Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 11
í>r!?3udagur 7. júní 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Breyting á stjórn inni í Saigon — Njóta ekki stubnings róttækra Búddatrúarmanna Myndin er af líkani, sem sýnir stórhýsi IOGX á Akureyri, eins og það er fyrirhugað. Miklar byggingaframkvæmdir templara á Akureyri Akureyri, 6. júní. t GÆR bauð framkvaemdaráð IOGT á Akureyri fréttamönnum o.fI. til kaffidrykkju í tilefni þess að þá hófust framikvæmdir við miklar byggingafyrirætlanir Regl unnar og aukningu á húsnæði því, sem hún á nú, þ.e. Hótel Varðborg og Borgarbíó. Arnfinnur Arnfinnsson formað ur framkvaamdaráðsins og Stefán Ágúst Kristjánsson, höfðu orð fyrir gestgjöfunum og skýrðu frá hinum fyrirhuguðu fraunkvæmd- um. Fyrir allmörgum árum festi IOGT kaup á stórri tóð vestur af hótelinu, en vegna þess, hver dráttur hefur orðið á fullnaðar- 6kipulagi þessa svaeðis, var ekki unnt að hefjast handa fyrr e nú. Ætlun IOGT er sú, að koma upp fjölbreyttum skemmtistað, þar sem ungir og gamlir geta komið saman sér til dægrastytt- ingar án þess að vín sé um hönd haft. Áætlað er, að byggingar- framkvæmdum ljúki á 5—6 ár- um. í sumar á að reisa viðbót við Hótel Varðberg, sem nemur 8 herbergjum (16 gistirúmum), auk þess sem Café Scandia mun stækkuð, so að veitingastofan taki um 50 manns í sæti. Síðar á að breyta anddyri Borgarbíós og leggja það undir veitinga- stofuna og munu þá 90 gestir geta setið þar í einu. Þriðja stigið er svo að reisa stóran kvikmynda- og hljómleika sal, sem tekur 450—500 manns í sæti og mun núverandi bíósal þá verða breytt í funda- og dans- saL Hin nýju gistiherbergi verða búin sérstökum bað- og snyrti- klefa hvert um sig og á ýmsan annan hátt betur úr garði gerð en önnur herbergi hótelsins. Eftir stækkunina tekur Hótel Varð- borg 60 næturgesti. Verktaki verður Hagi h.f. Auk hins umfangsmikla bíó- og veitingarekstrar á þessum stað rekur IOGT veitingastofu á Akureyrarflugvelli. Ennfrem- Ur hefur Reglan tekið á leigu fyrrverandi húsnæði Sjúkrasam- lags Akureyrar við Kaupvangs- stræti undir æskulýðs- og tóm- stundaheimili næsta vetur. Þess má geta, að Menntaskól- inn á Akureyri tók Hótel Varð- Stefán Agúst Kristjánsson tekur íyrstu skóflustunguna að hinum nýju byggingaframkvæmdum. „Björnslerne Björnson og Norðurlönd“ HARALD L. Tveterás yfirbóka- vörður á háskólabókasafninu í Osló flytur fyrirlestur í boði Há- skólans miðvikudag 8. júní kl. 5,30 eJi. Nefnist fyrirlesturinn „Björnstjerne Björnson og Norð- urlönd“. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og í I. kennslu- stofu. Öllum er heimill aðgang- ur. (Frá Háskóla íslands). borg á leigu s.l. vetur handa heimavistamemendum og verður svo einnig að minnsta kosti næsta vetur, enda gafst það ágætlega. Að kaffidrykkju lokinni var gengið suður fyrir húsið, þer sem Stefán Kristjánsson tók fyrstu skóflustunguna að viðbótarbygg ingunni. — Sv. P. Saigon, 6. júní. — (AP-NTB) HERFORINGJASTJÓRNIN í Suður-Vietnam birti í dag lista yfir tíu óbreytta borgara, sem hún hyggst taka inn í ríkisstjórnina. En í dag var útrunninn frestur sá, er leið- togar Búddatrúarmanna höfðu veitt ríkisstjórninni til að segja af sér og láta borgara- stjórn taka við völdum. Fyrir í stjórninni eru tíu herforingjar, og er ætlunin að þeir haldi ráðherraembætt um sínum. Þegar tilkynnt hafði verið um breytingarnar á stjórninni, var haldinn fjölmexmur fundur Búddatrúarmanna í Saigon, þar sem talið er að um 80 þúsund manns hafi verið saman komnir. Var þar ítrekuð fyrri krafa Búddatrúarmanna um að forseti landsins, Van Thieu hershöfðingi, og Cao Ky forsætisráðherra, segðu af sér embættum. Segir í samþykkt Búddatrúarmanna m.a. „Ef hershöfðingjarnir tveir verða áfram við völd með aðeins smá- vægilegum breytingum á stjórn- inni, er það engin lausn, en verð ur aðeins til þess a'ð auka and- stöðu þjóðarinnar.“ Meðal borgara, sem taka áttu sæti í ríkisstjórninni, eru marg- ir þekktir stjórnmálamenn, full- trúar rómversk-kaþólskra, og trúarflokkanna Hao Hao og Cao DaL Einnig voru þar tveir Búdda trúarmenn, en þeir teljast ekki fulltrúar Búddakirkjunnar, og fylgja ekki róttækum armi Búdd ista, sem mest hefur staðið gegn her for ingj as tj óminni. Talið er að herforingjastjóm- inni hafi verið ljóst að tillögur hennar um breytingar á stjóm- inni mundu ekki njóta stuðnings róttækra Búddista, en að stjóm- in vilji með breytingunni reyna að öðlast auknar vinsældir með- al þjó'ðarinnar. Á þann hátt geti hún ef til vill einnig náð til frjáls lyndari Búddatrúarmanna og öðl ö ast betri vígstöðu gegn þeim rót- tæku. Komst ekki inn TILRAUN til innbrots var gerð aðfaranótt sunnudags í verzlun- ina Flórída á Hverfisgötu. Brot- in var rúða að húsabaki, en þar sem rammlega var gengið frá glugganum komst innbrotsmað- urinn ekki inn. Nýútskrifaðir húsmæðrakennarar með skólastjóra og kennurum. Fremri röð frá vinstri: Jónina Hallgrímsdóttir, Grímhúsum, Aðaldal; Guðrún Guðmundsdóttir, Vorsabæjarhjáieigu, Ámessýsla; Sigríður Haraldsdóttir, kennari; Vigdis Jónsdóttir, skólastjóri; Anna Guðmundsdóttir, kennari; Elísabet Magnúsdóttir, R. og Hallfríður Bjamadóttir, Ytri Vargjá, Eyjafirði. — t aftari röð frá vinstri: Hólmfríður Pétursdóttir, R., Jenny Sigurðardóttir, Húsey, Hróarstungu; Sigríður Hjart- ar, Akranesi; Halldóra Guðmundsdóttir, Högnastöðum, Hrunamannahreppi; Bima Ástvaldsdóttir, R.; Sigríður Runólfsdóttir, Stöðvarfirði; Elín Magnúsdóttir, Birkihlíð, Reykholtsdal og Lovísa Ey- mundsdóttir, Hjarðarnesi, HornafirðL Húsmœðrakennaraskól- inn lengist nú í 3 ár Komið upp sérdeild fyrir rábskonur HÚSMÆHRAKENNARASKÓLA íslands var sagt upp 1. júní. — Luku 12 húsmæðrakennarar prófi eftir tveggja ára nám, en það verður siðasti hópurinn, sem út- skrifast samkvæmt gömlu lög- gjöfinni. I skólasbtaræðu sinni, skýrði skólastjóri, Vigdís Jónsdóttir, frá því að þeir nemiendur, sem hefja nám naesta haust, mundu falla undir nýju lögin. En þar er gert ráð fyrir að húsmæðrakennara- námið lengist og verði 3 ár, þ.e. 3 vetur og .1 sumar. Þá er fýrirhugað að starf- rækja nýja deild við skólann, sem á að mennta stúlkur til ráðs konustarfa. Hefst hún líka í haust. Verða stúlkurnar í þeirri deild tvö námsár í skólanum og eiga að vinna eitt ár í eldhúsi á sjúkrahúsi eða einhverju stóru mötuneyti, áður en þæí fá full réttindi. Við skólauppsögn voru mættir 20 ára nemendur skólans og gáfu skólanum vandaða smásjá. Einn- ig 10 ára nemendur, sem gáfu skólanum fagurt myndofið vegg- teppi eftir Vigdísi Kristjánsdótt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.