Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 7. júní 19W MORGU NBLAÐIÐ 21 — Spasský Framhald af bls. 12 yfirleitt litið frjáislega á slíkt á Vesturlöndum. Ef það til dæmis kemur í ljós í hjóna- bandinu, að hjónin eiga ekki saman andlega og bilið þykir óbrúandi, er skilnaður oft talin e’ðlileg lausn“. I' „Þannig vdr það einnig í okk ar tilfelli", segir Spasský. Og íhann segir mér nánar frá hjóna bandinu, dóttur sinni og konu, sem er gift að nýju. Nýir sigrar „Hvað viltu segja mér um fyrsta einvígið — einvígið gegn Keres? Hvaða vinnings- líkindi taldir þú þig hafa fyrir- fram í því?“ i. „Útkoman í innbyrðis-skák- lUm mínum við Keres fram að einvíginu var sigur, tap og átta jafntefli. Ég taldi sigurlíkur mínar þó litlar. Ég bar mikla virðingu fyrir andstæðingi mín- um, og svo er ég svartsýnismað- iur í eðli mínu, eða var það áð minnsta kosti á þessu stigi. Má vera að mótgangur minn á skák ferlinum fram að þeim tíma !hafi orsakað það. En ég var ! ékveðinn í að veita honum harða mótspyrnu og falla með sæmd, ef ég gæti ekki sigrað. Sigurlíkur mínar áætlaði ég ekki meiri en fellst í hlutfall- inu 4 á móti 6“. i „Það var þá kaldhæðni ör- laganna, að Keres skyldi tapa fyrir þér með tölunum 4 gegn 6“. | „Það má segja svo. Og fáir urðu víst meira undrandi en ég. Sigurinn hafði mjög örv- andi á'hrif á sjálfstraust mitt. Strikaði út gamla minnimáttar- ikomplexa býst ég við“. „Þú hefur þá ekki verið eins óbjartsýnn fyrir einvígið við Geller?“ „Nei, en ég var alls ekki mjög bjartsýnn ennþá. Ég vissi þó nú, að ég gat teflt. Vinningsstaða okkar Gellers fyrir einvígið var þrír gegn þremur auk jafn- tefla. Ég taldi hann heldur sig- urstranglegri, þótt ég teldi nú sigurlíkur mínar meiri en 4 á móti 6“. „Og svo sigraðir þú með 5Vz gegn 2% án þess að tapa skák“. „Já, og það jók enn sjálfs- traust mitt. Hafi ég áður verið bölsýnn, þá gerðist ég.nú bjart- sýnn í betra lagi. Fékk trú á 1 hæfileikum mínum“. r „Hvernig fannst þér sú til- | hugsun að eiga að þreyta ein- ! vígi við Tal?“ ) I Gegn Tal i „Það var vitanlega afar mikil vægt einvígi og persónulegur heiður fyrir mig að fá að keppa við Tal. Vinningsstaða okkar ! var þá fimm gegn einum mér f hag. Eina tapið var í Ríga í 1958, sem hafði verið mér svo dýrkeypt. Ég hafði því harma minna að hefna. Að þessu sinni þekkti ég andstæðinginn vel. Ég fann, að það var nauðsyn- legt að vinna þetta einvígi. Finna sinn eiginn styrkleika, en umfram allt — veikleika and- •tæðingsins. Hvað það snerti hlaut ég mikla hjálp frá þjálf- «ra mínum — Bonderevský. Við •yddum löngum tíma — þrem eða fjórum dögum — í sálfræði- legan undirbúning eingöngu. Fyrst að því loknu hófum við kerfisbundinn undirbúning víð Bkákborðið. Niðurstaðan varð tvær höfuðreglur: 9 1. Að lenda aldrei í tíma- þröng, hvað sem það kostaði. 2. Fyrir alla muni — koma f veg fyrir að Tal næði frum- kvæðinu“. „Það er gaman að heyra um slíkan sálfræðilegan undirbún- ing“. > „Slíkar reglur voru afar mikilvægar, þegar Tal var að mæta. Tal beitir mjög sálfræði I skákum sínum — baráttusál- fræði er ein af hans sterku hlið um. Lendi einhver í tímahraki gegn honum, er voðinn vís. Tal er þá öruggur með að finna rétta augnablikið til að hræra upp stöðuna með mannfórnum eða öðru, svo að hvorki finn- ist þar haus eða spofður í skjót um hasti, einkurn þegar per- sóbuáhrifa Tals gætir stöðugt við hinn enda borðsins, en Tal fiskar sjálfur bezt í gruggugu vatni sem kunnugt er“. „Já, ég þekki Tal af eigin raun £rá Reykjavíkurmótinu 1964. En hvað viltu segja mér um sjálft einvígið?" „Einvígið við Tal var geysi- leg sálarraun fyrir mig. Fyrst jafntefli, síðan einn sigur hjá hvorum, síðan jafntefli, jafn- tefli, jafntefli. Það var þessi endalausa röð af jafnteflum, sem tók svo á taugarnar. En ég veit nú, að þetta var jafnvel enn verra fyrir Tal. Hvorugur vildi á þessu tímabili gefa of mikil færi á sér — eitt tap gat munað öllu. Mig blóðlanga'ði að tefla djarft, láta gamminn geisa og tefla til vinnings, en þjálfari minn — Bondarevský — hélt mér niðri, og deildum við þó stundum hart á kvöldin, en alltaf ákváðum við þó að lokum að halda sama leiknum áfram að morgni. Og loks kom árangurinn í ljós. Baráttuaðferð in reyndist rétt“. „Viltu skýra þetta nokkru nánar?“ „Sennilega hefur Tal fundizt að honum „bæri“ að sigra. Svo þegar líða tók á einvígið, án þess áð hann náði forskoti, hef- ur honum fundizt, að við svo Ibúið mætti ekki sitja. Jöfn staða í lok einvígisins gat með sama framhaldi leitt til hlut- kestis, sem gæfi hinum „út- valda“ aðeins fimmtíu af hundr aði líka. Þetta er að vísu að- eins sálfræðileg tilgáta, þreyta er líka sennileg skýring. Ef til vill kom hvort tveggja til, og fleiri þættir, sem ollu því, að hann að lokum tapaði níundu skákinni eftir fimm jafntefli í röð“. „Og þú vannst líka þá tíundu og elleftu. Það vakti fui'ðu skákheimsins, a’ð Ttal skyldi „brotna” svo il-la eftir svo jafna keppni“. „Já, en í lokin hafði hann allt að vinna og engu að tapa“. Áskorandi „Hvernig tók Tal ósigrin- um?“ „Ósigurinn var þungt áfall fyrir Tal. Það fór aldrei á milli mála. En hann tók honum karl- mannlega". „Geturðu sagt mér nokkuð skemmtilegt í því sambandi?" „Ég vil ekki láta hafa það eftir mér sem örugga heimild, en sagt er, að hann hafi eftir einvígi okkar skálað fyrir mér og „fyrrverandi” ' heimsmeist- ara — Petrosjan“. „Hefur hann svona mikla trú á, að þú sigrir Petrosjan?" „Hann hefur látið þá skoðun í ljós“. „Hvað viltu segja mér meira um einvígin þrjú og andstæ'ð- inga þína í þeim? Hvað fannst þér þá einkum skorta, Keres, Geller og Tal til að halda í við þig? Getur þú lýst þeim nánar sálfræðilega?" „Keres er eins og alkunnugt er afar fjölhæfur skákmaður með mikla keppnisreynslu að baki. Ég held að hann hafi frekast skort hinn logandi eld- móð æskumahnsins, járnvilja til að sigra. Hann er ekki lengur ungur“. „Hvað þá um Geller?“ „Geller er hin fullkomna skákvél í mannslíki. Ef þú ert að rannsaka skákstöðu með Geller, þá er þér nánast ofauk- ið. Enginn er eins fljótur að finna leiðirnar og tæma stöð- una sem hann. Þetta liggur allt fyrir honum eins og opin bók“. Skákvélin „Hvað er það þá, sem hann skortir?“ „Ég held að Geller skorti dugnað og sálfræðilega hag- sýni. Held að hann kunni ekki að notfæra sér og spara, eftir því sem við á hverju sinni, hina miklu hæfilei-ka sína og kunnáttu. Einvígi sem þessi eru fyrst og fremst sálfræðileg bar- átta tveggja ólíkra persóna með alla kosti þeirra og galla. Sá sem einungis horfir í blindni á borðið eitt, en hugsar ekNart um veilur andstæ'ðingsins og aðra sálfræðilega þætti, hlýtur ekki árangur sem erfiði”. „Og hvað um Tal?“ „Tal er geníal sem skákmað- ur. Sérstaklega í leikfléttum og baráttusálfræði. Það gengur sjálfsmorði næst að gefa honum færi á stöðum, sem hann kann vel við sig í. En hann hefur sín- ar veiku hliðar, svo sem skort á þolinmæði. Og rólegar stöður og vörn teflir hann lakar en sókn. Maður má einfaldlega ekki gefa honum kost á að njóta sín. Nauðsynlegt var að tefla byrjanir, sem gáfu mér frumkvæðið — ekki honum. Jafnvel þótt slíkt kostaði peðs- fórn í upphafi tafls“. „Já, það vakti ath>’gli, hve oft þú tefldir Marshallárás ■ með hinni alkunnu peðsfórn". „Já, þannig fékk ég sjálfur frumkvæðið, og Tal kunni ekki við sig skák eftir skák“. „Undirbúningur þinn fyrir einvígin með Bondarevský hef- ur þá reynzt vel. Mun hann einnig hjálpa þér að undirbúa einvígið við Petrosjan?” „Já, og einnig þá verður fyrsti undirbúningurinn ein- ungis sálfræðilegur. Að finna út hvað andstæðingnum líkar ekki, bæði í skák og einkalífi. Að kynnast skaphöfn andstæð- ingsins bæði af afspurn og á annan hátt. Viti maður sem bezt deili á skaphöfn hans, er auðveldara að reikna út hvern- ig hann muni bregðast við ólík- um áðstæðum á skákborðinu. Við vitum til dæmis að Tal kann vel við flækjur — ekki einungis á skákborði. Að Petr- osjan er varkár". „Ber að skilja þetta svo, að Tal sé einnig leikfléttumaður í einkalífi sinu?“ „Við getum sagt sém svo“, segir Spasský og brosir. „Sagt er að fyrri kona hans sé dag- legur gestur í húsi hans, þar sem hann býr með seinni kon- unni og allir aðilar kunni þessu vel, en enginn þekki stöðuna nema Tal. Með þessu er ég ekki að lasta hann á neinn hátt. Þetta getur allt verið eðlilegt, þótt það sé óvenjulegt í okkar landi". Petrosjan „Og Petrosjan er varkár seg- ir þú?“ „Já, Petrosjan er enginn á- hlaupamaður, en ég á eftir að kanna skákstíl hans betur“. „Já, Petrosjan er greinilega varkár”, segi ég. „Ég er hérna með bók, sem inniheldur nokk- ur hundruð af skákum Petros- jans, en mér finnst alltaf eins og einhver dulinn þróttur hvíli yfir stil hans, mikil fegurð líka. Ég spáði Petrosjan heimsmeist- aratitli fyrir löngu, eða þegar ég horfði á hann tefla í Júgó- slavíu árin 1958 og 1959. Ég held að hann hafi verið og sé enn vanmetinn. Ég vil gjarna vara þig við honum. Ef ég á að vera hreinskilinn, þá mat ég sig urlíkur þínar í einvígi við hann aðeins 45 gegn 55 áður en ég kynntist þér hér, en eftir þær upplýsingar, sem þú hefur gef- ið mér af einvígjum þínum og æfingaraðferðum, svo sem til dæmis það atriði, að þú segist aldrei hafa komizt í tímaþröng í einvígjunum þremur, hækka ég tölu þína nokkuð“. Spasský handleikur bók mína með skákum Petrosjans, lítur á nokkrar stöður, rýfur svo þögn- ina: „Botvinnik gaf mér fimmtíu gegn fimmtíu, þegar ég hitti hann síðast, en hafði gefið mér meira áður“. Spasský setur sig í beinar og hátíðlegar stellingar, verður háleitur og mælir hægt gegn- um nefið með ýktum en þekkj- anlegum málhreim Botvinniks: - „Uhum. Ég er ekki ánægður með einvígi þitt við Tal. Uhum. Ég taldi að þú myndir eiga létt með hann. Nú gef ég þér aðeins fimmtíu á móti Petrosjan. Uhum. Stattu þig vel í Hast- ings, drengur". Yið hlægjum báðir. Svo held- ur Spasský áfram í venjulegum róm: „Já, Petrosjan er vanmetinn, jafnvel í Sovétríkj unum, ég er sammála þér um það. Styrk- leiki hans og öryggi er meira, en flestir gera sér grein fyrir. Samt finnst mér eins og ein- hver hræðsla, allt að því rag- mennska hvíli yfir leikjum hans, einnig hér, sem ég blaða nfður í þessa bók. Erfi tt er þó að gera grein fyrir þessu í skjót um hætti. Mér kann jafnvel að skjátlast um þetta. Ég hef ails ekki kynnt mér skákstíl hans ennþá, hef hann alls ekki „á milli fingranna ennþá“, segir Spasský um leið og hann smell- ir fingrum beggja handa snöggt í góm nokkrum sinnum. „En ég verð að skoða nokkur hundruð af skákum hans, áður en undir- búningnum lýkur“. „Hvernig er vinningastaðan hjá ykkur Petrosjan?“ „Eitt tap hjá mér og tíu jafn- tefli minnir mig“. „Ekki mjög örvandi útkoma“. „Allt verður einu sinni fyrst“. „Þú þarft ekki að svara næstu spurningu fremur en þú vilt, en hvernig álítur þú, að einvígi ykkar Petrosjans fari?“ „Ég er sannfærður um“, seg- ir Spasský, „að ef ég aðeins get undirbúi'ð mig nógu vel fyrir einvígið, þá fer ég með sigur aí hólmi. Ef undirbúningurinn verður hins vegar ekki nógu góður, þá--------“. Spasský lýkur ekki við setn- inguna. Við tökum upp léttara hjal. Rósa Randvers- dóttir dttræð Áttræð 2474. 1966. Einkunn þín var aldrei kvíði, æðrulaus í dagsins önnum. Ávallt lífs í ströngu stríði stóðstu búin kærleik sönnum. Geistust stormar villt um veginn varstu í trúnííi sterka greinin. Sjúkdómsviðjum var og slegin viðkvæm hjartans akurreinin. Traustið barnslegt, trúarglóðin tryggðu dýrmæt bænasvörin. Hann sem bjó þér bezta sjóðinn bar til sigurs þungu kjörin. Lagðir mörgum lið í raunum löngum gafst af hjartans sjóði. Var þér aftur léð að launum lækning fersk í Jesú blóði. Traust er lundin trú ei víkur takmark lífs þíns þökk að sýna. Einum sem er elskuríkur' — Nú berast kveðjur á breiðum vængjum, frá beztu vinum á landi hér, á merkisdegi skal minning lifa um margt, sem hugurinn geymr. ber. Um áratugi var kynning kærust með kristnum vinum, með sömu trú, og sanna tryggðin var sólargeisli, en samur vinur varst ávallt þú. Nú átta tugi þú berð á baki, en blessun Drottins er söm við þig. Þú reyndir ung Drottins írelsis fögnuð, þér Frelsarinn sjálfur birti sig. Þú barðist djarft undir Drottins merkjum og duldir aldregi sannleikann. Nú ljúfar minningar liðins tíma, þær ljóma bjart. Starfið fyrir Hann. Þú hafðir Jesúm að leiðarljósi um langa ævi og varst Hans barn, og fórnarlund þín bar fagurt vitni um frelsi Drottins, um ævihjarn. Þín vinan látna, ef vitna mætti, hún vildi efalaust þakka þér, allt sem þú gjörðir og gæzku þína, hve góð þú varst henni í raunum hér. Já, margt er geymt bjartri í minningunni og mætar stundirnar gleymast vart, og þakka skal þér nú kærust kynni, ó, kæra Rósa, hve oft var bjart. Með þér var dýrðlegt að starfa og stríða, þær stundir gleymast ei það er víst. Þín gifta mikii og glæstur vilji, er gekkst að störfum, þér ihlífðir síst. Og þegar deginum ævi hallar, hve elska Ðrottins er undraverð. Sín börn þá ber Hann og ver þau voða, því víst rnvrn koma hin hinsta ferð. Hve himinþráin í blóð er borin, því brot úr eilifð við dveljum hér, við eigum heima í himinsölum, í heimi hver okkar gestur er. Og nú skal ljúka við ljóðið smáa, en ljúfa kveðju við sendum þér. En ævikvöldið þér Kristur blessi, ó, kæra Rósa, það ósk vor er. Við lítum hærra úr heimsins dölum, til himna bústaðar frelsaðs manns, ó, hvílík sæla er saman koma, þeir sem að meðtóku frelsi Hans. BJ».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.