Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. júlí 1966 Gandhi hafði ekki erindi sem erfiði Sovézkir leiðtogar gata ekki faliizt \ á indverskar tillögur, sem mibað er að friði i Vietnam Moskva, 15. júlí — AP-NTB. Forsætisrá'ðherra Indlands, frú Indira Gandhi, hélt í dag áfram viðræðum sínum við sovézka leiðtoga um tillögur þær, sem hún hefur sett fram, og miða að því að koma á friði í Vietnam. Hins vegar virðist allt benda til þess, að hún hafi ekki haft er- indi sem erfiði í Kreml. Gandhi átti í dag fjórða einka samtal sitt við Kosygin, forsætis ráðherra, og stóð það á aðra KAÍRÓ — Sjö manns, þar af tvær kon- nr og eitt barn. dóu af þorsta fyrir skömmu, eftir að hópurinn hafði farið villur vegar í eyði- mörkinni vestan Nílar, að því er egypzk blöð segja. klukkustund, en mun ekki, frek- ar en þau fyrri, hafa Leitt til sam komulags eða árangurs. Kosygin mun hafa gert for- sætiSráðherranum indverska grein fyrir því, að sovézkir ráða- menn geti ekki fallizt á tillögur indversku stjórnarinnar um al- þjóðlega ráðstefnu, sem fjalli um Vietnamstyrjöldina. I veizlu, sem haldin var í kvöid í Moskvu, lýsti frú Indira Gandhi því yfir, að Alþýðulýð- veldið Kína hefði reynt að auka á erfiðleikana í Vietnam með því að halda því fram, að styrjöld væri óumflýjanleg. Ekki nefndi hún Kína réttu nafni, en talaði um „stórt land í Asíu“. Forsætisráðherrann indverski hefur nú dvalizt fimm daga í Moskvu. Slitlagið ó HainarijorSarveg kcstar 5,5 milljónir HAFIZT var handa um að mal bika Hafnafjarðarveginn í gær, og á að setja nýtt slitlag á veg- inn frá Engidal, við gatnamót Álftanesvegar, að Kópavogslækn um. Það eru verktakasamtökin íslenzkir aðalverktakar sem sjá um verkið. Kostnaður við þessa malbikun er áætlaður um 514 milljón krónur. Snæbjörn Jónas- son, verkfr. hjá Vegagerðinni, sagði í samtali við Mbl. í gær, að gamla slitlagið hefði verið orðið svo slæmt að Ve-gagerðin hefði ekki séð sér fært að halda veg- inum við með viðgerðum á ein- stökum holum. Aætlað er að aðalverkið muni taka sex vinnudaga ,en svo kem- ur frágangur við veginn að auki. Meðan verkið stendur yjiir verð- ur því ekki hægt að aka um Hafnafjarðarveginn, en lögregl- an í Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi hafa tekið að sér að stjórna umferðinni þarna á með an. Verður henni víða beint út fyrir veginn, þar sem verið er að malbika í það og það skiptið. Aðalvandamálið verður þó með- an malbikað er frá Vífilstaðavegs afleggjaranum að Arnarnesi, því að þar er hvergi hægt að beina umferðinni út fyrir veginn. Verð ur þá að beina umferðinni hér umbil allri yfir á Vífilstaðaveg, ELliðavatnsveg. Útvarpsstöðvar- veg og Breiðholtsveg. Gemini-skot á mánudag Hafinn innflufningur á rússneskum drátfarvélum Geimfari á að fara tvivegis út úr geimfarinu á braut umhverfis jörðu Kennedyhöfða, 15. júlí — NTB: — NÆSTKOMANÐT mánudag verð ur geimfarinu Gemini 10 skotið á braut umhverfis jörðu frá Kennedyhófða. f geimfarinu verða þeir John Young og Mich- ael Colling. og mun geimferð þeirra marka nýjan áfanga varð andi lendingu mannaðs geim- fars á tunglinu. Gemini 10 á að vera á braut umhverfis jörðu í þrjá daga, og verður þetta átt- undan mannaða geimfarið, sem Bandaríkin skjóta á braut á 16 mánuðum. Geimfarið á eð fara 43 hringi umhverfis jörðu Á þeim tíma er ætlunin að tengja Gemini við Agena-eldflaug, sem skotið I verður upp 100 mínútum á und an Gemini. Gerr.ini-geimfar hef ir einu sinni áður verið tengt Agena-eldílaug. er tenging sú, sem fram á að fara í. næstu viku verður einstæð. því þá verður hún framkvæmd í fyrsta sinn á grundvelli útreikninga, sem að öllu leyti fara fram í geimf’ar- inu sjálfu, en ekki á jörðu niðri eins og áður. Á meðar. á gr-imferðinni stend ur, verða hlerar geimfarsins opn aðir þrisvar sinnum, en þetta hefur aðeins verið gert einu sinni í senn í fyrri Gemini-ferð- um. Colling á að fara tvívegis út úr geimfatinu og vera fyrir ut- an það í 55 mínútur í hvort I skiptið. * Mikil aðsókn að Arbæ MIKIL aðsókn hefur verið að i Árbæjarsafni undanfarna daga, og hafa um 3000 manns skoðað það síðan það var opnað um sl. mánaðamót, og langstærsti hluti þessa fólks erlendir ferðamenn. Hin mikla aðsókn undanfarna daga á ekki sízt rætur sínar að rekja til þess, hve veður hefur verið gott, og því hægt að koma því við um helgar að hafa þjóð- dansa og glímur. í dag kl. 4 l munu íslenzkir þjóðdansarar sýna þar íslenzka víkivaka og þjóðdansa. Eins og áður segir hafa þetta að langmestu leyti verið erlendir ferðamenn. sérstaklega hafa þeir heimsótt safnið í miðri viku, t.d. komu 140 ferðamenn þanga'ð sl. miðvikudag. Borgarbúar koma á hinn bóginn um helgar, enda eru aukaferðir frá Lækjartorgi upp að Árbæ kl. 3, 4 og 5. HAFINN hefur verið innflutn- ingur á rússneskum dráttarvél- um og ýmsum öðrum stórvírk- um vinnuvélum. Er það fyrir- tækið Björn og Halldór sem um boð hefur fyrir þessar vélar. Var hafin sýning á þessum vél- um í dag í húsakynnum Björns og Halldórs að Síðumúla 9 í dag, og mun hún standa í vikutíma. Verzlunarfulltrúi Sovétríkj- anna, A. P. Grachev gerði nokkra grein fyrir þessum vél- um á fundi með fréttamönnum. Hann drap fyrst á útflutning Sovétríkjanna á bifreiðum til fslands, sem hafizt hefðu fyrir um 10 árum, og næmu þau við- skipti nú 60 milljónum króna ár hvert, og mætti enn búast við aukningu á þeim. í -sambandi við dráttarvélarnar, sem nú er hafinn innflutningur, á sagði Grachev, að Rússar hefðu fram- leitt þessar vélar frá því 1932, og væru þær fluttar út víða um heim, m.a. til Finnlands, Noregs, Indlands og Frakklands, og hvar vetna reynst ágætlega. Dráttarvélarnar eru af fimrn gerðum og eru þær 40, 50 og 52 ha., en Björn upplýsti að væntan leg væri ennfremur 28 ha. drátt- arvél, er nefnist Lipetsk. Hann sagði ennfremur, að óhætt væri að fuílyrða að verð þessara véla væri 20—25% lægra, en á sam- svarandi tækjum, sem eru hér á markaðinum fyrir. Hann sagði, að þessar vélar hefðu oftsinnis verið á erlendum sýningum, m.a. hefði stærsta gerðin MTS 52 hlotið fyrstu verðlaun í Briissel 1958, og í ár á sýning- um í Leipzig og í París. Vélarnar eru allar með diesel- vél, sem hingað til hefur þótt reynast mjög vel að styrkleika. Ýmsar nýjungar eru í vélunum, sem eru innifaldar í verði þeirra, svo sem tvívirkur beizliútbúnað- ur, sem lyftir vélinni jafnt upp og niður, sjálfhreinsandi smur- olíuskilvinda, þannig að ta's- verður sparnaður verður í olíu- sigtakaupum. Við þessar dráttar- vélar má tengja ailar landbún- aðarvélar, þar sem hún er með þrítengibeizli af standardgerð. Mögulegt er að hækka og lækka vélina allt að 15 sm. og breyta sporvídd hennar um 60 sm. í vélunum er vökvakrókur, sem opnast, stjórnað er af sérstakri stöng á vélinni sjálfri, svo að ekki þarf að fara af vélinni, -r tengt er við krókinn. Öllum v .- unum fylgir hús, sem innifa' i.i eru í verðinu, en vegna óssar öryggiseftirlits um sérstaka styrkingu á þau má búast við um 5 þús. kr. hækkun á ve: J- inu, sem upphaflega er geii.ð upp. Á sýningunni eru ennfrem ir stórvirk jarðýta og vörulyftari, sem Björn og Halldór, ha.a einnig umboð fyrir. Sakaður um njósnir FRÁ ÞVÍ var skýrt sl. fimmtudag, að bandarískur ofursti, William H. Whalen, hefði verið handtekinn sakað ur um njósnir í þágu Sovét- ríkjanna. Var hann sagður- hafa selt starfsmönnum so- vézka sendiráðsins í Washing- ton upplýsingar um kjarnorku vopn. eldflaugar, áætlanir um varnir Evrópu og fleira. Upp lýsingar þessar átti hann að hafa gefið á árunum 1959 — 63, en Whalen var starfsmað ur bandaríska hersins fram til ársins 1961, er hann varð að láta af störfum vegna hjarta- bilunar. Whalen getur átt á hættu dauðarefsingu, ef sakir þess- ar sannast á hann. Meðfylgj- andi mynd var tekin af Whalen og konu hans er þau komu út úr dómshúsinu í Alexandria í Virginia, eftir að hann hafði verið látinn laus gegn 15.000 dollara trygg ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.