Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. júlí 1966 — Gerðardómur Framh. af bls. 1 bundna þjónustu. Nú sé mesti annatími veitingahúsa, vegna mikils fjölda erlendra ferða- manna og ferSamannaskipa. Verði ekki unnt að veita þessu ferðafólki sæmilega þjónustu, sé hætta á að varanlega verði spillt árangri langrar og ötullar land- kynningarstarfsemi, sem erfitt yrði að bæta, og bitna myndi á öllum peim aðilum hér á landi, sem hafa atvinnu af þjónustu við fer'ðamenn, og verða þjóðinni til vansæmdar. Því telur ríkLsstj órnin, að brýna nauðsyn beri til að koma í veg fyrir stöðvun á rekstri veitingahúsanna. Fyrir því eru hér með sett bi áðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: Gerðardómurinn 1. gr. Hæstiréttur tilnefnir 3 menn í gerðardóm, sem ákveði kaup og kjör faglærðra framreiðslu- manna og barmanna í veitinga- húsum. Hæstiréttur kveður á um, hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins. Gerðardómurinn setur sér starfsreglur, aflar sér af sjálfs- dáðum nauðsynlegra gagna, og er rétt áð krefjast skýrslna, munn legra eða skriflegra, af einstök- um mönnum og embættismönn- um. 2. gr. Gerðardómurinn skal við á- kvörðun þóknunar og starfs- kjara hafa hliðsjón af samningi frá 4, júní 1965 milli Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og Félags framreiðslumanna, svo og þeirra kauphækkana og kjara- bóta, sem sambærilegar stéttir hafa orðið aðnjótandi frá þvi 4. júní 1965. Verkföll óheimil 3. gr. Verkföll, þar á meðal samúðar- verkföll í því skyni að knýja fram aðra skipan kjaramála, sem lög þessi taka til, eru óheimil, þar á meðal framhald verkfalls Félags framreiðslumanna, sem hófst 8. júlí 1966. 4. gr. Ákvarðanir gerðardóms, sam- kvæmt 1. gr. skulu að því er varðar greiðslur veitingahúsaeig- enda til félaga I Félagi fram- reiðslumanna gilda frá gildis- töku laga þessara. Að öðru leyti skal samningur Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda og Félags framreiðslu- manna, dags. 4. júní 1965, gilda, þar til gerðardómur fellur. 5. gr. Kostnaður við gerðardóminn, þar á meðal laun gerðardóms- manna eftir ákvörðun ráðherra, greiðist úr ríkissjóði. 6. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála, og varða brot sektum. 7. gr. Lög þessi öfðlast þegar gildi og gilda þar til nýr samningur tekst milli Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og Félags fram- reiðslumanna, þó eigi lengur en til 1. febrúar 1967. G j ö r t á Bessastöðum, 15. júlí 1966. Ágeir Ásgeirsson (L. S.) — Loftárásir Framhald af bls. 1 jörðu, og eyðilögðu mikilvæga járnbrautarbrú á járnbrautinni milli Kína og Hanoi. í einni loft- orrustunni skutu bandarískar orrustuþotur niður tvær MIG-21 þotur Hanoistjórnar. — Þotur þessar eru sagðar þær fullkomn ustu, sem kommúnistalöndin eiga yfir að ráða. í annarri leftorrustu réðust tvær MIG-21 að þremur F-8 Crusader-þotum, sem komu frá flugþiljuskipinu Oriskany. Ein F-8 þotan og önnur MIG þotan löskuðust, en engin vél var skot ín niður. f þriðju orrustunni réðust tvær MIG-17 þotur rð hóp Thunder- chief-þota. Skutu MIG-þoturnar á bandarísku vélarnar án þess að hæfa, en lögðu síðan á flótta. Thunderchiefvél&rnar réðust þá á eldflaugastöð 64 km frá Hanoi. Þá var frá því greint í dag, að tveimur eldflaugum hefði verið skotið af jörðu á hóp Fhantom- véla, 48 km. frá Hanoi. Eldflaug arnar sprungu báðar alllangt frá bandarísku vélunum og ollu engu tjóni. Fregnir herma, að flugvélum N- Vietnam og kröftugri loftvarna skothríð liafi tekizt að koma í veg fyrir að bandaríksar flug- vélar gætu gert frekari árásir á olíubirgðastöðvar í N-Vietnam á fimmtudag Sneru vélarnar sér því að árásum á radarstöðvar og eldflaugastöðvar. Bandaríkjamenn segjast hafa misst 292 flugvélar yfir N-Viet nam á sl. 17 mánuðum. Hinsveg ar tilkynnti fréttastofa N-Viet- nam í dag, að 1200 bandarískar flugvélar hefðu verið skotnar niður. — Ófundinn Framhald af bls. 2 lýsingu á því, sem gerzt hafði, áður en taugaáfall yfirbugaði hana. Amurao faldi sig undir rúmi, og það hefur að líkindum bjarg- að lífi hennar að moi'ðinginn hreint og beint gleymdi henni. Upplýsingar þær, sem stúlkan veitti lögreglunni í kvöld, benda til þess að morðinginn sé hvítur maður, ca. 76 kg. að‘ þyngd, 1.80 má hæð með stuttklippt hár. — Amurao var þó ekki alveg viss um háralit hans. Er Amurao var að því spurð, hvernig á því hefði staðið, að engin neyðaróp hefðu heyrzt frá íbúðinni, sagði hún að stúlkurn- ar hefðu líklega verið gjörsam- legá lamaðar af skelfingu. Hún gaf einnig til kynna, að félagar hennar hefðu ekki gert sér grein fyrir tilgangi ódæðismannsins, og haldið sig mundu sleppa ó- meiddar ef þær fylgdu honum inn í herbergi það, sem morðin fóru fram í. — Kaffi Framhald af bls. 24 framleiðslu fyrir O. Johnson & Kaaber kaffi. Því er augljóst, að um enga leið er að ræða aðra en þá, að stöðvuð verður framleiðsla og dreifing á O. Johnson & Kaab- er kaffi, þangað til tekst að afla hráefnis, sem svarar þeim kröf- um um gæði, sem að framan er lýst. Þykjr því stjórn Kaffi- brennslu O. Johnson & Kaaber hf mjög leitt að þurfa að til- kynna viðskiptavinum sínum, að um nokkurra daga skeið verð- ur O. Johnson & Kaaber kaffi eigi fáanlegt á markaðinum. Nú þegar hafa verið gefðar ráð- stafanir til að kaupa frá kaffi seljendum í Evrópu birgðir af Rio-kaffi í hæsta gæðaflokki, og verður framleiðsla og dreifing hafin á ný, strax og þessar birgð ir berast til landsins. Má búast við að þetta taki allt að viku- tíma. — Leitað álits Framhald af bls. 24 leg, enda ekki gripið inn í af þeim fyrr en á seinustu stundu og þegar deilan var komin í ■hreint óefni. Verkfallið var þegar búið að skaða okkur íslendinga erlend- is og valda fjánhags- og gjald- eyristjóni, en ástandið hefði þó stórversnað eftir 15. júlí, vegna skemmtiferðaskipanna, ráð- stefna, funda og lokunar á veit- inga- og matstöðum í Reykja- vík. Fáist ekki í framtíðinni lausn á stimpilkassaspursmálinu í vín stúkum, hlýtur það fyllilega að koma til álita, að veitingamenn loki hreinlega vínstúkunum, en hætt er við því að barmenn verði lítt hrifnir af slíku. Því er álit SVG það, að hiá bráðabirgðalögunum hafi ekki verið hægt að komast“. — Réttarhöld Framh. af bls. 1 myndu aðeins hafa það í för með sér að háværar kröfur yrðu uppi um að gripið yfði til skjótra og harkalegra gagnráðstafana, og slíkt gæti skapað mikla hættu, sögðu þingmennirnir. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Gólfklæðning frá DL w er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLÍSAR GÓLFTEPFI við allra hæfi. Munið merkið er trygging yðar fyrir beztu fáanlegri gólfklæðningu. Deutsche Linoleum Werke AG Ingólfur Jónsson. Sími 33494. VeiÖimenn jöklafarar Sportklúbbar Mesti vegleysubíll landsins 18 — 20 far- þega, hraði 90 — 100 km. á klst., spil, drif í öllum hásingum, dúnþýður. Söluupplýsingar kl. 12—13 og eftir kl. 19. Nælonsloppar Allar núverandi birgðir seldar á kr. 198.00 Félag ■slenzkra hljómlistarmanna Áríðandi félagsfundur verður haldinn í dag (laug- ardag) kl. 13,15 að Óðinsgötu 7. Fundarefni: Samníngarnir. STJÓRNIN. Vestmanneyingar Höfum tekið að okkur söluumboð fyrir hin þekktu Ekco sjónvörp Fagmaður annast uppsetningu á loftnetum og stillingu tækjanna. Tækin eru til sýnis í verzluninm Orin Kirkjuvegi. Greiðsluskilmálar. Rafvirkinn sf. Símar 1956 og 2295. MOFTLEIBIR Húsnæði vegna söluskrifstofu Loftleiðir vilja leigja strax rúmgott hús- næði í miðbænum til farmiðasölu og ann- arrar almennrar afgreiðslu. — Tilboð sendist skrifstofustjóra eða afgreiðslu- deild Loftleiða, sem allra fyrst. OFmiOIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.