Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. júlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 ÞAÐ sem m. a. vekur athyg-li við sjávarútveg á Vestíjörðum og hvergi hefur verið stundað í eins ríkum mæli hér á landi og þar, er rækjuveiði eða kampalampaveiði eins og hún var stundum nflínd fyrr á tím- um. Þegar Við áttum erindi til ísaf jarðar nú fyrir skömmu notuðum við tækifærið og ræddum við framkvæmda- stjóra Niðursuðuverksmiðj- unnar hf, Böðvar Sveinbjarn- arson, og fræddumst af hon- um um þennan þátt í bjarg- ræðisvegum ísfirðinga. Við Torfnesveg er Niður- suðuiverksmiðjan til hús.a í lágri og langri bygginigu. Við spyrjum framikvæmdastjór- ann fyrst um sögu rækjuiðn- aðarins á ísafirði, og hann svarar: — þessi grein iðnaðar hefst hér á ísafirði árið 1i9i36 með því að Norðmaður Simon Olsen byrjar að veiða rækju hér og bendir ísfirðingum á hve arðvænleg framleiðs'lu- vara hún sé. Jaánframt byrj- ar einnig um likt leyti Sveinn Sveinsson útgerðarmaður að veiða rækju. Nokkru síðar stofnar bæjarfélagið Rækju- verksmiðju ísafjarðar og fær Þorvald Guðmundssom, nú forstjóra í Síld og fisk, til þess að veita verksmiðjunni for- stöðu. Með Þorvaldi var einn- ig í þessu Tryggvi Jónsson, nú forstjóri fyrir Ora. Um 1940 keypti síðan Jón Kjartamsson, nú forstjóri í Sælgætisgerðinni Viking, ásamt fleirum stóran hlut í verksmiðjunni og endurreisti hana og rak af miklum dugn- aði. — Hvernig er verksmiðjan nýtt, utan rækjuvertíðarinn- ar? Frá rækjupillun á IsafirðL Rækjuiðnaðurinn merkileg atvinnugrein á ísafirði Rætt við framkvæmdastjóra Niður- suðuverksmiðjunnar h.f. á ísafirði — Rækjuvertíðin er frá því í oktábermánuði og þar til i apríl, en utan þess tíma sjóð- um við niður grænmeti, fisk- bollur og fiskibúðing, þegar hráefni gefst. — Hve margir vinna hér að staðaldri? — Hér vinna um 40 manns, þegar venksmiðjan er í fullum gangi, en þessi iðnaður er mjög mannfrekur. Rækjan er * * a * Niðursuðuverksmiðjan hf til hægri og fiskmjölsverksmiðjan á Torfnesi (þar sem rýkur úr). forsoðin og síðan þarf að pilla hverja einstaka rækju úr skel- inni. Er það miikil þolinmæðis- vinna eins og skiljanlegt er, en gæði handpillaðrar rækju eru miklu meiri en vélpill- aðrar, þar eð rækja úr vélun- um er ekki eins falleg og handpilluð. — Hve margir bátar höfðu rælkj uveiðileyfi hér á síðustu vertíð? — Þeir voru 17 hér við Djúpið. Sumir þeirra lögðu upp á ísafirði, aðrir á Lang- eyri, við Áliftafjörð, Hnífsdal og Bolungarvík. Veíðin var um 1200 tonn upp úr sjó síð- astliðna vertíð. Á atvinnuleysistímabilinu var hér oft hundrað manns við vinnu hjá okikur, en nú gæti farið svo að ekki væri unnt að láta handpilla rækj- una, þar eð kaupgjald fer svo ört hækkandi. Væri það miik- ill skaði, þar eð það rýrir mjög gæði rækjunnar eins og — En er markaður fyrir rækju nokkuð traustur? — Jú, sl. ár var að minnsta kosti nokkuð góður markaður fyrir hana í Bretlandi og Finnlandi, sem eru aðalkaup- enduir okkar íslendinga að rækju. Niðursuðuverksmiðjan hf er arftaki gömlu verksaniðjunn- ar, Rækjuverksmiðju ísafjarð- ar, en hún var staðsett þar sem nú er skipasmíðastöð Marzellíusar Bernharðssonar. Þessi verksmiðja er hins vegar stofnuð árið 1955 og hef ég alltaf litið á hana sem sama fyrirtækið, þótt hún íhafi skipt um nafn. — Hve mikil er afkastageta verksmiðjunnar? — Afkastagetan er um 30— 40 tonn á ári og í frystiklefum getum við geymt um 70—80 tonn. Arið 1948 fór þetta fyrir- tæki út í það að stofna fyrir- tæki með öðrum, sem 'heitir Torfnes hf og er staðsebt hér í næsta húsi. Þar mala þeir rækjiuskelina og fæst úr því ágætis mjöl og útflutnings- vara, sem góður markaður er fyrir í Þýzikalandi. Áður var skelinni hent. Fyrir þremur árum gekk síðan Norðurtangi Böðvar Sveinbjarnarson inn í Torfnesið og þar eru nú öll bein, sem til falla möluð. Þá hefur einnig verið brætt þar nokkuð af liifur. — Vildirðu taka eitthvað fram að lokum? — Við erum nú að setja upp hjá okkur frystitæiki og vonumst til að fá við það sam- felldari vinnu. Vonumst við til að með því móti nýtist bæði hráefni og tími betur, sagði Böðvar að lokum. — mf. Umræður um borgarreikninginn Á FONDI horgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag var Reikningur Reykjavíkurborgar fyrir 1965 til 2. umræðu og síðan samþykktur samhljóða. Einar Ágústsson (F) sagði að Framsóknarflokkurinn væri eini flokkurinn sem aldrei hefði átt aðild að endurskoðun borgar- reikninga. Hann ræddi síðan einstök atriði í reikningunum og gerði sérstaklega að umtalsefni taprekstur á Korpúlfsstaðabúinu og BÚR. Það sýnist ástæðulaust fyrir borgina að auka við smjör- fjallið með tapi, sagði borgar- fulltrúinn og sagði að leggja bæri niður þennan búrekstur úr því að hann gæti ekki borið sig. Spi rningin er, hvort tapið á BÚR er eins mikið raunveru- lega og gefið er upp og í öðru lagi hvort það þarf að vera svona mikið. Nefndi borgarfulltr. síðan ýmsar tölur til þess að sýna þá verðmætasköpun, sem yrði úr afla togara BÚR og sagði að sú verðmætasköpun hlyti að vera borgarfélaginu ein- hvers virði. Um reksturinn á BÚR sagði Einar Ágústsson, að aðrar þjóð- ir rækju togara með hagnaði á sömu miðum og við en skilyrðin til hagskvæms rekstrar þurfa að vera fyrir hendi. Það er engin lausn að selja gömul skip ef ný eru ekki keypt í staðinn. Að lokum gerði borgarfulltrúi athugasemd við skuld ríkissjóðs við borgarsjóð og lagði til að hart yrði gengið að ríkissjóði með greiðslur. Guðmundur J. Guðmundsson (K) sagði að endurskoðandi þyrfti að vera á fullum launum til þess að geta gert sér glögga grein fyrir hag borgarinnar og fyrirtækjum hennar. Hann kvaðst því aðeins mundi nefna eitt dæmi. Vélamiðstöðin var í skuld við borgarsjóð 1964 en 1965 skuldaði borgarsjóður Vélamið- stöð 5,7 millj. Meðan borgarsjóð- ur heldur þessu fyrirtæki þannig niðri greiðir Vélamiðstöðin í leigu fyrir vörubíla 35 milljónir en aðeins 25 millj. fyrir eigin bíla. Vélamiðstöðin tekur á leigu vinnuvélar fyrir 15 milljónir, en leiga fyrir eigin vélar er 17 milljónir. Það bætir svo ekki úr skák, þegar starfsmenn Véla- miðstöðvarinnar eiga vélar, sem þeir leigja stöðinni. Sama er að segja um verkstæðið. Vélamið- stöðin á eigið verkstæði en kaup- ir mikla- vinnu frá öðrum verk- stæðum, sérstaklega einu, sem starfsmenn Vélamiðstöðvarinnar eiga hlut í. Björgvin Guðmundsson (A). gagnrýndi það að í fjárhags- áætlun ár eftir ár væru ýmsir tekjuliðir áætlaðir of lágir. Nefndi hann ýmis dæmi þess að breytingartillögur Allþfl. við fjárhagsáætlun 1965 hefðu stað- ið betur en áætlunin sjálf. Björgvin kvaðst vilja taka und- ir það með síðasta ræðumanni að erfitt væri að átta sig á reikn- ingunum meðan ekki væri betri tengiliður milli borgarstjórnar og borgarfyrirtækja. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði að aðstöðugjöld 1965 hefðu verið óætluð 20% hærri en 1964. í raun hefðu þau hins vegar orðið enn hærri. En við getum hrósað happi yfir því að tekjur hafa farið fram úr áætlun og að við getum því staðið undir vaxandi útgjöldum. Ef tekjur hefðu verið áætlaðar hærri hefði útsvarsupphæð sl, ár orðið lægri og brýn nauðsyn að hækka útsvarsupphæðina í ár. Um Korpúlfsstaði sagði borg- arstjóri að tekjur búsins kæmu ekki að öllu leyti fram, þar sem ekki væru taldar tekjur af malar námi. Hins vegar er ástæðulaust að reka þennan búskap með tapi og ég geri ekki ráð fyrir að hann verði langlífur. Málefni BÚR hafa verið rædd ítarlega í borg- arstjórn og mun ég því ekki gera það nú, en ég vil taka það skýrt fram að ég tel ekki fært að festa kaup á nýjum skipum meðan ekki liggja fyrir áætlanir um að það geti borgað sig. Skuld ríkissjóðs hefur hækkað sem svarar framlagi hans til Borgarsjúkrahússins. En lögum skv. má ríkissjóður dreifa þeim greiðslum á 4—5 ár. Ríkissjóður hefur hins vegar greitt , fyrir lántöku vegna þessa framlags svo sem borgarfulltr. er kunn- ugt og er gert ráð fyrir að árlegt framlag ríkissjóðs nægi til þess að standa undir afborgunum á því. Fróðlegt er að rifja upp að þegar Eysteinn Jónsson skilaði af sér fjármálum ríkisins 1958 var skuld ríkissjóðs við borgina 20 millj., og miðað við verð- gildi peninga í dag nemur það miklu hærri fjárhæð en skuld ríkissjóðs nú. Vélamiðstöðin hefur bætt hag sinn eagnvart borgarsjóði en Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.