Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 7. júní 1966 MORGUNBLADID 19 UNGTFÓLK Hrafn Gunnlaugsson og Sigurður Pálsson tóku saman. mki „HELVÍTIS úrfelli er þetta“, sagði virðulegur maður í gráum frakka. Hann var að bíða eftir strætisvagninum eins og við hin, Við kinkuðum öll kolli, nema gamall skeggjaður maður, sem stóð líti'ð eitt hokinn og horfði fram fyrir sig, og sumir muldr- uðu eitthvað miður fagurt og blótuðu veðurguðunum. Gamli maðurinn sagði ekkert en mér sýndist hann glottandi á svip. Bílar þutu fram hjá og það slett- ist á hinn vesældarlega hóp. Fyrir framan mig stóðu tveir merin og ég reyndi að standa í skjóli við þann, sem stærri var. Hann var í rykfrakka og var gla'ð ur á svip. Sá minni var hins vegar frakkalaus og öllu þung- búnari. „Ég sá strax í morgun að það mundi rigna síðdegis", sagði sá stóri. „Það er sama djöfuls harkan í þeim í Víetnam," sagði litli maðurinn. „Ja,“ sagði sá stóri, „það var svo sem auðséð á vesturföll- unum strax í gærkvöldi að áttin mundi breytast." „Kaninn skaut niður þrjár í gær,“ sagði sá litli. „Ætlar vagninn ekki að fara að koma“, sagði stóri maðurinn og leit á klukkuna. Hinn hélt áfram að tala um stríðið í Víetnam. Gamli maður- inn fékk sér í nefið. Loks kom vagninn og fólkið tróðst inn í hann. Ég settist við hliðina á gamla skeggjáða mann inum. Ég fór að lesa í dagblaði, var búinn að lesa um uppreisn í einu Afríkulýðveldi og vár að lesa um stríðið í Víetnam, þegar sá gamli spurði mig hvort nokk- uð nýtt væri í blaðinu. „Þeir eru að berjast úti í heirni", sagði ég. Ójú, ekki er þáð nú nein nýj- ung, svo hefur verið alveg frá því ég man fyrst eftir og eru það orðin nokkur árin.“ Hljómurinn í rödd hans gerði mig forviða. Það var eins og ég ég hefði sagt honum hve mörg- urp lömbum hefði verið lógað unpp í Borgarfirði í fyrrahaust. „Já, en þessi átök geta leitt til stórfelldrar heimsstyrjaldar, þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Hvað um okkur ver'ður þá, forð- est ég að hugsa um“, sagði ég. „Það er ekki gott, það ættu sem flestir ykkar ungu manna að hugsa um,“ sagði hann, „ekki svo að skilja að það hafi nokkra þýðingu. Það fær enginn breytt gangi mannkyrrssögunnar, sem hugsar um örlög sín. En þeir sem hafa þor til að gefa sinum óstrfðum og hugðarefnum lausan tauminn án þess nokkru sinni að hugsa um örlög sín, fá nöfn sín skráð á spjöld sögunnar og eru almennt viðurkenndir sem stór- menni. Grimmd sú og valdafíkn, sem býr innst inni í hverri sál fær útrás hjá þessum mönnum. Þessar ástríður eru jafngamlar frummanninum, en hafa þróazt og aðlagazt sínum tíma. Þeirra gætir jafnvel hjá friðsælum verzlunar- eða skrifstofumönn- um, sem fara út í sveitir um helgar til að veiða lax eða skjóta fugla. Nei, ungi vinur, svona er lífið, svona hefur það alltaf ver- fð og svona mun það verða um komandi framtíð, nema því að- eins að mannkynið úrkynjist. Og úrkynjað verður mannkynið, þeg ar stórmennin hætta að berjast, eða ungu skáldin hætta að þrá og yrkja um friðinn." Hér gerði gamli máðurinn hlé á ræðu sinni, og rétt í þessu stanzaði strætisvagninn, þar sem ég þurfti að fara úr. Ég kvaddi gamla manninn og gekk út í rign Sárt bftur soltin lús 1. Góð íþrótt gubbi betri. Ég berst á fáki fráum fram af mér ......... Æ, tunglið tuglið taktu mig og troddu mér inn í þúfu. Eftir að alkóhólistinn fór að gera vart við sig í mér og ég fór að delera í fyllirium, keypti ég mér hest og rfð upp að Rauða- vatni. Hér er indælt að delera úti í náttúrunni og eiga ánægju- stundir með blessuðum klárun- um, enda er ég í dýraverndunar- félaginu. Samt er leiðinlegt hvað er off mikil gubbufýla af þeim á mánudögum, blessuðum skepn- unum. 2. Grasbítur grætur líka. Eftir að ég nennti ekki lengur að vera heilbrigður, útvegaði bærinn mér bragga að búa í, svo að ég gæti keypt mér sjónvarp, rafmagnstannbursta og Skoda að aka í. Það er leiðinlegt þetta grenj í fólki yfir engu; hvað seg- irðu annars um fátæku börnin í Kína, sem verða að láta sér nægja kekkjóttan hafragraut og mjög með ísskápsbragði á hverj- um morgni svöng og þreytt eftir að hafa sofið á grjóthörðum kommúnistadivan alla nóttina undir baráttusöngvum og öðru ógeðslegu gewesen sein. Og elsk- an mín, bor’ðaðu nú eina skeið af sveskjugrautnum þínum fyr- ir karlinn í tunglinu. 3. Þá er betra þreyttur að fara að sofa.... * VIL RÁÐA ráðsetta(n) konu eða mann til að gretta sig fram- an í konuna í næsta húsi, sem er alltaf á gægjum til þess að njósna um mig. Tilboð sendist, merkt: Konan í hinu húsinu. 4. Lífið er langt — listin 20 cm. of stutt. Að hann Kiljan hafi bara skrif að bækur upp á 150 cm.; bóka- hillan neblega heima hjá mér, er ábyggilega 170 cm., sko gull innbunjlnu bækurnar eru so .. inguna. Ég hugsaði um orð mannsins og neitaði að ti’úa þeim. Ég hljóp af stað, svo hratt sem ég komst á flótta undan orðum hans og rigningunni. í dag er glaða sólskin og særkjuhiti, menn ganga létt- klæddir, en samt er þeim heitt, og þeir sem bölvuðu rigning- unni í gær, bölva sólinni og hit- anura í dag. Þorvaldur Árnason. „Mikið anzi tekur hann sig vel út í silfurbandinu, hann Kiljan“. (Ingólfur Margeirsson teiknaði myndirnar). 5. Enginn veit sína ævi, fyrr en öll er. DAGLEGT SAMTAL í AUSTURSTRÆTI: Hefurðu heyrt agalegra .... Ó, hvað elskan. Blái páfagauk- urinn þinn er þó ekki orðinn lasinn aftur? Nei, en þeir eru byrjaðir að nota byssur í Víetnam! Ætli þeir endi ekki með því að drepa ein- hvern...... 7. Allt eins og blómstrið. Nú er ég örugg, búin að kaupa 17 gjafabréf í Hallgrímskirkju, það gerir 21 ferm. í himnaríki, svo ekki ætti mig að vanta svig- rúm, gæti kannski lánað henni Jónínu smá pláss ... Annars er það óþolandi hvað það er dýrt að vera góð víð guð, og kirkju- bekkirnir svo harðir að það er ómögulegt að sofa á .... 7. Þeir eru hafsins hetjur, þeim....... Já ég var á síld í sumar. Veiddist eitthvað? Já, síld. Ég meina hafðirðu eitthvað upp? Skitin 100 þúsund. Hvað gerðirðu vfð peningana? Æ, hvað heldurðu að ég muni það. Hvað ætlarðu að gera í vetur? Ég er að fara norður, byrja á bát, geturðu ekki lánáð mér. .. 8. Lítil þúfa í stóru hlassi. Lonta í lækjar hyl lét sem hún væri ekki til af því hún var svo lítil að hún sást ekki hér um bil. (Höf. óþekktur). Ég keypti mér nýjan bíl um daginn, það komast fjórir fyrir frammí. Segið svo a‘ð ég sé ekki neitt, heldurðu að allir eigi svona bíl, auk þess á konan mín tíu pelsa og þrjá skápa af kjólum, segið þið svo að við hjónin sé- um......... 9. Ritræpa og reynsla annarra .... (Eftirfarandi orðaforði er tek- inn úr grein í einu vikublaðanna og geta allir sé'ð hvílík orðgnótt íslenzkt mál býður þeim upp á, sem sletta skyrinu). Nauðgun fals svik lýgi kúg- un valdbeiting ofstopi prettir misþyrming morð geðveiki sóða- skapur andstyggð saur skolp fnykur mútur siðspilltir kyn- villtir mútuþægnir rotnun fúi .. . bbiæJi c< ovd'J 10. Ber er hver að baki.. Ákveðið hefur verið að gang- ast fyrir fjársöfnun til eflingar eftirtalinna menningarfélaga: Fé lag hátthugsandi Mercedes Benz eigenda, Félagssamtök niðursuðu dósainnflytjenda, Félag fallandi verzlinga, Félag þeirra, sem nota Luxsápur. Þjóðræknis félagið. f AJJrt IVliCvöSVift. 11. Frurnmaup á fastandi maga..„ Svona er þetta, alltaf sömu vandræðin, alveg dauðhræd að verða mér til skammar. Já, hvernig á ég að vita hvort gáfulegt er að hlæja eða ekki. Ég fylgdist bara með hinum, og þeir með hvorum öðrum. Já þessi nýju leikrit, hver veit hváð er alvarlegt og hvað er fynd ið. Alveg rétt, maður getur orðið sér til skammar, ef maður hlær á vitlausum stað. Já, rétt, það ætti að standa í leikskránni hvenær á að hlæja og hvenær ekki. Einmitt, já, skrifa um þetta í blöðin, þessir snobbuðu menn- ingarvitar ... Já, handbók um hlátur, gefin út af menningarsjóði .... 12. Blessuð sértu sveitin mín. Álútir skulu menn ganga — Og hoknir í hnjánum! Og horfa með stillingu og festu á íslenzka jörð. St. Steinarr. Hér hef ég hokrað í 7 ár með þessum áttatíu rollum og tveim beljum, þrem traktorum, nokkr- um múgavélum, heytæturum, jeppa ... Já, það er nauðsynlegt að dreifa byggðinni og Það vantar bara vegi, svo mað ur geti losnað við mjólkina á veturna ...... Svo eru það þessi stórbýli, sem eru allt að drepa, framleiða allt of mikið. Já, þessum svokölluðu mennta mönnum, sem sitja í skólum og hafa það gott, þeim væri nær að vinna eitthvað, þessi bölvuð snýkjudýr, í staðinn fyrir að láta okkur bændurna þræla fyrir sér, þessir andskotar ..... 13. Sundmagi plokkfisksins. Upp hefur komizt um nokkur leynisamtök, sem starfa hér í borg, vegna drykkjuskapar for- ystum'anna þeirra. Mikilvægustu leyndarmálin (að dómi hinna ógæfusömu foringja) voru: a. Jónína á Vesturgötunni á fjólubláan náttkjól. b. Vindhanar gala ekki nema á páskum. c. Sveskjugrautur er gó'ður. d. dóttir Jóns Jónssonar fékk bara 20 þúsund krónur og fjórtán bibliur í fermingargjöf. Fer nú heldur að syrta í ál- inn hjá leynisamtökunum og er ekki að sökum að spyrja; hinir drykkfelldu foringjar voru rekn- ir og nýir menn hafa tekið við. Hafa hinir nýju í huga að breyta um nöfn á samtökunum og nefna þau til dæmis: frjálsir trésmiðir, frjálslegir vitaverðir eða frelsis- dýrkandi tannstönglatálgarar .. 14. Holdið er bleikt. (Eftirfarandi klausa er tekin v,'!>mhald á hls 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.