Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 17
Laugaidagur 16. júlí 1966 MORCU N BLAÐIÐ 17 Guðbjörg Guðmunds dóttir — 80 ára ÁTTRÆÐISAFMÆLI á í dag frú Ouðbjörg Guðmundsdóttir frá Seyðisfirði, nú til heimilis að Kvisthaga 1 í Reykjavík. Frú Guðfojörg er fædd að Hreims- stöðum í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði 16. júlí 1886. Smábarn að aldri missti hún föð ur sinn, en nokkru síðar giftist Ragnhildur mó'ðir hennar aftur, Stefáni Ásbjörnssyni bónda á Bóndastöðum í sömu sveit og ólst Guðbjörg þar upp síðan til fullorðins ára. Átján ára að aldri giftist hún sveitunga sínum Guðmundi Bjarnasyni kunnum gáfu- og drengskaparmanni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Reistu þau fyrst heimili á Akureyri, en dvöldu þar skamma hríð. Frá Akureyri fluttust þau til Húsa- víkur og vann Guðmundur þar að verzlunarstörfum. En víst mun þeim farið hafa, sem fleir- um, að andinn hafi leitað í átt- faagana, því eftir nokkurn tíma fluttu þau frá Húsavík austur á Seyðisfjörð, þar sem þau áttu síðan óslitið heima, .— að undan- skildum fáum árum, sem Guð- mundur var verzlunarstjóri Sam einuðu verzlananna á Breiðdals- vík, — unz þau á efri árum fluttu hingað til Reykjavíkur, árið 19&5, til dóttur sinnar Jó- 'hönnu og manns hennar Jóns Sigurðssonar, sem búa að Kvist- Ihaga 1. í>au Guðbjörg og Guðmundur éignuðust þrjú börn: Ragnhildi kaupkonu hér í Reykjavík, Jó hönnu, sem áður er nefnd og Baldur, sem lézt ungur að árum. Á Seyðisfirði annaðist Guð- mundur fyrst verzlunarstörf, varð þar síðan kaupfélagsstjóri, áfengissölustjóri og síðast bók- sali. Og, sem áður er sagt var hann um skeið verzlunarstjóri á Brefðdalsvík. Þegar við, sem því láni átt- um að fagna, að hafa löng og mikil kynni af þeim hjónum Guð björgu og Guðmundi, börnum þeirra og heimili lítum til baka yfir farinn veg og rifjum upp minningarnar um þau kynni, fer okkur mörgum áreiðanlega, sem Matthías^ er hann hóf að yrkja um Skagafjörð, að við spyrjum sjálf okkur: „Hvar skal byrja, hvar skal standa“. — Svo marg- ar eru þær og yljandi minning- arnar, sem við eigum um þá fjöl skyldu og heimili hennar. Það gefur auga leið um hjón, er slík störf önnuðust, sem þau, að þau hlytu mörgum að kynnast, auk þess, sem þar við bættist að þau hjónin voru samhent með gó'ð- gerðasemi og gestrisni, svo af bar. Var því löngum gestkvæmt á heimili þeirra og risna og við- mót allt slíkt, að ekki verður gleymt. — Og það vita allir að hversu stór, sem hlutur húsbónd ans er á slíkum heimulum, verð- ur hlutur konunnar þar eigi minni. Guðbjörg Guðmundsdóttir hef ur ávallt verið ein af þeim kon- um, sem eins og Davíð Stefáns- son hefur komizt einhversstaðar að orði „ber ljós um gólf og stofu bekki“. Hún var fríðleiks- og glæsikona, svo á orði var haft, fíngerð og í öllu heimilishaldi framúrskarandi húsmó'ðir. Hún er léttlynd og glaðvær og fylgir það henni enn í dag. Og hversu miklar, sem heimilisannir voru þraut hvorki tíma 'né risnu til að taka á móti hverjum, sem að garði bar. Þeir verða ekki taldir allir sveitamennirnir, sem viðskipti áttu við þau verzlunarfyrirtæki, sem maður hennar starfaði við á Seyðisiirði, sem á heimili henn- ar þágu allan beina, meðan þeir dvöldu í kaupstaðaferðum og sem hún síðan bjó út með nesti, er þeir héldu til síns heima yfir langa og erfi'ða fjallvegi. Og svipaða sögu höfðu mér að segja tveir bændur úr Breiðdal, er ég kynntist fyrir mörgum árum. Enga löstuðu þeir af þeim er ver- ið höfðu verzlunarstjórar á Breiðdalsvík, á þeim tíma, sem þeir bjuggu þar, en hitt duld- ist ekki af tali þeirra að ljúfast var þeim að minnast kynna sinna af þeim Guðbjörgu og Guð- mundi. Þess má geta, til dæmis um rausn þeirra hjóna, að í rúm 20 ár, sem Gúðmundur Bjarnason var formaður skólanefndar Seyð isfjarðarkaupstaðar voru allir skólanefndarfundir, sem stund- um voru margir á ári, haldnir á heimili þeirra hjóna og lét húsmóðirin þá hvorki skorta vin arþel né veitingar. Slíka fyrir- höfn leggja þeir einir á sig er eiga stærra hjartarúm en mönn- um er almennt gefi'ð. Guðbjörg Guðmundsdóttir lít- ur nú í dag yfir farinn veg, veg, sem á okkar jarðneska mæli- kvarða er orðinn alllangur. Og það hygg ég að hún finni og reyni í dag af vinum sínum og samferðamönnum, að þeir telji að þann veg hafi hún til góðs gengið. — Og aldur sinn ber hún svo vel, að trauðla verður trúað að hann sé orðinn svo hár. Eitt þjóðskálda okkar hefur sagt, að ekkert sé fegurra á jörð- inni en fagurt haustkvöld. Og vist er um það, að þó í augum okkar Austfirðinga sé fegurð Austurlands mikil, er hún þó máske mest töfrandi á kyrrum og heiðum haustkvöldum, þegar gullinn máninn stafar birtu og ljóma um fjörðu og fjöll. — Megi slík birta lýsa ævihaust Guð- bjargar Guðmundsdóttur, svo sem hún á sinni löngu lífsleið, jafnan hefur unnað birtu og feg- urð og flutt á leið þeirra, sem í návist hennar hafa verið. Knútur Þorsteinsson. — Messoð Framhald af bls. 12 ræða árum saman og undirbúa lengi. En þetta hlutverk getur Hallgrímssöfnuður ekki innt af faendi nema þjóðin skilji að kirkjan er kirkja allrar þjóðar- innar. Þess vegna hefur faað glatt mig mjög að sendingar til kirkjunnar og áfaeit hafa borist alls staðar að. — Umræður Framhald af bls. 13 benda má á að Grjótnám skuldar borgarsjóði meira en þeirri fjár- hæð nemur. Lögð hefur verið áherzla á að auka fremur véla- kost Grjótnámsins en Vélamið- stöðvar. Vélamiðstöðin þarf enn að bæta við sig tækjum, en nauð- synlegt er að þau séu í fullri vinnu allt árið um kring. Þörf borgarinnar á vinnuvélum er hins vegar árstíðabundin, Sér- staklega mikil að sumarlagi og ekki fært að kaupa tæki sér- staklega vegna þeirra þarfa, sem standa mundu aðgerðarlaus mik inn hluta ársins. Um faagsmunaárekstur hjá Vélamiðstöðinni vil ég segja það að öll vinnumiðlun er þar nú í einni hendi, og þess er gætt með eftirliti, að ekki komi fram hlut- drægni í því milli fyrirtækja. Copley (til vinstri) og Fáhraeus. Myndin er tekin eftir að Fáhr aeus hafði veri ðafhent orðan. Ný orða veitt hér í fyrsta sinn A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, er langtum ódýmra að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Eins og kunnugt er af frétt- um hefur fyrsta alþjóðlega ráð- stefna vísindamanna um blóð- streymi staðið yfir hér á landi, hófst hún 10. þ.m. og lýkur í dag. Ráðstefnuna sitja 120 menn Framhlið orðunnar allstaðar að úr heiminum. í gærkveldi var sænski próf- essorinn Robin Fáfaraeus heiðr-. aður af ráðstefnunni fyrir fram úrskarandi störf í þágu blóð- streymisfræði. Var honum fyrst um manna veitt Poiseuille orð- an sem kennd er við franskan vísindamann, sem talinn er vera frumkvöðull þeirra fræða sem ráðstefnan fjallar um. Formað- ur félagsins A.L. Copley af- faenti FSfaraeus orðuna, en við athöfnina töluðu auk formanns, Dr. M. Joly frá París og pró- fessor Kurt Skagius frá Uppsöl- um. Orðan sem Fáfaraeus hlaut er stór gullpeningur úr 18 karata gulli gerður eftir teikningu Ninu Tryggvadóttur. A bakhlið peningssins er letrað: Orðan er veitt Robin Fahraeus aldursfor- seta blóðstreymisfræði fyrir brautryðjandi störf. Aflhent er hún á fyrstu alþjóðlegu ráð- stefnu blóðstreymisfræði, sem haldin er í Háskóla íslands dag- ana 10-16 júlí 1966. JAMES BOND -*■ Eítii IAN FLEMING James Bond BY IAN FLEMING DRAWING BV JOHN MctUSKY/ Aions TWB COEBIOOB Næstu nótt sváfum við Tania.sam- an, og þá átti sér stað á ganginum ... JÚMBÖ Teiknari: J. M O R A Skyndilega stendur Spori á þvi fast ar en fótunum, að hann hafi heyrt eitthvert hljóð. Hvað getur þetta verið? „Þei, þei! ég heyri raddir“, segir hann við félaga sína. „Ha, ha! hlær í Júmbó, „þetta er bara vatns- svamp sem þú heyrir“. En nú berst einnig veikur ómur radda til hinna stóru eyrna Júmbó. „Þetta er rétt hjá þér, Spori“, segir Júmbó, „einhverjir eru að tala sam- an. Þetta verðum við að rannsaka“. Áður en hinir eru búnir að telja upp að einum er Júmbó reiðubúinn. „Þið verðið kyrrir hérna“, hvíslar hann skipandi áður en hann tekur til fót- anna. Félagar hans hvísla til baka: „Vertu nú varkár, Júmbó“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.