Morgunblaðið - 08.06.1966, Side 7

Morgunblaðið - 08.06.1966, Side 7
Miðvikudagur 8. júní 1966 MORGU NBLADIÐ 7 Til þæginda fyrir fólkið Boðabúð í Hafnarfirði hefur nú fengið nýjan kjörbúðarbíl og verður hann staðsettur í Silfurtúni, í íbúðahverfinu við Vífilstaðaveginn, í nýja hverf inu í Arnarnesi og við heimili eigandans i Hrauns- holti. Boði Björnsson verzlunarstjóri hefur á boðstólum í þessum nýja bíl sinum alla algenga mat- vöru, mjólk og fisk, en mikið hagræði er að þessari þjónustu í hinum nýju íbúðarhverfum. Öllu er haganlega komið fyrir í kjörbúðabílnum og hann allur hinn smekklegasti á að líta. — Boði Björns- son verzlar einnig að Sjónarhóli í Hafnarfirði. — Ljósm. Sv. Þ. FRÉTTIR Konur, Bústaðasókn. Þökkum innilega veittan stuðning á kirkjudaginn. Vinsamlegast at- hugið, að þeir munir, sem ekki komust til skila, eru að Hlíðar- gerði 17. Stjórn Kvenfélags Bú- staðasóknar. Orlofsnefnd kvenfélagsins Sunnu, Hafnarfirði tekur á móti umsóknum um dvöl í Lambhaga n.k. miðvikudag 8. júni kl. 5—8, fimmtudaginn 9. júní kl. 8—10, og þriðjudaginn 14. júní kl. 8— 10 Orlofsnefndin. Sumarferð kvenfélagsins Sunnu í Hafnarfirði verður far- in sunnudaginn 26. júní Nánar auglýst síðar. Fyrirlestrar Martinusar. Danski lífsspekinguriMi Martin- us flytur fyrirlestra sína í kvik- myndasal Austurbæjarskólans við Vitastíg miðvikudag '8. júní og fimmtudag 9. júnf kl. 8.30 bæði kvöldin. Fyrirlestrarnir fjalla um efnið: Heimsmyndin eilífa og um Sköpun mannsins í mynd og líkingu guðs. Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík. Skrifstofa nefndar- innar verður opin frá 1/6 kl. 3:30—5 alla virka daga nema laugardaga sími 17366. Þar verða veittar allar upplýsingar varð- andi orlofsdvalirnar, sem verða að þessu sinni að Laugagerðis- skóla á Snæfellsnesi. Rétt fyrir skömmu tapaðist . lítill blár páfagaukur frá Hvammsgerði 4. Eigandi hans er 11 ára telpa, Kol'brún, sem nú er á skóla í Sviss, og það var búið að lofa henni að gæta páfagauksins hennar vel. Páfagaukurinn heitir Jakob, og gegnir því nafni, og flýgur þá til fólks. Hann hefur aldrei í búr komið, heldur verið frjáls eins og fuglinn fljúg- andi. Hann er bæði spakur og gæfur, og hermir gjarnan eftir fólki. Hann var vanur að sitja á öxl Kolbrúnar litlu, þegar hún var að læra, svo að hún saknar vinar í stað, þeg- ar hún kemur úr skólagöng- unni, og Jakob horfinn. Nú eru það tilmæli aðst- andenda Koíbrúnar, að fólk svipist um eftir Jakob í görð unum í kring um Hvamms- gerði, og láti vita, ef það verður hans vart, í síma 35037 í Hvammsgerði 4. Við skulum vona, að Kolbrún litla hitti Jakob fyrir fullfrískan, þegar hún kemur aftur frá Svisslandi. 70 ára er í dag frú Þóra Guð- laugsdóttir, Barónsstíg 21. Hún verður í dag stödd að heimili sonar síns, Álfheimum 54. STUDENTAR M.R. 1946. Hófið verður að Hótel Sögu (átthagasal) föstudaginn 10. júní og hefst með borðhaldi kl. 7 stundvíslega. Munið að greiða þátttökugjaldið nú þeg Dómkirkjunni í Skálholti hef- ur verið lokað um tíma vegna framkvæmda í kirkjunnL Til- kynnt verður aftur um, hvenær hún verður opnuð. Kvenfélag Laugarnessóknar: Munið saumafundinn miðviku- dagskvöldið kL 8.30. Stjórnin. Kvenfélagið Aldan. Þær konur 6em ætla að dveljast á barna- og héraðskólanum á Eiðum í sum- er, sendi skriflegar umsóknir fyr ir vikulok til Laufeyjar Halldórs dóttur, Laugarásveg 5. Uþplýs- ingar gefnar í símum 40125, 19006 og 51170. Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. í sumar verður dval- izt í Laugagerðisskóla á Snæfells nesi dagana 1. — 10. ágúst. Um- eóknum veita mótttöku og gefa nánari upplýsingar Eygló Jóns- dóttir, Víghólastíg 20, sími 41382, Helga Þorsteinsdóttir, Kastala- gerði 5, sími 41129, og Guðrún Einarsdottir, Kópavogsbraut 9, 6Ími 41002. Kvenfélag Neskirkju. Aldrað fólk í sókninni getur fengið fóta- 6nyrtingu í fundarsal félagsins í Neskirkju (kjallaranum) miðviku daga kl. 9—12 f.h. Tekð á móti tímapöntunum í síma 1475Ö á þriðjudögum kl. 10—11 f.h. Stjórnin. IHR 1946 ar til gjaldkera hjá endur- skoðunarskrifstofu Bjarna Bjarnasonar, Austurstræti 7. Áriðandi, að brugðizt sé fljótt við. HITTUMST ÖLL! Um hvítasunnu opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Thors, Eskihlíð 8 A, og Brynjólf- ur Bjarnason, Miklubraut 38. Nýlega hafa opinberað trúlof un sína ungfrú Susann Schu- macher, Helsingfors, Finnlandi og Skúli Þorvaldsson, Háuhlíð 12 Spakmœli dagsins Bókelskan mann skortir aldrei tryggan vin, hollan ráðgjafa, kát an félaga né áhrifaríkan hug- hreystanda. — I. Barrow. Somsöngur í Gomla Bíó I kvöld kl. 7 er samsöngur átta júgóslafneskra félaga, sem kalla sig Slovenski oktet frá Ljubljana. Þeir koma hingað á leið frá Bandaríkjunum, þar sem þeir hafa verið á 2 mánaða söngför, en héðan fara þeir til heimalands síns til að syngja á tónlistarhátíð. Þetta verður einasti samsöngur þeirra hér á landi að sinni, og er ekki að efa að marga fýsi að heyra til þeirra Sendisveinahjól óskast keypt. Tilboð legg- ist inn á afgr. Mbl. fyrir n.k. laugardag, merkt: „9456“. Bifreið Gömul, vel með faTÍn 6 imanna amerísk bifreið til sölu. Upph í Blönduhlið 20 eftir kl. 19. 19 ára stúlka — nemandi í Menntaskól- anum, óiskar eftir góðri at- vinnu í sumar. Upplýsing- ar I síma 23060. Keflavxk — Suðurnes Húsasmíðameistari getur bætt við sig verkum. Uppl. í síma 2288 kl. 19—20. Skellinaðra Honda, til sölu, að Lauga- læk 46. Sími 37928. Keflavík Ódýr barnavagn til sölu. Uppl. í síma 1626. Keflavík Af sérstökum ástæðum er til sölu nokkrir pokar af vel spíruðum útsæðiskart- öflum. Sími 1393, milli kl. 7—8. Ný útskrifaður kennari (stúlka), óskar eft ir atvinnu úti á landi. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 41822. Sveitadvöl óskast fyrir 7 ára telpu í 3—4 vikur, seinnipart sum ars. Upplýsingar í síma 37342, eftir ki. 8 á kvöldin. Til leigu 6 herb. íbúð. Upplýsingar í síma 30064. Til sölu Chevrolet fólksbíll ’55. — Þarfnast boddýviðgerðar. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 21647. Bílskúr til leigu í Miðbænum. Tilboð leggist inn á Mbl., merkt: „Neðar lega við Hverfisg. - 9801“, Til leigu um næstu mánaðamót 6 herb. kjallaraibúð. Leigu tilboð merkt: „Engin fyrir- framgreiðsla — 9943“ send ist blaðinu fyrir 15. þ.m. 1—2 herb. íbúð óskast á leigu. Einhver hús hjálp kæmi til greina. — Reglusemi. Uppl. í síma 17373, á skrifstofutíma. Sveit 12 ára drengur óskar eftir að komast í sveit í sumar. Uppl. í síma 92-1722 frá kl, 2—6. Heimilisaðstoð 14 ára unglingsteipa óskar eftir léttri heimilisaðstoð. Uppl. í síma 32156. Bíll óskast Vil kaupa 4ra manna fafl. Ekki eldri en árg. 1962. — Tilb. merkt.: „9442“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir laug- ardag. Getum tekið að okkur múrverk strax. Tilboð merkt: „Múrverk — 9800“ sendist blaðinu fyrir laug- ardag. Gítarkennsla Kenni í sumar. — Ásta Sveinsdóttir, Bollag. 8 Sími 15306. Einhleyp, norsk kona sem vinnur úti, óskar eftir leiguíbúð. THboð, merkt: „9467“. 14 ára stúlka óskar eftir góðri vinnu. — Uppl. í síma 36417. Herbergi óskast Ungur húsasmíðanemi ósk- ar eftir herbergi í Kópa- vogi. UppJ. í síma 41398, milli kl. 8 og 10 e.h. Einhleypur verziunarmaður óskar eftir 1—2 herbergjum og eld- húsi. Aðgangur að eldhúsi kemur ekki til greina. — Sími 23925. 3ja til 5 herb. íbúð * óskast ti-1 leigu. Sími 21157. eftir kl. 7 á kvöldin. Höfum fyrirliggjandi gangstéttarhellur — 2 stærðir. Vikurplötur og kantstein. HELLDSTEYPAN Símar 52050 og 51551. Höfum opnað hárgreiðslustofu að Stangarholti 28. Hárgreiðslustofan Holt Sími 23273.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.