Morgunblaðið - 08.06.1966, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
?
Miðvikudagur 8. júní 1966
*
Frambjóðendur
biðjast afsökunar
I UTVARPSUMRÆÐUNtlIM
um borgarmál Reykjavíkur
nokkrum dögum fyrir borg-
arstjórnarkosningar sagði
Bárður Daníelsson, einn af
frambjóðendum Alþýðuflokks
ins við þær kosningar m.a.:
„Það er t.d. alveg rétt sem
haldið var fram í einu dag-
blaðanna nú fyrir skemmstu,
sem sé að í hinni nýju bók
um skipulagið sé gert ráð fyr-
ir að rífa niður tiltölulega ný
hús til þess að breikka hluta
af Miklubrautinni. Borgar-
verkfræðingur var að vísu
látinn bera á móti þessu í við
tali við Morgunblaðið og sagði
hann ýmsar aðrar leiðir koma
til greina. Þetta er sagt gegn
betri vitund“.
í Alþýðublaðinu í gær birt-
ist smáklausa á bls. 14, sem
lítið fór fyrir. Hún er svo
hljóðandi og undirskrifuð af
Bárði Daníelssyni: ,X útvarps-
umræðunum 16. maí siðast-
liðinn og í prentuðu handriti
í Alþýðublaðinu 18. maí sl.
viðhafði ég þau ummæli að
borgarverkfræðingur. Gústaf
E. Pállsson hafi „verið látinn
bera á móti“ skrifum Tímans
um niðurrif húsa við Miklu-
brautina „gegn betri vitund“.
Þar sem borgarverkfræðingur
hefur nú sannfært mig um, að
ummæli þessi voru ómakleg,
þá er mér skylt að taka þau
aftur, og geri ég það hér
með“.
I kosningabaráttunni fór
einn af frambjóðendum
kommúnista Sigurjón Björns
son, sálfræðingur ómaklegum
orðum um barnakennara í
Reykjavík, og menntun þeirra
og réðst m.a. að fræðslustjór-
anum í Reykjavík fyrir þá
sök að hann hefði barnakenn
aramenntun. f Þjóðviljanum
hinn 27. maí síðastliðinn,
nokkrum dögum eftir kosn-
ingar birtist „orðsending til
barnakennara í Reykjavík“
frá þessum frambjóðanda
kommúnista og þar sagði
hann m.a.:
„Hafi reykvískir kennarar
tekið skeytin til sín, er mér
skylt að fullvissa þá um, að
sú var alls ekki ætlun mín,
og bið þá afsökunar á óvar-
kárni í orðalagi“.
f kosningabaráttunni sjálfri
höfðu báðir þessir menn,
Bárður Daníelsson og Sigur-
jón Björnsson stór orð um
þessi málefni og önnur varð-
andi stjórn og starfsemi
Reykjavíkurborgar. Að kosn-
ingum liðnum sjá þeir sér
ekki annað fært en að biðjast
opinberlega afsökunar á þess-
um orðum, og mun því verða
veitt verðskulduð athygli,
jafnframt því sem það undir-
strikar þá staðreynd, að jafn-
vel þótt menn hafi sérmennt-
un á ákveðnum sviðum, hleyp
ur pólitískt ofstæki stundum
með þá í gönur, eins og þeir
hafa nú játað, Bárður Daníels
son og Sigurjón Björnsson.
Robert F. Kennedy, öldung-
ardeildarþingmaður er nú
staddur í S-Afríku, og hefur
för hans þangað, svo og ræð-
ur hans um kynþáttamál, akið
mikla athygli. Hér fagna s-
afrískir stúdentar Kennedy
við komu hans til Jan Smuts-
flugvallarins í Jóhannesar-
borg.
Bændur ræöa samþ. Framleiðslu
ráðs um vigtunargjöld á mjólk ofl.
Fjölmennur fundur bænda á Selfossi
Fyrirlestur
um rann-
soknartæki
SÍÐASTLIÐINN mánudag kom
hingað saenskur sérfræðinigur,
hr. Rolf Bosvik, til þess að setja
upp „Atomic-Absorptions-Spec-
trophoto-meter“ þann, er Rann-
sóknastofnun iðnaðarins hefur
nú fengið. — í dag kl. 17 heldur
hr. Rolf Bosvik fyrir.lestur í 10.
kennslustofu háskólans um „Nýj-
ustu tæki við rannsóknastörf".
Rannsóknastofnun iðnaðarins
býður öllum er áhuga hafa, að
hlýða á fyrirlestiur þennan.
Rektor heiðraður
FREDBRIK IX. Danakonungur
hefur sæmt hr. Einar Magnússon
rektor Menntaskólans í Reykja-
vik, riddarakrossi Dannebrog-
orðunnar 1. stigs. Sendiherra
Dana hefur afhent honum heið-
ursmerkið.
MJÖG fjölmennur fundur hænda
var settur í Selfossbíó kl. 21.30
í gærkveldi. Fundarboðendur
voru Lárus Ágúst Gíslason í Mið-
húsum í Rangárvallasýslu, Stefán
Jasonarson í Vorsabæ í Flóa, o.fl.
Fundinum var ætlað að f jalla um
þá ákvörðun Framleiðsluráðs
landbúnaðarins að taka 50 aura
innvigtunargjald af allri mjólk
sem kemur til mjólkurbúanna
frá 1. maí sl., og að innheimta
50 aura til viðbótar yfir sumar-
mánuðina, enda lækki útborgun
til bænda, sem gjöldunum nem-
ur. Ennfremur hafði framleiðslu-
ráð ákveðið að hækka verðmiðl-
unargjald af neyzlumjólk úr 24
aurum í 30 aura á lítra.
Framleiðsluráð áætlaði a'ð þessi
fjáröflun gæfi í tekjur sem svar-
aði 80 millj. kr. miðað við heilt
Magnús E. Guðjónsson
endurkjörinn bœjarstjóri
Engin samvinna milli flokka um nefndarkosningu
ár. f sama mund var álkveðið
að lækka smjör niður í 65 pr. kg.
um óákveðin tíma.
Vegna þessara ráðstafana var
til fundarins boðað og var hann
mjög fjölmennur, sóttur af 6—
700 bændum af Suðurlandsundir
lendi. Lárus Ágúst Gíslason í
Miðhúsum ávarpaði fundaTmenn
og nefndi til fundarstjóra Jó-
hannes Sigmundsson Syðra-
Landholti, og Guðmund Guð-
mundsson á Efri-Brú. Tók Lárus
síðan til máls, og hafði fyrstu
framsögu af hálfu fundarboð-
enda. Minntist hann í upphafi
látins forystumanns sunnlenzkra
bænda, séra Sveinbjarnar Högna
sonar. Síðan las hann upp heilla
skeyti frá héraðsnefnd Eyfirð-
inga.
Lárus reifaði tildrög þessarar
fundarboðunar, og kvað riauðsyn
að bændur snerust til varnar
SVIMDIÐ
209metrana
HINN 26. janúar 1966 hlaut ísa-
fjarðarkaupstaður réttindi sem
slíkur. I janúar sl. var þessara
tímamóta minnzt, en vegna
’þess ,hve erfitt var vegna tíðar-
fars að balda afmælið hátíðlegt
var ákveðið að efna til útihá-
tíðarhalda í sumar og hefur nú
dagurinn verið ákveðinn, hinn
16. júlí.
Hinn 16. júlí 1966 eru og liðin
eitt hundrað ár frá því, er fyrsti
bæjarstjórnarfundurinn vár hald
inn. Hátíðarhöldin munu standa
í tvo daga, laugardag og sunnu-
dag, en dagskrá þeirra hefur
Akureyrl, 7. júní.
FVRSTI fundur nýkjörinnar
bæjarstjórnar Akureyrar hófst
kl. 4 í dag. Aldursforseti við-
staddra bæjarfulltrúa, Arnþór
Þorsteinsson, setti fundinn og
stýrði kosningu forseta. Forseti
bæjarstjórnar var kjörinn, Jakob
Frímansson með sex atkvæðum
Jón G. Sólnes hlaut þrjú at-
kvæði, og Ingólfur Árnason
ekki enn verið ákveðinn endan-
lega, að öðru leyti en því, að
þau munu hefjast með hátíðar-
messu í kirkjunni og síðan skrúð
göngu frá Silfurtorgi inn á
íþróttavöll, en þar' munu aðal-
hátíðarhöldin fara fram.
Pétur Sigurðsson, formaður
hátíðarnefndar tjáði Mbl. í gær,
að vonazt væri eftir, að forseti
Islands sæi sér fært að vera við-
staddur, svo og forsætisráðherra.
Þá kvað hann fulltrúa vinabæja
ísafjarðar á Norðurlöndum
væntanlega, auk þess, sem ís-
firðingar byggjust við þúsund-
hlaut tvö atkvæði. Fyrsti vara-
forseti var kosinn Stefán Reykja
lin með sex atkvæðum, fimm
seðlar voru auðir.
Að lokinni þessari kosningu
tók Stefán Reykjalín við fundar
stjórn, þar sem Jakob Frímanns
son var fjarverandi. Annar vara
forseti var kosinn Arnþór Þor-
steinsson með fimm atkvæðum,
sex seðlar voru auðir. Ritarar
um annarra gesta. Vandamál
væri með móttöku svo margra
gesta, en benda mætti fólki á,
að í Tungudal væri mjög gott
tjaldstæði.
Dagskrána kvað hann enn í
reipunum, en ákveðið væri að
Listasafn ríkisins hefði listsýn-
1 ingu meðan á hátíðarhöldunum
stæði, svo og Listasafn Alþýðu-
sambands íslands. Þá myndi
Sögufélag ísfirðinga gangast
fyrir sögu- og minjasýningu.
Vonaðist Pétur til, að veður-
guðirnir yrðu ísfirðingum hlið-
hollir þessa daga.
bæjarstjórnar voru kosnir Sigurð
ur Óli Brynjólfsson og Árni Jóns
son.
Þá fór fram kjör bæjarstjóra,
og var Magnús E. Guðjónsson
endurkosinn til næstu fjögura
ára með níu atkvæðum. Tveir
seðlar voru auðir. Fyrir kosn-
ingu bæjarstjóra hafði Ingólfur
Árnason tekið til máls, og lýst
því yfir fyrir hönd fulltrúa Al-
þýðubandalagsins, að þeir myndu
ekki greiða atkvæði við kosn-
ingu bæjarstjóra.
í bæjarráð voru kosnir til 1
árs: Bragi Sigurjónsson, Ingólf-
ur Árnason, Jakob Frímannsson,
Jón G. Sólnes og Sigurður Óli
Brynjólfsson. Þá var kosið í all-
ar fastanefndir bæjarstjórnar, og
í stjórn ýmissa stofnanna á veg-
um bæjarins.
Á fundinum komu fram þrjár
tillögur um gerð framkvæmda-
áætlunar fyrir - Akureyrarbæ
(aðaltillaga frá fulltrúum fram-
sóknarfiokksins og breytingar-
tillögur frá fulltrúum Alþýðu-
flokksins og Aiþýðuþandalags-
ins), og var þeim öllum vísað til
bæjarráðs með 11 samhljóða at-
kvæðum.
í ijós kom við atkvæðagreiðsl
ur að engin samvinna var milli
einstakra flokka um kosningar
í nefndir. — Sv .P.
gegn nýákveðnum ráðstöfunum
Framleiðsluráðs, en iagði
áherzlu á, að fundurinn
væri aðeins stéttarlegs eðlis og
laus við alla pólitík. Þá tók til
máls formaður stéttarsambands
bænda, Gunnar Guðbjartsson,
Hjarðarfelli og reifaði hann mál
in af hálfu stéttarsambandsins,
og skýrði forsögu þeirra aðegrða,
sem af hálfu ráðsins höfðu verið
ákveðnar. Hann lauk máli sínu
með því að hvetja bændur til
samstöðu um þau vandamál, sem
að stéttinni steðjuðu í heild, en
bítast ekki innbyrðis um þann
hlut, sem þeim félli í skaut.
Næstur á mælendaskrá var
annar frummælanda og fundar-
boðenda, Stefán Jasonarson í
Yorsabæ og var hann enn að
tala ,er Mbl. hafði fréttir af
fundinum um kl. 23,30 í gær-
kveldi.
D-listaskemmtuii
SKEMMTIKVÖLD fyrir starfs-
fólk og stuðningsmenn D-listans
á Akureyri, verður haldin föstu
daginn 10. júní n.k. kl. 21—02,
í Sjálfstæðishúsinu. Góð skemmti
atriði. Aðgöngumiðar verða af-
hentir í skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins, Hafnarstræti 101,
fimmtudaginn 9. júrú næstkom-
andi kl. 17—19,
Aldarafmœlis ísafjarðar
kaupstaðar minnzt í júlí