Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 3
J^liOJUUdgUl I. JUill i»UU IN V A W W II w b n v ( v MARGIR sem áttu leið um Vesturlandsveg sl. laugardag ráku upp stór augu er þeir sáu, hvar stór þyrilvængja frá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli lenti þar skammt frá fiskiræktarstöðinni að Laxalóni. Sumir álitu jafn- vel, að þyrlan væri að nauð- lenda þarna. Svo var þó ekki, heldur var I’okarnir bornir í þyrluna Unglax fluttur meö þyriu Enginn lax drapst á ferðalaginu erindi þyrlumanna að ná í eigu fyrirtækisins Látravík 4-5000 unglaxa, sem voru í hf., og átti að flytja þá með þyrilvængjunni til Láróss, sem er skammt frá Grafar- nesi. Löxunum sem flytja átti, var komið fyrir í plastpok- um, sem höfðu áður verið fylltir með vatni, en síðan var pokinn áfylltur með súr- efni. Laxalón mun vera fyrsta fiskiræktarstöðin hér á landi, sem notar þessa flutn ingaaðferð, sem er að sögn Skúla Fálssonar á Laxalóni,' á allan hátt hagkvæmari en að flytja þá í kerum eða brúsum. Þegar unglöxunum hafði verið komið vel fyrir í þyrl- unni hóf hún sig aftur á loft, og fiaug beint til Láróss. Gekk ferðin mjög vel, og drapst ekki einn einasti lax á ferðalaginu. Skúli tjáði Mbl. í gær að í þessari viku stæði til að flytja um 2 þús- und unglaxa til Svartár í Skagafirði, en í stað þess að flytja þá með þyrlum, yrðu þeir fluttir með venju-. legri flugvéL STAKSTIINAR Laxinn tekinn úr þrónni Von á nýjum kart- öflum í júnílok C&tt að þurrka hvítu, írsku kartöflurnar effir suðu til að ná úr þeim vatninu Laxarnir settir í plastpokann AW ÞVÍ er Jóhann Jónasson, for stjóri Grænmetisverzlunar land húnaðarins tjáði Mbl. í gær, eru væntanlegar nýjar kartöflur á markaðinn hér í júnílok, senni- lega frá Portúgal eða Ítalíu. — Salan á kartöflum er 600—700 Fyrsti luxinn ór Lnxú í Kjós IFYRSTI laxinn sem veiítst í Laxá í Kjós á þessu sumri, fékkst sl. sunnudag, öðrum degi veiðitímabilsins. Laxinn var 10 pund og sá er veiddi hann heitir Guðlaugur Franzon. Ragnar Lár. sýnir í Mokka-kaffi RAGNAR LÁR opnaði sýningu á Mokka-kaffi sl. sunnudag. Hann sýnir 14 myndir, álímingar- og svartlistarmyndir. Þetta er í annað skipti’ð, sem Ragnar sýnir í Mokka-kaffi, en hann hefur að auki haldið 2 sjálf- 6tæðar sýningar í Reykjavík og ennfremur á Akranesi tonn á mánuði yfir sumartím- ann. Morgunblaðið sneri sér til Jóhanns í gær sökum þess, að kvartað hefur verið undan írsk um kartöflum, sem nú eru hér á boðstólum. Jóhánn sagði, að íslenzkar kart öflur hefðu verið uppseldar í maílok, en vegna gin- og klaufa ; veikinnar á meginiandi Evrópu 1 hefði orðið að leita annað með innkaupin. Keypt hefðu verið 600 tonn af uppskeru síðasta árs í írlandi. en þar hefði ekki fengizt nema lítið magn af gulum kartöflum, sem íslendingar vilja helzt, og því orðið að kaupa hvítar, sem írum sjálfum finnast beztar. — Ekki hefði verið um annað að ræða þar sem frar áttu aðeins lítið magn af kartöflum til ut- flutnings. Jóhann kvað íslendingum yfir leitt ekki falla hvítar kartöflur í geð. Kvast hann vilja benda húsmæðrum á, þar sem kvartað hefði verið undan vatnsbragði af þessum hvítu kartöflum, að hella af þeim vatninu eftir suðu og hita þær um stund, í ofni til dæmis, því við það fengist vatnið úr þeim. Einnig væru þessar kai-töflur mjög góðar til að steikjast. 50 veðurfrœðing ar þirsga í Rvík í DAG hefst í Hagaskólanum í Reykjavík 5. ráðstefna norrænna veöurfræöinga. Flosi Hrafn Sig- urösson, veðurfræðingur, sem á- samt þeim Páll Bergþórs- syni og Markúsi Á. Einarssyni hefur annazt undirbúning ráð- stefnunnar, greindi fréttamanni Morgunblaðsins frá því, að þetta væri i fyrsta sinn, sem norrænir veðurfræðingar koma saman til þings á íslandi, en áður hafa slíkar ráðstefnur verið haldnar á öllum hinum Norðurlöndunum. Að þessu sinni sækja norrænu veðurfræðirá'ðstefnuna rúmlega 50 veðurfræðingar, 3 frá Dan- mörku, 5 frá Finnlandi, 12 frá Svíþjóð, 74 frá Noregi og 18 ís- lendingar. Flosi greindi frá því, að venjulega hefðu ráðstefnurn- ar verið fremur takmarkaðar við Brotist inn í Gosa INNBROT var framið í verzlun ina Gosa að Skólavörðustíg 10 að faranótt sunnudags og þar var stolið 80 krónum í skiptimynt og þrem kartonum af sígarett- ákveðin efni, en að þessu sinni verða fleiri svið tekin til um- ræðu, m.a. úrkoma, þoka, veð- urspár og flugveðurfræði. Ráð- stefnan stendur til laugardags og verður þátttakendum boðið í ferð um Reykjavík í dag og á morgun fara þeir í boði Veður- stofunnar til Hveragerðis, Skál- holts, Gullfoss, Geysis og Þing- valla. Flosi Hrafn lét þess getið, að það væri íslenzkum veður- fræðingum mjög mikiivægt a’ð fá tækifæri til að halda slíka ráð- stefnu og hitta starfsbræður sína frá hinum Norðurlöndun- um. FuElt. úaráð He!mikal*ar FULLTRÚARÁÐ Heimdallar FUS er boðað til fundar í Félags heimilinu Valhöll við Suðurgötu kl. 20,30 miðvikudag 8. júní nk. Áríðandi er að sem allra flestir meðlimir fulllrúaráðsins mæti á fundinum. Hræb ai Sá blaðamaður íslenzkur, sem af mestri þröngsýni og ofstæki ritar um stjórnmál hneykslast mjög á því í blaði sinu, Þjóðvilj- anum, sl, sunnudag, að umræður m um Vietnam í islenzkum blöðum hafi ekki farið inn á þær braut- ir, sem honum eru þóknanlegar. Útlendum manni sagði hann: „að Þjóðviljinn hefði rætt mik- ið um styrjöldina í Vietnam og birt greinar og ræður eftir kunna rithöfunda og menntamenn, en þar með væri upptalið”. Og í lok greinarinnar segir hann: „Tilgangurinn með þessum greinarstúfi var sá að vekja at- hygli á því hvað opinberar i»m- ræður á íslandi eru yfirleitt ein- staklega lákúruregar. Hér koma naumast fyrir frjáls skoðana- skipti um þau mál. sem mestu varðar. En séu mál ekki rædd á frjálslegan og heiðarlegan háti* fást aldrei neinar markverðar niðurstöður”. » Við hér á íslandi höfum af einhverjum furðulegum ástæðum ekki gert okkur grein fyrir því að dagblaðið Þjóðviljinn ræðir málin á „frjálslegan og heiðar- íegan hátt“, og að skrif þess blaðs eru ekki „Iágkúruleg“ eins og hinna .Það er vissulega tími til kominn að þessi staðreynd verði landsmönnum ljós, enda birtist hún daglega í heiðarlegum ^og flekklausum skrifum Magnús ar Kjartanssonar! Berlín, Kórea og Vietnam Styrjöldin í Vietnam er aðeins * einn þáttur þeirrar ofbeldis- stefnu, sem konnnúnistar hafa rekið um heim allan frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari. í Berlín skildu kommúnistar að sókn þeirra í Evrópu var stöðv- uð, í Kóreu tóku aðildarríki Sant einuðu þjóðanna höndum saman og hrundu árás kommúnista. Nú stendur stríðið um Suður-Viet- nam. Styrjaldir hafa miklar hörmungar í för með sér, og eng- in þekkir það betur en það fólk sem býr í Vietnam og hefur ekki aðeins síðastliðinn aldarfjórðung heldur í margar aldir verið hrjáð af styrjöldum og hernaðarátök-** um. En þeir menn, sem hafa gert það að sínu lífsstarfi að verja ofbeldisverk kommúnista í Sovét ríkjunum í allri Austur-Evrópu, í Berlín, í Ungverjalandi, t Kóreu og Kina og nú síðast í Vietnam, eru ekki til þess fallnir að rísa upp með vandlætingarsvip og ásaka aðra um ofsóknir á hendur lítilli þjóð. Þeirra samvizka er flekkuð, þeirra fortið er dökk, og þeim væri sæmst að láta sem minnst í sér heyra um ofbeldis- verk kommúnista í Vietnam, meðan þeir eru ekki reiðubunir ^ til þess að koma fram eins og menn og fordæma þá ofbeldis- stefnu sem valdið hefur fólki i fjölmörgum löndum viðsvegar um heim ólýsanlegum hörmung- um. En kommúnistar hér á landi eru enn samir við sig. Þeir mæla enn bót árásarstefnu skoðana- bræðra þeirra hvar sem hún kemur fram i heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.