Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 12
12
MORGU HBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. júní 1966
Skálað við
Boris Spassky
N Ú E R lokiS einvigi þeirra
Petrosjan og Spasskýs um
heimsmeistaratitilinn í skák. I
því tilefni birtir Morgunblaðið
hér viðtal sem Freysteinn Þor-
bergsson, Norðurlandameistari
í skák, átti nýlega við áskor-
andann — Boris Spasský —
sem fyrir einvígið var af mörg-
um talinn líklegur sigurvegari.
Þegar grein þessi er rituð, er
að ljúka einvígi þeirra Boris
Spasský og Tigrans Petrosjans
tim heimsmeistaratitilinn í skák,
sem hinn síðarneöidi hefur
haldið frá árinu 1963, er hann
sigra'ði Botvinnik í einvígi.
Einvígi um heimsmeistara-
tignina verður ætíð að teljast
mikill viðburður, jafnvel meiri
nú en áður, síðan alþjóðaskák-
sambandið, FIDE, svipti fall-
inn heimsmeistara enduráskor-
unarrétti sínum.
Þar sem ég hef á liðnum ár-
um átt bláðaviðtöl við ýmsa
kunna skákmeistara, svo sem
Keres, Fischer, Tal og Petros-
jan, þá datt mér í hug, að þið
vilduð, lesendur góðir, einnig
fá að kynnast nokkuð þeim
unga manni, sem nú var áskor-
andi heimsmeistarans í skák.
Ég sleppti því ekki tækifæri,
sem mér bauðst i Bretlandi um
síðustu áramót, þegar Spasský
tefldi í Hastings og bauð mér
að koma í herbergi sitt hvenær
sem ég óskaði. Kvöldstundirn-
ar með Spasský og félaga hans,
Vasjúkoff, voru skemmtilegar
og minnisstæðar, einkum fyrir
okkur Vasjúkoff, sem hlógum
upp fyrir öll þök að hermi-
krákunni Boris, sem reyndist
■hinn mesti strákur, þótt þrítug-
ur væri næstum.
Áður en ég hverf að viðtal-
inu, ætla ég að fara nokkrum
orðum um baráttuna um heims-
meistaratitilinn á síðustu árum
og kerfið sem velur úr áskor-
andann.
Baráttan
Aðeins einn heimsmeistari í
skák hefur tekið titilinn með
sér í gröfina. Var það Álex-
ander Aljekine, landflótta
Rússi, sem lézt í Lissa-bon ná-
lægt síðustu stríðslokum. f
næstu keppni um titilinn,
fimmmannamótinu 1948, bar
Botvinnik sigurorð af þeim
Keres, Smýsloff, Reshevský og
Dr. Max Euwe, en hinn síðast-
nefndi hafði verið heimsmeist-
ari árin 1935 til 1937. Botvinnik
hélt síðan titlinum allt til árs-
ins 1963, að undanskildum
tveimur árum, sem þeir Smýs-
ioff og Tal báru hann, en Bron-
stein tókst einnig að ná jöfnu
í einvígi við Botvinnik.
Á námsárum mínum í Rúss-
landi kynntist ég Bronstein og
Smýsloff, og er hinn fyrrnefndi
mjög sérkennilegur maður, sem
ekki virðist hafa náð árangri í
hlutfalli við gáfur. Kenni ég
þar um skaphöfn og ónógu lík-
amlegu þreki. Bæði Smýsloff
og Tal munu hafa vanmetið
Botvinnik í síðari einvígjum
sínum við hann. Fannst mér
votta fyrir slíku í viðtali, sem
ég átti við Smýsloff í Moskvu-
háskóla meðan hann var heims
meistari. Botvinnik sigraði
báða í gagneinvígjum með yfir-
burðum.
Það var Botvinnik þyrnir í
augum, er hann fékk ekki kost
á að reyna krafta sína aftur á
Petrosjatt 1964 eftir tapið 1963,
eins og hann hefði fengið, ef
fyrri reglur FIDE hefðu þá enn
verið í gildi. Þáð er álit mitt,
að þessir tveir menn hafi þá
verið sterkustu skákmenn
heimsins, og órökstudd trú, að
Petrosjan hefði orðið fyrstur
manna til að brjóta þann gamla
á bak aftur tvívegis í röð, þótt
Botvinnik sýni geysilegan skák-
styrk enn þann dag í dag. Það
verður þó líklega einn af leynd-
ardómum sögunnar, hvað gerzt
hefði í gagneinvígi milli Bot-
vinniks og Petrosjans á sama
hátt og milli þeirra Laskers og
Capablanca og Capablanca og
Aljekines.
Tigran Petrosjan hefur skák-
stíl sem leynir á sér um styrk-
leika og fegurð. Ég spá'ði hon-
um heimsmeistaratitli löngu áð-
ur en honum tókst að verða
áskorandi, og langt er síðan
hann varð viðurkenndur sem
öruggasti skákmaður í heimi.
Kerfiff
Ef þú lesandi góður villt ger-
ast heimsmeistari í skák, þá er
leiðin löng og torsótt. Fjöldi
sigra, sem krefjast nær ofur-
mannlegs erfiðis og margra sér-
gáfna, er nauðsynlegur. Hesta-
heilsu og stáltaugar þarf að
hafa, helzt heppni líka. Fyrsta
skrefi’ð er svo að verða ungur
einn af beztu skákmönnum
þjóðar sinnar, og vera valinn á
svæðamót.
Á svæðamótum keppa fær-
ustu menn heimskringlunnar í
þessari grein, og aðeins hinir
efstu komast í alsvæðamótið.
eins og kerfið var við val síð-
asta áskoranda. Á síðasta al-
svæðamóti, sem fram fór í Hol-
landi 1964, ur'ðu efstir og jafnir
þeir Larsen, Smýsloff, Spasský
og Tal, en allir aðrir voru
slegnir út, nema Ivkoff og Por-
tisch. Þeirra á meðal var Resh-
evský, sem fyrir um tylft ára
hafði betur í fjögurra skáka
keppni við heimsmeistarann —
Botvinnik. Næsta alsvæðamót á
undan, Gautáborg 1961, vannst
af Fischer, en hann taldi sig
beittan órétti af Rússum í áskor
endamóti, sem á eftir fylgdi.
Það mót varð stökkpallur Petr-
osjans til keppni við Botvinnik.
Eftir ádeilugreinar Fischers,
sem þóttu mjög ýktar, var regl-
um FIDE breytt, og áskorenda-
mótið fellt niður. Þess í stað
kepptu nú sexmenningarnir úr
alsvæðamótinu 1964, ásamt
þeim Keres og Geller, í fjórum
einvígjum í fyrra. Sigurvegar-
arnir, Tal, Larsen, Spasský og
Geller, bárust svo enn á bana-
spjótum, unz Tal og Spasský
stóðu einir eftir. Lokahríð
þeirra er flestum í - fersku
minni.
Lei’ð Spasskýs var löng og
torsótt, en að lokum komst
hann að hásæti Petrosjans og
kastaði hanzkanum. Einvígið
við heimsmeistarann er sjöundi
og síðasti áfanginn að heims-
meistaratigninni. Sá áfangi einn
er tuttugu og fjórar kappskák-
ir, sem hver um sig getur kost-
að allt að sólarhrings einbeit-
ingu, þegar rannsókn biðskáka
og undirbúningur byrjana er
reiknað með beinni keppni.
Hinir sex óhjákvæmilegu á-
fangar Spasskýs voru eftirfar-
andi: Hátt sæti á Skákþingi
Sovétríkjanna 1963, hátt sæti á
svæðamóti Sovétríkjanna, hann
sigraði reyndar þar, hátt sæti
í alsvæðamótinu 1964, sigur yfir
Keres í einvígi 1965, sigur yfir
Geller og sigur yfir Tal!
Hvernig er sá maður, sem
öllu þessu hefur áorkað?
Spasský
Hugsið ykkur beinvaxinn,
rjóðan, velklæddan sveitapilt,
sem gengur um steinlögð borg-
arstræti með loðhúfu og breitt
bros á vör. Gáfulegan og stillt-
an pilt, sem bregður á glens í
vinahópi og segir kímnisögur
með eftirhermum. Pilt, sem er
ánægður með lífið, en laus við
allt stærilæti. Pilt, sem veit
hvað hann vill og stefnir að
settu marki — heimsmeistara-
tign í skák!
Þannig kom mér fyrir sjónir
pilturinn, sem ég kynntist í
Hastings — Boris Spasský.
Spasský er ekki sveitapiltur,
þótt hann búi nú skammt utan
við Moskvu — hann hefur alið
mestan aldur sinn í Leningrad
— en hann er Rússi, og það
þýðir næstum hið sama í aug-
um flestra íbúa Vesturlanda.
Samt er Spasský nokkur heims-
maður, en hann er ljúfmenni
svo af ber, og opinskár við vini
og kunningja .
Kynni okkar Spasskýs voru
hægfara í fyrstu. Ég vildi forð-
ast átroðslur, þar eð menn sem
hann verða oft fyrir ónæði. En
brátt urðu Rússarnir forvitnir
um vestrænan mann, sem tal-
áði móðurmál þeirra, og ég
varð einn af hópnum.
Á gamlárskvöld var skálað í
vodka fyrir nýju ári klukkan
Freysteinn Þorbergsson
níu að brezkum tíma. Þá var
miðnætti í Iloskvu. Margt bar
á góma, er hinir austrænu urðu
vínhreyfir í hófi. Meðal þess
sem Spasský skálaði fyrir, var
heimur án heimstyrjalda, frið-
ur og velsæld með Sovétþjóð-
um og öllum þjóðum. Góð sam-
búð við Kínverja. Innanlands-
frfður í Sovétríkjunum. Og svo
fánýtir hlutir sem velgengni
okkar félaga hans á stað og
stund.
Við hinir skáluðum fyrir vel-
gengni Spasskýs í einkalífi og
stórræðum öllum. Ekki skálaði
ég þó fyrir beinum sigri yfir
Petrosjan. Til þess var Tigran
mér of kær og of líklegur sig-
urvegari. Mætti hinn sterkari
fara með sigur af hólmi.
Þegar nálgaðist miðnætti og
nýtt brezkt ár, vorum við
Spasský orðnir einir. Kvaðst
hann heldur vilja rabba við
mig áfram, en mæla enskar
meyjar austrænum augum í
danssalnum með þeim Vasjú-
koff og Balashoff. Og er klukk-
an sló tólf, skenkti hann enn í
glösin, og ég skálaði fyrir vel-
gengni hans á nýja árinu.
Ákvá'ðum við þá að hafa form-
legt viðtal í herbergi mínu síð-
ar, en Spasský gaf mér leyfi til
að birta einnig úr samtölum við
hann í heild. Þó urðum við á-
sáttir um að flíka ekki öllu, og
hef ég staðið við það. Síðan
spjölluðum við enn saman, unz
nýtt íslenzkt ár gekk í garff.
Fer hér á eftir nokkuð af því,
serp okkur fór í milli þetta og
næstu kvöld:
Bernska
„Ég er fæddur í Leningrad
30. janúar árið 1937, svo ég
verð 29 ára, þegar ég tefli við
Petrosjan. Faðir minn var verk-
fræðingur, móðir mín kennari.
Bróður á ég einn, tveim árum
eldri. Hann starfar í verk-
smiðju og teflir ekki skák.
Systir mín írina Spasský, sem
er 21 árs, teflir damm og er
alþekkt í Sovétríkj unum sem
ein hin sterkasta og efnilegasta
á því sviði. Ég er vanur að
segja við hana að hún sé á
rangri hillu. En hún bara hlær,
og ég verð áð játa að hinar
löngu leikfléttur hennar í
damminu eru fyrir ofan minn
skilning".
„Hvenær fórst þú að tefla?
Og með hvaða hætti gerðist
það?“
„Það var árið 1942, pegar ég
var fimm ára. Þjóðverjar sátu
um Leningrad, og sulturinn
svarf að fólki. Ýmsir foreldrar
í borginni reyndu að koma
börnum sínum á öruggari stað.
Meðal þeirra voru mínir. Næsta
lest á undan lest okkar bræðr-
anna varð fyrir árás, einnig sú
næsta á eftir, en okkar slapp í
gegn. Við vorum látnir á barna
heimili í Kíroffhéraði. Þar
voru einungis drengir. Mjög lít-
ið var til af mat og létust sum-
ir úr næringarskorti. Ég varð
feikilega horaður, en komst af,
og bróðir minn líka. Mikið var
teflt þarna, og lærði ég þá
mannganginn og tók nokkrum
framförum, því fátt var til
dægradvalar annað en skák.
Verulegan áhuga á skák fékk
ég iþá ekki þá. Svo þegar við
komumst aftur heim, braggað-
ist ég aftur fljótt og náði mér
til fulls eftir skortinn, en dvöl-
in í Kíroffhéraði verður mér
ætíð minnisstæð. Þar kynntist
ég hinum dökku hliðum lífsins.
Vafalaust hef ég þar öðlazt
nokkra hörku og lærdóm al-
mennt“,
Framfarir
„Hvenær fórstu að tefla að
ráði?“
„Ég hélt áfram að tefla
nokkuð eftir að ég kom heim,
en fyrst um átta ára aldur fékk
ég verulegan áhuga. Ég fór að
sækja reglubundna leiðsögn í
skák, sem 150 drengir hlutu í
einni af æskulýðshöllunum okk
ar. Aðalkennari minn í skák-
inni þar árin 1947 til 1951 var
B. G. Tsak. Fær maður á sínu
sviði. Einnig fluttu þar fyrir-
lestra og komu fram ýmsir
þekktir skákmeistarar, svo sem
Lövenfisch, Bondarevský og
Tæmanoff, sem allir eru góðir
kennarar. Framfarir mínar á
þessu stigi voru örar, níu ára
vann ég mig upp í þriðju kate-
góríu, tíu ára upp í aðra, ellefu
ára upp í fyrstu kategóríu, og
tólf ára varð ég meistarakandí-
dat“.
„Já, það bárust fregnir um
það allt til íslands, en segðu
mér — hvernig var skákstill
þinn á þessum árum?“
„Ég hafði þá rólegan skák-
stíl, en upp úr 1952 verður þar
gagnger breyting á. Um það
leyti verður Toulusch þjálfari
minn og var hann það stöðugt
næstu árin. Hann sagði að ég
kynni alls ekki að sækja á og
lagði höfuðáherzlu á sókn og
tækni".
„Já, Toulusch er kunnur
sóknar- og leikfléttuskákmað-
ur“.
„Fimmtán ára uppfyllti ég
skilyrði til meistaratignar, en
hlaut þó ekki titilinn. Slíkt var
ekki talið hollt fyrir mig svo
ungan, en ári síðar, eftir árang-
urinn í Búkarest 1953, hlaut ég
titilinn alþjóðlegur meistari".
„Og svo verður þú heims-
meistari unglinga“.
„Já, í Antwerpen 1955. Sama
ár varð ég í 7.—9. sæti á al-
svæðamótinu í Gautaborg á-
samt þeim Pilnik og Filip“
„Já, ég horfði á það mót sem
fréttamaður fyrir íslenzka dag-
blaðið Morgunblaði'ð. Þá
hlaust þú stórmeistaratitil".
„Já, og hlaut einnig réttindi
til þátttöku í kandídatamótinu
í Amsterdam 1956. Ég lenti þar
í þriðja til sjötta sæti ásamt
þeim Bronstein, Geller og
Szabo".
Öldudalur
„Það er óhætt að segja, að þú
hafir sótt á brattan þessi árin“.
„Já“, segir Spasský og bros-
ir. „Fram til þessa gekk allt
vel, og stefnan var rétt — hann
gerir ört hækkandi handsveiflu
með hægri hendi — en svo upp
úr 1957 koma fyrstu áföllin —
öldudalurinn. Fram til þessa
hafði mér tekizt að ná því
marki, að verða einn af þeim
sterkustu. En það er ekki nóg.
Maður verður a'ð geta sigrað þá
sterkustu. Til þess þarf einkum
þrennt — hæfileika, rétta skap-
gerð og líkamlegan styrk. Það
síðasta er undirstaða góðra
tauga og úthalds. En af þessu
þrennu skorti mig tilfinnanlega
rétta skapgerð. Ég tók meðal
annars of nærri mér að tapa.
Það má maður ekki. Þess vegna
hjakkaði ég að mestu leyti i
sama farinu í einn áratug —•
1955—1965 og særsti ósigurinn
var tapið fyrir Tal í Riga 1958,
þegar hann sló mig út frá
heimsmeistarakeppninni næstu
þrjú árin“.
„Þa‘ð hafa verið þér von-
brigði".
„Já, mjög mikil, en á slíku
lærir maður. Ég álít nú, að ég
hafi ekki verið nógu andlega
þroskaður á þeim árum til að
keppa um heimsmeistaratitil-
inn. En nú held ég að minn
rétti tími sé kominn. Með ár-
um og þroska lærir maður
ýmis atriði, bæði höfuðatriði og
önnur atriði, sem geta orði'ð til
leiðbeiningar um hvað er hollt
og ekki hollt til að ná settu
marki“.
„Viltu nefna mér einhver
dæmi?“
„Ég geri mér það orðið ljóst,
að sé keppt að hæsta marki í
skáklistinni verður að spara
kraftana — andlegu kraftana.
Minnka sem mest tauga-
áreynslu hins daglega lífs.
Þannig hætti ég að vinna fyrir
nokkru síðan, og losaði mig vi'ð
bifreið mína. Áður starfaði ég
við blaðamennsku og akstur er
of lýjandi fyrir taugarnar. Ég
ætla að hætta að reykja fyrir
einvígið, og skemmtanir — vín
og konur — stunda ég I hófi,
en þú skilur að sem óbundinn
maður get ég naumast látiff
slíkt alveg afskiptalaust“.
„Það skil ég vel, og mín
reynsla af bifreiðaakstri er
alveg sú sama og þín, en þú
hefur verið kvongaður, er ekki
svo?“
„Jú, ég átti konu og barn“,
segir Spasský og verður alvar-
legur á svipinn, „en við skild-
um. Hjónabandið stóð ekki
lengi. Ég býst við að þér finn-
ist ég vera ómóralskur. Hjá
okkur er litið á slíkt ströngum
augum, eins og þú veizt. Hvern
ig er um slíkt á Vesturlönd-
um?“
„í vissum tilfellum þykir
skilnaður orka tvímælis, í öðr-
um sjálfsagður, þess vegna er
Framhald á bls. 21.
Myndin er af þeim Friffrik Ólafssyni og Boris Spaasky, er þeir
tefidu í skákmótinu í Mar del Plata 1960.