Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐJÐ Laugardagur 16. júlí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per lun. SÍMI 34406 SENDUM IMAGNÚSAR skipholti21 símar21190 eftir lokun simi 40381 ■ ^ s,MI3-|l-G0 mfíiF/m Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1300 og 1300. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Daggjald 350 og kr. 4 pr. km. Fjaðrir, fjaðrablóð. hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. B O S C H Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9* — Sími 38820. Einkennileg' símaþjónusta G. II. skrifar: „Oft er þörf en nú er nauð- syn að skrifa. Ég kynntist á miðviku<laginn sl. þeirri aum- ustu þjónustu, sem hægt er að veita viðskiptavini. Um morg- uninn hrmgdi eg í Landssím- ann og bað um samtal vestur á Snæfellsnes. Klukkan 10.15 er hringt tii rún og mér sagt, að samtalið geti ég því miður ekki fengið þa um morguninn, þar sem svo mörg hraðsamtöl hafi ver'ð íyrir. Bað ég stúlk- una um að láta mig hafa sam- talið um leio og stöðin opnaði aftur kl. 16.00. Klukkan 16.30 var samtalið ekki komið, svo að ég hringdi og spurði um það. Samtalið góða fékk ég svo loks kl. 16.45. Talaði ég fyrst við ter.gdamóður mína, en síðan fér hún til að ná í kon- una mína. Fyrir bragðið þurfti ég að bíða smástund. Kemur þá stúlka inn á línuna og til- kynnir, að mér sé óleyfilegt að tala nema eitt viðtalsbil; það sé svo mikið að gera. Ég sagði stúlkunni. að ég væri bara alls ekki búinn að tala. „Það er alveg sama“, segir hún, „það er ekki hægt að halda svona línunni". Nú fór að síga í mig fyrir alvöru, og lét ég í ljós, að ég vildi Ijúka samtalinu, sem ég hefði pantað, og ekkert þar á milli. Talaði ég síðan við kon- una mína stutta stund. Þá er tilkynnt, að tvö viðtalsbil séu liðin, og andartaki síðar kem- ur stúikan inn á línuna hjá okkur og segir. allt annað en elskulega' „Viljið þið gjöra svo vel i-ð fara að ljúka sam- talinu!“ Þá var mér öllum lokið, og samtal okaar biónanna leystist upp, þar sem stúlkan hafði al- gjörlega ruglað okkur í rím- inu með framkomu sinni. Þegar ég hafði jafnað mig eftir „samtalið“, hringdi ég í Landsímann og bað um að fá örstutt viðtal við stúlkuna elskulegu. Ég fékk afsvar við því. Mér er spurn: Hvenær var sett regla um þetta eina við- talsbil? í öðru lagi: Hvnær var sú regla afnumin, að síma- stúlka mætti ekki undir nein- um kringumstæðum blanda sér inn í samtöl fólks, nema til þess að tilkynna viðtalsbil? Mið langar til þess að fá svör við þessu, vegna þess að ég veit., að það er hvorki vilji né stefna Landssímans, að þannig sé komið fram við við- skiptavininn G. II.“. Þegar Viðtækja- ver/lun ríkisins lokar „Viðskiptavinur“ skrif- ar m. a.: „Það vefst víst fyrir fleir- um en mér, hvers vegna ís- lenzka rík.:ð iætur sér sæma að reka einkasölu („stats- monopol“) með útvarps- og sjónvarp'-t.æki. Mönnum finnst undarlegt, að á því herrans ári 1966 skuli enn finnast hér leifar af slíku ríkiseinokunar- fyrirkomulagi. Þetta gerir all- an innflutning viðtækja stirð- ari í vöfum, og sýnt hefur ver- ið frarn á það með rökum (í „Frjálsri verzlun", að mig minnir), að þessi ríkisrekstur á engan rétt á sér lengur, hafi hann þá nokkurn tíma átt rétt á sér. En sleppum hugleiðinguip um þetta efni. Fyrst Viðtækja verzlun ríkisins er enn við lýði, verður að gera strangar kröfur til hennar um full- komna þjónustu. Þjónustuandi hins opinbera einokunarfyrir- tækis kenvur nú fram í því, að loka á ver7luninni í þrjár vik- ur (líklega vegna sumarleyfa), og á meðan verður engin þjón- ustu veitt, engin tæki fást flutt inn og engir varahlutir! Hvers konar vinnubrögð eru nú þetta’ Var ekki hægt að stilla svo til, að starfsfólkið færi í sumarfrí til skiptis? Út- varps og sjónvarpstæki eru orðin svo algeng og svo mikill þáttur í daglegu lífi manna, að fólk á kröfu til að geta fengið t. d. varahluti í tæki sín. í þessar þrjár vikur verður það tilviljunurn háð, hvort hægt er að útvega varahluti. Hefði einkafyrirtæki með einkaleyfi á viðtækjasölu hegðað sér þannig, hefði leyfið vitanlega verið tekið af því. En ríkis- einkasala má víst hegða sér eins og henni sýnist“. 'k I>rasl í vínar- brauðum Maður hér í borg kom í ritstjórnarskrifstofur Morg- unblaðsins sl. fimmtudag. Hann hafði meðferðis vínar- brauð, sem keypt var i ónefndri brauðgerð. Þegar vín- arbrauðið var skoðað, kom i ljós, að innan í því var út- flattur tappi (,,form“) úr gos- drykkjarflösku ásamt kork- flögu. Var þetta drasl milli laga í brauðinu Sami maður skýrði frá því, að fyrir skömmu hefði fundizt 25-eyr- ingur inni í vínarbrauði á heimili sínu. Hvernig getur nú svona lag- að komið fyrir? Þegar venju- legt fólk tekur upp gosdrykkj- arflösku, fleygir það tappan- um þegar I stað í öskubakka, ruslakörfu eða sorpfötu. Þyrsti bakarinn hefur verið svo kæru laus að opna flöskuna yfir deiginu og skeyta ekkert um það, hvar tappinn lenti. Svona subbuháttur og kæruleysi manna, sem vinna við mat- vöru, er ófyrirgefanlegur. Það er ekki nóg að kuiina að hræra deig og hnoða; menn verða líka að kunna skil á almennum hreinlætis- og hollustuháttum. Sækið RYSLINGE H0JSKOLE, Danmörku. Valfrjálsar deildir: iþróttakennaradeild, tónlistar- og leiklistardeild. 5 05 3 mán. námskeið frá 3. maí. 5 mán. námskeið frá 3. nóvember. Alls 15 valfrjálsar námsgreinar. Tyrirlestrar m.a. um hugmynda sögu Evrópu. Greiðsla sú sama sem á norskum lýðháskólum. Skrifið og biðjið um kennsluskrá og frekari upplýsingar. Ryslinge Hþjskole, Fyn, Danmark. In o4"<2 Vm) A^7 A FRAMREIÐSLUNEMAR óskast strax. Upplýsingar hjá hótelstjóra milli kl. 4—6 í dag. — (Uppl. ekki svarað í síma).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.