Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. júlí 1966 MORCU NBLAÐIÐ 3 Landsmót hestamanna sett að Hdlum í blíðskaparveöri Þytur sigraði Gianna í 800 m hlaupi á 65.0 sek. Hólum, Hjaltadal, 15. júlí. Frá blaðamanni Mbl., Elínu Pálmadóttur. HÉR á Hólum er blíðskaparveð- ur, hlýtt og notalegt. Sennilega eru komnir hingað um 1000 lang- ferðahestar og á grænum völlum við Víðinesá er risin marglit tjaldborg, þar sem líklegast eru um 1000 manns. Streymir fóik hingað í bifreiðum. Færri komu ríðandi, en búizt var við, af ótta við fjallvegi, sem svo reyndust ekki svo slæm- ir og ætlað var. Munu því nær allir hóparnir ætla fjöll suður. Lengst að eru komnir Aust- firðingar, en ferðin tók þá sex daga, svo og Reykvíkingar. Á fimmtudag var unnið að dómsstörfum allan daginn og Orloisheimilið Lumbhaga . ORLOFSHEIMILIÐ í Lambhaga við Straumsvík, sunnan Hafnar- fjarðar er nú starfandi. Öllum hafnfirzkum konum, sem þess óska, er boðin 10 daga ókeypis dvöl á heimilinu. Ráðskona er frú Ruth Guð- mundsdóttir. Konur, komið og njótið þeirr- ar einstæðu náttúrufegurðar, sem Lambhagi hefur uppá að bjóða, þetta er síðasta sumarið, sem hafnfirzkar konur eiga þess kost að dvelja þar, vegna þeirra stórframkvæmda, sem fyrirhug- aðar eru. Þetta er 12 starfsárið. Frá árinu 1960 hafa þau heið- urshjón, frú Sólveig og Loftur Bjarnason útgerðarmaður sýnt þann höfðingsskap og skilning á oriofsmáli hafnfirzkra kvenna, að iána hús sitt, Lambhaga, end- urgjaldslaus fyrir þessa starf- semi, og verður það aldrei full- þakkað. í orlofsnefnd Kvenfélagsins „Sunnu“ eru: Sigurrós Sveins- dóttir, sími 50858; Soffa Sigurðar dóttir, sími 50304 og Gróa Fri- mannsdóttir sími 50661. HINN 25. júní sl. var opnuð í Hannover norræn listsýning, ein hin mesta, sem haldin hefur ver ið í Þýzkalandi. Þar eiga hlut að Norðurlönd öll, en Norræna listbandalagið er sýningaraðili. Sýningin var opnuð með við- böfn og lék Den danske Kvart- ett norræna tónlist á staðnum. Frá Hannover mun sýningin verða send til V-Berlínar og það an til Frankfurt, Stuttgart og Essen, en hún verður um háift ár í landinu. Sýningunni er ekki stúkað eftir þjóðerni, heldur Norður- lönd kynnt sem heild, en sá hátt ur hefur verið hafður á um sýn ingar Norræna listgandalagsins um nokkurt skeið. Á sýningunni eru verk eftir þessa íslendinga: Kjarval, Jóhann Briem, Jón Engiiberts, Benedikt Gunnarsson, Valtý Pétursson, Eirík Smith, Kjartan Guðjónsson, Svavar Guðnason, Hafstein Austmann, Jóhannes Jóhannesson, Sigurjón Óiafsson, Ólöfu Pálsdóttur, Jó- hestar skoðaðir og reyndir. í góðnestakeppninm eru um 46 gæðingar og er mikið talað um það manna á meðal, að Blær frá Langholtskoti sé sigurstrangleg- astur. Á hestamannamótinu á Þingvöllum varð hann annar. Dómnefnd verst allra frétta, en hana skipa: Steinþór Gestsson á Hæli, Haraldur Sveinsson og Sveinbjörn Jónsson á Hafsteins- stöðum. Stóðhestar eru 33 og verða sýndir í 14 flokkum eftir aldri og með afkvæmum. Kynbóta- hrossin eru alls 128, þar af 67 hryssur. hann -Eyfells, Jón Benedikisson og Guðmund Benediktsson. (Frá félagi íslenzkra myndlist- armanna). Allt hér hefur gengið mjög vel, utan það að einn piltur brenndi sig á gasi, sem þó var ekki stór- vægilegt. Hér er sjúkrabifreið á staðnum og dýraiæknir. Fimmta landsmót hestamanna var svo formlega sett að Hólum kl. 2 eftir hádegi í dag. Einar G. E. Sæmundsen formaður Lands- sambands hestamanna setti mótið. í setningarræðu sinm sagði hann m.a.: „Einn af höfuðþáttum þeirra samtaka, er standa að þessu móti er að stuðla að því, að hin forna þjóðaríþrótt íslendinga, hestamennska, eflist og dafni og um leið að treysta ræktun ís- lenzka reiðhestastofnsins. Störf hestamananfélaganna hvíla því á þjóðlegum grunni og þótt að- eins hluti af þeim fjölda, sem sækir heim að Hólum þetta mót, komi á hestum, er líklegt að hverfa þurfi æði langt aftur í aldir til þess að ná samjöfnuði í fjölda ríðandi manna á Hólastað sem þessa daga. Við lifum hér upp horfinn þátt sögunnar þessa daga og minnumst þess, er ver- Einar G. E. Sæmundsen setur Landsmót liestamanna að Hól- um í gær. aldlegir höfðingjar fylktu liði á þessum slóðum. Á þeirri tíð blikaði á spjót og skildi við Viðinesá, og farið ófriðlega. Nú ríkir hér friður og samlyndi og fagurlit tjöld hylja orustuvöll- inn forna. Þar njóta hestamenn hvíldar um nætur og sólskin blikar á gljáfægð farartæki nú- tímans, bílana“. Eftir það var riðið um svæðið stóðhestum, hryssum og góðhest- um og mátti sjá margan fallegan grip. Kynntu það Hjalti Pálsson og Haraldur Árnason. Kl. 5 voru svo undanrásir kappreiða. Keppt á -250 m. skeið spretti, 300 m. spretti og 800 m. hlaupi. Bezta tímann á skeiðinu höfðu: Hrollur Sigurðar Ólafssonar á 26.4 sek., Buska Guðmundar Gíslason i Reykjavik á 27,4 sek og Blakkur frá Ásthildarholti á 27,8 sek. Á 300 m. spretti keppti 21 hest ur. Beztan tíma höfðu: Ölvaldur frá Sólheimatungu í Mýrarsýslu 23.5 sek., Glóð frá Hvítárholti i Hreppum á 23,5 og Fjallaskjóni frá Kúskerpi í Skagafirði á 23,8 sek. Mesti spenningurinn var í 800 m. hlaupinu. Kepptu 19 hestar í þremu’r riðlum. Meðal þeirra eru margir hlaupagarpar og stendur úrslitakeppnin einkum milli tveggja þeirra, Glanna úr Rang- árvallasýslu, sem hefur bezta tíma á landsmóti, hljóp á Þing- völlum á 64,5 sek. og Þyts Sveins Sveinssonar úr Reykjavík, sem setti íslandsmet á 800 m. hvíta- sunnukappreiðum Fáks. Hafði Þytur nú bezta tímann, hljóp 800 m. á 65.0 sek., Glanni hljóp á 67,7 sek og Gustur Baldurs Beigsteinssonar á 70,1 sek. Verð- ur hlaup þessara hesta mest spennandi á mótinu. Lauk kappreiðum kl. 19.30. Á morgun verður dómum um stóð- hesta lýst, svo og dómum um hryssur. Norðlendingar og Sunn- lendingar keppa í naglaboð- hlaupi og milliriðlar verða i ■ kappreiðum. SIAKSTilNAR Ever er þeirra stefna? Stjórnarandstæðingar hafa að undanförnu sakað ríkisstjórn ina um erfiðleika ákveðinna at- vinnugreina og haldið því fram, að þeir erfiðleikar væru ein-, göngu afleiðing rangrar stjórn- arstefnu. Hins vegar hefur far- ið minna fyrir því, að þeir hafi látið uppi, hver þeirra stefna er i málefnum þessara tilteknu atvinnugreina. Togaraútgerðin Að undanförnu bafa t.d. vandamál togaraútgerðarinnar verið mjög til umræðu. Þótt það liggi raunar ljóst fyrir að þau vandamál eru ekki til komin vegna stefnu núverandi rikis- stjórnar í málefnum sjávarút- vegsins heldur sökum þess að togararnir hafa misst veiðisvæði, sem þeir áður höfðu svo og vegna úreltra ákvæða um fjölda áhafnar o.fl. hafa stjórnarand- stæðingar reynt að koma sök- inni á ríkisstjórnina. En þess vegna er full ástæða til að spyrja: Hver er stefna Framsókn armanna og kommúnista í mál- efnum togaraútgerðarinnar? Hvað vilja þeir gera henni til bjargar? Mbi. hefur lýst þeirri skoðun sinni, að athuga beri gaumgæfilega hvort leyfa beri togurum að veiða innan land- helgi ákveðinn tíma á ákveðnum svæðum. Eru Framsóknarmenn og kommúnistar samþykkir því? Það hefur a.m.k. ekki enn kom- ið fram. Mbl. hefur bent á þá staðreynd að togararnir geta komizt af með færri menn en nú er en það mundi hafa í för með sér kjarabót fyrir áhafnir tegaranna. Eru Framsóknarmenn og kommúnistar hlynntir því? Mikið hefur verið talað um það af hálfu Framsóknarmanna og kommúnista að kaupa beri ný skip, þegar gömul eru seld. En hvaða vit er í því meðan ekki liggur fyrir hvort rekstrar- grundvöllur er fyrir hendi. Eru Framsóknarmenn og kommúnistar reiðubúnir að leggja til og taka ábyrgð á því, að skattgreiðendur verði að greiða stórar fúlgur vegna tap- reksturs skipa sem ekki er rekst ursgrundvöllur fyrir? Hver er stefna stjórnarandstæðinga í má) efnum togaraútgerðarinnar? Iðnaðuiinn Á sama hátt hafa stjórnarand- stæðingar sakað ríkisstjórnina um tímbundna erfiðleika ákveð- inna iðngreina sérstaklega fata- iðnaðarins. Þótt sýnt hafi verið fram á með rökum að rik- isstjórnin hefur beitt sér fyrir stórlega auknum stuðningi við iðnaðinn einmitt til þess að gera honum kleyft að aðlaga sig breyttum aðstæðum hafa Framsóknarmenn og kommún- istar. gengið svo langt að saka ríkisstjórnina um erfiðleika ein stakra iðnfyrirtækja, sem í mörg um tilvikum eru af allt öðrum toga spunnir. En hver er þá stefna stjórnarandstæðinga í iðn aoarmálum? Vilja þeir láta hækka tolla og takmarka inn- flutning á erlendum iðnaðarvör um. Það mundi hafa í för með sér hækkun á verðlagi innan- lands, kauphækkanir vegna visi tölubindingar og almenn verð- bólguáhrif. Auk þess yrði þar um að ræða stórkostlega kjara- skerðingu fyrir aimenning í landinu. Er þetta stefna stjórn- arandstæöinga í iðnaðarmálum? Því verða þeir að svara hispurs laust um leið og þeir áfellast ríkisstjórnina fyrir þá stefnu, sem hún hefur markað i mál- efnum iðnaðarins og miðar að því að hér verði byggður upp lieilbrigður og samkeppnishæfur I io.iaður. í gær lentu fjórar bifreiðar i árekstri á Hringbraut skammt fyrir austan Landsspitalann. Á myndinni sjást afleiðingarnar. Skemmdust bifreiðarnar töluvcrt. Horræn listsýning opnuð í Hannover

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.