Morgunblaðið - 08.06.1966, Síða 11
MiðvHraílagur 8. júní 1966
MORGUNBLAÐIÐ
li
Ræktunarsamböndin 20 ára
TUTTU’GU ár er ekki languv
tími, en í sögu íslenzkra rækt-
unarmála hafa hin síðustu 20 ár
verið mikill tími bæði um af-
íköst og breytingar. Á því sviði
urðu snögg umskipti fyrir 20
árum, er nokkur ástæða til að
minnast þess þótt hér sé raunar
ekki um neitt dagsett 20 ára af-
mæli að ræða, en tímamót voru
það.
Þótt grundvöllurinn að fram-
förum í ræktun væri lagður með
Jarðræktarlögunum frá 7. maí
1923 miðaði lengi vel fremur
hægt, tækni skorti er leyíði
etóru tökin í baráttunni við þúf-
urnar. Þá var sú barátta enn
aneginatriði, og svo alvarleg var
hún baráttan sú, að jafnvel
Þúfnabanarnir, þessar miklu vél
ar (192il-1930) biðu ósigur í
henni. En þar má segja eins og
6egir í Njálu: „Brjánn féll og
hélt velli." Þúfnabanarnir og
vinnan með þeim urðu sú vakn-
ing og brýnsla sem með þurfti
þótt gefast yrði upp við notkun
þeirra.
Fyrstu skurðgröfurnar
Árið 1942 eru tvær fyrstu
ekurðgröfurnar keyptar til lands
ins, það er að segja skurðgröfur
er hentuðu til að ræsa fram land
til túnræktar. Árið eftir koma
8vo fyrstu beltatraktorarnir með
ýtubúnaði — fyrstu jarðýturnar,
eem svo hafa verið nefndar.
Þessar tvær nýjungar koma hér
fyrst til sögunnar á vegum land-
búnaðarins, því að það er alger
misski'lningur, sem oft hefir skot
dð upp kollinum, að hinn fyrsti
innflutningur og notkun þessara
véla ætti rót sína að rekja til
hernámsins og framkvæmda
eetuliðsins ameríska hér á landi.
Hér voru það bændurnir og viss-
ir forráðamenn þeirra sem áttu
frumkvæðið að hlutunum. Verk-
fræðilegir forráðamen hins opin
bera komu svo brátt í kjölfarið,
en einkafélag — Almenna bygg-
ingafélagið — fékk hina fyrstu
jarðýtu sína til landsins alveg
í sama mund og Verkfæra-
tiefnd fékk inn fyrstu tvær jarð-
ýturnar til ræktunarstarfa. Skal
ósagt látið hvort það áræði og
framsýni félagsins stóð í nokkru
sambandi við hernámið.
Með skurðgröfunum og jarð-
ýtunum er loks komin sú tækni
sem gerir miklar ræktunarfram
kvæmdir meira en mögulegar,
hún gerir þær auðveldar. En
eamt þurfti meira með, svo að
brautin væri greið. Og þetta
„meira** kom með lögum um
Jarðræktar- og húsagerðarsam-
þykktir í sveitum, er samþykkt
voru á Alþingi 5. jan. 1945.
Allt hefi ég rakið þetta áður
og jafnvel oftar en einu sinni,
en sökum þess sem hér fer á eft-
ix varð ekki hjá því komist að
rekja það enn, enda fjarri því
að hernámsdraugurinn sé kveð-
inn niður að fullu, hann gengur
enn ljósum logum í ræktunar-
eögunni.
Ný löggjöf
Rétt er að rekja nokkuð hvérn
ig það bar til, er lögin um Rækt
unarsamböndin voru undirbúin
og samþykkt. Mun ég vart gera
það betur í stuttu máli en að
taka upp kafla um það úr ritinu
Ruddar götur (Akureyri 1953).
Þar segir svo:
„Búnaðarþing 1943 skipaði
íiefnd til að vinna „að rannsókn
á framleiðslu landbúnaðarins og
markaðsskilyrðum fyrir land-
búnaðarafurðir.“
f nefndinni áttu sæti stjórnar-
nefndarmenn Búnaðarfélags ís-
lands: Bjarni Ásgeirsson Jón
Hannesson og Pétur Ottesen, og
euk þeirra Jón Sigurðsson Reyni
etað og Hafsteinn Pétursson
Gunnsteinsstöðum. Meðal til-
Jagna og gágna serh nefnd þessl
hafði til ,athugunar voru; tvær
þingsályktunartipögur ,, frá , Al-
þingi.
í febr. 1943 er samþykkt 'á AÍ-
þingi tillaga til þingsályktunar
um ráðstafanir til eflingar ís-
lenzkum landbúnaði. Flutnings-
menn Brynjólfur Bjarnason,
Kristinn E. Andrésson og Sigurð
ur Guðnason. Fjallar hún mest
um að fela Búnaðarfélagi ís-
lands að rannsaka skilyrði til
Árni G. Eylands.
búsetu í landinu, með aukið
þéttbýli fyrir augum, og sem
undirbúning nýrrar löggjafar
varðandi landbúnaðinn.
Þann 15. des. sama ár er sam-
þykkt á Alþingi önnur tillaga til
þingsályktunar svohljóðandi:
„Efri dei’ld Alþingis ályktar að
skora á ríkisstjórnina að hún
feli Búnaðarfélagi íslands fram-
kvæmd rannsókna, leiðbeininga-
störf, nauðsynlega skipulagn-
ingu og undirbúning lagasetning
ar, er lýtur að þeim málefnum
landbúnaðarins, er hér verða tal
in:
1- Víðtækum jarðvegsrann-
sóknum í helztu jarðræktarhér-
uðum landsins, og skal jafn-
framt aflað yfirlits um stærri
og smærri mýrlendi, er vel þykja
henta til fráræslu, með tilliti til
Fyrri grein
aðstöðu til verksins sjálfs, til
landgæðanna og annars, er máli
skiptir. Skulu rannsóknir þessar
jöfnum höndum gerðar á þeim
stöðum, er B.í. velur til athug-
unar, og þar sem hreppabúnað-
arfélög og aðrir hlutaðeigendur
æskja rannsóknanna.
2. Athugunum og leiðbein-
ingum fyrir einstaka bændur,
búnaðarfélög og félagsræktun-
arstjórnir um það, hve stór-
virkar skurðgröfur og önnur
vinnslutæki henti bezt á hverj-
um stað til aðgerða samkv. 1.
lið, og skal jafnframt leitað
álits hlutaðeigenda um, hver að-
ferð þeim þyki hagkvæmust, er
kemur til öflunar og umráða
tækjanna, t.d. eignarráð, samkv.
IV. kafla jarðræktarlaganna
eða leigunot samkv. V. kafla
sömu laga.
3. B. í. skal leita álits búnað-
arsambanda, hreppsbúnaðarfé-
laga og annarra, er hlut eiga
að máli eftir tillögu þessari, um
skoðanir þeirra á nauðsynleg-
um breytingum jarðræktarlag-
anna vegna þeirra aðgerða, er
tillagan fjallar um, svo sem
um aukningu styrks til véla-
kaupa við framræslu, eða breytt
um hlutföllum á styrk til hinna
ýmsu jarðbóta.
4. Niðurstöður framanskráðra
rannsókna leggi ríkisstjórnin
síðan fyrir Alþingi.
Fiutningsmenn tillögunnar
voru þeir Eiríkur Einarsson,
Haraldur Guðmundsson og
Kristinn Andrésson.
Frumvarp á Þingi.
Eitt af því, sem nefndin vann,
var að semja frumvarp um
jarðræktar- og húsagerðarsam-
þykktir í sveitum. Frumvarp
nefndarinnar ar lagt fram á Al-
þingi 20. sept. 1944, flutnings-
menn: Jón Sigurðsson, Bjarni
Ásgeirsson og Pétur Ottesen.
Það gekk greiðlega gegnum
þingið, enda var þáverandi land
búnaðar- og fjármálaráðherra
Framhald á bls. 21.
Peningamenn
Sá sem getur lagt fram 2 til 400.000,00 kr. stuttan
tíma 1 arðvænleg viðskipti. — Vinsamlegast sendið
afgr. Mbl. tilboð, merkt: ,,Ágóði — 9444“ fyrir
12. þ. m.
Fullri þagmælsku heitið.
Síldarstólkor - Síldarstúlkur
Síldarstúlkur óskast á söltunarstöð á Seyðisfirði um
mánaðamótin júní—júlí. — Einnig vantar nokkra
karlmenn. — Fríar ferðir og húsnæði. —
Kauptrygging. — Upplýsingar í síma 16147 kl.
7—8 e.h. næstu daga.
Afgreiðslustúlka
Ung stúlka óskast til afgreiðslustarfa í raftækja-
verzlun í miðbænum. — Eiginhandar umsóknir, er
greini aldur, menntun og fyrri störf, vinsamlegast
sendist afgr. Mbl. fyrir annað kvöld, merktar:
„F — 9804“.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík fer í skógræktarför í Þórdísarlund
föstudaginn 17. eða laugardaginn 18. júní. —
Væntanlegir þátttakendur tali sem fyrst við Hauk
Eggertsson, sími 16917 eða 38760, sem gefur nánari
upplýsingar.
Skógræktarnefndin.
Nýjasta nýtt
D0MUR
Fylgist með tizkunni
0p art
sólgleraugun
eru komin til land'sins
0p art
sólgleraugun eru
nýjasta framleiðsla Evrópu
Op art sólgleraugu koma
í verzlanir í dag
Umboð: H. A. TULINIUS heildverzlun.