Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 17
ÞríSJuáérgur 7. júní 1966 MORCU N BLAÐID 17 Ránfuglar gera einnig gagn Viðtal við tvo bandariskafuglafræðinga, hjónin Irmu og Maurice Broun Irma og Maurice Broun (Ljósm. Sv. Þorm.) í BYRJUN þriðja ártugs- ins hóf kona nokkur, Mrs. Edge að nafni, söfnun með al áhugamanna um fugla- vernd í Bandaríkjunum. — Safnaði hún fé til kaupa á landflæmi miklu í Penn- sylvaníu, sem heitir Hawk. Mountains og er nú einn af 48 griðastöðum, sem hlotið hafa viðurkenningu Bandaríkjastjórnar. Garð- ur þessi er um 1222 hekt- arar og varð árið 1932 frið- aður fyrir tilstilli konu þessarar og ýmissa ann- arra, þ. á m. banda- rískra hjóna, sem bæði eru fuglafræðingar að mennt og helgað hafa þessu starfi krafta sína. Þau hjón hafa dvalið hér á landi nú um skeið, en þau eru á leið til fuglafræðinga ráðstefnu, sem halda á í Oxford nú í sumar og f jalla mun m.a. um fuglafriðun. Við náðum tali af þeim hjónum, en þau heita Irma tilgangi að fræðast svolít- ið um þá merku starfsemi, sem þau fást við. — Hver eru aðiltildrög að friðun Hawk Mountains? — Fram til ársins 1932 voru í þessu fjalllendi ránfuglar drepnir unnvörpum og skiln- ingur fólks á því, að jafnvægi milli tegundanna væri nauð- synlegt var af skornum skammti. Hawk Mt. er hluti af stórum fjallgarði, sem heit- ir Appalachi og vor og haust svífa þúsundir ránfugla á uppstreymi lofts, sem mynd- ast við fjallshlíðarnar þarna yfir, ofan úr háfjöllunum. Þar var margt sjaldgæfra fugla. Við hjónin komum fyrst á staðinn árið 1934 og þá var skilningur fólksins þar svo takmarkaður að okkur var ógna'ð af vopnuðum mönnum oftar en einu sinni. Fyrir fri'ð- unina voru drepnir þarna ár- lega um 15000 ránfuglar. Síð- an hefur pessi friðunarstarf- semi þróazt og nú eru haldin í garðinum fræðslunámskeið fyrir almenning og þó sérstak- lega ungt fólk. — Eru það þá sérstakir fé- lagahópar, sem koma í garð- inn? T.d. koma árlega um 1200 skátar og synna sér náttúru- fræðileg efni og una sér yfir- leitt vel við fuglasko'ðun o.s. frv. Alls koma um 32000 gest- ir árlega frá 32 þjóðlöndum víðs vegar um heim. Er þessi gestafjöldi okkur, sem að þessu stöndum mikill styrkur fjárhagslega. Áður en friðun komst á gætti mikils misskilnings með al manna í sambandi við rán- fugla. Menn héldu að þeir væru einungis til óþurtfar og væru réttdræpir hvenær sem í þá næðist. Þessir ránfuglar halda hins vegar niðri offjölg- un í stofnum smærri fugla og eru þannig til mikils gagns, koma í veg fyrir að jafnvægi náttúrunnar raskist. Með kynningarstarfsemi okkar hafa nú 22 ríki innan Banda- ríkjanna verndað allar tegund ir ránfugla, en 26 ríki hafa fri'ðað tegundir, sem brýn nauðsyn hefur verið á að friða. Áður fyrr var ekki um neina friðun að ræða. Skilja menn nú betur stöðu ránfugl- anna í heildarmynd plöntu- og dýraríkisins. Nú eru um 15 tegundir ránfugla í Penn- sylvaníu. — Hvernig félagsskapur er þetta? — Þetta er algjört einkafyr- irtæki áhugamanna. Félags- gjald er lægst 3 dollarar, en annars eru frjáls framlög. — Hins vegar hefur skilningur stjórnarvalda aukizt mjög á þessum málum. Bandaríkja- stjórn hefur nú stofnsett þjóð- garða til verndar náttúru- fræðilegum sérkennum um öll ríkin og nemur samanlagt landflæmi þeirra nú orðið um 4 milljónum og 320 þúsund hekturum. Iðnaður og land- búnaður hefur aukizt gífur- lega eins og allir vita. Þessar atvinnugreinar krefjast sífellt meira lands og fer nú hver að verða síðastur um friðun ým- issa sérkennilegra staða. Það gladdi okkur mjög, að rétt áður en við lögðum upp í þessa fertS fengum við við- urkenningarskjal frá stjórnar- völdunum fyrir starf okkar í Hawk Mt. Sams konar viður- kenningu hlutu einnig 47 aðr- ir griðastaðir og er það mik- il viðurkenning, þar sem um einkaframtak er að ræða. Að þessu höfum við unnið í þrjá áratugi, reynt að halda land- inu ósnortnu og athygilsvert er að í öllum Bandaríkjun- um eru aðeins 48 stáðir, sem uppfylla kröfur stjórnarinn- ar. — Hve margar tegundir fugla hafa sézt í garðinum? — Tegundirnar eru 226, auk þess sem einnig eru þar 30 tegundir^spendýra og rúmlega 500 tegundir æðri plantna. — f aðalatriðum álítum við Hawk Mt. sem eins konar lif- andi náttúrusafn, þangað sem öllum er heimilt að koma, rannsaka og skoða, en þó und- ir leiðsögn. FriðunarráSstafanir sem þessar, er við höfum beitt okkur fyrir í Bandaríkjunum eru nú í allflestum löndum orðnar mjög tímabærar og hefjast verður handa áður en það er orðið um seinan. Ég minnist þess að fyrsti íslend- ingurinn, sem kom í Hawk Mt. var dr. Finnur Guðmunds son, fuglafræðingur og sýndi ég honum garðinn. Hann varð mjög hrifinn að því er ég held af því, sem hann sá þar og man ég, að hann hafði orð á því að einn daginn sá hann 130 fuglategundir, sem hann hafði aldrei á'ður séð. — Og nú eruð þér á leið á ráðstefnu í Oxford? — Já, ég er að fara með kvikmynd, sem tekin hefur verið í Hawk Mt. og sýnir fuglalífið þar, auk þess, sem ég mun halda þar fyrirlestur. Fuglaverndarfélag íslands sýndi áhuga á að ég hefði hér viðdvöl á ferð minni og sýndi myndina. Ég mun sýna mynd ina á opnum fundi einhvern tíma á tímabilinu frá 12.— 16. júní, en það er ekki fast- ráði'ð enn, hvenær það verð- ur. Kvikmyndasýningin mun þó að öllum líkindum verða í 1. kennslustofu Háskóla fs- lands, sagði Broun að lokum. og Maurice Broun, í þeim — Já, mikið er um það. Þessi mynd sýnir hið grimm darlega tómstundagaman manna. Á myndinni, sem tekin er í október 1932 eru 230 dauðir fálkar. Er þörf á leitarstöö fyrir magakrabba? í LÆKNABLAÐINU er grein eftir Ásmund Brekkan, yfirlækni röntgendeildar Borgarsjúkrahúss ins um afdrif sjúklinga með krabbamein i maga ári eftir röntgengreiningu. f stuttum inngangi er gerð grein fyrir rannsóknum á tíðni og staðsetningú magakrabba hérlendis og nokkur saman- burður gerður við erlendar rann fóknir. Þá eru í töflum lagaðar fram athuganir á röntgengreiningum á magakrabba við röntgendeild Lapdspítalans á árinu 1964, ásamt upplýsingum um afdrif sjúkling- anna, miðað við 1. júlí 1965. Hjá 74 sjúklingum var rönt- gengreiningin „tumor ventriculi" gerð í fyrsta sinni á árinu. Sjúkdómsbreytingar í maga voru staðfestar við skurðaðgerð eða á annan hátt hjá 91% þeirra en þar af voru 49, eða.96.2% allra, með magakrabba. Þessum 49 sjúklingum eru gerð nánari skil: 39 þeirra komu ti'l skurðað- gerða, en átta voru krufðir. Af sjúklingunum, sem skornir voru upp, voru tíu, þ.e. 25.6% á lífi 1. júlí 1965, en að frátöldum þeim sjúklingum, er höfðu mein- vörp eða ífrandi vöxt út fyrir maga, voru 84.6% á lífi í lok athugunartímabilsins. Það eru 22.4% allra sjúklinganna með röntgengreint krabbamein. Samanburður á afdrifum þessa sjúklingahóps við víðtækari rannsóknir, sem birtar hafa ver- ið erlendis, leiðir í ljós sömu greiningartíðni og skurðtæki (operabilitet) magakrabba, en niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta aðeins enn einu sinni nauðsyn bættra og nýrra rann- sóknaraðferða í leit að maga- krabba. Um þetta segir m.a. í grein- inni: Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hverjum ráðum skuii beitt til þess að ná fyrr til þess- ara sjúklinga, en meðal hugsan- legra leiða til þess má nefna: 1) Sérstök leitarstöð. Hún þarf að ráða_ yfir fullkominni frumu- ranrvsóknarstofu, sérfræðingi í magaspeglun og hafa aðgang að fullkominni röntgenstofnun, auk almennrar blóðmeinarannsókn- arstofu. Hér á Íslandi liggja fyrir talsvert ljósar upplýsingar um aldurs- og kynjaflokkun maga- krabbans, og ætti því að vera fræðilegur mögleiki á að taka þá hópa til rannsókna, sem hafa tölulega mestar líkur fyrir maga krabba. 2) Hin leiðin er sennilega miklu torsóttari. Hún væri reist á umfangsmiklum rannsóknum á klínik, blóðmeinafræði enzyma mynztrum, mataræði og erfðum, í þeim tilgangi að fá fram mynzt ur (pattern), sem benti eindreg- ið á hættu á magakrabba. Slík rannsókn hefur e.t.v. verið ófram kvæmanleg fram til þessa, en með sjálfvirkni í rannsóknar- stofum og rafreikna til gagna- úrvinnslu virðast nokkrar líkur til þess, að hún gæti borið já- kvæðan árangur, og myndi kostn aður ekki óyfirstíganlegur, ef gerð væri á aliþjóðlegum vett- vangi. Skólanum að Löngumýri slitið Húsmæðraskóla Þjóðkirkjunn- ar á Löngumýri í Skagafirði var slitið miðvikudaginn 25 f.m. Viðstödd var skólanefnd en hana skipa sr. Ingólfur Ástmarsson biskupsritari, Jóhann Salberg Guðmundsson prestur staðarins sr. Gunnar Gíslason, frk. Hall- dóra Eggertsdóttir námsstjóri og fjöldi annarra gesta. Athöfnin hófst með sálmasöng Sr. Helgi flutti bæn, skólanefnd arformaður flutti hugleiðingu og ennfremur kveðju og árnaðar- óskir frá nemendasambandi skól ans sem stofnað varl963. Afihenti hann skólanum gjöf frá nem- endasambandinu, málverk af for stöðukonunni frk. Ingibjörgu Jóhannsdóttur, málað af Sigurði Sigurðssyni listmálara. Áður hafði nemendasambandið gefið máverk af Björgu Jóhannesdótt- ur kennara á Löngumýri. Enn- fremur afhenti hann með árn- aðaróskum gjöf frá tuttugu ára nemendum. „Batik-mynd er frú Sigrún Jónsdóttir hefur gert. Að lokum flutti forstöðukon- an snjalla skólaslitaræðu, þakk- aði fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum vetri, árnaði heilla og áfhenti verðlaun. Sýning á margvíslegri handa- vinnu nemenda var opin þennan dag. Kvöldið fyrir skólaslitin söfn- uðust nemendur saman í Víði- mýrarkirkju til messugjörðar hjá sr Sigfúsi J. Arnasyni sókn- arpresti að Miklabæ þar sem fór fram velæfður og fjölbreyttur sálmasöngur nemenda undir sjórn Guðrúnar Birnu Hannes- dóttur. Eins og nærri má geta var að lokum setzt að ríkuleg- um veitingum. Skólagörðuim Reykjavikur Irestað SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur, sem áttu að hefja sumarstarfsemi sína í gær, gátu ekki tekið til starfa, þar sem ktaki er enn mik- ill í jörðu og því ekki hægt að plægja jörðina að svo stöddu. Hópur barna og unglinga var mættur á staðinn og var þeim sagt að koma aftur n.k. fimmtu- Ha €t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.