
fari maður með einarðar skoð-
anir, sem ekki hafi látið
flokksforing jann, Eystein Jóns
son, segja sér fyrir verkum.
Er frumvarpið um kísilgúr-
▼erksmiðju við Mývatn kom
til 2. umræðu í neðri deild í
fyrradag tók Hjörtur til máls.
Sagði hann þá, að sérstök
ástæða væri nú fyrir íbúa
Norðurlands að taka vel öllum
heiðarlegum tilraunum til
stofmunar atvinnufyrirtækja,
þar sem sá landsfjórðungur
hefði nú misst af stóra vinn-
ingnum, sem væri álbræðslan.
Hvað sem um hana væri sagt,
væri það staðreynd að fyrir-
tæki sem hún hlyti að vera
feikmaleg lyftistöng fyrir at-
vinnulif hvar sem hún væri
selt niður.
Lauk Iijörtur máli sínu með
því að segja að með tilliti
til skýrimga sem samninga-
nefud um kísilgúrverksmiöj-
una hefði látið uppi, væri það
álit sitt, að þingmenn yrðu að
taka þær goðar og girdar og
rétt væri aö samþykkja frum-
varpið eins og paö lægi fyrir.
Við atkvæðagreiðslu greiddi
síðan Hjörtur atkvæði með
frumvarpinu, ásamt þrem öðr-
um þingmönnium Framsóknar-
flokksins i deildinni, þeim
Birni Pálssyni, Jóni Skafta-
syni og Ingvari Gíslasyni.
Flugstjðranum tókst
að forða stórslysi
Barnahöpur á flugbrautinni er
flugvélin var að lenda
Skemmdir á rafveitukerf-
inu námu 1,7 millj. kr. ’65
t