Morgunblaðið - 08.06.1966, Síða 17
MiðvikudagUT 8. júní 1966
MORCU NBLAÐIÐ
17
r
Erlingur Pdlsson, íyrrverandi yíirlögregluþjónn:
Stofna þarf Lögreglu-
anrnand Islands,
— sem gerisf s/ðor aðili að
Lögreglusambandi Norðurlanda
S T O F N U N Lögreglusam-
bands íslands og innganga
þess í Lögreglusamband Norð
urlanda eru mál, sem lögregla
landsins þarf að vinda bráð-
an bug að því að hrinda í
framkvæmd.
Vér íslendingar erum svo ham
ingjusamir að búa við stjórnar-
far, sem veitir þegnunum hugs-
anafrelsi, málfrelsi og félaga-
frelsi, svo sem frændur vorir á
Norðurlöndum hafa lengi til-
einkað sér. Þótt stundum hafi
blásið hvasst, hefur hinu frjálsa
orði tekizt að gera Norðurlöna
að fyrirmyndar velferðarríkj-
Árið 1935 var Lögreglufélag
Reykjavíkur stofnað. Þá voru
lögreglumenn Reykjavíkur 40
að tölu, og á sviði félagslífs lög-
reglunnar var að mestu um
óplægðan akur að ræða. Félagið
hefur verið starfsamt síðan og
komið mörgu góðu til leiðar í
þágu lögreglunnar.
Hið stórkostlegasta tímabil
í sögu Reykjavíkur, frá
árinu 1940 og allt til þessa
dags, fellur saman við ævi
lögreglufélagsins. Breyt-
ingar þær, sem þetta tímabil
hefur haft í för með sér, hafa
þegar gert stórkostlega auknar
kröfur til lögreglunnar, svo að
hún hefur orðið að ganga á hólm
við flest þau vandamál, sem nú
ögra stórborgum heimsins. Sí-
aukin og áhættusöm löggæzla
krefst síaukins lögregluliðs, sem
hefur hlotið fyllstu tæknilega
menntun og ýtrustu þjálfun.
Lögreglufélag Reykjavíkur
hefur verið samningsaðili um
kaup og kjör lögreglunnar,
skyldur hennar og störf. Það
verður að haldast í hendur, að
launin séu lífvænleg og starfs-
tilhögun svo aðlaðandi, að góðir
og vel menntaðir ungir menn
telji sig sæmda af að gegna lög-
reglustarfi.
Síðan 1935 hefur tala lögreglu-
manna í Reykjavík meira en
fimmfaldazt. Þá voru þeir 40 að
tölu, en nú er heimild fyrir því
að hafa þá á þriðja hundrað, ef
ríkislögregluþjónar eru taldir
með. Raunar hefur ekki tekizt
upp á síðkastið að fylla þá tölu
sökum skorts á hæfum umsækj-
endum.
Lögreglufélag Reykjavíkur
hefur verið sá samningsaðili,
sem markað hefur stefnuna í
kjaramálum fyrir lögreglu
landsins, og hafa lögreglumenn
víða úti á landsbyggðinni gert
kröfu um að njóta sömu kjara
sem lögreglunni í Reykjavík
hefur tekizt að ná, bæði í launa-
málum, vinnutíma, vinnutilhög-
un o. fl.
Lögreglustarfið er ábyrgðar-
mikið starf, erfitt og áhættusamt.
Þó var það mjög eftirsótt áður
fyrri, en þetta hefur breytzt,
síðan það vandamál kom til sög-
unnar, að hæfa menn skortir í
flestar atvinnugreinar vinnu-
markaðsins. Lögreglustarfið
þykir ekki lengur sérlega eftir-
sóknarvert. Hverjar orsakir
liggja til þess?
Ég hygg, að ein ástæðan sá sú,
að lögreglan er alltof einangruð
í félagsmálum sínum. Utan
Reykjavíkur eru nokkur smá-
ifélög, semv eiga af eðlilegum
ástæðum erfitt með að láta veru-
lega að sér kveða.
Lögregla landsins þarf að
mynda með sér einn allsherjar-
félagsskap, þ.e. Lögreglusam-
band fslands.
Á þessu sviði hafa frændþjóð-
irnar á Norðurlöndum orðið
langt á undan okkur. Til dæmis
stofnaði danska lögreglan með
sér lögreglusamband árið 1902.
Norðmenn stofnuðu slíkt sam-
band fyrir nálega aldarfjórð-
ungi, og fyrir nokkru varð
finnska lögreglusambandið fjöru-
tíuv ára. Ritstjóri finnska lög-
reglublaðsins ritaði nýlega grein
um afmælið í Polis-Tidningen,
blað sænska lögreglusambands-
ins, og telur þar fram fjölda
staðreynda um það, hve feiki-
lega þýðingu finnska lögreglu-
sambandið hefur haft fyrir
finnsku lögregluna.
Hver eru þá helztu markmið
og verkefni lögreglusamband-
anna?
Að koma öllum starfandi lög-
reglumönnum undir eina, fag-
lega stjórn.
Að stofna lögreglufélög, þar
sem lögreglumenn hafa ekki
myndað með sér fagleg samtök
og verða að fela öðrum félaga-
samtökum að fara með kjaramál
sín.
Að aðstoða sambandsfélögin
við samninga um hin ýmsu hags-
muna- og menningarmál sín.
Erlingur Pálsson,
fyrrv. yfirlögregluþjónn
Að hafa forystu í öllum samn-
ingum um kjaramál, skyldur og
starfsréttindi sambandsfélaga,
eftir því sem óskað er og þörf
krefur.
Að komast í kynni við starfs-
aðferáf r lögreglusambanda í
öðrum löndum og kynna sér
þann árangur, sem þau hafa náð
í hagsmuna- og menningarmál-
um lögreglunnar.
Að gefa út sameiginlegt mál
gagn, til þess að kynna almenn-
ingi lögreglustarfsemina og
auka skilning fólks á nauðsyn
góðs samstarfs við lögregluna,
svo að sem beztum árangri á
sviði löggæzlu verði náð.
— Þegar ég var á ferð í Káup-
mannahöfn í júlímánuði á fyrra
ári, kynntist ég formanni danska
lögreglusambandsins, A. Dals-
gaard, politiassistent. Hann
sagði, að starfsemi lögreglusam-
bandanna á Norðurlöndum sner-
ist alls eigi eingöngu um kaup
og önnur kjaramál, heldur hefðu
þau með höndum ýmiss konar
önnur mál, lögreglunni til
ánægju og menningarauka. T. d.
sagði hann, að þá væru 30 lög-
reglumenn á vegum sambandsins
í Skotlandi, og nytu þeir fyrir-
greiðslu skozka lögreglusam-
bandsins við að kynna sér hinar
ýmsu greinar lögreglumála; allt
eftir ósk lögreglumannanna
sjálfra eða þeirra félaga, sem
þeir tilheyrðu. Kvað Dalsgaard
þessar kynnisferðir vera mjög
vinsælar hjá lögreglumönnun-
um, og ykju þær mjög á þroska
þeirra og áhuga á starfinu. Lög-
reglusambandið danska hefur
einnig forgöngu um fjárhagsleg-
an stuðning til slíkra ferða og
sér um að útvega lögreglumönn-
um frí til þeirra, þegar sumar-
frí hrekku'- ekki til. Þessar
kynnisferði” þykja gott innlegg
til aukinnsr starfshæfni, en eru
ekki sambærilegar við utan
ferðir á vegum lögreglustjórna
eða lögreglustjóra á lögreglu
skóla eða til sérnáms í ýmsum
greinum sem undirbúningur
undir að takast á hendur hærri
og ábyrgðarmeiri stöður.
Hér er aðeins stiklað á því
stærsta, en það ætti að nægja til
þess að sýna, hve lögreglusam-
bönd Norðurlandaþjóðanna fjög
urra hafa verið mikil lyftistöng
í félags- og lögreglumálum.
Hvers vegna hefur lögregla
landsins ekki myndað lögreglu-
samband?
Lögreglufélag Reykjavíkur
hugðist eitt sinn hafa forgöngu
um það með góðu ' samþykki
nokkurra félaga úti á landi, en
um það leyti var Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja
(B.S.R.B.) stofnað, og þótti ýms
um þá ekki ástæða til þess, að
lögreglan myndaði með sér
landssamband, og vildu reyna
fyrst hin nýju samtök. Létu
sumir í það skína, að það gæti
haft alvarlegar afleiðingar í för
með sér, ef lögreglusamband yrði
stofnað, en ekki gengið í
B.S.R.B. Þessi mótblástur
reyndist þess megnugur, að mál-
inu var slegið á frest.
Það verður eigi dregið í eia,
að stjórn fi.S.R.B. hafi leitazt
við að rækja vel skyldu sína sem
umbjóðandi opinberra starfs-
manna í launamálum, en þar
sem lögreglan hefur algera sér-
stöðu í störfum sínum, er það
miklum erfiðleikum bundið fyr-
ir stjórn, sem er kosin af laun-
þegum almennt, að virða sér-
sjónarmið lögreglunnar, eins og
vert væri.
Lögreglusamböndin í Finn-
landi, Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku hafa stofnað með sér
Lögreglusamband Norðurlanda
(Nordisk Politiforbund). Það er
æðsta stjórn í félagsmálum lög-
reglusambanda Norðurlanda.
Helztu verkefni þess eru:
Að vinna að framgangi ýmissa
menningarmála, fjármála og
mála, er snerta sjálft lögreglu-
starfið, ef málin ná samþykki
allra sambandsaðilja og þaa
brjóta ekki í bága við gildandi
lög þeirra.
Að veita viðkomandi sam-
böndum upplýsingar og ráð-
leggingar og siðferðihgan
stuðning í hinum ýmsu vanda-
málum, sem steðja að.
Að koma á framfæri við sam-
bandsaðilja tímaritum um lög-
reglumálefni.
Að veita aðildarsambönc’un-
um hvers konar stuðning, sem
því er unnt, ef þau komast í
einhverja alvarlega erfiðleika.
★
Með framanrituðum línum
vona ég, að mér hafi tekizt að
sýna fram á, hvílík nauðsyn það
er fyrir íslenzku lögregluna að
Framhald á bls. 27
Kaupmenn — EnnXau pastjórar
Vesiur þýzk sólgíeraugu 1066
Fyrir Dömur
— Herra
— Börn
Falleg
Vönduð
Fara vel
Á hverju ári sendum við á vörusýningar og fylgjumst því með
nýjum gerðum. — Kaupum öll sólgleraugu í samráði við fag-
menn. — Aðeins þekkt firmu, og því aðeins það bezta fáan-
lega liverju sinni.
Umboðsm. PR IMETTA á íslándi:
H. A. TULINIUS, heildverzlun
Austurstræti 14 — Símar 14523 — 13640.