Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 11
FöstudagtfP 8. tnaí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Tvær starfskonur safnsins, sem annast útlán. — Möhlenbrock minnist á hljómplötusöfn í skýrslu sinni. Hvernig yrði starfræksla slíkra safna hér? — Víða erlendis er komið upp hljómplötusöfnum í sam- bandi við bókasöfn, bæði til útlána en einnig til afspil- unar á staðnum. Þegar aðeins er um afspilun að ræða er hægt að komast af með frem- ur lítið húsnæði. Má byrja með þrjú til sex hlustunar- tæki, en afspilunartæk.ið er þá í borði hjá bókaverði, sem annast alla a fgreiðslu fyrir það. Kostnaðurinn af slíku hljómplötusafni yrði því aðal- lega stofnkostnaður. Væri hentugast að koma upp slíku safni í útibúinu við Sólheima eða í aðalsafni borgarinnar. Mörg fleiri verkefni má nefna, m.a. stækkun safnsins við Sólheima, talplötusafn til útlána fyrir blinda, aldraða og sjúka, útlán bóka með blindraletri, menntun bóka- varða og bókasafnsrekstur í sjúkrahúsum og slíkum stofn- unum. Ýtarleg byggingaráætlun er lögð fram fyrir það með upp- lýsingum um húsrýmisþörf og meginreglum um tilhögun byggingarinnar. Hliðstæðar uppiýsingar eru lagðar fram fyrir bókasafnsútibúin, sem lagt er til að hýsa eftir því 6em frekast er unnt í heppi- lega staðsettum skólabygging- um, þannig að starfsemi bóka eafnsútibúanna tengist við skólabókasöfnin. d) Útlánsstörfin f hagræðingarskyni er lagt til að taka upp útláns- eðferðir, sem spara vinnu, með því að leggja alveg nið- ur nokkur af núverandi verk- efnum og taka upp einfaldari aðferðir við skýrslugerð. e) Bókakosturinn Lögð er fram tillaga um meginreglur við bókakaup ásamt hagkvæmara fyrirkomu lagi við bókaval og bókfræði- lega og bókatæknilega með- höndlun bókanna. Bókakost- inn, bæði í aðalbókasafninu ©g útibúunum, þarf að auka verulega, og eru lagðar fram tillögur um það. f) Starfsmannamál Framtíðarþróun bókasanfs reksturs í Reykjavík er al- gerlega háð þjálfun starfsliðs. Gerð er tillaga til langs og skamms tíma um ráðningu og þjálfun starfsliðs. g) Skólabókasöfn Koma ber upp bókasöfn- um í öllum skólum í Reykja- vík til notkunar við kennsl- una. Gerð er tillaga um bráða birgðaráðstafanir til úrbóta þar til ráðizt er í almenna aukningu skólabókasafnanna. Mælt er með samvinnu við Borgarbókasafnið bæði varð- andi bókasafns-tæknileg atr- iði og húsnæði. h) Fjármál og fjárhagsáætlanir Gerð er, eftir því sem unnt er, grein fyrir kostnað- inum við framkvæmd þeirra tillagna, sem lagðar eru fram í álitsgerðinni. Lagt er til að gera afkastaáætlun til viðbót- «r venjulegri fjárhagsáætlun. Meginhluti ofangreindra til- lagna miða að frambúðarúr- lausnum. Vissar ráðstafanir er hins vegar nauðsynlegt að gera nú þegar meðan beðið er eftir varanlegum úrlausn- um, og fylgja því hér drög að framkvæmdaáætlun. 1. Húsnæði aðaibókasafnsins Núverandi alltof naumi húsakostur aðalbókasafnsins aftrar gersamlega áframhald- andi þróun í sjálfri útláns- starfseminni og hlutverki þess sem miðstjórnarstöð bóka- safnsrekstrar borgarinnar. — f>að þarf þes vegna að ráðast sem allra fyrst í byggingu nýs bókasafnshúss. Ráðstafanir: Ákvörðun tek- in um staðsetningu bókasafns hússins í miðbiki fyrirhugaðs nýs miðborgarhverfis. Endan- leg byggingaráætlun gerð á Snorri Hjartarson, fyrrv. borgarbókavörður grundvelli þeirrar áætlunar, sem lögð eru drög að í álits- gerðinni. Arkitekt er tilnefnd- ur til þess verkefnis að leggja fram nauðsynlegar teikningar til þess að gera nákvæma kostnaðaráætlun. Ákvörðun tekin um byggingu nýs bóka- safnshúss og nægilegt fjár- magn veitt til þess. Sem bráða birgðalausn þröngbýlisins í núverandi húsnæði er lagt til að deildin fyrir börn og ungl- inga verði flutt frá aðalbóka- hafninu í annað rúmbetra hús næði annað hvort í tengslum við lestrarsal í skóla nálægt miðbænum eða í annað hús- næði sem tekið yrði á leigu. Aðkallandi aukning á bóka- kosti deildarinnar komi til framkvæmda. 2. Húsnæði útibúanna Áriðandi er að fylgzt sé með mögulegri samhæfingu á húsnæði útibúanna og skóla- bókasafnanna, þannig að kom ið verði á réttri staðsetningu. 3. Bókasafnsbíll Sem bráðabirgðalausn á aukningu útibúastarfseminnar og skólabókasafnanna er lagt til að koma upp bókasafns- bíl. Keyptur verði bíll, sem er sérstaklega útbúinn til þessar- ar starfsemi og jafnframt afl- að nauðsynlegs bókakosts. Bókasafnsbíllinn hafi við- viðkomu á hverri biðstöð einu sinni í viku með 1—2 klst. útlánstíma á hverri bið- stöð. 4. Hagræðingaraðgerðir Ákvörðun tekin um að taka upp einfaldari útlánsað- ferðir, sem hafi í för með sér afnám sérstaks útlánsgjalds, notkun lántakandaspjald- skrár, bókaspjalda við útlán- in, sundurliðaðar útláns- skýrslur, sérstakar skýrslur um útlán bóka eftir íslenzka höfunda, upptöku einfaldari aðferða við frágang bóka og innheimtu útrunninna út- lána. Ákvörðun tekin um að taka upp einfaldari aðferðir við undirbúningsvinnu að bóka- kaupum o.s.frv., sem hafa ber í för með sér notkun hag- kvæmari eyðublaðatækni, af- nám bókakaupsskráa, notkun véla við fjölföldun spjald- skrárkorta, vissa verkaskipt- ingu með sérhæfingu. 5. Fræðslustarfsemi Teknir verði upp samning- ar við Statens biblioteksskole í Osló um inntöku nokkurra íslenzkra nemenda í skólann. Vissri eigin fræðslustarfsemi verði komið á fót innan Borg- arbókasafnsins með kennur- um bæði úr starfsliði safnsins og utan þess. 6. Starfsmannamál Vissri verkaskiptingu verði komið á í sambandi við eigin fræðslustarfsemi. Lauk verði samræmd við starfshæfni og verkefni. Stofnað verði starf aðstoðarborgarbókaverðar með verkefnum, sem greint er frá í tillögu að erindis- bréfi. ■ Framkvæmdir með hliðsjón af skýrslu Möhlenbrocks — Hverjar verða fram- kvæmdirnar, sem gerðar verða með hliðsjón af þessari skýrslu, Jónas? — Um það veit ég ekki gerla enn, enda mun hinn nýi borgarbókavörður, sem tekur við embætti í vor, vinna að því, að hrinda þeim í fram- kvæmd með borgarráði. En ég hef myndað mér skoðanir á því, sem gera þarf og hef ég ritað borgarstjóra bréf þar að lútandi, sem nú hefur ver- ið lagt fyrir borgarráð. Ég tel nauðsynlegt að þegar stað- setning .aðalborgarbókasafns- ins í væntanlegum nýjum mið bæ hefur verið ákveðin verði arktitekt fenginn til að teikna húsið. Hins vegar er rétt, að nú þegar verði hafist handa um nauðsynlegan undirbún- ing, sem sé varðandi húsnæð- isþörf og rekstrarfyrirkomu- lag. Allt of þröngt er nú um barnadeildina í Borgarbóka- safninu við Þingholtsstræti og þarfnast hún nýs húsnæðis. Þá þarf að hefjast handa um undirbúning að starfrækslu ‘bókabifreiðar, en hún þarf að geta tekið í hillur um 2500 bindi. Reikna má með að nota megi gamlan strætisvagn, 10 —11 metra á lengd og 2,5 metra á breidd. Verði þessari bifreið ætlað að annast útlán í nýjum hverfum borgarinn- ar áður en útibú eru reist þar og einnig í þeim hlutum borg- arinnar ,sem vegna fámennis bera ekki útibú. Aðstaða útibús Borgarbóka- safnsins í Vesturbæ er ófull- nægjandi og þarf að útvega rúmgott húsnæði þar. Annað hvort þarf að byggja yfir safn ið eða fá húsnæði leigt. At- hugandi væri einnig hvort bókabifreið gæti ekki sinnt þörfum hverfisins að ein- hverju leyti, þar til rýmra húsnæði fæst. Starfsemi Borgarbóka- safnsins 1965 í skýrslu um starfsemi safnsins má sjá, að heildar- útlán Borgarbókasafnsins ár- ið 1965 voru samtals 266.898 bindi, en það er 8378 bindum meira en árið áður. Lánþeg- um fjölgaði á árinu 276 og gestum lesstofu aðalsafns um 203. Aftur á móti fækkaði gestum á lesstofum barnaskól- anna um 563. Eftirtektarvert er hve útlán bókakassa til skipa hefur auk izt, en á árinu voru lánaðir 117 kassar (í hverjum kassa eru 40 bækur) í stað 92 árið áður, eða 27 fleiri. Árið 1965 voru keyptar 1 bókasafnið 8793 bækur fyrir samtals kr. 1.218.413.11. Af þessum bókum voru 6425 skáldrit á íslenzku og 266 skáldrit á erlendum tungum. Bækur um fræðileg efni voru 2102, þar af voru um 303 á erlendum málum. Meðalverð keyptra bóka i safnið á árinu var kr. 138.50, en árið 1964 var það kr. 114.00. Bókaeign safnsins í árslok 1964 var 89.506 bindi. Árið 1965 voru sem fyrr segir keypt 8793 bindi, 71 afskrif- uð bók kom aftur: samtals 8864. Á árinu voru 240 bæk- ur afskrifaðar sem tapaðar, og 5650 bindi urðu ónýt, sam- tals: 5890 bindi. Aukning binda á árinu varð því 2974 bindi. f árslok 1965 bókaeign safnsins alls 92.480 bindL x- Hér lesa skólanemendur undir próf í ró og næði. » U K BORGIMIMI U GINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.