Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLADIÐ Laugarclagur 16. júlí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. I iausasö’lu kr. 5.00 eintakið. VERÐBÓL G UPOSTUL- ARNIR AFHJÚPAÐIR tfinir miklu verðbólgupost- ular, leiðtogar stjórnar- andstöðunnar, eru illa haldn- ir um þessar mundir. Þeir hafa nefnilega verið afhjúp- aðir frammi fyrir alþjóð. Þessir herrar hafa undanfar- in ár stöðugt krafizt hærra kaupgjalds, hærra afurða- verðs, hærri útgjalda á öll- um sviðum hjá ríki og bæjar- og sveitafélögum, meiri eyðslu, meiri útlána, lægri vaxta o. s. frv. Því miður hefur þeim orðið of mikið á- gengt í því að herða kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verðlags, en af því leiðir allt- af verðbólgu. Meginhluti þess sem almenningur borgar til dæmis fyrir hvers konar þjón ustu, er kaupgjald. Ríkisstjórnin hefur hins vegar barizt af fremsta megni gegn upplausnaráformum stjórnarandstöðunnai. Hún hefur varað við hinu stöðuga kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Hún hefur var- að við of mikilli eyðslu og reynt að hafa nokkurn hemíl á opinberri fjárfestingu. Hún hefur beitt vaxtahækkunum til þess að draga úr útlánum á nákvæmlega sama hátt og ríkisstjórnir nágrannaland- anna hafa gert, nú síðast Verkamannaflokksstjórnin í Bretlandi, sem hækkað hef- ur útlánsvexti um 1% til þess að vinna gegn verðbólgu. Gegn allri þessari viðleitni ríkisstjórnarinnar hafa Fram sóknarmenn og kommúnistar hamast. Um það þarf þess vegna ekki að fara 1 neinar graf- götur, hverjir það eru, sem bera höfuðábyrgðina á vax- andi dýrtíð sl. tvö ár. Það er ekki ríkisstjórnin, sem gert hefur fjölþættar jafn- vægisráðstafanir og barizt gegn upplausnarpólitík komm únista og Framsóknarmanna. Það eru hinsvegar stjórnar- andstæðingar, sem reyna að nota verðbólguna sem póli- tískt baráttutæki til þess að ryðja sér braut til valda og áhrifa í stjórnmálum lands- ins. Þetta liggur ljóst fyrir. Verðbólgupostularnir hafa verið afhjúpaðir. Það dugir þeim ekki að ráðast á Bjarna Benediktsson, forsætisráð- herra, eða aðra leiðtoga stjórnarflokkanna og kenna þeim um. Almenningur í land inu veit, að leiðtogar Fram- sóknarflokksins og kommún- ista sveitast blóðinu við það frá morgni til kvölds, ár eftir ár að kynda elda dýrtíðarinn- ar. Tilgangur þeirra og tak- mark er enginn annar en sá að gera núverandi ríkisstjórn ómögulegt að stjórna land- inu. En verðbólgukyndararnir mega vara sig. Verðbólgu brask þeirra velti stjórn þeirra frá völdum fyrir 8 árum. íslenzkir kjósendur muna uppgjöf þeirra og al- gert úrræðaleysi þá. En þeim mun aumlegri verður hlutur þeirra nú, þegar þeir reyna að rífa niður allt, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur byggt upp og leitt hefur til stórkostlegrar framleiðslu- aukningar og meiri velmeg- unar en íslenzkt fólk hefur nokkru sinni búið við, fyrr eða síðar. HVAÐ GERA BRETAR? Drezka Verkamannaflokks- u stjórnin hefur ákveðið að hækka forvexti úr 6% í 7%. Forsætisráðherrann hef- ur einnig lýst því yfir að brýna nauðsyn beri til að skera niður opinber gjöld og draga úr eyðslu hjá hinu op- inbera og einkaaðilum. Tilgangur brezku stjórnar- innar með þessum ráðstöf- unum er fyrst og fremst sá, að draga úr þennslu í brezku efnahagslífi, hindra verð- bólgu og auka trúna á brezk- an gjaldmiðil. Þessar ráðstafanir brezku V erkamannaf lokksst j órnar- innar eru athyglisverðar, ekki sízt fyrir þá menn hér á íslandi, sem skammað hafa núverandi ríkisstjórn blóð- ugum skömmum fyrir að reyna að hafa hemil á út- lánum og eyðslu. Sannleikurinn er sá, að það, sem Bretar eru að gera nú, hafa flestar þjóðir áður framkvæmt, sem átt hafa í höggi við þenslu í efnahags- lífi sínu og vaxandi dýrtíð. Allar ríkisstjórnir á íslandi hafa gert þetta á síðari árum, hvaða flokkar, sem í þeim hafa setið. En hin ábyrgðar- lausa og valdasjúka stjórnar- andstaða hér á landi hefur talið allar slíkar ráðstafanir núverandi stjórnar bera vott um óvild hennar gegn alþýðu manna eða bjargræðisvegum landsmanna! Það, sem nú skiptir megin- máli, er að verðbólgukyndar- arnir hér á landi finni það, að almenningur gerir sér Ijósa hina skaðsamlegu iðju þeirra. Það er ekki nóg að ríkisstjórnin berjist gegn verðbólgunni. Allur almenn VttJ UTAN ÚR HEIMI Gleymdur maður — gleymdur málstaður... MEÐAL fanga þcirra, er de Gaulle, forseti Frakklands, veitti náðun nú í vikunni, í tilefni Bastilludagsins 14. júlí, var hershöfðinginn fyrr verandi, André Zeller. Hafði hann afplánað fimm ára fangavist af fimmtán árum, sem hann var dæmdur til. Zeller var einn af fjórum frönskum hershöfðingjum, sem sviptir voru heiðurs- merkjum og tign og dæmdir fyrir hlutdeild í uppreisninni gegn de Gaulle í Alsír árið 1961. Hinir þrír, Raoul Salan, Edmond Jouhoud og Maurice Challe eru enn í fangelsi — Challe hlaut fimmtán ára dóm eins og Zeller, himr tveir lífstíðarfangelsi. Fregnin um náðun Zellers vakti litla athygli í Frakk- landi og fáir urðu til að veita því eftirtekt, er hann fór frá fangelsinu, „gleymdur mað- ur eins og málstaðurinh sem hann barðist fyrir“, eins og einhver komst að orði. Hið mikla og heita baráttumál að halda Alsír undir veldi Frakk lands er löngu úr sögunni og sömuleiðis frægðarljóminn af forvígismönnum þeirrar bar- áttu. Auk Zellers voru náðaðir ellefu menn sem dæmdir höfðu verið fyrir aðild að uppreisninni, skemmdarverk, sprengjutilræði og morð — og eru þá eftir í fangelsi að- eins 83 af mörg hundruð, sem dæmdir voru eftir upp- reisnina. Messað undir beru lofti í kirkju- skipi Hallgrímskirkju A SUNNUDAGINN kemur verður guðsþjónusta haldin í Hallgrímskirkju ínnan múranna í sjálfu kirkjuskipinu. Aðeins einu sinni áður hefur guðsþjón- usta verið haldin á þessum stað í kirkjunni og í tilefni af því að nú mun aftur verða haldin guðs þjónusta þarna, sneri sóknar- prestur Hallgrímssafnaðar, séra Jakob Jónsson, sér til Mbl. Hann gat þess að fyrir nokkr um árum hefði guðsþjónusta ver ið haldin á þessum stað í kirkj- unni, en þá hefði ringt eins og í Nóaflónu, nú vona ég að það verði sól, sagði séra Jakob. í>að er gaman endrum og eins að geta haldið guðsþjónustu í sjálfri kirkjunni og að þessu sinni þjón ar með mér sépa Erlendur Sig- urðsson þar eð séra Sigurjón Árnason er í fríi. Fyrir utan safnaðarsöng og orgelspil munu félagar úp Lúðra sveit Reykjavíkur leika undir stjórn Páls P. Pálssouar nokkur ingur í Iandinu verður að taka þátt í þeirri baráttu. SJÁLFSÖGÐ RÁÐSTÖFUN fþráðabirgðalögin um gerðar- " dóm í þjónadeilunni og lok verkfallsins voru sjálf- sögð ráðstöfun, sem allur al- menningur mun fagna. Þessi deila hafði staðið um alllangt skeið. En þrátt fyrir viku verkfall, voru ekki horfur á skjótri lausn hennar. Það hefði hins vegar valdið miklu tjóni og þjóðinni álitshnekki út á við, ef þjónaverkfall hefði staðið vikum eða mán- uðum saman. Samgöngumála ráðherra hefur því stigið skyn lög bæði á undan og eftir messu. Guðsþjónustan verður einföld í sniði, en það er hátíð í því fólg- in að geta messað á þessum stað. Guðsþjónustan hefst klukkan 11. en klukkan 10 verða dyrnar opn aðar fyrir þá sem vilja skoða mannvirkin. í neðsta hluta turn ins er m.a. félagsheimili safnað- arns. Ætlast er til að þar verði fundarsalur fyrir kvenfélagið, starfsaðstaða fyrir diakonissu og herbergi fyrir presta. Hall- grímssöfnuður hefur á undan- förnum árum orðið á eftir í al- mennri safnaðarstarfsemi vegna skorts á húsakynnum. Söfnuður inn þarf að geta staðið á eigin fótum. f>eir sem vildu leggja fram skerf til byggingarinnar eiga kost á að kaupa gjafabréf, sem verða til sölu í Verkamanna skýlinu og hliðarherbergjum ný- byggingarinnar þennan dag. Ennfremur sagði séra Jakob: Oft er maður spurður að því hvað valdi því að einn söfnuður samlegt skref með því að leggja til við forseta íslands að sett skyldu bráðabirgða- lög um lausn deilunnar. í þessu sambandi má minna á það, að undanfarin ár hef- ur verið unnið mjög ötul- lega að landkynningarstarf- semi til þess að laða erlenda ferðamenn hingað til lands- ins. Langvarandi þjónaverk- fall með þeim víðtæku af- leiðingum, sem það hefur í för með sér, gat hæglega spillt mjög árangri þessarar starfsemi, og þannig valdið varanlegu tjóni. Óhætt er að fullyrða, að gerðardómur, sem Hæstirétt- ur tilnefnir hljóti að geta komizt að niðurstöðu, sem all ír aðilar megi við una. fær þessa stóru og dýru kirkju og það verkefni að koma henni upp. Málið er í aðalatriðum þannig að árið 1914 voru liðini 300 ár frá fæðingu Hallgrims' Péturssonar. Þórhallur biskup Bjarnarson bar þá fram þá ósk að reist yrði kirkja og kennd við Hallgrím Pétursson. Nú eru sern sagt 52 ár liðin síðan hugmynd þessi kom fyrst fram. Árið 1926 ákvað Dómkrkjusöfnuðurinn í Reykjavík að gangast fyrir bygg ingu Hallgrímskirkju og átti henni að vera lokið 1930. Málið dróst nokkuð en árið 1937 fól ríkisstjórnin þáv. húsameistara Ríkisins Próf. Guðjóni Samúels syni að gera teikningu að Hall- grímskirkju. Eftir hans teikn- ingu er sem sagt kirkjan byggð að svo miklu leyti sem unnt er en hann lézt áður en verkinu varð lokið. Núverandi húsameist ari Hörður Bjarnason heldur því verkinu áfram og hefur hann sér til aðstoðar Jörund Pálsson arki- tekt. Undanfarið hefur verkið gengið af töluverðum krafti. Kirkjan er byggð fyrir gjafafé og áheit, svo og fyrir dálítinn styrk frá ríki og bæ. — Ég er að gera mér vonir um að um það leyti sem ís- landsbyggð er 11 aldar gömul árið 1974 verði Hallgrímskirkja fullbyggð, alveg upp í topp, bætti séra Jakob við. Þegar Reykjavík var skipt í 4 prestaköll var tekið fram í lögum frá Alþingi að eitt presta kallið skyldi heita Hallgrims- prestakall og sú kirkja sem þar yrði byggð skyldi vera stór. All- ur aðdragandi málsins bendir til að ekki megi líta á Hallgríms- kirkju sem safnaðarkirkju, kirkj an er minnisvarði Hallgríms Péturssonar. Að lokum sagði séra Jakob: Hallgrímssöfnuður sem súkur hefur ekki í upphafi ákveðið að byggja kirkjuna heldur er honum af ríkisvaldinu fengið það hlutverk sem búið var að Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.