Morgunblaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 8. Júnl 1988 MORGU NBLADIÐ 27 Stofnaö Félag áhuga- manna um — Bragi Eiríksson fiskrækt fyrsti iormaður 1 FYRRAKVÖLD var stofnað, Hermannsson forstjóri Rann- „Félag áhugamanna um fisk- rækt“ á fjölmennum fundi á Hótel Sögu. Gerðust 93 menn stofnfélagar og á fundinum ríkti mikill og almennur áhugi. Bragi Eiríksson framkvæmda- stjóri setti fundinn og gat um aðdraganda hans, en hann var sá að 7. marz s.l. voru á undir- búningsfundi sjö menn til að vinna að stofnfundi, svo og semja lagauppkast fyrir félagið. Að lokinni ræðu Braga tók Jónas G. Rafnar alþingismaður við fundarstjórn, en fundarritari var Jakob Hafstein forstjóri. Urðu nokkrar umræður um markmið og tilgang félagsins og tóku þátt í þeim þeir Gísli Indriðason, Eggert Laxdal, Skúli Þorleifsson, Ólafur Jónsson frá Sandgerði og Freysteinn Jóns- son. í fundarlok var kosið í stjórn félagsins og hlaut Bragi Eiríks- son framkvæmdastjóri Samlags Skreiðaframleiðenda kosningu sem formaður, en aðrir í stjórn voru kosnir þeir Steingrímur sóknarráðs ríkisins, Jón Sveins- Bragi Eiríksson son rafvirkjameistari, dr. Björn Jóhanness'on jarðvegsefnafræð- ingur og Gísli Indriðason fram- kvæmdastjóri hjá fiskræktar- stöðinni Búðaós h.f. f varastjórn voru kosnir Alþingismennirnir Jónas G. Rafnar, Ingvar Gísla- son og Björn Jónsson, og endur- skoðendur þeir Jakob Hafstein forstjóri og Jónas Pétursson al- þingismaður. í lögum félagsins sem sam- þykkt voru á fundinum segir að aðalmarkmið félagsins sé, að efla þekkingu og áhuga á fisk- ræktarmálum, meðal annars með því: — Að gefa út árbók félagsins, þar sem safnað sé saman upplýsingum og fróðleik um nýjungar í fiskræktarmál- um og skýrt frá framkvæmd- um og fyrirætlúnum á þessu sviði. — Að beita sér fyrir kynningu á fiskrækt með fræðsluerindum og kvikmynda- sýningum og efla þannig skiln- ing á mikilvægi þessara mála og á tilgangi félagsins. — Að hafa áhrif á löggjöf varðandi fiskrækt. — Að hafa náið sam- band og samstarf við aðila, sem á vegum ríkisins, sveitarfélaga og einstaklinga starfa að fisk- ræktarmálum, og að hafa áhrif á löggjöf varðandi fiskverndun. Biiun á Evrópu sæ stsnasireaiepn urn Búist v/ð að viðgerð lyki í nóti í FYRRAKVÖLD um átta leyt ið urðu menn varir við að leki hafði komist að sæsímastreng þeim, sem ligeur frá íslandi til Evrópu við landtöku strengsins í Færeyjum. Var þegar hafin lagfæring á strengnum, sem gerði það að verkum að tal- sambandið við útlönd hér varð að fara með öll sín samtöl í gegnum Motreal >g þaðan til Evrópu. Þessar krókaleiðir með samtöl in gerði talsambandinu hér að sjálfsög'ðu mjög erfitt fyrir við afgrejðslu þeirra, sérstaklega þar sem aðeins einn strengur er til Ameríku. Búist var við að við- gerð á Evrópustrengnum yrði lokið í nótt, og á því allt að vera komið í gott horf í dag. Kauplélagsstjóiamólið ó Hólmavík Hólmavík. 7. júní VERZLANIR kaupfélagsins hér voru opnaðar aftur í morg- un og hefur starfsemi kaupfé- lagsins verið með eðlilegum hætti í dag. I gærdag boðaði einn stjórn- armanna í hinni nýkjörnu kaup- félagsstjórn, stjórnarmenn til fundar. Þegar hann skyldi hefj- ast var þar einungis mættur sá stjórnarmanna sem að fundar- boðinu stóð. — Frá hinum fjór- um stjórnarmönnum lá yfirlýs- ing undirrituð af þeim. í»ar segja þeir það sameinlegt álit sitt, að þeir neiti að taka sæti í hinni nýju stjórn kaupfélagsins, með tilliti til þess með hverjum hætti sé til hennar stofnað. — Kristján — Meredith Framh. af bls. 1 víðsvegar um líkamann, einkum þó við brjóstholið. Læknar telja góðar horfur á, að hann muni öðlast fullan bata. Ja-mes Meredith hóf hina ein- manalegu göngu sína í Memphis. Var það ætlun hans að draga úr ótta kynbræðra hans í Suður- ríkjunum, einkum Mississippi. Meredith, og fámennt föru- neyti hans, var ekki fyrr kom- inn yfir mörk ríkjanna Tennessee og Mississippi, en þrjú skot kváðu við. Féll Meredith til jarð ar og var brjóst hans alblóðugt. Lögregla hafði skömmu síðar hendur í hári tilræðismannsins, Aubrey James Norvell, og hefur hann nú opinberlega verið ákærð ur af yfirvöldum í Mississippi fyrir morðtilraun. Norvell er at- vinnulaus járnvörusali. Segir lög- reglan að hann muni hafa verið drukkinn, er hann framdi ódæð- ið, og jafnframt að hann geti enga skýringu gefið á atferli sínu. Árásin á Meredith kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir leið toga mannréttindabaráttunnar í Bandaríkjunum. Sama gildir um stjórnmálamenn og viðbrögð al- mennings. Fjölmargir svartir mannréttindaforkóifar hafa heit- ið því, að ljúka göngu þeirri, sem Meredith hóf. M.a. hefur gaman- leikarinn Dick Gregory heitið /því að ganga í stað hans til Jackson. f>á hefur Johnson forseti skip- að dómsmálaráðherra Bandaríkj anna, Nicholas Katzenbach, að láta einskis ófreistað að upplýsa mál þetta að fullu og öllu. um, sem slógust í hópinn. Snæfell EA 200 tonn Þeir, sem með málum fylgj- Hafrún IS 190 — ast, telja að stjórnarvöldin leggi Sigurborg SI 140 — mikla áherzlu á, að mannfjöldinn Guðbjartur Kristján IS 180 — á götunum sé sem mestur og Ásbjörn RE 100 — fagnaðarlætin sem háværust til Guðrún Jónsdóttir IiS 90 — þess að svo líti út að hreinsanir Reykjaborg RE 130 — síðustu daga njóti almennt stuðn Heiga Guðmundsd. BA 130 — ings þjóðarinnar. En ef frá eru Jörundur II RiE 80 — taldar flokksskrifstofur, háskóla- Súlan EA 140 svæðfð og ritstjórnarskrifstofur Jón Kjartansson SU 170 blaða, gengur lífið í Peking sinn Ólafur Magnússon EA 110 — vanagang. Jón Garðar GK 100 Þá réðust blöðin í Peking í dag Ólafur Sigurðsson AK 110 að Yang Shu, yfirmanni heim- Jón Finnsson GK 130 _ .. spekistofnunar kínversku vís- mdaakademíunnar, og sökuðu Ögri RE Raufarhöfn 90 — hann um að hafa ritað blaða- Heimir SU 150 greinar, „fullar af eiturörvum gegn flokknum og sósíalisman- um.“ Sólrún IS (Frá L.Í.Ú.) 160 — Mao , __ Framh. af bls. 1 f dag safnaðist mikill mann- fjöldi saman á götum Peking, fjórða daginn í röð, til pess að lýsa stuðningi við hreinsunar- herferð þessa. Gengu menn fylktu liði undir bumbuslætti til hinna ýmsu skrifstofa kommún- istaflokksins og afhentu þar yfir- lýsingar til stuðnings herferð- inni. r Þá hafa um 10,000 stúdentar og kennarar tekið þátt í götuað- ger’ðum og fundum, hrópað slag- orð, borið kröfuspjöld og hengt upp myndir af Mao Tse-Tung. Enginn fékk að koma á háskóla- andi vinnuaðstöðu. svæðið í dag, en erlendir frétta- menn heyrðu þaðan bumbuslátt og lúðraþyt. í allan dag komu vörubílar til Peking, hlaðnir verkamönnum, bændum og börn — Skólaslit Framhald af bls. 5 sonar, en þau hjón gáfu á sín- um tíma Staðarfell, eignarjörð sína, til skólaseturs. í því tilefni var Staðarfellskirkju afhent ljós- prentað eintak af Guðbrands- biblíu frá afkomendum þeirra hjóna. — Sjómanna- verkfallið Framhald af bls. 1, þ.e. margföld þau 3,5%, sem ríkisstjórnin hefur reynt að fá verkalýðssamtökin til að fallast á með tilliti til samkeppnisað- stöðu Bretlands á heimsmarkaðn um. Talið er að Gunter muni eiga fund með leiðtogum sjómanna og útegrðarmanna á miðvikudag, og kanna hverja afstöðu aðilar muni taka til tillögu nefndarinn ar. Heimildir, sem nátengdar eru forsætisráðherranum, fullyrða þó, að ríkisstjórnin muni leggja að útgerðarmönnum að vísa á bug öllum tillögum, sem beri í sér frávik frá kaupgjalds- og verðlagsmálastefnu stjórnarinn- ar. Sjómenn krefjast styttingu vinnutímans úr 56 í 40 klst. á viku með óskertum launum, og auk þess ýmissa lagfæringa varð — Sildin Framhald af bls. 38. Dalatangi Fundur í fulltrúaráði Heimdallar í kvöid Fultrúaráð Heimdallar boðar til fundar í kvöld kl. 20.36 í félagsheimili Heimdallar, Valhöll við Suðurgötu. Áríðandi ér að sem flestir fulltrúaráðsmeðlim- ir mæti. NATO — Kyrrstæðir bilar Framhald af bls. 28. aultbifreið, árgerð 1965, hvít að lit, þar sem hún stóð i Slipp- portinu. Hefur þetta gerzt um kl. 9.35. Var bílinn talsert beygl aður á kistuloki. Biður rannsóknarlögreglan alla þá sem kynnu að hafa orð- ið vitni að þessu að snúa sér til hennar sem fyrst, og skorar ennfremur á ökumennina sem tjónunum ollu að gefa sig fram. Stofna þarf stofna Framhald af bls. 17 lögreglusamband og Lögreglusamband ganga svo í Norðurlanda. Þá mun opnast fyrir íslenzku lögreglunni nýr og glæsilegux vettvangur í félagsmálum, menntamálum og kynningu við umheiminn. I>á mun lögregla landsins komast úr þeim félags- lega kút, sem hún nú er í, og fé- lagsmál hennar verða hafin í æðra veldi. Verði þetta skref stigið, er það ekki nema í fyllsta samræmi við þá framvindu, sem nú er að ger- ast með öllum Norðurlanda- Framh. af bls. 1 athygli, að ríkin 14 hefðu ekki tekið neina ákvörðun um fram- tíðaraðsetur aðalstöðva banda- lagsins. De Murville sagði að afstaða Frakka væri vel kunn. Frakk- land æskti þess að vera áfram meðlimur í NATO Og taka þátt í stjórnmálalegu samstarfi í fasta ráði bandalagsins. Ef það væri ósk bandalagsríkjanna að fasta- ráðið sæti áfram í Park, myndu Frakkar ekki leggjast gegn því. Fundurinn samþykkti síðan til- lögur þær, sem ríkin 14 höfðu orðið sammála um í gær, þ.e. að flytja yfirherstjórn bandalags ins (SHAPE) til Benelux-svæðis ins, yfirstjórn Mið-Evrópusvæðis ins til Benelux eða V-Þýzkalands og varnarmálaháskóla NATO (NATO Defence College) til Rómar. Josep Luns gerði síðan grein fyrir hversu ræða skyldi vanda- málið varðandi franska herinn í Þýzkalandi. Frakkar hafa ekki viljað ræða við fimmmannanefnd þá, sem ríkin 14 hafa skipað til viðræðna við þá. Couve de Murville sagði á fundinum í dag að vandamálið varðandi herlið þetta væri mjög mikilvægt, og það hefði bæði stjórnmálalegar og hernaðarlegar hliðar. Fyrst og fremst væri þó hér um að ræða hernaðarlegt mál, er varðaði Frakkland og Þýzkaland. Hann minnti á að Frakkland og Þýzka- land hyggðust ræða málið í nán ustu framtíð. Hins vegar gaf de Murville til kynna að sjálfsagt væri að ræða stjórnmálalegu hliðina á ráðherrafundinum. Snemma á fundinum í dag varð það Ijóst, að ágreiningurinn milli Frakka og ríkjanna 14 var svo mikill varðandi þetta atriði, að óhugsandi var að málið yrði til lykta leitt á þeim fundi. Urðu utanríkisráðherrarnir því sammála um að fulltrúar þeirra skyldu í kvöld með tvíhliða við ræðum reyna að leggja grund- völl að samkomulagi, á meðan ráðherrarnir eru gestir Baldvins Belgíukonungs í höll hans. Utan- rikisráðherrar ríkjanna 14 munu og halda sérstakan fund um mál ið á morgun, áður en hinn eigin- legi ráðherrafundur kemur sam an, Góðar horfur eru taldar á því í kvöld að unnt verði að finna NATO nauðsynlega, ef viðhalda eigi öryggi Evrópu. Kvað Rusk stjórnmálalegt takmark kommún istaríkjanna enn hið sama og fyrr, og varaði við því að efnt yrði til meiriháttar ráðstefnu milli landa innan NATO og Var sjárbandalagsins. Hann vildi ekki útiloka þann möguleika að örygg ismálaráðstefna milli austurs og vesturs gæti borið árangur, en slík ráðstefna gæti einnig skap- að vandræði. Rusk lagði áherzlu á, að Bandaríkin hafi ekki í hyggju að hætta að láta öryggis- mál Evrópu til sín taka. Rusk tók jákvæða afstöðu til hugmynd ar þeirrar að NATO kanni leiðir til bættrar sambúðar austurs og vesturs, og nefndi hann ýmsar leiðir til þessa, m.a. menningar- samvinnu og viðskipti. Couve de Murville sagði sam- kvæmt góðum heimildum, að á- standið í heiminum í dag væri gjörólíkt því,_ sem það hefði ver- ið 1648—49. í þá daga hefði ver- ið um tvö öflug ríki að ræða, Bandaríkin og Sovétríkin. En síðan hefði Kína komið til sög- unnar, og mörg ný ríki hefðu orðið til. Hann taldi ekki sömu hættu stafa frá Rússum og áður. Hins vegar lagði de Murville engu að síður áherzlu á að hann gerði sér engar tálvonir, og var- aði við hugmyndinni um örygg- ismálaráðstefnu austurs og vest- urs, nema slík ráðstefna yrði vel undirbúin fyrirfram. Þá upplýsti franski utanríkisráðherrann að fulltrúar frá öllum kommúnista- ríkjunum hefðu komið í opinber- ar heimsóknir til Frakklands á sl. tveimur árum. Kvað hann það álit Frakka, að lönd þessi æsktu þess mjög að endurvekja þjóð- legar tilfinningar síhar og stofna til sambands við önnur lönd. Búizt er við því, að utanríkis- ráðherrar Danmerkur og Noregs, Per Hækkerup og John Lyng, muni taka þátt í umræðum á morgun. þjóðunum, þ. e. að þær nálgast hver aðra sem mest í fjölmörg- samkomulagsgrundvöll. um menningarmálum, samræn.a Dean Rusk, utanríkisráðherra ýmis lagaákvæði í mikilvægum Bandaríkjanna, hélt því fram í málefnum og koma sem mest umræðunum í dag að sambúð fram út á við sem ein heild. austurs og vesturs geri tilveru Ekki meðvitundarlaus ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær, er skýrt var frá að ungur maður hefði verið sleginn miklu höfuðhöggi á Akureyri, að sagt var að hann lægi meðvitundar- laus í sjúkrahúsi. Þar átti í þess stað að standa, að maðurinn hefði verið fluttur á sjúkrahús, en væri kominn til meðvitund- ar, og á batavegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.