Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÚ Laugar'dagur 16. júlí 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Ég stanzaði við stóra stigann, sem lá upp að hertogaíbúðinni á fyrstu hæð. Ljósin voru kveikt og ég gat heyrt mannamál. — Hvað gengur á þarna uppi. Er ekki lokað klukkan fjögur utan ferðamannatímans? — Jú, fyrir öllum almenningi, sagði hann, en forstjóri Lista- ráðsins gengur þar út og inn að vild. Og auk þess er hann alveg sérstaklega önnum kafinn núna, vegna undirbúningsins undir há- tíðina. Maður var á verði við hliðar- dyrnar. Við buðum honum góða nótt og gengum svo út á Meira torg. — Hátíðina? spurði ég. — Nú, hvað er þetta........... veiztu ekki um hana? I>að er okkar stóri dagur. Það var Butali prófessor, sem kom henni á — líklega til þess að koma há- skólanum á kortið, en nú eru allir Ruffanobúar hreyknir af henni og hingað þyrpist fólk úr margra mílna fjarlægð. Stúdent- arnir hafa þarna glæsilega sýn- ingu. í fyrra fór hátíðin fram í hertogahöllinni. Hann gekk að skellinöðru sem stóð upp við vegg, og vafði trefli um hálsinn. — Ertu nokkursstaðar skipráð- inn? Ef ekki, getur hún Didi mín bjargað þér. Hún vinnur við leirkerasmíði úti í bæ, en hún þekkir fjöldann allan af V-og H-stúdentum, og stelpurnar þar eru vel fjörugur hópur. — V og H? — Verzlun og hagfræði. Deild ín byrjaði ekki fyrr en fyrir þremur árum, en hún veður báð um orðin fjölmennai en hinar. V og H-stúdentarnir búa mest- megnis utanbæjar en koma hing að á daginn, og það er nú aðal- grínið! Þeim er ekki kúldrað í stúdentagarða, eins og hinum Hann glotti og setti vélina í gang. Ég öskraði upp fyrir háv- aðann, að ég yrði að fara til umsjónarmannsins og láta skrá- setja mig, og svo þyrfti ég að finna mér einhvern svefnstað. Hann_ veifaði hendi og var þot- inn. Ég hefði á hann beygja fyr ir hom, og mér fannst ég vera orðinn hundrað ára. Maður yfir þrítugt er fauskur í augum hinna yngri. Ég gekk að háskólabygging- unni. Til vinstri var hurð, sem á stóð: „Umsjónarmaður, einka- skrifstofa“ en við hliðina á hurð inni var rennirúða og fyrir inn- an hana sat skrifari. — Ég heiti Fabbio, sagði ég og ýtti skilríkjunum mínum að honum. — Fossi bókavörður sagði mér að láta innrita mig hérna. — Já.......já...... Hann virtist þegar hafa heyrt mín getið og krotaði eitthvað í bók. Rétti mér svo vegabréf og eyðublað, sem ég átti að undir- rita. Einnig skrá yfir nokkur heimilisföng. — Þér hljótið að fá inni á einhverjum þessara staða, sagði hann. — Þeir hafa lækkað verð fyrir okkur. — Ég þakkaði honum og bjóst til að fara, en dokaði samt v:ð. — Vel á minnzt, sagði ég, — gæt uð þér sagt mér, hver býr í Draumagötu nr. 8? — Númer átta? át hann eftir. — Já, sagði ég, — húsinu með háa múrnum í kring og einu tré í garðinum. — Það er húsið rektorsins, hans Butali prófessors. En hann er að heiman og veikur. í spítala í Róm. — Ég vissi það, sagði ég, — en ég vissi ekki, að hann ætti heima í Draumagötu. — Jú, jú, þau hjónin hafa bú- ið þar í þó nokkur ár. — Hver leikur þar á slag- hörpu. — Frúin. Hún kennir að spila. En ég efast um, að hún sé heima. Hún hefur verið í Róm hjá manninum sínum, undanfarnar vikur. — Mér fannst ég heyra spil- að þegar ég gekk þar framhjá í dag. — Þá hlýtur hún að vera kom in heim, svaraði hann. — Það gæti verið án þess að ég vissi um það. Ég kvaddi hann og fór. Jæja, Þá......Svo að húsið mitt hafði orðið þeirrar náðar aðnjótandi, að sjálfur rektorinn bjó þar. Þegar ég mundi efti bjó rektor- inn í húsi, alveg hjá stúdenta- garðinum. Hér var sýnilega margt orðið breytt, eins og póst- kortssalinn hafði sagt mér, og Þegar ég mundi eftir bjó rektor- komin til viðbótar, og stúdentar farnir að koma inn í borgina utan frá, þá liði varla á löngu áður en Ruffano færi að geta keppt við Perugia eða Torino. Ég gekk aftur niður í móti og framhjá hertogahöllinni, stanz- aði andartak undir götuljóskeri og athugaði skrána, sem ég hafði fengið. „Rossinigata, Lambetta- gata......nei það var of nálægt stúdentunum. Cyprianusargata ...... kannski. Mikjálsgata.... Ég brosti. Var það ekki þar, sem Carla Raspa hafði kompuna sína? Ég tók upp nafnspjaldið hennar. Jú, það var númer 5 en heimilisfangið, sem umsjónar- maðurinn hafði gefið mér, var númer 24. Það gat verið ómaks- ins vert að athuga það. Ég tók aftur upp töskuna mína og gekk niður að Lífstorgi. Það hlaut að hafa verið snjór inn, sem rak alla inn í gær- kvöldi. Nú var að vísu kalt en stjörnurnar blikuðu, og torgið var fullt, en nú voru þarna ekki miðaldra menn, eins og um há- degið, heldur var æskan í algjör um meirihluta. Stelpurnar, kræktar saman á handleggjun- um, skröfuðu og stilltu sér upp fyrir framan súlnagöngin, en strákarnir stóðu með hendur í vösum, hlæjandi, og hvíslandi og sumiir sitjandi klofvega á skellinöðrum og hengu þarna í hópum. Bíóið, sem var undir súlnagöngunum var rétt í þann veginn að byrja. Ósiðleg aug- lýsing gaf til kynna ástarlíf á eyjunum í Karabíehafinu. En fiandan við torgið var Hertoga- hótelið, úr sér gengið og úrelt. Ég gekk yfir torgið og lét sem ég sæi ekki augnatillit rauð- hærðrar fegurðardíaar — var hún kannsfei úr V og H? — og svo sneri ég til hægri og inn í Mikjálsgötu. Ég leitaði að númer 5. Það var svo sem ósköp yfir- lætislaust og lítill bíll stóð fyr- ir utan. Skyldi Giuseppe Fossi eiga hann? Það skein jós í gegn um rifurnar á gluggaglerunum á fyrstu hæð. Jæja, gott og vel! Verði honum að góðu! Ég hélt áfram og leitaði að nr. 24. Það var hinumeginn götunnar, en úr gluggunum þar, mátti vel sjá nr. 5. Ég hafði gaman af þessu og svo kom upp í mér strákurinn, svo að ég ákvað að athuga það nánar. Dyrnar voru opnar og gangurinn allur uppljómaður. Ég leit á nafnið á skránni. Frú Silvani. Ég gekk inn og svip- aðist um. Þarna var allt snyrti- legt og nýmálað, og kryddþef- ur barst frá eldhúsinu. Einhver kom halupandi niður stigann og kallaði um öxl sér upp á efri hæðina. Þetta var stúlka um tví tugt með fíngert andlit og feikna stór augu. — Eruð þér að leita að frú Silvani? spurði hún. — Hún er frammi í eldhúsi. Ég skal ná í hana. — Nei, bíðið andartak. Mér lkaði andrúmsloftið þarna, og stúlkan líka. Hún kynni að geta sagt mér það, sem mig langaði til að vita. — Ég fékk þetta h’eimilisfang í háskólanum, sagði ég. — Ég vinn þar í bili, við bergi í eina eða tvær vikur. bókasafnið, og þarf að fá her- Ætli nokkuð sé laust hérna? — Það er eitt laust á efstu hæð, svaraði hún, — en það kann að vera lofað. Þér verðið að spyrja frú Silvani. Ég er bara stúdent. — Verzlun og hagfræði, eða hvað? spurði ég. — Já, en hvemig gátuð þér vitað það? — Mér er sagt, að fallegustu stúlkurnar séu -í því. Hún hló og kom nú niður í □---------------□ 17 □---------------□ ganginn til mín. Ég verð alltaf feginn þegar ég hitti stúlku, sem er minni en ég sjálfur. Og þessi hefði getað verið krakki. — Ég veit það nú ekki, sagði hún, — en að minsta kosti er lífsmark með okkur og við er- um ekkert að leyna því. Ekki satt. Paolo? Piltur, sem Var álíka laglegur og hún, hagði komið niður stigann. — Þetta er bróðir minn. Við erum bæði í V og H, en eigum heima í San Marino. Ég hétti þeim báðum höndina. — Armino Fabbio, sagði ég — og frá Torino, enda þótt ég hafi lengst af unnið í Genúa. — Þau svöruðu samtímis: — Caterina og Paolo Pasquale. — Segið mér, sagði ég. — Munduð þið vilja ráða mér til að leita mér að herbergi hérna? — Já, alveg eindregið, sagði pilturinn. — Hér er hreinlegt, viðkunnanlegt og svo er mat- urinn góður og hann gerði höf- uðbendingu í áttina til eldhúss- ins — og hún er ekkert að fást um, hvenær maður kemur eða fer. Lætur okkur alveg sjálfráð. — Við tökum það rólega, sagði stúlkan. Sá, sem vill vinna, getur unnið. Sá sem vill leika sér, getur leikið sér. Við Paolo gerum hvort tveggja. Já, mér finnst þér ættuð að spyrja um þetta herbergi. — Reiknivélin fór í sundur — man nokkur ykkar hvernig á að leggja saman ? Brosið á henni var vingjarn- legt og aðlaðandi. Sama um pilt- inn að segja. Án þess að bíða etfir svari mínu gekk hún innar í ganginn og kallaði á frúna. Eldhúsdymar opnuðust og frú Silvani kom fram. Hún var breið vaxin og brjóstamikil, miðaldra kona, lagleg og vingjarnleg á svipinn. — Þér þurfið að fá herbergi? sagði hún. — Komið þér og lítið á það. Hún ruddist framhjá okkur Paolu og upp í stigann. — Þama sjáið þér, sagði Caterina. — Þetta getur ekki ein faldara verið. Ég vona, að þér takið það. Við Paolo erum að fara á bíó. Við sjáumst vonandi aftur. Pau gengu svo út saman, skrai andi og hlæjandi, en ég elti fro Silvani upp stigarm. Við komum upp á efstu hæð og hún hratt upp hurð á her- bergi þar sem gluggarnir vissu út að götunni. Hún kveikti ijós, en ég gekk að glugganum og sló upp hleranum. Ég vil alltaf vita, hvar ég er og hvað ég get séð. Ég leit upp eftir götunni og sá, að litli bíllinn stóð enn úti fyrir nr. 5. Svo athugaði ég herberg- ið. Það var ekki stórt, en þarna var allt það nauðsynlegasta. — Ég ætla að taka það, sagði ég. — Gott. Og látið svo eins og þér séuð heim hjá yður. Matur- inn fylgir, ef vill. En látið vita, að morgni ef þér ætlið að borða úti, en annars er enginn skaði skeður þó að þér gleymið því. Við erum með kvöldmatinn, ef þér viljið fá að borða núna. Þetta viðkunnanlega umhverfi þar sem allt virtist ganga eins og af sjálfu sér, líkaði mér sérstak- lega vel. Ég tók upp úr litlu tösk unni. Þarna var fernt auk henn- mig og fór svo niður. Ég rat- aði á borðstofuna eftir manna- málinu, sem þaðan heyrðist. Frú Silvani var þegar setzt við borðs endann og var að ausa upp súp- unni. Þarna var fernt auk henn- ar — miðaldra maður, sem hún kynnti strax sem eiginmann sinn og var eins vel í skinn komið og henni sjálfri, og þrír stúdent ar, allt piltar, sem virtust ósköp meinlausir og alls ekki eins áberandi og Paolo. — Þetta er gesturinn okkar, hr. Fabbio, sagði húsmóðirin, — og þetta eru Gino, Mario og Ger- ardo. Fáið yður nú sæti og látið alveg eins og þér séuð heima hjá yður. — Ekki nein formlegheit, sagði ég. — Ég heiti Armino. Það er ekki svo ýkja langt síð- an ég var sjálfur að lesa til prófs í Torino. — Listir? — Nei, nýju málin. Lít ég út eins og ég væri í listunum? Samstundis svöruðu allir já, i einum kór, og svo varð almenn- ur hlátur, og Gino, sem sat við hliðina á mér, útskýrði að þetta væri föst fyndni þarna í hús- inu, að þegar einhver nýr kæmi, væri strax borið upp á hann. að hann væri í listunum. — Jæja, ég er nú venjulega fararstjóri með skemmtiferða- fólki, sagði ég, — en þar sem ég er bókasafninu áhangandi eins og er, þá býst ég við, að það megi flokka mig undir list- irnar. Nú var almenn vanþóknun látin í Ijós, en góðlátlega þó. — Takið ekki mark á þeim,- sagði gestgjafinn brosandi. Strákarnir halda, að þeir eigi Ruffano, bara af því að þeir eru í verzlunar- og 'hagfræðum. — Já, og það gerum við líka, sagði einn pilturinn — líklega Gerardo. Við erum nýja blóðið í háskólanum. Hinir teljast biátt áfram ekki með. — Já, það segir þú, sagði frú Silvani um leið og hún rétti mér súpudiskinn — en annað hef ég nú heyrt. Listastúdentarn ir og svo sem líka flestir hinna, líta á ykkur sem hvern annan ræningjahóp. Hún sendi mér glettniislega augnagotu, þegar þessari athuga semd hennar var svarað með ópi, og svo snerist allt samtalið að togstreitunni við háskólann, sem ég þekkti ekkert inn á. Ég borðaði bara og skemmti mér vel. Svona Ruffano hafði ég aldrei þekkt áður. Gino^ sessunautur minn út- skýrði fyrir mér, að nýja Verzl- irnar- og hagfræðideildin stæði þegar í miklum blóma. Sökum aukinna kennslugjalda frá stú- dentunum, hefði háskólinn nú miklu rýmri fjárhag en nokkru sinni áður á sínum langa ferli — og þess vegna væri verið að byggja ýmsar viðbótarbyggmg- ar og nýja bókasafnið. IMATIONAL RAFHLÖÐUR Ódýrar — góðar — alþéttar. Endingarbetri en nokkrar aðrar. Geymast í 3 ár. Fást um land allt. Iieildsölubirgðir: G- Helgason & lilelsteð hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.