Morgunblaðið - 08.06.1966, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.06.1966, Qupperneq 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. júní 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU — Nú en það æ-ttu lögfræðing- arnir að geta annazt. Ég vil alls ekki fara að spyrja Steve neitt um eignir Toms. — Þú ert konan hans Toms og í þessu erindi komstu hingað. Þú verður að gera það. Tom verður æfareiður, ef þú svíkst um það. — Ég fæ ekki séð, hversvegna Tom getur ekki sjálfur skrifað Steve og fengið að vita þetta — mér finnst undarlegt, að hann skuli ekki vita það — og ég vildi helzt vera algjörlega laus við þetta. — Lögfræðingamir eru svo lengi að koma svona málum í kring, en það er áríðandi, að við fáum tafarlaust að vita um hag Toms. Ég leit á Yves með örvænt- ingarsvip. — Ég get alls ekki gert þetta sagði ég. — Ég get alls ekki farið að spyrja Steve um fjármálaástand Toms. Yves stóð upp og drap í vindl- ingnum, óþolinmóður á svipinn. — Ég heimta, að þú gerir það. Steve _ er f járráðamaður Toms. — Ég veit...sagði ég. — Veiztu hvað? Yves leit á mig hissa. — Jú, Jill Stansfield sagði mér nokkuð frá arfi þeirra Steve og Toms. Og lögfræðingur Toms getur áreiðanléga komið fram fyrir hans hönd við Steve. — Ég vil, að þú fáir hjá Steve nákvæma skrá yfir eignir Toms hérlendis, hélt Yves áfram, eins og hann hefði ekki heyrt til mín. — Og ef ég neita? Yves stóð upp úr sæti sínu í glugganum og gekk til mín, ein- beittur á svipinn. Hann lagði mjúka höndina á öxl mér og kreisti, svo að neglurnar gengu inn í holdið. Ég sat enn á snyrtistólnum og hann laut höfði niður, svo að það vár ekki nema nokkra þumlunga frá mér og horfði beint í augu mér. — Þú neitar þessu ekki, frú mín góð, sagði hann. — I>ú ert ábyrg gagnvart mér ekki síður en Tom. n--------------------------□ 25 □--------------------------n Ég heyrði ógnunina í röddinni, en sagði ekkert. Yves hristi mig dálítið. — Þú gerir eins og ég segi og verður þæg. Hann sleppti takinu en gekk ekki frá mér. — Þú getur spurt hann um það í kvöld eftir matinn. — Viltu ekki fara út? sagði ég. Ég gekk að dyrunum og opn- aði þær. Ég var ekkert hissa að sjá Steve á stigagatinu. Örlögin, sem höfðu verið mér svo grimm, voru nú að núa salti í sárið. Steve hafði þegar haft fataskipti fyrir kvöldverðinn og var að ganga fram hjá herberginu mínu á leið niður. Hann leit á mig, tók eftir greiðslusloppnum min- um og sá Yves við hliðina á mér, og dró sínar ályktanir af þvL Yves tók hönd mína og kyssti hana. — Mundu það .... eftir kvöldverð .... sagði hann. Kvöldverðurinn var ekkert skemmtileg máltíð. Steve var fúll og þögull. Yves var líka þögull og þessi kurteisi hans frá því um morguninn var nú al- gjörlega horfin, og hann gerði enga tilraun til að halda uppi samræðum. Það var ég, sem helzt sagði eitthvað, og það af eintómum taugaóstyrk. En skrafið í mér var rétt eins og að blístra út í myrkrið. Ég vildi ekki fara að spyrja Steve um eignir Toms, en ef ég nú skyti mér undan þeirri hvim- leiðu skyldu — við hverju gæti ég þá búizt af hendi Yves Ren- ier? Hann hafði fengið hið ógur- legasta vald yfir mér, og ég var algjörlega í hans hendi. Ég hafði hvorki peninga né annað, sem ég þarfnaðist, og var algjörlega hon um háð, þangað til við kæmum til Frakklands. í Englandi gat ég ekki leitað til nokkurs manns, sízt af öllu til Steve, sem ég vissi, að myndi ekki hreifa hönd né fót mér til hjálpar. Ég fór snögglega að þrá ungfrú Daly og sjá eftir því að hafa ekki heimtað, að hún færi með mér til Frakklands. En hún var far- in og ég var eftir, einmana og yfirgefin. — Þú verður að segja mér eitthvað um sjálfa mig, sagði ég við Yves. — Þú veizt, að ég hef algjörlega misst minnið. Ég er ensk, er það ekki? — Þú ert hálf-frönsk, sagði Yves stuttaralega. — Þá áttir franskan föður, sem starfaði í Englandi. — Og ég hitti Tom í Englandi? — Ég hef enga hugmynd um, hvar þú hittir manninn þinn. Og veit yfirleitt lítið um fortíð þína. Til sölu 2ja, 4ra og 5 herb. íbúðir í gl æsilegu 20 íbúða f jölbýlishúsi, sem byrjað er að byggja á lóðinni nr. 90—92 við Álfaskeið í Hafnarfirði. — íbúð irnar seijast tilbúnar undir tréverk þ.e. með hitalögn og múrhúðaðar og full- frágengnar að utan með öllum útihurðum. Bílskúrsréttindi og góðar geymsl- ur fylgja hverri ibúð. — Allt fyrirkomulag innan- og utanhúss er mjög haganlegt sbr. teikningarnar hér að ofan. ÁBNI GUNNLAUGSSON, HRL. Austurgötu 10, Hafnarfirði Sími 50764 kl. 9—12 og 1—4. — Og þessi villa, sem við er- um að fara til? Höfum við átt heima þar lengi? — Nei. Við höfum hafzt mest við um borð í Afrodite. Þið átt- uð íbúð í París, áður en þið keyptuð skipið. — Þér eigið við, að þið séuð nýflutt í þessa villu? spurði Steve. — Nei. Við höfum hafzt mest vert lengi — þegar skipið hefur verið leigt út. — Það er áríðandi fyrir Júlíu að komast í kunnugt umhverfi, sagði Steve. — Hún kannast nú við skipið, þegar hún kemur þangað, sagði Yves. — Það er það raunveru- lega heimilL Eftir matinn drukkum við kaffið í setustofunni. Ég sat 1 einum legubekknum og Bruno kom til okkar, eins og hann var vanur. Hann lagði gyllta haus- inn í kjöltu mína og leit á mig hlýjum augunum eins og hann væri _að biðja mig um að klappa sér. Ég gerði það og komst við af þessari blíðu, sem hann sýndi mér. Enginn annar þarna í Sorr- ell var mér vel. Yves sat hinumegin í stof- unni, flýtti sér að drekka úr bollanum og afsakaði sig svo, með því að segjast vera mjög þreyttur eftir strangt ferðalag og eiga ennþá fyrir höndum dag- inn eftir, og vildi því taka á sig náðir snemma. Hann gekk yfir til mín, laut yfir hönd mér, þrýsti hana fast og sendi mér þýðingarmikið augnaráð. — Nú færðu tækifærið, sagði hann og skildi okkur Steve eftir ein. Ég hallaði mér aftur í legu- bekknum og lét höndina hvila á hausnum á Bruno, mér til trausts og halds. Steve fékk sér meira kaffi og bauð mér. Ég herti upp hugann. — Steve, það er nokkuð, sem ég vildi spyrja þig um .... það er að segja, ég væri þér þakklát ef þú vildir .... að minnsta kosti seg- ir Yves mér, að ég hafi komið hingað til þess .... Ég þagnaði, ringluð og dró djúpt andann. — Ef þú hættir að stama, mundi ég kannski geta skidð, hvað þú ert að fara, sagði Steve. — Mig langar að fá skrá yfir allar eignir Toms hér í land- inu, hluta hans í fyrirtækinu og aðrar eignir, sagði ég snöggt og kom því loks út úr mér. Andlitið á Steve gaf undrun hans til kynna. — Tom hlýtur að vita sjálfur, hvað hann á hér í Englandi. — Svo virðist ekki vera. Hann sendi mig einmitt hingað tii þess að komast að því. — Því á ég bágt með að trúa, sagði Steve. Hvað sem öðru iíð- ur, fæ ég ekki séð neina ástæðu til að fara að ræða málefni hans við þig. - Ég er nú konan hans. — Þá hefði hann átt að skrifa mér og tilkynna mér, hvert er- indj þitt hingað var. Hann hefur ekki svarað einu einasta bréfi frá mér. — Yves segir, að hann verði æfareiður ef ég komi ekki aftur með þessar upplýsingar, sem hann vill fá. SíSíSS*:::* Kiviiíi'. •iiiWif.. i v.v.v.v.y.vAv SiiiiííííSSSi V.'.V.V.V.V/.V.V.V.V.V Tha »of aN waahing machina* ; i ;ii: m íii; m iií irSiiá iiix •:-? með DIXAN, þvottaduWð fyrir allar tegundir þvottavéla: því DIXAN cr lágfreyðandi _ og sérstaklega tramleitt tyrír þvottavélina yðar. Með DIXAN fáið þér alltat bextan órangurl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.