Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 24
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 159. tbl. — Laugardagur 16. júlí 1966 Boeing 727 þotan af jieirri gerð, sem Fiugfélag Islands hei'ur núfest kaup á og verður afhení í maí 1967. Samningar undirritaðir um kaup á Boeing 727 farþegaþotu — Ein mesta fjárfesting, sem einkaframtakið á Islandi hefur lagt í, segir stjornarformaður Flugfélagsins, Birgir Kjaran í G Æ R voru undirritaðir er 2 klukkustundir og 40 mín- samningar milli Flugfélags útur. Heitt vatn í Gnúpverja hreppi ? UNNIÐ er að því núna um þess- ar mundir að bora eftir heitu vatni við Geldingaholt í Gnúp- verjahreppi. Þar hagar þannig til að á Áreyri kemur um 20 stiga heitt vatn upp, og er um að ræða leit að uppsprettunni. Voru í því skyni boraðar þar tvær holur fyr ir nokkrum árum, en þær gáfu ekki fullnægjandi árangur. Er nú um framhaldsrannsókn að ræða, en þarna hafa mælingar ekki gefið neina niðurstöður. Boranir þessar hófust fyrir skömmu, og eru í fullum gangi, en enginn endanlegur árangur hefur feng- izt ennþá. Bíll veltur á Skogarstrond ÞAÐ slys vildi til á Skógarströnd í gær, að þar valt Ford Bronco- bifreið. Einn maður sem í bif- reiðinni var slasaðist, og var hann fluttur í sjúkrahúsið í Stykkishólmi nokkuð slasaður á hendi. Var þar gert að sárum hans, en maðurinn liggur þar enn þá, og líðan hans góð eftir atvik- um. Bifreiðin mun hafa skemmzt Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber heur stöðvað brennslu og dreifingu á síðustu kaffisend ingu frá Brasilíu, þar sem kom- ið hefur í Ijós, að gæði kaffis- ins voru lélegri en vera bar. Verður kaffi frá fyrirtækinu ekki fáanlegt á markaðinum í um það bil vikutíma. Mbl. leitaði í gær álits for- manna Félags íslenzkra fram- reiðslumanna og talsmanns Sam bands gisti- og veitingahúss- manna á hinum nýsettu bráða- birgðalögum til þess að leysa þjónaverkfallið, og greint er frá á öðrum stað í blaðinu. Jón Maríusson, formaður F.F. sagði, að hann væri persónulega mjög hneykslaður á þessum lögum, og að þjónar væru að vonum mjög óánægðir með þau. „Mér finnst“, sagði Jón, „þessi setning bráðabirgðalaga algjört rothögg á allt sem heitir verk- fallsréttur, því að fyrir þeim íslands og Boeing-flugvéla- verksmiðjanna um kaup á þotu af gerðinni Boeing 727. Verður þotan afhent Flugfé- laginu í maí á næsta ári. Hin nýja þota Flugfélagsins mun taka 119 farþega og flugtími hennar til Kaupmannahafnar Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber hefur sent Morgunblað- inu eftirfarandi fréttatilkynn- ingu vegna þessa: „Innkaupum Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber hf er hagað þannig, að kaffið er keypt í Brasilíu og flutt frá útskipun- arhöfnum þaðan til islands með eru engar forsendur. Forsend- urnar vegna komu erlendu ferða skipanna eru t.d. úr lausu lofti gripnar, því að þjónar hafa veitt þeim alla fyrirgreiðslu og und- anþágur, sem mögulegar hafa verið“. Talsmaður SVG Jón Magnús- son sagði: „Mbl. spyr, hvaða augum veitinga- og gistihúsaeigendur líti bráðabirgðalögin til að leysa úr deilunni milli SVG og FF. Útgáfa bráðabirgðaiaganna var að sjálfsögðu neyðarráð- stöfun stjórnvalda, en nauðsyn- Framhald á bls. 8 Við undirritun samning- anna í gær sagði Birgir Kjar- an, stjórnarformaður Flugfé- lagsins, að hér væri um að ræða eina stærstu fjárfest- ingu, sem einkaframtakið á íslandi hefði lagt í, en þotan kostar ásamt varahlutum um 300 milljónir króna. „Við höf- umskipun í Evrópúhöfn. Síðasta sendingin, sem kom til landsins, var tekin til brennslu og dreif- ingar fyrir nokkrum dögum. Mjög bráðlega kom í ljós, að vörugæði þessarar sendingar voru eigi sem skyldi, og fór það ekki milli mála, að bragð- gæði voru önnur og verri heldur en vera bar samkvæmt þeim kaupum, sem gerð höfðu verið. Á þessu stigi málsins skal það tekið fram, að kaffi það, sem keypt er yrir Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber hf í Brasi- líu, er ávallt hæsti gæðaflokkur af Rio-kaffi, og eru öll tiltæki- leg ráð nýtt, til þess að tryggja að eingöngu beztu gæði séu raunverulega send. Er í þessum tilgangi notuð þjónusta óvil- hallra mats-stofnanna, sem starfa undir opinberu eftirliti. Nú er það hinsvegar augljóst, að einhvers staðar hefur hlekk- ur brostið í sambandi við trygg ingu þess, að bragðgæði þessar- ar sendingar yrðu sem skyldi, en að sjálfsögðu verður það málefni rannsakað niður í kjöl- inn. Það hefur ávallt verið stað- föst ákvörðun Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber h.f., að aldrei yrði slakað á hinni áratuga gömlu og hefðbundnu ákvörð- un, að framleiðsluvara fyrirtæk- isins skuli ávallt vera í hæsta gæðaflokki. Nú er hins vegar í fyrsta skipti svo komið, að Kaffibrennslan h,efur fengið hrá efnabirgðir, sem ekki svara þessum kröfum, og með hlið- sjón af framanskráðu hefur stjórn fyrirtækisins, eftir ná- kvæma yfirvegun, ákveðið, að þar sem hráefni þetta fullnæg- ir ekki framangreindum gæða- kröfum, sé það ónothæft til Framhald á bls. 8 nm lifað merkan viðburð í sögu þjóðar okkar og félags okkar“, sagði Birgir Kjaran, „og væntum þess að þjóðin muni hafa mikið gagn af hinni nýju þotu, sem er sú fyrsta sem íslendingar eign- ast“. Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélagsins, sagði, að þetta væri merkur áfangi í sögu Flugfélagsins, sem hann von- aði að verða mundi þjóðinni allri til gagns og heilla. Fulltrúi Boeing-verksmiðj- anna, Tom Roth, lýsti sér- stakri ánægju félagsins yfir því, að þessi viðskipti hefðu tekizt og sagði, að samningar hefðu verið undirritaðir ein- mitt á hálfrar aldar afmæli Boeing-verksmiðjanna. Forstjóri Flugfélagsins ræddi við blaðamenn, þegar samning- arnir höfðu verið undirritaðir og sagði, að þeir væru lokastig í löngu starfi, sem hafizt hefði fyr- ir alvöru fyrir einu ári. Hann kvað samningana undirritaða með fyrirvara um lántöku, en ekki hefði unnizt tími til þess að ganga frá lántökum vegna kaupanna, hins vegar hefði Flug- félagið fulla ástæðu til að ætla að lán fengjust. Fyrir 3—4 árum var stjórn fé- lagsins Ijóst að endurnýja þyrfti flugvélakost þess og var þá sú ákvörðun tekin að leggja fyrst áherzlu á endurnýjun flugvéla til innanlandsflugs. í því skyni voru keyptar tvær flugvélar af gerð- HÖRMULEGT slys varð í fyrra- kvöld á Siglufirði, er 6 ára gam- all drengur féll fram af svokall- aðri Hjaltalínsbryggju og drukkn aði, að því er Guðjón Jónsson, fréttaritari Mbl. tjáir blaðinu. Drengurinn, sem hét Hjalti Sveinsson, sonur hjónanna Önnu Egilsdóttur og Sveins Björnsson- ar, Túngötu 23, Siglufirði, var að leik með öðrum börnum um 9 inni Fokker Friendship. Þcgar þeim áfanga var náð var hafinn undirbúningur að kaupum full- kominnar flugvélar til utan- landsflugs, en það starf hófst, sem fyrr segir, af alvöru fyrir einu ári. Voru þá skipaðaj þrjár nefndir, tækninefnd, flugtækni- nefnd og vi'ðskiptanefnd til þess að undirbúa málið. Þessar nefnd- ir unnu mikið starf um tveggja mánaða skeið og að þeim athug- unum loknum var enginn vafi talinn leika á því að vél af gerð- inni Boeing 727 mundi henta fé- laginu bezt. Var þá byrjað að undirbúa kaupin. Fyrst var aflað forkaups- réttar en síðan unnið að lánaút- vegun og öflun ríkisábyrgðar, Vill félagið þakka ríkisstjórn og Alþingi svo og Bandsbanka ís- lands fyrir mikilvæga fyrir- greiðslu í málinu. Þessi fyrsta þota íslendinga verður afhent í maí 1967 og teljum við hana henta okkur bezt bæ'ði hvað flug- þol og burðargetu snertir. Það er mikil trygging, að þot- an er framleidd af Boeing-verk- smiðjunum en helmingur allra þota, sem á flugi eru og í pöntun Framhald á bls. 5- Hjólaði á vörubifreið SKÖMMU eftir hádegi í gaer hjólaði níu ára gamall drengur á kyrrstæða og mannlausa vöru- bifreið, er stóð á bifreiðastæði fyrir utan verzlunarhúsið að Álf- heimum 2. Hjólaði drengurinn undir pall bifreiðarinnar og hlaut áverka á höfði, þannig að flytja varð hann á slysavai'ðstofuna. Að gefnu tilefni vill lögreglan brýna fyrir börnum og ungling- um að vera ekki að leik á bif- reiðastæðum. .eytið í fyrrakvöld, er hann hvarf, og þegar farið var að leita, skömmu sfðar, fannst hjól- ið hans á Hjaltalínsbryggju, á ná- kvæmiega sama stað og drengur drukknaði fyrir um það bil þrem ur vikum. Froskmaður var fenginn til þess að leita í sjónum og fann hann lík drengsins á fyrsta tím- anum í fyrrinótt. Kaffi frá 0. Johnson & Kaaber ekki f áanlegt í vikutíma Ásiæban eru léleg gæði síðustu kaffi- sendingar frá Brasiliu og hefur fyrirtækið stöðvað sölu kaffisins Leitað álits deilu- aðila í þjónadeilunni Hörmulegt dauðaslys á Siglufirði 6 ára drengur féll fram af bryggju og druklcnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.