Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 1
24 siður Myndin sýnlr hermenn N-Víetnam fylgja tveimur bandarísk- um flugmönnum, handjárnuðum. Myndinni var dreift af frétta stofu N-Víetnam með þeim ummælum að hér sé verið að „færa“ flugmennina til yfirheyrslu um götur Hanoi. — Þotur flugmannanna voru skotnar niður yfir N-Víetnam. Flugmannaréttarhöld undirbúin í Hanoi? Rússneskur fréttamaðuir gefur slíkt í skyn Moskvu, Washington, 15. júlí. — NTB — SOVÉZKUR blaðamaður í Hanoi gaf í dag til kynna að unnið væri nú að undirbúningi þess að draga bandaríska flugmenn, sem skotnir hafa verið niður yfir N- Víetnam, fyrir dómstóla. Blaða- maður þessi, Evgeny Kobelev frá Tass, ritaði í stjórnarblaðið Iz- vestia í dag að fólk í Hanoi tali mikið um væntanleg réttarhöld yfir bandarísku flugmönnunum. Robert McCloskey, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í dag, að Bandaríkin litu svo á, að verði flugmenn- irnir dregnir fyrir rétt sem stríðsglæpamenn, væri það brot á Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga. Hann upplýsti, að Bandaríkjastjórn hefði tekið mál fanganna upp við mörg tækifæri og við marga a'ðila, bæði opin- bera og einkaaðila. Ekki kvað McCloskey þó tilefni til að greina nánar frá þessu, því tilraunir til þess að reyna að bjarga flug- mönnunum yrðu að fara leynt, ef þær ættu að bera nokkurn ár- angur. Tass-fréttastofan í Hanoi skrif- aði þaðan, að hundruð þúsunda STUTTGART — Tveir fyrrum SS-menn hafa verið dæmdir í ævilanga þrælk- unarvinnu fyrir morð eða hlut- deild í morðurn 30.000 Gyðinga á TarnopoI-svæðinu í Sovétríkj unum á stríðsárunum. Tveir aðr ir voru dæmdir í samtals 31 árs fangelsi, en þrír. af sjö ákærð- um, voru sýknaðir. Sovézk þyrla égnar bandarískri yfir V-Þýzkalandi Mótmœli borin fram; í gœr kom til skot- hríðar á Elbu, er a-þýzkir landamœraverðir hugðust ná v-þýzkum bát á sitt vald limlestra líkama í rústum þorpa og bæja myndu verða ákæran á hendur flugmönnunum. „Hanoi er borg, sem er líkt og í víglín- unni. Heimavarnarliðið, skipað sjálfboðalfðum, og meðlimir æskulýðssamtaka grafa skotgraf- ir og byrgi. Fólkið í Hanoi undir- býr varnirnar“, skrifaði Kobelev. Átján bandarískir öldunga- deildarþingmenn, sem eru and- snúnir stefnu Johnsons í Víet- nam, skoruðu í dag á stjórnina í Hanoi að grípa ekki til þess að lífláta bandaríska fanga í N-Víet- nam eða láta til annarra alvar- legra refsiaðgerða koma gagn- vart þeim. Slíkar ráðstafanir Framhald á bls. 8 Heidelberg, 15. júlí AP NTB BANDARÍSK yfirvöld hafa mótmælt við sovézk yfirvöld, vegna atburðar, er átti sér stað í gær yfir v-þýzku landssvæði. Þá neyddi sovézk þyrla banda- ríska þyrlu til að lenda, tvo km frá landamærum A-Þýzkalands. Yfirmaður bandaríska herliðs ins í Evrópu, Andrew P. O’Meara gaf í dag út sérstaka tilkynningu í Heidelberg í dag, og var hún send yfirmanni sovézka herafl- ans í A-Þýzkalandi, Peter Kiril- lovitsj Kosjevoj, hershöfðingja. Fulltrúar sovézkrar hersendi- nefndar í Heidelberg veittu mót mælaorðsendingunni mótöku. Áhöfn bandarísku þyrlunn- ar hefur skýrt svo frá, að sov- ézka þyrlan hafi í gær farið inn yfir landamæri V-Þýzkalands, nærri Heringen í Hessen. Flaug sovézka þyrlan beint yfir þá bandarísku, og lá við árekstri, svo að sú síðarnefnda varð að lenda í skyndi. Er svo var komið, staðnæmtist sovézka þyrlan í um 100 m fjarlægð frá þeirri bandarísku, og var að henni beint vélbyssu. Einn sovézku flugmannanna veifaði til þeirra bandarísku, oig mun hann hafa ætlazt til, að hreyfill hennar skyldi stöðvaður. Því var ekki sinnt. Er v-þýzkir tollverðir komu á vettvang, nokkrum mínutum síðar, flaug sovézka þyrlan burt. Hún sneri þó aftur skömmu síð- ar, en hvarf á ný burt, er skot- ið var aðvörunarskotum. í dag skutu a-þýzkir landa- mæraverðir af vélbyssum, er þeir reyndu að ná á sitt vald v-þýzkum eftirlitsbát á ánni Elbu, en honum hafði hlekkzt á. A-þýzku verðirnir reyndu með skothríðinni að koma í veg fyrir, að aðrir v-þýzkir bátar gætu komið til hjálpar. Skothríðinni var hætt um síð- ir, og tókst að koma eftirlitsbátn um að landi, réttu megin. Chicago-morð- inginn ófundinn 1,000 manna lögreglulið leitar hans um gjörvalla borgina CARTHAGE, Missouri — Sprengiefnaverksmiðja í Cart hage eyðilagðist af eldi og spreng ingum á fimmtudag, en aðeins einn af 300 staifsmönnum verk smiðjunnar slasaðist alvarlega. í fyrstu var haldið að fimra menn hefðu farizt. Chicago, 15. júlí — NTB — AP HIN 33 ára gamli hjúkrunarnemi frá Filipseyjum, ungfrú Corazon Amurao, sem ein lifði af morðin í hjúkrunarnemabústaðnum í Chicago í fyrrakvöld, vaknaði í kvöld eftir langan og þungan svefn í sjúkrahúsi. Henni voru þá sýndar myndir af 200 þekkt- um kynferðisafbrotamönnum, en hún gat ekki borið kennsl á manninn, sem aöfaranótt fimmtu dags myrti átta starfssystur henn ar, hverja af annarri. Að viðtalinu við Amurao loknu upplýsti lögreglan að hún hefði engu að síður getað veitt gagn- legar upplýsingar. „Við erum nú bjartsýnni um horfur á því, að okkur takizt að upplýsa málið“, sagði Michael Spiotti, leynilögreglumaður, við fréttamenn. „Stúlkan hefur gef- ið teiknara lögreglunnar grei'nan* góða lýsingu á andlitsdráttum morðingjans". Um 1,000 lögreglumenn unnu að rannsókn málsins í Chicago 1 dag, en er síðast fréttist var morðinginn enn ófundinn. Hon- utn er lýst sem háum manni, dökkum yfirlitum. „Ég hefi aldrei séð neitt hroða- legra en þetta“, sag’ði sami lög- reglumaður. í Chicago, þar sem menn eru þó ýmsu vanir, er fólk felmtri slegið vegna atburðar þessa, sem sagður er hinn hroðalegasti í allri glæpasögu borgarinnar. Uppvíst varð um ódæðið er ungfrú Amurao kom hlaupandi út á götuna skömmu eftir að morðinginn yfirgaf húsið. Henni tókst að gefa lögreglunni stutta Framhald á bls. S Gerðardómur kaup og kjör ákveður þjóna Verkfallirm aflétt með bráðabirgðarlögum FORSETI íslands gaf í gær út bráðabirgðalög að tillögu ríkisstjórnarinnar um gerðar- dóm í þjónadeilunni og lok verkfallsins í veitingahúsum. Aldrei meiri loft- árásiráN-Vietnam Tvær MIG-þotur skotnar niður og jdrnbrautabrú eyðilögð Saigon, 15. júlí — AP: BANDARÍSKAR flugvélar fóru í 114 árásarferðir yfir N-Viet- nam á fimmtudag, og hafa aldrei jafn margar árásarferðir verið farnar þangað á einum einum degi, að því er talsmaður Banda ríkjahers greindi frá í Saigon í dag. 1 ferðum þessum lentu bandarísku flugvélarnar þríveg- is í loftbardögum við MIG-þotur kommúnista, véku sér undan flugskeytum, sem skotið var af Framhald á bls. 8 Samkvæmt því hófst vinna í veitingahúsum í gær og mun rekstur þeirra nú vera að komast í eðlilegt horf að nýju. — Hafði verkfall fram- reiðslumanna staðið í rúma viku og valdið í senn tjóni og óhagræði, ekki sízt vegna heimsókna erlendra ferða- manna til landsins, sem nú standa sem hæst. Samkvæmt bráðabirgðalög- unum skal Hæstiréttur til- nefna þrjá rnenn í gerðar- dóm, sem ákveði kaup og kjör faglærðra framleiðslu- manna og barmanna í veit- ingahúsum. Bráðabirgðalögin ásamt for sendum þeirra fara hér á eftir í heild: Forsendur laganna Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefur í dag, að til- lögu Ingólfs Jónssonar samgöngu málaráðherra, fallizt á setningu bráðabirgðalaga um lausn deilu framreiðslumanna og veitinga- manna, sem lðitt hefur til stöðv- unar á rekstri veitingahúsa. Hef- ur forseti íslands sett bráða- brigðalög um þetta efni, sem hér segir: Forseti íslands gjörir kunnugt: Samgöngumála- ráðherra hefiur tjáð mér, að verk fall hafi staðið yfir hjá félögum í Félagi framreiðslumanna frá því 8. þ. m., og hafi sáttatilraunir ekki borið árangur og ekki horf- ur á lausn deilunnar í bráð, m.a. vegna djúpstæðs ágreinings um rétt Félags framreiðslumanna til afskipta af vinnutilhögun í veit- ingahúsum. Ennfremur, að Samband veit- inga- og gistihúsaeigenda hafi á- kve'ðið að loka veitingahúsum sínum fyrir alla, nema erlenda dvalargesti, meðan verkfallið stendur, og tilkynnt það sam- göngumálaráðuneytinu bréflega. Muni þá ekki unnt að veita öðr- um mönnum, þar á meðal far- þegum erlendra skemmtiferða- skipa almenna og samnings- Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.